Fréttir Katrín búin að taka ákvörðun og upplýsa ríkisstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir Katrínu hafa greint ríkisstjórn frá ákvörðun sinni. Það sagði hann að loknum ríkisstjórnarfundi. Forsætisráðherra muni sjálf tilkynna um ákvörðun sína. Innlent 5.4.2024 12:15 Katrín vildi engum spurningum svara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag. Innlent 5.4.2024 11:57 „Það er ákveðið óvissustig núna“ Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Innlent 5.4.2024 11:55 Katrín hafi enn ekki ákveðið sig Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, segir forsætisráðherra ekki enn hafa tilkynnt ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð. Innlent 5.4.2024 11:49 Katrín eigi næstu klukkustundir í opinberri umræðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahags segir ríkisstjórnarfundinn sem var að ljúka hafa verið nokkuð hefðbundinn. Það hafi verið farið yfir mörg mál. Innlent 5.4.2024 11:49 Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. Innlent 5.4.2024 11:33 Settur í embætti héraðsdómara Dómsmálaráðherra hefur sett Sindra M. Stephensen í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 4. apríl 2024 til og með 28. febrúar 2029. Innlent 5.4.2024 11:32 „Vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins lagði í dag út frá slúðursögu í leiðara sínum sem er algerlega úr lausu lofti gripin. Innlent 5.4.2024 11:22 Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. Erlent 5.4.2024 11:21 Freyja nýr framkvæmdastjóri blaðamanna Freyja Steingrímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Hún tekur við starfinu af Hjálmari Jónssyni sem lét af störfum í janúar. Innlent 5.4.2024 10:58 Bíræfnir þjófar stálu rúmum fjórum milljörðum Bíræfnir þjófar stálu allt að þrjátíu milljónum dala úr peningageymslu í Los Angeles um páskana. Ránið er eitt það stærsta í sögu borgarinnar en þjófarnir brutu sér leið inn í bygginguna á páskadag og komust þar inn í stóra peningahvelfingu, án þess að gangsetja þjófavarnarkerfi. Erlent 5.4.2024 10:52 „Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. Innlent 5.4.2024 10:46 „Takk Þórkatla fyrir ekki neitt“ Soffía Snædís Sveinsdóttir er fyrrverandi íbúi í Grindavík er ósátt hvernig gengur að gera upp við eigendur húsnæðis í Grindavík - hún vandar Þórkötlu ekki kveðjurnar. Innlent 5.4.2024 10:32 Eldskírn að hitta karlakórinn Pétur G. Markan er að taka við bæjarstjórataumunum í Hveragerði. Það leggst vel í biskupsritarann sem segja má að sé með Guð í farteskinu. Innlent 5.4.2024 09:53 Sóðalegum skilaboðum rignir yfir breska þingmenn Háttsettur þingmaður í Íhaldsmannaflokki Bretlands hefur viðurkennt að senda ókunnugum aðila á stefnumótaforriti persónuupplýsingar þingmanna og annarra. William Wragg, umræddur þingmaður, lét símanúmar annarra þingmanna af hendi eftir að hann sendi nektarmyndir af sjálfum sér á óprútna aðila. Erlent 5.4.2024 09:53 Vilja létta á leikskólum með því að bjóða börnum í skóla fimm ára Sjálfstæðisflokkurinn vill að börnum sé boðið að hefja skólagöngu sína fimm ára í Reykjavík í stað sex ára. Flokkurinn leggur fram á næsta borgarstjórnarfundi tillögu um tilraunaverkefni. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, vonast til þess að fimm skólar í það minnsta geti tekið þátt. Innlent 5.4.2024 09:31 Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. Innlent 5.4.2024 08:46 Vaktin: Dagurinn sem Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram sem forseta Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún muni biðjast lausnar úr embættinu og gefa kost á sér í komandi kosningum til embættis forseta Íslands. Katrín tilkynnti ákvörðun sína með myndbandi á samfélagsmiðlum og ræddi svo við fjölmiðla. Innlent 5.4.2024 08:36 Segja Kínverja munu nota gervigreind til að beita sér í kosningum í öðrum ríkjum Stjórnvöld í Kína munu freista þess að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Indlandi á þessu ári, með aðstoð gervigreindar. Þetta segir í nýrri skýrslu netöryggisteymis Microsoft. Erlent 5.4.2024 08:22 Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. Innlent 5.4.2024 07:02 Kalla eftir aðkomu lögreglu og brunavarna vegna olíusöfnunar í Vík Heilbrigðisnefnd Suðurlands kallar eftir aðkomu sveitarfélagsins Mýrdalshrepps, brunavarna, heilbrigðiseftirlitsins og lögregla vegna olíusöfnunar í Vík. Innlent 5.4.2024 07:02 Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að útvega hryðjuverkamanni byssu Maður hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að hafa útvegað Cherif Chekatt skotvopn, sem hann notaði til að myrða fimm manns á jólamarkaði í Strasbourg í Frakklandi árið 2018. Erlent 5.4.2024 06:59 Kólnar aftur í kvöld og spáð stormi um helgina Lægðin sem nú er að finna vestur af landinu og bar með sér snjókomubakka yfir vestanvert landið, hreyfist hægt og bítandi til vesturs og léttir í kjölfarið smám saman til. Í öðrum landshlutum er bjart með köflum en stöku él eru á víð og dreif. Veður 5.4.2024 06:55 Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. Erlent 5.4.2024 06:32 Óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum Það hefur verið óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum síðustu daga. Um páskana og fyrir páska snjóaði mikið og blés í hvössum norðaustanáttum með þeim afleiðingum að mikill snjór safnaðist til fjalla. Vindflekar hafa byggst upp í flestum viðhorfum og veikleikar þróast innan snjóþekjunnar. Innlent 4.4.2024 23:39 Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. Innlent 4.4.2024 23:15 Tólf ára árásarmaðurinn segist sjá eftir gjörðum sínum Tólf ára árásarmaðurinn sem hóf skothríð í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi á þriðjudaginn segist sjá eftir gjörðum sínum. Lögregla yfirheyrði hann í gær og mun yfirheyrsla halda áfram ótímabundið. Erlent 4.4.2024 22:50 Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. Erlent 4.4.2024 21:35 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. Innlent 4.4.2024 21:07 Göngumaðurinn fannst látinn Göngumaður sem björgunarsveitir frá Hvolsvelli og Hellu leituðu á Fimmvörðuhálsi fannst látinn í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 4.4.2024 20:48 « ‹ 283 284 285 286 287 288 289 290 291 … 334 ›
Katrín búin að taka ákvörðun og upplýsa ríkisstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir Katrínu hafa greint ríkisstjórn frá ákvörðun sinni. Það sagði hann að loknum ríkisstjórnarfundi. Forsætisráðherra muni sjálf tilkynna um ákvörðun sína. Innlent 5.4.2024 12:15
Katrín vildi engum spurningum svara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag. Innlent 5.4.2024 11:57
„Það er ákveðið óvissustig núna“ Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Innlent 5.4.2024 11:55
Katrín hafi enn ekki ákveðið sig Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, segir forsætisráðherra ekki enn hafa tilkynnt ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð. Innlent 5.4.2024 11:49
Katrín eigi næstu klukkustundir í opinberri umræðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahags segir ríkisstjórnarfundinn sem var að ljúka hafa verið nokkuð hefðbundinn. Það hafi verið farið yfir mörg mál. Innlent 5.4.2024 11:49
Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. Innlent 5.4.2024 11:33
Settur í embætti héraðsdómara Dómsmálaráðherra hefur sett Sindra M. Stephensen í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 4. apríl 2024 til og með 28. febrúar 2029. Innlent 5.4.2024 11:32
„Vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins lagði í dag út frá slúðursögu í leiðara sínum sem er algerlega úr lausu lofti gripin. Innlent 5.4.2024 11:22
Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. Erlent 5.4.2024 11:21
Freyja nýr framkvæmdastjóri blaðamanna Freyja Steingrímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Hún tekur við starfinu af Hjálmari Jónssyni sem lét af störfum í janúar. Innlent 5.4.2024 10:58
Bíræfnir þjófar stálu rúmum fjórum milljörðum Bíræfnir þjófar stálu allt að þrjátíu milljónum dala úr peningageymslu í Los Angeles um páskana. Ránið er eitt það stærsta í sögu borgarinnar en þjófarnir brutu sér leið inn í bygginguna á páskadag og komust þar inn í stóra peningahvelfingu, án þess að gangsetja þjófavarnarkerfi. Erlent 5.4.2024 10:52
„Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. Innlent 5.4.2024 10:46
„Takk Þórkatla fyrir ekki neitt“ Soffía Snædís Sveinsdóttir er fyrrverandi íbúi í Grindavík er ósátt hvernig gengur að gera upp við eigendur húsnæðis í Grindavík - hún vandar Þórkötlu ekki kveðjurnar. Innlent 5.4.2024 10:32
Eldskírn að hitta karlakórinn Pétur G. Markan er að taka við bæjarstjórataumunum í Hveragerði. Það leggst vel í biskupsritarann sem segja má að sé með Guð í farteskinu. Innlent 5.4.2024 09:53
Sóðalegum skilaboðum rignir yfir breska þingmenn Háttsettur þingmaður í Íhaldsmannaflokki Bretlands hefur viðurkennt að senda ókunnugum aðila á stefnumótaforriti persónuupplýsingar þingmanna og annarra. William Wragg, umræddur þingmaður, lét símanúmar annarra þingmanna af hendi eftir að hann sendi nektarmyndir af sjálfum sér á óprútna aðila. Erlent 5.4.2024 09:53
Vilja létta á leikskólum með því að bjóða börnum í skóla fimm ára Sjálfstæðisflokkurinn vill að börnum sé boðið að hefja skólagöngu sína fimm ára í Reykjavík í stað sex ára. Flokkurinn leggur fram á næsta borgarstjórnarfundi tillögu um tilraunaverkefni. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, vonast til þess að fimm skólar í það minnsta geti tekið þátt. Innlent 5.4.2024 09:31
Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. Innlent 5.4.2024 08:46
Vaktin: Dagurinn sem Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram sem forseta Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún muni biðjast lausnar úr embættinu og gefa kost á sér í komandi kosningum til embættis forseta Íslands. Katrín tilkynnti ákvörðun sína með myndbandi á samfélagsmiðlum og ræddi svo við fjölmiðla. Innlent 5.4.2024 08:36
Segja Kínverja munu nota gervigreind til að beita sér í kosningum í öðrum ríkjum Stjórnvöld í Kína munu freista þess að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Indlandi á þessu ári, með aðstoð gervigreindar. Þetta segir í nýrri skýrslu netöryggisteymis Microsoft. Erlent 5.4.2024 08:22
Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. Innlent 5.4.2024 07:02
Kalla eftir aðkomu lögreglu og brunavarna vegna olíusöfnunar í Vík Heilbrigðisnefnd Suðurlands kallar eftir aðkomu sveitarfélagsins Mýrdalshrepps, brunavarna, heilbrigðiseftirlitsins og lögregla vegna olíusöfnunar í Vík. Innlent 5.4.2024 07:02
Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að útvega hryðjuverkamanni byssu Maður hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að hafa útvegað Cherif Chekatt skotvopn, sem hann notaði til að myrða fimm manns á jólamarkaði í Strasbourg í Frakklandi árið 2018. Erlent 5.4.2024 06:59
Kólnar aftur í kvöld og spáð stormi um helgina Lægðin sem nú er að finna vestur af landinu og bar með sér snjókomubakka yfir vestanvert landið, hreyfist hægt og bítandi til vesturs og léttir í kjölfarið smám saman til. Í öðrum landshlutum er bjart með köflum en stöku él eru á víð og dreif. Veður 5.4.2024 06:55
Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. Erlent 5.4.2024 06:32
Óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum Það hefur verið óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum síðustu daga. Um páskana og fyrir páska snjóaði mikið og blés í hvössum norðaustanáttum með þeim afleiðingum að mikill snjór safnaðist til fjalla. Vindflekar hafa byggst upp í flestum viðhorfum og veikleikar þróast innan snjóþekjunnar. Innlent 4.4.2024 23:39
Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. Innlent 4.4.2024 23:15
Tólf ára árásarmaðurinn segist sjá eftir gjörðum sínum Tólf ára árásarmaðurinn sem hóf skothríð í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi á þriðjudaginn segist sjá eftir gjörðum sínum. Lögregla yfirheyrði hann í gær og mun yfirheyrsla halda áfram ótímabundið. Erlent 4.4.2024 22:50
Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. Erlent 4.4.2024 21:35
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. Innlent 4.4.2024 21:07
Göngumaðurinn fannst látinn Göngumaður sem björgunarsveitir frá Hvolsvelli og Hellu leituðu á Fimmvörðuhálsi fannst látinn í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 4.4.2024 20:48