Fastir pennar

Transfólk kemur út úr skápnum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Konum á Íslandi fjölgaði um fimm í síðustu viku, en körlunum fækkaði að sama skapi. Þannig orðaði sænski skurðlæknirinn Gunnar Kratz það er rætt var við hann í úttekt í helgarblaði Fréttablaðsins. Kratz gerði fyrir hvítasunnuhelgina fimm kynleiðréttingaraðgerðir á konum, sem höfðu fæðzt í karlmannslíkama. Vitund og skilningur á hlutskipti fólks sem þannig háttar til um, á í kynáttunarvanda eins og það er kallað, hefur aukizt verulega á Íslandi á undanförnum árum.

Fastir pennar

Vandinn við hvíta lygi

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ekki er beinlínis hægt að segja að menn hafi skrökvað í kosningabaráttunni um stöðu ríkissjóðs og yfirvofandi hættu á greiðsluþroti þjóðarbúsins vegna gjaldeyrisskorts. En það á við talsmenn fráfarandi ríkisstjórnar og þeirrar sem senn tekur við, að þeir skautuðu lipurlega fram hjá þessum vökum í ísnum.

Fastir pennar

300 ára gamlar kennsluaðferðir

Mikael Torfason skrifar

Háskólaumhverfið eins og við þekkjum er um þrjú hundruð ára gamalt. Þótt prófessorar hafi fyrir löngu tekið upp á því að nota tæknina til að varpa upp glærum og festa hljóðnema við skyrtuflipana hefur lítið annað breyst. Margar námsgreinar eru fyrir löngu staðnaðar og fólk tekur milljónir í námslán til að ljúka við nám sem gagnast þeim lítið þegar komið er út á vinnumarkaðinn.

Fastir pennar

Selfoss og Maribo

Pawel Bartoszek skrifar

Sumir vilja láta ríkið selja áfengi til að takmarka aðgengi fólks að því. Ég er ósammála en ég skil rökin. En í umræðunni má stundum heyra önnur rök: Að ríkiseinokun sé nauðsynleg til að tryggja gott vöruúrval.

Fastir pennar

Tvær frjálsar hendur, slef og tunga

Sigga Dögg skrifar

Mér hafa borist óvenju margar fyrirspurnir um munnmök undanfarið og þá sérstaklega um tott. Það er kannski ekki skrítið í ljósi þess hvernig munnmök eru stunduð í klámi og fólk svo reynir að leika slíkt eftir heima hjá sér.

Fastir pennar

Júróvísa

Kjartan Guðmundsson skrifar

Jæja, það fer víst ekki framhjá neinum að í dag er haldinn hátíðlegur alþjóðlegur Eurovision-dagur um víða veröld og ósköp fátt sem flest okkar geta gert í því.

Fastir pennar

Þvingur, lím og stærðfræðijöfnur

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Ein mesta meinsemd menntakerfis Íslendinga er hversu fáir nemendur velja starfs- og iðnnám. Félög atvinnurekanda hafa svo oft kallað á umbætur án þess að því hafi verið svarað að skömm er að. Ríki og sveitarfélög hafa ekki margar afsakanir fyrir skorti á umbótum því raunin er að í kreppu sem góðæri hefur einmitt verið skorið við nögl í þeim fögum grunnskóla sem kynna iðngreinar fyrir nemendum. Alltaf virðist samt hægt að

Fastir pennar

Stokka upp eða láta það springa?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Aðsókn í kennaranám hefur minnkað um helming. Fréttablaðið sagði frá því í gær að árið 2006 hefðu 419 manns sótt um að hefja kennaranám við Háskóla Íslands, en 203 í fyrra. Árið 2012 var aðeins 13 umsækjendum hafnað, en 156 árið 2006.

Fastir pennar

Blindur, brúnn og hrukkóttur

Teitur Guðmundsson skrifar

Nú þegar sumarið er komið bíðum við eftir sólinni sem yljar okkur og öllu öðru, hún glæðir gróðurinn lífi og það hleypur viss kátína í unga sem aldna.

Fastir pennar

Ofbeldi gegn ófæddum börnum

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Mæðradagurinn var á sunnudaginn með tilheyrandi yfirlýsingum á Facebook um hversu dásamlegar mæður fólk ætti almennt. Svo rammt kvað að fullyrðingunum um stórkostleika mæðranna að einhver benti á að það mætti ætla að það eitt að verða móðir gerði konur að dýrlingum. Mamma er best og allir elska mömmur var boðskapur dagsins.

Fastir pennar

Lækningar fremur en refsingar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Eiturlyf. Sjálft orðið er hlaðið sprengikrafti: ?eitur? er það sem skaðar okkur en ?lyf? er það sem bætir líðan okkar til líkama og sálar. Annað orðið vísar til eyðingar, hitt til lækninga.

Fastir pennar

Valfrelsi með humrinum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Viðbrögð við ummælum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns Heimdallar, um bann við sunnudagsopnun vínbúða, hafa verið vægast sagt öfgakennd. Áslaug svaraði spurningu Fréttatímans og sagðist trúa að sjálfstæðismenn sæju til þess að fólk gæti keypt hvítvín með humrinum og rauðvín með steikinni þegar því hentaði.

Fastir pennar

45.000 fleiri í hvalaskoðun

Mikael Torfason skrifar

Í gær var fyrsta hrefnan drepin í Faxaflóa, rétt fyrir utan skoðunarlínuna svokölluðu. Í fyrra tókst að drepa fimmtíu og þrjú dýr og í ár ætla veiðimenn að gera enn betur. Þeir segja eftirspurnina mikla en kjötið er fyrir heimamarkað og sagt vinsælt á grillið. Kvótinn er tvö hundruð og sextán hrefnur í ár en ekki er talið líklegt að hann verði fullnýttur.

Fastir pennar

Sumarbústaðir þjóðarinnar

Pawel Bartoszek skrifar

Ég er nýkominn frá Kanaríeyjum. Á suðurhluta Tenerife, þar sem eitt sinn var bara eyðimörk, er nú ferðamannaparadís með alls konar veitingastöðum og hótelum. Allt byggt frá grunni og vissulega missmekklegt. Einn maður byggði ógeðslega blátt hótel. Maðurinn við hliðina á hugsaði greinilega: ?Ég ætla að byggja ógeðslega bleikt hótel. Bleika hótelið mitt verður miklu meira bleikt en bláa hótelið er blátt. Og þar verða dórískar súlur og svona englar með örvar.? Svona æsa menn sig stundum upp í kítsi. En ég nenni ekki lengur að rembast við að hafa fágaðan smekk. Ekki þegar ég er í fríi.

Fastir pennar

Sveitarfélögum fækkað um 62

Mikael Torfason skrifar

Á Íslandi eru sjötíu og fjögur sveitarfélög. Þeim mætti fækka um sextíu og tvö samkvæmd tillögum svokallaðrar Verkefnastjórnar Samráðsvettvangs en þátttakendur í honum eru leiðtogar stjórnmálaflokka, vinnumarkaðar og atvinnulífs.

Fastir pennar

Tækifæri í tollalækkun

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Þegar fréttist af Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í Krónunni í Mosfellsbæ að kaupa inn fyrir stjórnarmyndunarviðræðurnar í sveitinni sendu Samtök verzlunar og þjónustu formönnunum áskorun.

Fastir pennar

Varúð, sjúkur í sykur

Teitur Guðmundsson skrifar

Ég hef stundum fengið þá spurningu hvort einstaklingur sé með sykursýki ef honum finnst sætindi og sykur agalega góð og viðkomandi borði að eigin mati of mikið af sætindum.

Fastir pennar

Kaupum álfinn

Mikael Torfason skrifar

Í dag hefst árleg álfasala SÁÁ og stendur út vikuna. SÁÁ eru félagasamtök sem reka sjúkrahúsið Vog og fjölda annarra meðferðarstofnana. Álfasalan er liður í að fjármagna barna- og fjölskyldudeild SÁÁ. Það má með sanni segja að fátt snerti börn okkar með jafn afdrifaríkum hætti og ofneysla áfengis. Og á Íslandi er áfengi misnotað fram úr hófi. Á Vog koma tveir af hverjum tíu karlmönnum einhvern tíma á lífsleiðinni og ein af hverjum tíu konum. Það er ótrúlegur fjöldi og í raun með ólíkindum hversu stór hluti þjóðarinnar á í vandræðum þegar kemur að áfengis- og vímuefnaneyslu.

