Orkusjálfstæði Íslands Svavar Halldórsson skrifar 4. nóvember 2022 19:00 Ef við Íslendingar ætlum að ná loftslagsmarkmiðum okkar er algerlega nauðsynlegt að flýta orkuskiptum eins og kostur er. En þótt við framleiðum mikið af grænni orku þá þurfum við að gera enn betur. Við flytjum enn inn olíu fyrir 100 milljarða króna á ári. Ef fyrirhuguð orkuskipti eiga að ganga eftir þurfum við að herða okkur í virkjun vindorku, jarðhita og fallvatna – að sjálfsögðu með almenn umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Meiri græna orku Orkuskiptin ein og sér kalla á 80% meiri framleiðslu grænnar orku. Verkin verða að tala. Innlendir umhverfisvænir orkugjafar eru á allan hátt betri fyrir umhverfið og efnahaginn, enda virðist samstaða meðal þjóðarinnar um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni, græna atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Fyrir liggur að fjöldi tækifæra er til að skapa ný og eftirsótt störf á Íslandi. Mörg þeirra áhugaverðu sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem sprottið hafa upp á síðustu árum treysta á græna orku. En til þess að þau megi dafna þarf að virkja orkuna. Umhverfisvæn atvinnuuppbygging Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur mikið forskot í alþjóðlegri samkeppni og tækifæri til að auka enn verðmætasköpun og bæta lífskjör. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Grænni tækni í samgöngum fleygir fram um allan heim. Við höfum séð byltingu í framboði á grænum valkostum þegar kemur að bifreiðum. Áður en við vitum af verður stór hluti nýrra skipa og flugvéla gerður fyrir umhverfisvæna orkugjafa. Þá verðum við að vera tilbúin með grænu orkuna. Orka og sjálfstæði þjóðarinnar Ef við ætlum að ná markmiðum okkar um græna framtíð og kolefnishlutleysi verðum við að herða okkur í framleiðslu umhverfisvænnar orku. Það liggur ljóst fyrir. En það eru ekki bara umhverfissjónarmiðin sem knýja á um að við beislum meira af grænni orku. Nýleg þróun alþjóðamála hefur sýnt okkur svart á hvítu að það er skynsamlegt að stefna á orkusjálfstæði Íslands eins hratt og auðið er. Til þess að svo megi verða þurfum við nánast að tvöfalda innlenda orkuframleiðslu á næstu árum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Svavar Halldórsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ef við Íslendingar ætlum að ná loftslagsmarkmiðum okkar er algerlega nauðsynlegt að flýta orkuskiptum eins og kostur er. En þótt við framleiðum mikið af grænni orku þá þurfum við að gera enn betur. Við flytjum enn inn olíu fyrir 100 milljarða króna á ári. Ef fyrirhuguð orkuskipti eiga að ganga eftir þurfum við að herða okkur í virkjun vindorku, jarðhita og fallvatna – að sjálfsögðu með almenn umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Meiri græna orku Orkuskiptin ein og sér kalla á 80% meiri framleiðslu grænnar orku. Verkin verða að tala. Innlendir umhverfisvænir orkugjafar eru á allan hátt betri fyrir umhverfið og efnahaginn, enda virðist samstaða meðal þjóðarinnar um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni, græna atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Fyrir liggur að fjöldi tækifæra er til að skapa ný og eftirsótt störf á Íslandi. Mörg þeirra áhugaverðu sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem sprottið hafa upp á síðustu árum treysta á græna orku. En til þess að þau megi dafna þarf að virkja orkuna. Umhverfisvæn atvinnuuppbygging Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur mikið forskot í alþjóðlegri samkeppni og tækifæri til að auka enn verðmætasköpun og bæta lífskjör. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Grænni tækni í samgöngum fleygir fram um allan heim. Við höfum séð byltingu í framboði á grænum valkostum þegar kemur að bifreiðum. Áður en við vitum af verður stór hluti nýrra skipa og flugvéla gerður fyrir umhverfisvæna orkugjafa. Þá verðum við að vera tilbúin með grænu orkuna. Orka og sjálfstæði þjóðarinnar Ef við ætlum að ná markmiðum okkar um græna framtíð og kolefnishlutleysi verðum við að herða okkur í framleiðslu umhverfisvænnar orku. Það liggur ljóst fyrir. En það eru ekki bara umhverfissjónarmiðin sem knýja á um að við beislum meira af grænni orku. Nýleg þróun alþjóðamála hefur sýnt okkur svart á hvítu að það er skynsamlegt að stefna á orkusjálfstæði Íslands eins hratt og auðið er. Til þess að svo megi verða þurfum við nánast að tvöfalda innlenda orkuframleiðslu á næstu árum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun