Domino spil um Owen 25. ágúst 2005 00:01 Gerard Houllier knattspyrnustjóri Lyon hefur í hyggju að fá franska landsliðsmanninn Djibril Cisse hjá Liveprool til liðs við sig áður en félagaskiptagluginn á fótboltamarkaðnum lokar nú um mánaðarmótin. Þetta fullyrða enskir fjölmiðlar í dag og rekja röð atriða sem púsla dæminu saman og snúast um að hjálpa Michael Owen að komast aftur til Liverpool og má ennfremur rekja til kaupa Chelsea á miðjumanninum Michael Essien frá Lyon á dögunum. Liverpool er talið vera reiðubúið að selja Cisse sem hefur ekki ennþá náð að sýna sitt rétta andlit frá því hann steig upp úr erfiðum meiðslum í lok síðasta tímabils. Megin ástæðan er þó sú að Liverpool býðst að fá fyrrum sóknarmann liðsins, Michael Owen til baka frá Real Madrid. Real Madrid samþykkti í gær að talið er vera 16 miljóna punda tilboð í Owen frá Newcastle og er málið nú algerlega í höndum sóknarmannsins. Owen hefur hins vegar dregið á langinn að svara Newcastle þar sem hann vill frekar snúa aftur til sína gamla félags. Hann vonast nú til þess að tilboð berist í tíma frá Liverpool sem mun einmitt eiga pening og pláss fyrir hann selji félagið Cisse til Lyon. Lyon á sand af seðlum eftir söluna á Essien og er sagt reiðubúið að greiða nálægt þeim 14 mlljónum punda sem Liverpool borgaði Auxerre fyrir Cisse fyrir rúmu ári. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool er þó afar tregur að tjá sig um Owen þar sem hann vill ekki trufla leikmenn sína með slíku umræðuefni fyrir Supercup Evrópuleikinn gegn CSKA Moskvu á morgun föstudag. Það má því leiða að því líkur að Domino spilið muni rúlla af stað eftir þann leik Evrópumeistaranna og meistara félagsliða (CSKA) og Owen verði jafnvel aftur kominn heim til Anfield um helgina. Enski boltinn Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira
Gerard Houllier knattspyrnustjóri Lyon hefur í hyggju að fá franska landsliðsmanninn Djibril Cisse hjá Liveprool til liðs við sig áður en félagaskiptagluginn á fótboltamarkaðnum lokar nú um mánaðarmótin. Þetta fullyrða enskir fjölmiðlar í dag og rekja röð atriða sem púsla dæminu saman og snúast um að hjálpa Michael Owen að komast aftur til Liverpool og má ennfremur rekja til kaupa Chelsea á miðjumanninum Michael Essien frá Lyon á dögunum. Liverpool er talið vera reiðubúið að selja Cisse sem hefur ekki ennþá náð að sýna sitt rétta andlit frá því hann steig upp úr erfiðum meiðslum í lok síðasta tímabils. Megin ástæðan er þó sú að Liverpool býðst að fá fyrrum sóknarmann liðsins, Michael Owen til baka frá Real Madrid. Real Madrid samþykkti í gær að talið er vera 16 miljóna punda tilboð í Owen frá Newcastle og er málið nú algerlega í höndum sóknarmannsins. Owen hefur hins vegar dregið á langinn að svara Newcastle þar sem hann vill frekar snúa aftur til sína gamla félags. Hann vonast nú til þess að tilboð berist í tíma frá Liverpool sem mun einmitt eiga pening og pláss fyrir hann selji félagið Cisse til Lyon. Lyon á sand af seðlum eftir söluna á Essien og er sagt reiðubúið að greiða nálægt þeim 14 mlljónum punda sem Liverpool borgaði Auxerre fyrir Cisse fyrir rúmu ári. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool er þó afar tregur að tjá sig um Owen þar sem hann vill ekki trufla leikmenn sína með slíku umræðuefni fyrir Supercup Evrópuleikinn gegn CSKA Moskvu á morgun föstudag. Það má því leiða að því líkur að Domino spilið muni rúlla af stað eftir þann leik Evrópumeistaranna og meistara félagsliða (CSKA) og Owen verði jafnvel aftur kominn heim til Anfield um helgina.
Enski boltinn Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira