Múlinn steðjar af stað 15. febrúar 2007 08:30 Björn Thoroddsen fer fyrir sveitinni The Riot ásamt kollega sínum Halldóri Bragasyni. Vetrardagskrá djassklúbbsins Múlans hefst á ný á Domo Bar í kvöld en sextán tónleikar eru fyrirhugaðir þar á næstunni. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta djassgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Dagskráin er að vanda bæði metnaðarfull og fjölbreytt og er gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt djasstónlistarlíf og eiga allir straumar og stefnur heima í Múlanum. Auk tónleikanna sextán sem endast munu fram í júní verða sérstakir glæsilegir afmælistónleikar síðar í febrúar með hinum þekkta danska trommuleikara Alex Riel ásamt tríói hans. Í mars leikur Jazzbræðingssveitin Gammar sem og tríó Ómars Guðjónssonar gítarleikara auk þess sem saxófónleikarinn Haukur Gröndal heldur tvenna tónleika ásamt félögum í kvintett og kvartett. Blúshátíð í Reykjavík fer fram á Domo Bar í apríl en Múlinn skipuleggur tónleika Kvintetts Jóels Pálssonar, tónleika til heiðurs Ahmad Jamal tríóinu um miðjan aprílmánuð. Tregasveit Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu rekur síðan lestina og flytur uppáhalds blúslög söngkonunnar 26. apríl. Með vorinu lætur Tómas R. Einarsson sjá sig ásamt Latínkvartett sem og Kvintett Andésar Þórs en í maí treður einnig upp óvenjulegur kvartett sem kennir sig við OC/DC en hans helsta aðalsmerki er músík saxófónleikarans Ornettes Coleman. Það er þó glæný hljómsveit sem ríður á vaðið í kvöld en bandið The Riot skipa samt kunnuglegir kappar. Gítarleikararnir Björn Thoroddsen og Halldór Bragason leiða sveitina en sá síðarnefndi syngur jafnframt, með þeim leika Jón Ólafsson píanóleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson. Tónlistin sem þeir félagar leika verður „uppreisn gegn poppi, blús og djasstónlist, undir áhrifum frá kosmískum kröftum. Snarstefjaður sígaunaseiður að hætti galdramanna af ströndum við ljóð Snorra á Húsfelli og Roberts Johnson með takthrynjandi voodoo-galdramanna Missisippi og seiðmanna Afríku“. Allir tónleikarnir hefjast kl. 21 en nánari upplýsingar um dagskrá Múlans verður að finna á heimasíðunni jazz.is. Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Vetrardagskrá djassklúbbsins Múlans hefst á ný á Domo Bar í kvöld en sextán tónleikar eru fyrirhugaðir þar á næstunni. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta djassgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Dagskráin er að vanda bæði metnaðarfull og fjölbreytt og er gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt djasstónlistarlíf og eiga allir straumar og stefnur heima í Múlanum. Auk tónleikanna sextán sem endast munu fram í júní verða sérstakir glæsilegir afmælistónleikar síðar í febrúar með hinum þekkta danska trommuleikara Alex Riel ásamt tríói hans. Í mars leikur Jazzbræðingssveitin Gammar sem og tríó Ómars Guðjónssonar gítarleikara auk þess sem saxófónleikarinn Haukur Gröndal heldur tvenna tónleika ásamt félögum í kvintett og kvartett. Blúshátíð í Reykjavík fer fram á Domo Bar í apríl en Múlinn skipuleggur tónleika Kvintetts Jóels Pálssonar, tónleika til heiðurs Ahmad Jamal tríóinu um miðjan aprílmánuð. Tregasveit Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu rekur síðan lestina og flytur uppáhalds blúslög söngkonunnar 26. apríl. Með vorinu lætur Tómas R. Einarsson sjá sig ásamt Latínkvartett sem og Kvintett Andésar Þórs en í maí treður einnig upp óvenjulegur kvartett sem kennir sig við OC/DC en hans helsta aðalsmerki er músík saxófónleikarans Ornettes Coleman. Það er þó glæný hljómsveit sem ríður á vaðið í kvöld en bandið The Riot skipa samt kunnuglegir kappar. Gítarleikararnir Björn Thoroddsen og Halldór Bragason leiða sveitina en sá síðarnefndi syngur jafnframt, með þeim leika Jón Ólafsson píanóleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson. Tónlistin sem þeir félagar leika verður „uppreisn gegn poppi, blús og djasstónlist, undir áhrifum frá kosmískum kröftum. Snarstefjaður sígaunaseiður að hætti galdramanna af ströndum við ljóð Snorra á Húsfelli og Roberts Johnson með takthrynjandi voodoo-galdramanna Missisippi og seiðmanna Afríku“. Allir tónleikarnir hefjast kl. 21 en nánari upplýsingar um dagskrá Múlans verður að finna á heimasíðunni jazz.is.
Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira