Skoðun

Rang­færslu­þrenna Diljár Mistar

Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið umtalsvert í almennri umræðu undanfarin misseri. Hvort sem þar er um að ræða landsfund flokksins, brottvísanir eða umdeild lagafrumvörp.

Skoðun

Á­skoranir í ein­eltis­for­vörnum

Álfheiður Guðmundsdóttir,Sólrún Ósk Lárusdóttir,Jenný Ingudóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir skrifa

Einelti er alvarleg tegund ofbeldis sem hefur víðtækar samfélagslegar afleiðingar og börn sem eru beitt einelti geta glímt við afleiðingar þess ævilangt. Eineltisforvarnir eru lýðheilsumál enda getur einelti haft áhrif á lífsgæði og heilsu bæði þolenda og gerenda til lengri og skemmri tíma. Það getur einnig haft neikvæð áhrif á þau börn sem verða einungis vitni að eineltinu.

Skoðun

Á­fram ein­elti!

Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar

Nei, ofangreind fyrirsögn er ekki hvatning til þess að leggja áfram í einelti. Hins vegar vísar hún frekar til þess að enn erum við, árið 2022, að fá fregnir af alvarlegum afleiðingum eineltis. Með sífellt meiri þekkingu, umræðum og rannsóknum á þessum málaflokki, skimunarlistum og viðbragðsáætlunum, hefði nú bara verið fínt að búið væri að útrýma einelti úr mannlegum samskiptum. En þannig er það því miður ekki.

Skoðun

Að­gengi er ekki bara að­gengi að byggingum

Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Menntun á öllum skólastigum og þá ekki síst á háskólastigi er mjög mikilvægt tæki til að hjálpa fólki með skerta starfsgetu að fá starf sem betur hentar þeim takmörkunum sem það upplifir. Hún eykur möguleika fólks til að finna starf við hæfi og verða virkir þáttakendur í atvinnulífinu.

Skoðun

Verum fyrir­myndir – berjumst gegn ein­elti!

Ásmundur Einar Daðason skrifar

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var fyrst haldinn formlega hérlendis árið 2011 og hefur verið haldinn árlega síðan. Einelti kemur okkur öllum við og það er góð hugmynd að huga sérstaklega að því, til dæmis á eigin vinnustað, hvort forvarnir og viðbragðsáætlanir gegn einelti séu til staðar og uppfærðar. Þá vil ég einnig hvetja vinnustaði til þess að standa fyrir fræðslu og viðburðum sem hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu og samstöðu í tilefni dagsins.

Skoðun

Mygla í skólum - Áskorun til foreldrafélaga

Tryggvi Scheving Thorsteinsson og Snorri Sturluson skrifa

Undanfarin misseri hafa foreldrafélög víða um land verið iðin við að skora á yfirvöld í viðkomandi sveitafélögum að gera úrbætur tengdar myglu, gera kröfu um endurbætur húsnæði og/eða byggingu nýs húsnæðis og allt eru þetta réttmætar kröfur.

Skoðun

Dalabyggð – samfélag í sókn

Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Dalabyggð er þátttakandi í samstarfsverkefni með Byggðarstofnun sem tengt er við brothættar byggðir. Í Dölum er vinnuheiti þessa verkefni DalaAuður.

Skoðun

Ó­hamingju­sama fólkið og slöngu­dansinn

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Byrjum smá á því dansa. Dillum rassinum og brosum. Öndum djúpt, finnum friðinn og látum okkur líða vel. Setjumst svo niður og íhugum. Textinn hér að neðan gæti orðið smá erfiður að melta fyrir ykkur sem hafa ekki kynnt ykkur efnið, en það er kannski orðið tímabært því í vændum er holskefla af umræðu tengdum innihaldi hans.

Skoðun

Borgar­full­trúar í Reykja­vík - vel­komin í spila­tíma!

Anna Hugadóttir skrifar

Málefni tónlistarskólanna hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið enda biðlistar víða langir. Hlutfallslega eru mun færri nemendur á neðri stigum í tónlistarnámi í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög og stuðningur borgarinnar við tónlistarnám lakari.

Skoðun

Þá er skrattanum skemmt

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Á dögunum birtist frétt í norska ríkissjónvarpinu, NRK, um að elgkálfur hefði fundist ráfandi við þjóðveg með sundurskotið trýni. Hafði skot farið í gegnum höfuðið, fyrir neðan augu, og spýttist blóð út, í báðar áttir, þegar dýrið andaði.

Skoðun

Öll börn gera vel ef þau geta

Sólveig María Svavarsdóttir skrifar

Lífið er flókið. Samskipti eru flókin og samskipti barna eru vissulega flókin. Eineltismál er erfið og og geta skilið eftir sig djúp sár. Ég finn mikið til með þolendum eineltis og fordæmi allar myndir ofbeldis.

Skoðun

Er barnið mitt gerandi í ein­elti?

Sindri Viborg skrifar

Mörg okkar búa gjarnan við þá ranghugmynd að einungis vondu börnin séu gerendur. Vandinn við þessa ranghugmynd er að við setjum aldrei okkar eigin börn í þennan „vondu börnin“ flokk.

Skoðun

Hversu mörg ljós viltu slökkva herra borgar­stjóri?

Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar

Á föstudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Var fundurinn sem haldinn var í Tjarnarsal ráðhússins vel sóttur af hagsmunaaðilum í húsnæðis- og mannvirkjageiranum. Bar fundurinn yfirskriftina “Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?”

Skoðun

Úr einum vasa í annan

Jóna Torfadóttir skrifar

Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar.

Skoðun

Guðlaugur Þór tók mér opnum örmum

Eiður Welding skrifar

Ég byrjaði ungur í flokknum, reyndar mjög ungur, í aðdraganda Alþingiskosninga árið 2017. Eins og gefur að skilja var þá mikið um að vera eins og oft er í kringum kosningar.

Skoðun

Farið hefur fé betra: Bless ríkis­stjórn

Guðbrandur Einarsson skrifar

Hvert er ákallið í samfélaginu? Ef einhver dæmdi samfélagið okkar eftir verkum ríkisstjórnarinnar myndi viðkomandi álykta að hér væri hávært ákall um viðvarandi skuldasöfnun hins opinbera á meðan grunnstoðirnar eru skildar eftir.

Skoðun

Orku­sjálf­stæði Ís­lands

Svavar Halldórsson skrifar

Ef við Íslendingar ætlum að ná loftslagsmarkmiðum okkar er algerlega nauðsynlegt að flýta orkuskiptum eins og kostur er. En þótt við framleiðum mikið af grænni orku þá þurfum við að gera enn betur. Við flytjum enn inn olíu fyrir 100 milljarða króna á ári.

Skoðun

Kyn­slóð af kyn­slóð sjálf­stæðis­kvenna

Vala Pálsdóttir skrifar

Því var lengst af haldið fram af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að konur ættu ekki brautargengi innan flokksins. En þegar sjálfstæðiskonur taka undir gagnrýni andstæðinga verður ekki setið undir án andmæla.

Skoðun

Grimmd og slægð eða mann­úð og miskunn­semi?

Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar

Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það.

Skoðun

Hel­vítis vakta­hvatinn!

Sandra B. Franks skrifar

Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu.

Skoðun

Skaða­minnkandi þjónusta

Kristín Davíðsdóttir skrifar

Skv. Fréttablaðinu í dag varð uppákoma á ráðstefnu SÁÁ þann 3. nóvember sl. Þar sakaði lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson starfsfólk skaðaminnkunarþjónustu Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um að þjónusta börn undir lögaldri án þess að hann, eða lögreglan, séu látin vita.

Skoðun

„Afætur“

Sigmar Guðmundsson skrifar

Fólk ætti að hlusta á Magnús Ingvason, skólameistara FÁ, i viðtali á RÚV í gær. Hann talar um Írösku systurnar Yasameen og Zahraa sem stunduðu nám við skólann í eitt og hálft og stóðu sig afburða vel. Lögðu sig fram um að læra íslensku og voru góðir námsmenn, enda ekki sjálfgefið að það tækifæri fáist í Grikklandi, hvað þá Írak.

Skoðun

Siðrof

Gunnar Dan Wiium skrifar

Ég vinn í skóla. Þar er áhersla á heilbrigð samskipti og ofbeldi er að sjálfsögðu ekki liðið. Við gerum eineltisáætlanir, höldum fundi með börnum og foreldrum. Spilling og ofbeldi líðst ekki, núll tolerance. Þetta segjum við börnunum, hvort öðru og við foreldra. Foreldrar eru hvattir til að taka samtalið með börnum sínum og gerum við ekki ráð fyrir að annað sé gert.

Skoðun

LÆSI. Erum við á réttri leið?

Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Sem forseti Menntavísindasviðs fagna ég þeirri umræðu sem verið hefur um menntamálin að undanförnu. Það er brýnt að við sem samfélag ræðum um menntun og menntakerfið sem er ein af grunnstoðum samfélagsins.

Skoðun

Er verið að hafa okkur að fíflum?

Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar

Í dag kynnir borgarstjórn Reykjavíkur fyrirætlanir sínar um svokallaða lífsgæðaborg. Á fundinum verður farið yfir þann fjölda íbúða sem eru í byggingu í Reykjavík og húsnæðsistefnuna almennt.

Skoðun

Gott sam­fé­lag tryggir gott geð­heil­brigði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Liðin eru meira en tvö ár frá því að frumvarpið um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu var einróma samþykkt á þingi. Málið flutti ég ásamt þingflokki Viðreisnar og nítján öðrum þingmönnum úr öllum flokkum. Þverpólitísk samstaða náðist þannig um mikilvægar og löngu tímabærar breytingar. Hins vegar komu þær ekki til framkvæmda fyrr en löngu seinna.

Skoðun

Sannleikurinn er sagna bestur

Tómas Guðbjartsson skrifar

Undanfarnar vikur hefur Ferðafélag Íslands verið mikið í fjölmiðlum þar sem m.a. hafa komið fram alvarlegar ásakanir í garð stjórnar, og félagið jafnvel kallað „skjallbandalag“ þar sem þöggun og meðvirkni ráði ríkjum”.

Skoðun

Römpum upp umræðuna

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Í nýlegri kjördæmaviku hittu þingmenn sveitarstjórnarfólk og fólk víða að úr samfélaginu. Ég hef ávallt haft það sem vinnureglu, hvort sem það var á tíma mínum sem sveitarstjórnarfulltrúi í Hafnarfirði eða nú sem þingmaður fyrir Suðvesturkjördæmi, að heimsækja fólk og fyrirtæki á þeirra heimavelli.

Skoðun