Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. október 2024 07:02 Rawad Nouman ræddi við blaðamann um tónlistardrauminn og lífið. Vísir/Vilhelm „Mig dreymdi um að verða tónlistarmaður en út af stríðinu gat ég ekki einbeitt mér að því,“ segir hinn 23 ára gamli Rawad Nouman. Rawad flutti til Íslands 2017, talar mjög góða íslensku og gaf nýverið út lagið Veit ekki neitt. Blaðamaður ræddi við hann og fékk að heyra nánar frá lífi hans. Byrjaði tíu ára að vinna „Ég er frá Sýrlandi en ég kom til Íslands árið 2017 þannig ég er búinn að vera hér í rúm sjö ár,“ segir Rawad. Tónlistaráhuginn hefur að hans sögn fylgt honum frá blautu barnsbeini. „Ég átti mér draum í æsku að taka þátt í söngvakeppninni The Voice Kids, mig langaði það alveg ótrúlega mikið. En út af stríðinu gat ég ekki einbeitt mér að tónlist og gat ekkert sinnt henni. Við fluttum frá Sýrlandi 2011 og við misstum allt sem við áttum þar. Við fórum þaðan til Líbanon og ég byrjaði fljótt að vinna. Ég er búinn að vera að vinna síðan ég var tíu ára gamall. Ég og bræður mínir þurftum að gera það, pabbi gat ekki fengið vinnu í Líbanon því hann er blindur á öðru auganu. Það var svo erfitt, ég fór ekki í skóla gat ekkert gert það sem mig langaði að gera. Tónlistin var þó alltaf ofarlega í huga mínum.“ Hér má heyra lagið Veit ekki neitt með Rawad: Setti sér markmið að læra allt sjálfur Rawad og fjölskylda hans bjuggu í sex ár í Líbanon og hann fór í skóla í eitt eða tvö ár. „Síðan kom ég til Íslands og byrjaði að læra á tónlist sjálfur heima inni á Youtube eða hvar sem er, ég vildi halda áfram að elta drauminn. Ég var að semja og syngja, hef sungið á nokkrum viðburðum með fjölskyldum og vinum og það er svo skemmtilegt. Mig langaði að gera eitthvað fyrir mig, mig langaði svo mikið að geta gert tónlist. Ég var búinn að senda á fullt af fólki hvort það hefði áhuga á að vinna með mér eða aðstoða mig en fékk engin svör og ég þekkti auðvitað engan. Ég setti því bara mér markmið að ég ætlaði að læra að gera allt sjálfur, gerði smá stúdíó heima og byrjaði á núllpunkti. Fyrst samdi ég tvö lög sem voru ekkert „professional“, ég vissi ekki hvernig hljóðnema væri best að nota en keypti einhvern, tengdi við tölvuna og fór að syngja.“ Rawad Nouman hefur haft ástríðu fyrir tónlist frá blautu barnsbeini.Vísir/Vilhelm Hefur mikinn áhuga á tungumálum Rawad kynntist svo pródúser frá Marokkó sem hann fór aðeins að vinna með. „Hann mixaði og masteraði lögin fyrir mín sem var fínt en ég er svo að vinna að því núna að gera gæðin enn betri. Ég er búinn að búa á Selfossi síðustu ár en er að flytja í bæinn núna.“ Rawad býr með fjölskyldu sinni en hefur á síðustu árum nokkrum sinnum flutt í bæinn fyrir skólann. „Ég kláraði tíunda bekk og byrjaði í framhaldsskóla. Það tekur aðeins lengri tíma hjá mér út af íslenskunni, maður þarf fyrst að læra tungumálið áður en maður fer að læra meira. Þegar við komum til Íslands hafði ég mikinn áhuga á tungumálum og ég hugsaði landið mitt er farið. Ég get ekki farið aftur núna, ég veit ekki hvort ég fer einhvern tíma til baka. Þannig að þetta er nýja landið mitt, ég þarf að læra allt hér og læra tungumálið. Ég veit mjög lítið um Sýrland í dag, ég var lítill þegar ég fór og núna má ég ekki fara til baka heldur.“ View this post on Instagram A post shared by Rawad Nouman (@nouman.music) Vill stöðugt þróast og læra meira Rawad segist líða vel hér. Veðrið geti verið erfitt en hann hafi þó verið fljótur að venjast því. „Ég þarf ekki neitt, ég er með mat, vatn, heimili og vinnu. Svo er ég með draum sem er gaman að geta unnið aðeins að.“ Hann segir að stóri draumurinn sé að geta unnið við tónlistina og verða þekktur tónlistarmaður. „Svo er ég með eina reglu. Ég má aldrei staðna, ég þarf alltaf að geta hugsað ég er góður en ég get verið betri. Mig langar stöðugt að læra meira og meira og vonandi get ég unnið við þetta.“ Eitt af uppáhalds lögum Rawad heitir Prinsessan mín og er væntanlegt á streymisveitur.Vísir/Vilhelm Elskar lög um ástina Rawad hefur gefið út nokkur lög á streymisveitunni Spotify. „Ég er með tvö arabísk lög sem eru komin út og eitt íslenskt, þar sem litli bróðir minn rappar með mér. Ég mixa og mastera allt.“ Tvö lög hafa verið gefin út en Rawad tók þau af streymisveitum til þess að betrumbæta þau. „Það eru lögin Fokkast upp og Prinsessan mín. Ég elska lagið Prinsessan mín rosalega mikið, það er mér kærast. Ég ætla aðeins að laga það og gera það betra áður en ég gef það aftur út. Ég er byrjaður að skrifa nýtt lag sem er líka í rómantískum blæ. Ég elska lög sem eru um ástina,“ segir Rawad. Hann bætir við að honum finnist skemmtilegt að geta sungið á ólíkum tungumálum. „Ég er búinn að semja mörg arabísk lög líka og finnst gaman að geta gert tónlist bæði fyrir Ísland og fyrir erlendan markað.“ Hér má hlusta á Rawad Nouman á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Sýrland Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Byrjaði tíu ára að vinna „Ég er frá Sýrlandi en ég kom til Íslands árið 2017 þannig ég er búinn að vera hér í rúm sjö ár,“ segir Rawad. Tónlistaráhuginn hefur að hans sögn fylgt honum frá blautu barnsbeini. „Ég átti mér draum í æsku að taka þátt í söngvakeppninni The Voice Kids, mig langaði það alveg ótrúlega mikið. En út af stríðinu gat ég ekki einbeitt mér að tónlist og gat ekkert sinnt henni. Við fluttum frá Sýrlandi 2011 og við misstum allt sem við áttum þar. Við fórum þaðan til Líbanon og ég byrjaði fljótt að vinna. Ég er búinn að vera að vinna síðan ég var tíu ára gamall. Ég og bræður mínir þurftum að gera það, pabbi gat ekki fengið vinnu í Líbanon því hann er blindur á öðru auganu. Það var svo erfitt, ég fór ekki í skóla gat ekkert gert það sem mig langaði að gera. Tónlistin var þó alltaf ofarlega í huga mínum.“ Hér má heyra lagið Veit ekki neitt með Rawad: Setti sér markmið að læra allt sjálfur Rawad og fjölskylda hans bjuggu í sex ár í Líbanon og hann fór í skóla í eitt eða tvö ár. „Síðan kom ég til Íslands og byrjaði að læra á tónlist sjálfur heima inni á Youtube eða hvar sem er, ég vildi halda áfram að elta drauminn. Ég var að semja og syngja, hef sungið á nokkrum viðburðum með fjölskyldum og vinum og það er svo skemmtilegt. Mig langaði að gera eitthvað fyrir mig, mig langaði svo mikið að geta gert tónlist. Ég var búinn að senda á fullt af fólki hvort það hefði áhuga á að vinna með mér eða aðstoða mig en fékk engin svör og ég þekkti auðvitað engan. Ég setti því bara mér markmið að ég ætlaði að læra að gera allt sjálfur, gerði smá stúdíó heima og byrjaði á núllpunkti. Fyrst samdi ég tvö lög sem voru ekkert „professional“, ég vissi ekki hvernig hljóðnema væri best að nota en keypti einhvern, tengdi við tölvuna og fór að syngja.“ Rawad Nouman hefur haft ástríðu fyrir tónlist frá blautu barnsbeini.Vísir/Vilhelm Hefur mikinn áhuga á tungumálum Rawad kynntist svo pródúser frá Marokkó sem hann fór aðeins að vinna með. „Hann mixaði og masteraði lögin fyrir mín sem var fínt en ég er svo að vinna að því núna að gera gæðin enn betri. Ég er búinn að búa á Selfossi síðustu ár en er að flytja í bæinn núna.“ Rawad býr með fjölskyldu sinni en hefur á síðustu árum nokkrum sinnum flutt í bæinn fyrir skólann. „Ég kláraði tíunda bekk og byrjaði í framhaldsskóla. Það tekur aðeins lengri tíma hjá mér út af íslenskunni, maður þarf fyrst að læra tungumálið áður en maður fer að læra meira. Þegar við komum til Íslands hafði ég mikinn áhuga á tungumálum og ég hugsaði landið mitt er farið. Ég get ekki farið aftur núna, ég veit ekki hvort ég fer einhvern tíma til baka. Þannig að þetta er nýja landið mitt, ég þarf að læra allt hér og læra tungumálið. Ég veit mjög lítið um Sýrland í dag, ég var lítill þegar ég fór og núna má ég ekki fara til baka heldur.“ View this post on Instagram A post shared by Rawad Nouman (@nouman.music) Vill stöðugt þróast og læra meira Rawad segist líða vel hér. Veðrið geti verið erfitt en hann hafi þó verið fljótur að venjast því. „Ég þarf ekki neitt, ég er með mat, vatn, heimili og vinnu. Svo er ég með draum sem er gaman að geta unnið aðeins að.“ Hann segir að stóri draumurinn sé að geta unnið við tónlistina og verða þekktur tónlistarmaður. „Svo er ég með eina reglu. Ég má aldrei staðna, ég þarf alltaf að geta hugsað ég er góður en ég get verið betri. Mig langar stöðugt að læra meira og meira og vonandi get ég unnið við þetta.“ Eitt af uppáhalds lögum Rawad heitir Prinsessan mín og er væntanlegt á streymisveitur.Vísir/Vilhelm Elskar lög um ástina Rawad hefur gefið út nokkur lög á streymisveitunni Spotify. „Ég er með tvö arabísk lög sem eru komin út og eitt íslenskt, þar sem litli bróðir minn rappar með mér. Ég mixa og mastera allt.“ Tvö lög hafa verið gefin út en Rawad tók þau af streymisveitum til þess að betrumbæta þau. „Það eru lögin Fokkast upp og Prinsessan mín. Ég elska lagið Prinsessan mín rosalega mikið, það er mér kærast. Ég ætla aðeins að laga það og gera það betra áður en ég gef það aftur út. Ég er byrjaður að skrifa nýtt lag sem er líka í rómantískum blæ. Ég elska lög sem eru um ástina,“ segir Rawad. Hann bætir við að honum finnist skemmtilegt að geta sungið á ólíkum tungumálum. „Ég er búinn að semja mörg arabísk lög líka og finnst gaman að geta gert tónlist bæði fyrir Ísland og fyrir erlendan markað.“ Hér má hlusta á Rawad Nouman á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Sýrland Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira