Píkan þarf ekki að láta "skvísa“ sig upp Sigga Dögg skrifar 2. maí 2013 20:00 SPURNING: Ég er frekar með hugleiðingu heldur en beint spurningu. Um daginn var ég að versla í matvöruverslun og mig vantaði dömubindi, mín tegund var ekki til svo ég fór að velta fyrir mér úrvalinu og tók eftir að í boði eru dömubindi með lykt. Ég velti því fyrir mér hvaða skilaboð við erum að senda stúlkum um líkamann og blæðingar þegar það er farið að setja blómalykt í bindi. Kannski er ég orðin gömul en þetta þykir mér ekki eðlilegt og myndi gjarnan vilja fá meiri umræðu og gagnrýni á þessi mál. SVAR: Svört G-strengs dömubindi með blómalykt, ávaxtalyktarsprey fyrir útferð og litur í þremur blæbrigðum af bleikum fyrir barmana. Það er hreint ótrúlegt hvers lags snyrtivörur eru framleiddar fyrir píkuna og allt frekar útlitsmiðað eða ætlað að koma í veg fyrir óþægindi sem hún veldur öðrum. Þetta er ákveðinn liður í þeirri trú að konan sé oft „gölluð“ og þurfi á einhvern hátt að fela gallana eða reyna að bæta upp fyrir þá. Píkan er alveg nógu mikil pæja með sína eigin fylgihluti og þarf ekki snillinga úti í bæ til að skvísa sig upp. Það má svo ekki gleyma því að snyrtivörubransinn er ansi stór og vinnur að því að búa til nýja „þörf“ og vörur sem mæta þessari þörf. Það er því mjög mikilvægt að vera gagnrýninn á snyrtivörur og geta lesið sér til um hvort óæskileg efni séu í þeim og hvað sé í lagi. Þá er frekar sorglegt að konur sem glíma við lyktarsterka útferð eiga það til að skrúbba píkuna með lyktarsterkri sápu og smúla svo, eins og mörgum ungum stúlkum er kennt að gera. Slík hreinsun getur einmitt raskað náttúrulegri sýklaflóru píkunnar og búið til vandamál sem leiðir af sér illa lyktandi útferð. Píkuna þarf bara rétt að skola með hreinu vatni. Þá á hvorki að vera blómalykt né ávaxtabragð af píkunni. Ef þú trúir mér ekki prófaðu þá að sprauta ilmvatni upp í þig, það er frekar ólystugt og allt annað en kynæsandi. Sama væri upp á teningnum með typpailmefni, ef slíkt væri framleitt. Það er eðlilegt að það sé lykt af kynfærum og tíðablóði en ef þér þykir lyktin óvenju sterk eða að henni fylgir öðruvísi útferð getur verið gott að kíkja til læknis. Svarið er því læknir en ekki ilmsprey. Eins myndi ég mæla með dömubindi sem er úr óbleiktri bómull (og fæst í næstu matvöruverslun) sem er alveg lyktarlaust enda finnst mér tíðablóð og blómaangan vera ansi ógirnileg blanda.angan Tíðablóð og blómaangan er ógirnileg blanda að mati Siggu Daggar. Nordicphotos/getty Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
SPURNING: Ég er frekar með hugleiðingu heldur en beint spurningu. Um daginn var ég að versla í matvöruverslun og mig vantaði dömubindi, mín tegund var ekki til svo ég fór að velta fyrir mér úrvalinu og tók eftir að í boði eru dömubindi með lykt. Ég velti því fyrir mér hvaða skilaboð við erum að senda stúlkum um líkamann og blæðingar þegar það er farið að setja blómalykt í bindi. Kannski er ég orðin gömul en þetta þykir mér ekki eðlilegt og myndi gjarnan vilja fá meiri umræðu og gagnrýni á þessi mál. SVAR: Svört G-strengs dömubindi með blómalykt, ávaxtalyktarsprey fyrir útferð og litur í þremur blæbrigðum af bleikum fyrir barmana. Það er hreint ótrúlegt hvers lags snyrtivörur eru framleiddar fyrir píkuna og allt frekar útlitsmiðað eða ætlað að koma í veg fyrir óþægindi sem hún veldur öðrum. Þetta er ákveðinn liður í þeirri trú að konan sé oft „gölluð“ og þurfi á einhvern hátt að fela gallana eða reyna að bæta upp fyrir þá. Píkan er alveg nógu mikil pæja með sína eigin fylgihluti og þarf ekki snillinga úti í bæ til að skvísa sig upp. Það má svo ekki gleyma því að snyrtivörubransinn er ansi stór og vinnur að því að búa til nýja „þörf“ og vörur sem mæta þessari þörf. Það er því mjög mikilvægt að vera gagnrýninn á snyrtivörur og geta lesið sér til um hvort óæskileg efni séu í þeim og hvað sé í lagi. Þá er frekar sorglegt að konur sem glíma við lyktarsterka útferð eiga það til að skrúbba píkuna með lyktarsterkri sápu og smúla svo, eins og mörgum ungum stúlkum er kennt að gera. Slík hreinsun getur einmitt raskað náttúrulegri sýklaflóru píkunnar og búið til vandamál sem leiðir af sér illa lyktandi útferð. Píkuna þarf bara rétt að skola með hreinu vatni. Þá á hvorki að vera blómalykt né ávaxtabragð af píkunni. Ef þú trúir mér ekki prófaðu þá að sprauta ilmvatni upp í þig, það er frekar ólystugt og allt annað en kynæsandi. Sama væri upp á teningnum með typpailmefni, ef slíkt væri framleitt. Það er eðlilegt að það sé lykt af kynfærum og tíðablóði en ef þér þykir lyktin óvenju sterk eða að henni fylgir öðruvísi útferð getur verið gott að kíkja til læknis. Svarið er því læknir en ekki ilmsprey. Eins myndi ég mæla með dömubindi sem er úr óbleiktri bómull (og fæst í næstu matvöruverslun) sem er alveg lyktarlaust enda finnst mér tíðablóð og blómaangan vera ansi ógirnileg blanda.angan Tíðablóð og blómaangan er ógirnileg blanda að mati Siggu Daggar. Nordicphotos/getty
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun