Kynslóð af kynslóð sjálfstæðiskvenna Vala Pálsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 12:31 Því var lengst af haldið fram af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að konur ættu ekki brautargengi innan flokksins. En þegar sjálfstæðiskonur taka undir gagnrýni andstæðinga verður ekki setið undir án andmæla. Mér er ljúft og skylt að koma því til áleiðis að konur er víða að finna í starfi flokksins, og hefur verið jafnt í forsvari og grasrótinni um árabil. Konur á öllum aldri - það er ekkert kynslóðabil að finna. Þá hefur það verið áberandi í forystu flokksins og ríkisstjórn, að þar hefur lagt mikið upp úr jöfnu kynjahlutfalli í tíð núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Það var vatn á myllu vinstri manna þegar hluti stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna (LS) gekk úr stjórn haustið 2016 þegar helmingur prófkjöra flokksins var um garð genginn. Leiðtogi Suðurkjördæmis hafði ekki fengið nægan stuðning í prófkjörinu og lýsti stjórn óánægju með þá niðurstöðu, eða svo mætti skilja. Ég var kosningastjóri oddvita Reykjavíkur, Ólafar heitinnar Nordal, í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar þetta ár. Þær konur sem höfðu sagt skilið við stjórn fögnuðu ekki glæsilegum áranngri Ólafar sem fékk yfir 90% atkvæða í prófkjörinu. Gengi annarra kvenna í Reykjavík var gott en fjórar konur höfnuðu í efstu átta sætunum. Árangur Áslaugar Örnu, sem hafði nýverið verið kosin ritari Sjálfstæðisflokksins, var einnig glæsilegur en hún fékk góðan stuðning sem tryggði henni öruggt þingsæti. Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir fylgdu henni fast á eftir. Ólöf hafði einmitt hvatt Áslaugu til þátttöku á landsfundi sem og í prófkjöri og veitt henni haldgóð ráð. Ólöf þurfti ekki að víkja fyrir henni, hún hvatti hana áfram eins og leiðtogar gera. Það var líka önnur ung kona sem Ólöf veitti brautargengi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hlaut góða kosningu í annað sæti í Norðurlandi vestra. Það skýtur því skökku við að ætla að endurskrifa söguna árið 2022 um árangur kvenna í flokknum og tala um glataða kynslóð kvenna við brottför ellefu kvenna. Ný stjórn tók við Landssambandi sjálfstæðiskvenna vorið 2017 og kom skemmtilega á óvart sá mikli fjöldi sem tók þátt í starfi sambandins. Fyrir 2020, hafa að jafnaði um tvö þúsund konur tekið þátt í starfi og viðburðum á vegum sambandsins. Þegar LS gaf út blaðið Auður (https://issuu.com/sjalfstaedifl/docs/au_ur-lorez) haustið 2019, þá stækkaði blaðið talsvert þar sem nægur var efniviðurinn, jafnt frá eldri kynslóðum sem nýjum. Það var skarð fyrir skildi þegar konurnar ellefu gengu úr flokknum en eftir var fjöldi öflugra kvenna sem starfaði áfram. Þannig að ómögulegt er að láta sem heil kynslóð hafi horfið úr flokknum, í reynd móðgun við þær þúsundir kvenna sem þar enn starfa. Sérstaklega þegar sveitastjórnarstigið er skoðað. Það kom á óvart, vegna ákvörðunar fyrri stjórnar LS, þegar við greindum hlut kvenna í flokknum fyrir landsfund í mars 2018. Í ljós kom að 45% kjörinna fulltrúa flokksins á sveitastjórnarstiginu voru konur, þessar tæplega sextíu konur voru kjörnir fulltrúar þegar hluti stjórnar LS sagði af sér og höfðu setið frá árinu 2014. Það er líka ánægjulegt að fá tækifæri til að segja aftur, að samanlagður fjöldi kvenna sem voru kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru fleiri en konur allra annarra flokka á landsvísu. Hlutur kvenna á sveitastjórnarstiginu hefur haldist óbreyttur, um og yfir 50% í sveitastjórnakosningnum 2018 og 2022. Geri aðrir betur! Raddir vinstri manna hljóðnuðu fljótt þegar þessi staðreynd lá fyrir. Eitt af því sem Landssambandið hefur líka gert síðustu ár er að stofna bakvarðasveit í aðdraganda bæði Alþingis- og sveitarstjórnakosninga. Þar er hópur reyndra kvenna, sem ekki er í framboði, tilbúinn til að gefa góð ráð og svara öllum þeim spurningum sem frambjóðendur hafa. Í bakvarðasveit LS hafa verið konur á öllum aldri, þar er ekkert kynslóðabil. Mín reynsla var sú að allir viðmælendur mínir höfðu mjög skýra sýn hvað þeir vildu en fannst gott að hafa hauk í horni til að geta leitað til ef eitthvað. Þannig styðja konur við konur í flokknum. Þannig viljum við hafa starf Sjálfstæðisflokksins að þekking flytjist milli frambjóðenda - á milli kynslóða. Ég get heils hugar tekið undir það að við eigum að tryggja fjölbreytileika í starfi flokksins, það gerum við með góðu félagsstarfi árið um kring og á landsfundi þegar fjölbreyttur hópur sjálfstæðisfólks kemur saman. Höfundur var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 2017-2022 og sat jafnframt í kosningastjórn í Reykjavík 2016 og 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Því var lengst af haldið fram af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að konur ættu ekki brautargengi innan flokksins. En þegar sjálfstæðiskonur taka undir gagnrýni andstæðinga verður ekki setið undir án andmæla. Mér er ljúft og skylt að koma því til áleiðis að konur er víða að finna í starfi flokksins, og hefur verið jafnt í forsvari og grasrótinni um árabil. Konur á öllum aldri - það er ekkert kynslóðabil að finna. Þá hefur það verið áberandi í forystu flokksins og ríkisstjórn, að þar hefur lagt mikið upp úr jöfnu kynjahlutfalli í tíð núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Það var vatn á myllu vinstri manna þegar hluti stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna (LS) gekk úr stjórn haustið 2016 þegar helmingur prófkjöra flokksins var um garð genginn. Leiðtogi Suðurkjördæmis hafði ekki fengið nægan stuðning í prófkjörinu og lýsti stjórn óánægju með þá niðurstöðu, eða svo mætti skilja. Ég var kosningastjóri oddvita Reykjavíkur, Ólafar heitinnar Nordal, í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar þetta ár. Þær konur sem höfðu sagt skilið við stjórn fögnuðu ekki glæsilegum áranngri Ólafar sem fékk yfir 90% atkvæða í prófkjörinu. Gengi annarra kvenna í Reykjavík var gott en fjórar konur höfnuðu í efstu átta sætunum. Árangur Áslaugar Örnu, sem hafði nýverið verið kosin ritari Sjálfstæðisflokksins, var einnig glæsilegur en hún fékk góðan stuðning sem tryggði henni öruggt þingsæti. Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir fylgdu henni fast á eftir. Ólöf hafði einmitt hvatt Áslaugu til þátttöku á landsfundi sem og í prófkjöri og veitt henni haldgóð ráð. Ólöf þurfti ekki að víkja fyrir henni, hún hvatti hana áfram eins og leiðtogar gera. Það var líka önnur ung kona sem Ólöf veitti brautargengi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hlaut góða kosningu í annað sæti í Norðurlandi vestra. Það skýtur því skökku við að ætla að endurskrifa söguna árið 2022 um árangur kvenna í flokknum og tala um glataða kynslóð kvenna við brottför ellefu kvenna. Ný stjórn tók við Landssambandi sjálfstæðiskvenna vorið 2017 og kom skemmtilega á óvart sá mikli fjöldi sem tók þátt í starfi sambandins. Fyrir 2020, hafa að jafnaði um tvö þúsund konur tekið þátt í starfi og viðburðum á vegum sambandsins. Þegar LS gaf út blaðið Auður (https://issuu.com/sjalfstaedifl/docs/au_ur-lorez) haustið 2019, þá stækkaði blaðið talsvert þar sem nægur var efniviðurinn, jafnt frá eldri kynslóðum sem nýjum. Það var skarð fyrir skildi þegar konurnar ellefu gengu úr flokknum en eftir var fjöldi öflugra kvenna sem starfaði áfram. Þannig að ómögulegt er að láta sem heil kynslóð hafi horfið úr flokknum, í reynd móðgun við þær þúsundir kvenna sem þar enn starfa. Sérstaklega þegar sveitastjórnarstigið er skoðað. Það kom á óvart, vegna ákvörðunar fyrri stjórnar LS, þegar við greindum hlut kvenna í flokknum fyrir landsfund í mars 2018. Í ljós kom að 45% kjörinna fulltrúa flokksins á sveitastjórnarstiginu voru konur, þessar tæplega sextíu konur voru kjörnir fulltrúar þegar hluti stjórnar LS sagði af sér og höfðu setið frá árinu 2014. Það er líka ánægjulegt að fá tækifæri til að segja aftur, að samanlagður fjöldi kvenna sem voru kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru fleiri en konur allra annarra flokka á landsvísu. Hlutur kvenna á sveitastjórnarstiginu hefur haldist óbreyttur, um og yfir 50% í sveitastjórnakosningnum 2018 og 2022. Geri aðrir betur! Raddir vinstri manna hljóðnuðu fljótt þegar þessi staðreynd lá fyrir. Eitt af því sem Landssambandið hefur líka gert síðustu ár er að stofna bakvarðasveit í aðdraganda bæði Alþingis- og sveitarstjórnakosninga. Þar er hópur reyndra kvenna, sem ekki er í framboði, tilbúinn til að gefa góð ráð og svara öllum þeim spurningum sem frambjóðendur hafa. Í bakvarðasveit LS hafa verið konur á öllum aldri, þar er ekkert kynslóðabil. Mín reynsla var sú að allir viðmælendur mínir höfðu mjög skýra sýn hvað þeir vildu en fannst gott að hafa hauk í horni til að geta leitað til ef eitthvað. Þannig styðja konur við konur í flokknum. Þannig viljum við hafa starf Sjálfstæðisflokksins að þekking flytjist milli frambjóðenda - á milli kynslóða. Ég get heils hugar tekið undir það að við eigum að tryggja fjölbreytileika í starfi flokksins, það gerum við með góðu félagsstarfi árið um kring og á landsfundi þegar fjölbreyttur hópur sjálfstæðisfólks kemur saman. Höfundur var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 2017-2022 og sat jafnframt í kosningastjórn í Reykjavík 2016 og 2021.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar