Fastir pennar

Orðhákar

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Íslenska ríkið gekk fram af hörku, og náði niðurstöðu sem fáir létu sig dreyma um.

Fastir pennar

Frá Jökulsárhlíð til Jómfrúreyja

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ýmsir hafa bent á þann trún­aðar­brest sem orðið hefur milli forsætisráðherrans og þjóðarinnar þegar ljóst er að hann hefur haldið leyndum upplýsingum um stórfellda fjárhagslega hagsmuni sína og fjölskyldu sinnar í tengslum við uppgjör föllnu bankanna.

Fastir pennar

Íslenskar skoðanir, já takk!

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Ég ætlaði að hefja þessar hugleiðingar á einhverju fleygu og fáguðu. En ég er með hausverk, kaffið var að klárast, rafgeymirinn á bílnum er dauður og klósettpappírinn er búinn. Eftirfarandi verður því að duga

Fastir pennar

Að öskra sig í form

Bergur Ebbi skrifar

Ég man þegar Atkins-megrunarkúrinn kom eins og stormsveipur inn í umræðu um lýðheilsumál. Það var eitthvað svo galið við hugmyndina. Hún gengur í stuttu máli út á að besta leiðin til að grennast sé að borða fitu og kjöt

Fastir pennar

Förum að fordæmi Dana

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Stjórnmálamenn landsins hafa sumir hverjir tekist allhart á eftir að í hámæli komst að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, ætti eignir á Bresku-Jómfrúareyjum og gerði um 500 milljóna króna kröfu í þrotabú föllnu bankanna.

Fastir pennar

Hvað skiptir máli?

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir á þessari stundu virðist ljóst að forsætisráðherrahjónin hafa ekki aðhafst neitt ólöglegt eða gegn settum reglum í fjármálum sínum.

Fastir pennar

Lífið er sameign

Þorvaldur Gylfason skrifar

Sérhver þjóð á sameiginlegra hagsmuna að gæta. Sérhver þjóð þarf að huga vel að landi sínu, lífi, sögu og menningu, og mætti hafa langt mál um það. Hér ætla ég að láta mér duga að huga að einum þætti málsins, sameiginlegum fjáreignum íslenzku þjóðarinnar.

Fastir pennar

Hjálpin sem ekki barst

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Systurnar tvær frá Srí Lanka sem sættu meintu mansali í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði eru farnar úr landi. Ástæðan var bág kjör þeirra og úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda.

Fastir pennar

Utan þings

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Þeir einstaklingar, sem styðja stjórnmálamenn sem hafa þá stefnu að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi, hafa ekki hugmynd um hverjir verða fulltrúar þeirra í ríkisstjórn verði þeir stjórnmálamenn á annað borð í aðstöðu til að mynda stjórn. Er það gott?

Fastir pennar

Þegar pólitíkusar hafa áhrif

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Á tímum þegar vinsælt er að finna stjórnmálamönnum allt til foráttu er hollt að rifja upp tilvik þegar vel hefur tekist til. Stundum er nefnilega hægt að benda á ákvarðanir sem teknar hafa verið af framsýni

Fastir pennar

Ef karlmenn hefðu blæðingar

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Orðið eitt getur fengið hörðustu karlmenn til að roðna. Það ætti þó kannski ekki að koma á óvart. Um er að ræða upprunalega tabúið. Orðið "taboo“ barst í ensku úr pólónesískri tungu. "Tapua“ merkir bannhelgi.

Fastir pennar

Sér æ gjöf til gjalda?

Þórlindur Kjartansson skrifar

Ef ég kemst að því að einhver hefur skipt gjöf sem ég gaf þá verð ég móðgaður. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að þetta er fáránlegt; en ég ræð ekki við þetta.

Fastir pennar

Píratar halda fylgi að mestu

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar.

Fastir pennar

Klofningar

Þorvaldur Gylfason skrifar

Svo virðist nú geta farið að Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum klofni vegna forsetakosninganna þar vestra í haust. Flokkseigendafélagið sættir sig ekki við Donald Trump, kaupsýslumanninn sem virðist líklegur til að hljóta tilnefningu sem forsetaframbjóðandi

Fastir pennar

Af arðgreiðslum

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Það er óforsvaranlegt að hluthafar holi tryggingafélögin að innan ef þau starfa á ábyrgð okkar skattgreiðenda. Og það er fyrirsláttur að halda því fram að neytendur geti lýst vanþóknun á arðgreiðslum með því að skipta um tryggingafélag.

Fastir pennar

Baráttan

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Í gær var alþjóðlegum baráttudegi kvenna fagnað. Samdægurs birtu Stígamót ársskýrslu sína en þar kom meðal annars fram að í fyrra leituðu 330 einstaklingar til samtakanna vegna kynferðisbrotamála í fyrsta skipti. Alls leituðu 667 einstaklingar á náðir samtakanna í fyrra.

Fastir pennar

Götugöt

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins er í afleitu ástandi. Fréttablaðið birtir í dag mynd af stærðarinnar holu við Hátún í Reykjavík sem sýnir vel hvað við er að etja. Ástandið er samkvæmt fagmönnum verra í ár en í fyrra og fer dagversnandi. Götur eru víða að grotna niður og miklar brotholur hafa fengið að myndast í malbikið víða.

Fastir pennar

Ófagnaðarerindið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Snorri Óskarsson, bókstafstrúarmaður kenndur við Betel, var rekinn úr kennarastarfi á Akureyri vegna ítrekaðra skrifa sinna á bloggsíðu um að samkynhneigð sé synd sem veki reiði Guðs og leiði til dauða. Hann vann mál gegn

Fastir pennar

Íslenskur stríðsdans í Sotheby's

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Í gær voru 45 ár síðan heimsbyggðin varð vitni að einu krúttlegasta dæmi þess hvernig samtakamáttur Íslendinga á góðum degi getur lyft Grettistaki. Rétt fyrir klukkan eitt, fimmtudaginn 4. mars árið 1971 sat hópur Íslendinga í sal

Fastir pennar

Vítahringur

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Aldrei í sögunni hefur verið betra tækifæri til að rjúfa vítahring búvörusamninga. Í mannsaldur hafa slíkir gerningar fest sveitafólk í fjötrum fátæktar og ruglað neytendur í ríminu.

Fastir pennar

Gallað kerfi

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Fram kemur í samantekt Fréttablaðsins í gær að laun forstjóra í Kauphöll Íslands hafi á síðasta ári hækkað umfram launavísitölu í landinu. Meðalhækkun launa forstjóranna nam 13,3 prósentum, en meðalhækkun launavísitölu Hagstofunnar var 7,2 prósent.

Fastir pennar

Sykurfjallið

Bergur Ebbi skrifar

Viðbættur sykur. Hvað er það? Er ekki kók alltaf tekið sem dæmi? 10,6 grömm í hverjum hundrað millilítrum sem þýðir 106 grömm í hverjum lítra. En við skiljum ekki alltaf svoleiðis tölur þannig að Lýðheilsustöð hefur einfaldað þetta fyrir okkur

Fastir pennar

Auðmýri

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Öll rök hníga að því að byggja í Vatnsmýri og stjórnmálamenn ættu að fylgja niðurstöðum Rögnunefndar og kanna til hlítar möguleikann á alhliðaflugvelli í Hvassahrauni.

Fastir pennar

Samningar til 99 ára?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Getur Alþingi skuldbundið skattgreiðendur fyrir hönd ríkissjóðs 10 ár fram í tímann til að standa straum af nýjum búvörusamningi við bændur? Svarið við spurningunni blasir við ef við breytum henni lítillega

Fastir pennar

Heimska og geðveiki

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Notkun kannabisefna dregur úr greind fólks og gerir það útsettara fyrir geðsjúkdómum. Þetta er meðal þess sem lesa má á nýrri upplýsingasíðu um efnið á vefslóðinni kannabis.is.

Fastir pennar

Sparkað í gullgæsina

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Það er áhyggjuefni hvað stjórnvöld hafa dregið að fjárfesta í innviðum til að bregðast við auknum straumi ferðamanna.

Fastir pennar

Frumlegar fjárfestingar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Í ræðum ráðamanna fyrir hrun kom alltaf fyrir setningin um að hér "mætti nefna fyrirtæki eins og Marel og Össur“.

Fastir pennar

Augljós auðlind

Magnús Guðmundsson skrifar

Þetta land er opið sár og ein lifandi kvika. Og þjóðin sem býr á þessu sérstaka landi endurspeglar það skemmtilega. Við minnsta rof í samfélagi þjóðarinnar á hún það til að gjósa eins og eldfjall og farvegurinn sem eitt sinn lá um heitu pottana í laugunum og kaffistofur vinnustaða liggur nú eftir kommentakerfum netmiðla og um spjallþræði samfélagsmiðla og það oft af minnsta tilefni.

Fastir pennar

Raunveruleikinn er ekki raunverulegur

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Hvers vegna fórstu í sokka í morgun? Hvers vegna settir þú mjólk út í kaffið þitt? Hvers vegna fórstu í vinnuna? – Til að verða ekki kalt á tánum? Til að hemja beiskt bragðið? Til að hafa efni á að vera til? Rangt.

Fastir pennar