Fastir pennar

Lærum að leika okkur

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þegar maður horfir á enska sakamálamynd þátt í sjónvarpinu sem gerð er upp úr bók eftir Agöthu Christie er ánægjan ekki endilega fólgin í því að brjóta heilann um plottið – er það ekki alltaf ungi myndarlegi maðurinn? Ekki er það heldur óvægin krufning á þjóðfélaginu, hvað þá fínlegar sálarlífslýsingar. Nei, ánægjan er einkum fólgin í því að horfa á það hvernig Englendingar fara að því að setja sig á svið.

Fastir pennar

Huga verður að grunninum

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Eftirtektarverður árangur frumkvöðlanna sem að sprotafyrirtækinu CLARA standa sýnir í hnotskurn um hvers konar verðmæti er að tefla í þessum í geira nýsköpunar og tækni. Frá því var greint í vikunni að fyrirtækið, sem ekki er nema fimm ára gamalt og með um fimmtán starfmenn, hafi verið selt til bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis á rúman milljarð króna. CLARA fékk þar verðmiða sem slagar vel upp í markaðsvirði Nýherja í Kauphöllinni.

Fastir pennar

Gjald til bjargar Þingvöllum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Óvenjumikil aðsókn kafara hefur verið að Silfru á Þingvöllum það sem af er ári, eins og Fréttablaðið sagði frá fyrr í vikunni. Tvö þúsund kafarar hafa stungið sér í gjána í marz og apríl, miklu fleiri en búizt var við. Rekstraráætlun þjóðgarðsins gerir ráð fyrir sex til sjö þúsund gestum á árinu öllu.

Fastir pennar

Fáum 2007 aftur

Pawel Bartoszek skrifar

Einn af mínum uppáhaldshlaupabolum er úr Reykjavíkurmaraþoni Glitnis árið 2007. Bolurinn er úr svona rauðu pólýesterefni sem hrindir frá sér vökva. Ef ég set hann í þvottavél þá kemur hann gott sem þurr út. Árið 2007 voru menn nefnilega með metnað. Það var það ár sem þáverandi Ólympíumeistari í maraþonhlaupi, Ítalinn Stefano Baldini, skokkaði annar í markið í hálfmaraþoninu. Svo gott var Reykjavíkurmaraþonið 2007. Ólympíumeistarinn náði ekki einu sinni að vinna.

Fastir pennar

Píkan þarf ekki að láta "skvísa“ sig upp

Sigga Dögg skrifar

Um daginn var ég að versla í matvöruverslun og mig vantaði dömubindi, mín tegund var ekki til svo ég fór að velta fyrir mér úrvalinu og tók eftir að í boði eru dömubindi með lykt. Ég velti því fyrir mér hvaða skilaboð við erum að senda stúlkum um líkamann og blæðingar þegar það er farið að setja blómalykt í bindi.

Fastir pennar

Jákvæð mismunun í Kauphöll Íslands

Mikael Torfason skrifar

Fyrir fimm árum var aðeins einn af hverjum tíu stjórnarmönnum í fyrirtækjum skráðum í Kauphöll Íslands kona. Ein af hverjum tíu. Þrátt fyrir allt tal um jafnrétti, nýja tíð og framsýna hugsun komumst við ekki lengra. Fyrr en nú, þegar búið er að samþykkja lög um kynjahlutföll sem taka gildi í haust.

Fastir pennar

Brottfall barna

Mikael Torfason skrifar

Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá því að hundruð nemenda hrekjast úr námi á ári hverju vegna andlegra veikinda. Á Íslandi er brottfall úr framhaldsskólum með því hæsta í Evrópu samkvæmt Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Þriðjungur þeirra ungmenna sem hefja nám í menntaskólum landsins lýkur því ekki.

Fastir pennar

Engrar starfsreynslu krafist

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Tuttugu og sjö nýir þingmenn munu mæta til vinnu í Alþingishúsinu á setningardegi þingsins í haust. Alls konar fólk úr öllum geirum þjóðfélagsins, alls staðar að af landinu. Fólk sem á lítið sem ekkert sameiginlegt nema það að vera að byrja í nýrri vinnu sem það hefur takmarkaða þekkingu á.

Fastir pennar