Gallað kerfi Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. mars 2016 07:00 Fram kemur í samantekt Fréttablaðsins í gær að laun forstjóra í Kauphöll Íslands hafi á síðasta ári hækkað umfram launavísitölu í landinu. Meðalhækkun launa forstjóranna nam 13,3 prósentum, en meðalhækkun launavísitölu Hagstofunnar var 7,2 prósent. Meðal þeirra sem eru fyrir ofan kúrfu eru formaður Samtaka atvinnulífsins, sem einnig er forstjóri Icelandair Group. Svo eru dæmi um aðra sem hækkuðu miklu meira. Laun stjórnarmanna skráðra félaga hækka líka samkvæmt aðalfundartillögum, eða að meðaltali um 8,6 prósent. Hækkanir þessara hópa, sem teljast verða með þeim best settu í þjóðfélaginu, virðast þannig yfir því sem samið hefur verið um á vinnumarkaði almennt.Í blaðinu er haft eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að mikilvægt sé að stjórnendur sýni gott fordæmi þegar komi að launahækkunum. Og það hafi þeir gert sé horft til launaþróunar undangenginna ára. „Þeir hafa hækkað hlutfallslega minna en aðrir launahópar í samfélaginu,“ segir hann.En er það í raun svo að gangi upp að horfa á hlutfallshækkun launa og dæma launaþróunina út frá því? Prósentuhækkunin vegur nefnilega misþungt eftir því hvaðan er reiknað. Ef launamaður með 300 þúsund krónur í laun fær 6,5 prósenta hækkun fara laun hans í 319.500. Kallar slík hækkun á að laun stjórnanda með 1,8 milljónir króna taki sömu hlutfallhækkun? Hærri launin færu þá í ríflega 1,9 milljónir króna, hækkuðu um 117 þúsund krónur á meðan launamaðurinn hækkar um rúmar 19 þúsund krónur.Við rúmlega sex prósenta hækkun á hvorum tveggja vígstöðvum eykst launamunurinn í þessu dæmi um 97.500 krónur, eða um fimmfalda þá hækkun sem launamaðurinn með þrjúhundruðþúsundkallinn fékk í sinn hlut. Ætlar einhver í alvörunni að halda því fram að þarna sé um að ræða þróun sem ekki stefnir í óefni? (Og þó er dæmið sem hér er upp teiknað langt frá því að vera það versta sem hægt væri að draga upp.)Væri galið að stinga upp á því að stjórnandinn og launamaðurinn skiptu hækkununum á milli sín? Ef þeir væru bara tveir myndi hvor um sig fá 68.250 krónur, en úr því hóparnir á lægri laununum eru heldur fjölmennari er dæmið aðeins flóknara en svo. Með tækni nútímans ætti að vera hægt að reikna sig í átt að meira réttlæti. Kannski er leiðin sú að ákveða að hækka hvergi laun meira en nemur hækkun lægstu launa. Í það minnsta virðist ótækt að halda endalaust úti kerfi sem byggt virðist upp til að næra græðgi þeirra sem best eru staddir. Endanlegar upphæðir skipta þá ekki miklu sem best hafa, en þá sem verst eru staddir munar um hvern þúsundkall. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Formaður VR segir laun forstjóra í Kauphöllinni of há Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir laun forstjóra í Kauphöllinni ekki hafa hækkað í takt við aðrar launahækkanir. 3. mars 2016 12:30 Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun
Fram kemur í samantekt Fréttablaðsins í gær að laun forstjóra í Kauphöll Íslands hafi á síðasta ári hækkað umfram launavísitölu í landinu. Meðalhækkun launa forstjóranna nam 13,3 prósentum, en meðalhækkun launavísitölu Hagstofunnar var 7,2 prósent. Meðal þeirra sem eru fyrir ofan kúrfu eru formaður Samtaka atvinnulífsins, sem einnig er forstjóri Icelandair Group. Svo eru dæmi um aðra sem hækkuðu miklu meira. Laun stjórnarmanna skráðra félaga hækka líka samkvæmt aðalfundartillögum, eða að meðaltali um 8,6 prósent. Hækkanir þessara hópa, sem teljast verða með þeim best settu í þjóðfélaginu, virðast þannig yfir því sem samið hefur verið um á vinnumarkaði almennt.Í blaðinu er haft eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að mikilvægt sé að stjórnendur sýni gott fordæmi þegar komi að launahækkunum. Og það hafi þeir gert sé horft til launaþróunar undangenginna ára. „Þeir hafa hækkað hlutfallslega minna en aðrir launahópar í samfélaginu,“ segir hann.En er það í raun svo að gangi upp að horfa á hlutfallshækkun launa og dæma launaþróunina út frá því? Prósentuhækkunin vegur nefnilega misþungt eftir því hvaðan er reiknað. Ef launamaður með 300 þúsund krónur í laun fær 6,5 prósenta hækkun fara laun hans í 319.500. Kallar slík hækkun á að laun stjórnanda með 1,8 milljónir króna taki sömu hlutfallhækkun? Hærri launin færu þá í ríflega 1,9 milljónir króna, hækkuðu um 117 þúsund krónur á meðan launamaðurinn hækkar um rúmar 19 þúsund krónur.Við rúmlega sex prósenta hækkun á hvorum tveggja vígstöðvum eykst launamunurinn í þessu dæmi um 97.500 krónur, eða um fimmfalda þá hækkun sem launamaðurinn með þrjúhundruðþúsundkallinn fékk í sinn hlut. Ætlar einhver í alvörunni að halda því fram að þarna sé um að ræða þróun sem ekki stefnir í óefni? (Og þó er dæmið sem hér er upp teiknað langt frá því að vera það versta sem hægt væri að draga upp.)Væri galið að stinga upp á því að stjórnandinn og launamaðurinn skiptu hækkununum á milli sín? Ef þeir væru bara tveir myndi hvor um sig fá 68.250 krónur, en úr því hóparnir á lægri laununum eru heldur fjölmennari er dæmið aðeins flóknara en svo. Með tækni nútímans ætti að vera hægt að reikna sig í átt að meira réttlæti. Kannski er leiðin sú að ákveða að hækka hvergi laun meira en nemur hækkun lægstu launa. Í það minnsta virðist ótækt að halda endalaust úti kerfi sem byggt virðist upp til að næra græðgi þeirra sem best eru staddir. Endanlegar upphæðir skipta þá ekki miklu sem best hafa, en þá sem verst eru staddir munar um hvern þúsundkall.
Formaður VR segir laun forstjóra í Kauphöllinni of há Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir laun forstjóra í Kauphöllinni ekki hafa hækkað í takt við aðrar launahækkanir. 3. mars 2016 12:30
Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launavísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sambærileg sérfræðiráðgjöf. 3. mars 2016 07:00
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun