Vilja létta á leikskólum með því að bjóða börnum í skóla fimm ára Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2024 09:31 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, telur tilraunina vel þess virði og vonar að meirihlutinn taki vel í tillöguna næsta þriðjudag á borgarstjórnarfundi. Vísir/Ívar Fannar Sjálfstæðisflokkurinn vill að börnum sé boðið að hefja skólagöngu sína fimm ára í Reykjavík í stað sex ára. Flokkurinn leggur fram á næsta borgarstjórnarfundi tillögu um tilraunaverkefni. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, vonast til þess að fimm skólar í það minnsta geti tekið þátt. Hildur ræddi málið í Bítinu í morgun. Hún segir hugmyndina hluta af stærri hugmynd þar sem horft er á leikskóla- og grunnskólakerfið með meiri samfellu og tímalínunni hliðrar til þannig að börn hefði grunnskólagöngu sína fimm ára og ljúki henni þar af leiðandi ári fyrr. Með þessu verði til dæmist hægt að létta á leikskólum og innrita fleiri börn yngri. Viðtalið er hægt að hlusta á hér að neðan. Hildur telur að það geti sparast allt að fjórir milljarðar á ári í skólakerfinu með því að vera með fjórtán árganga í kerfinu í stað þeirra fimmtán sem eru núna. „Það mætti líka að skoða að verja þeim fjármunum í skólakerfið til að gera betur við kennara, bæta starfsaðstæður kennara og barna.“ Hildur segir þá kennara sem hún hefur talað við jákvæða en að einhverjir hafi áhyggjur af glannaskap í svona stórum breytingum. Hugmyndin var sett fram fyrst í kosningabaráttu flokksins árið 2022 og var þá tekið frekar illa. Hildur telur að fólk hafi mildast í átt að hugmyndinni síðan þá. Hún hefur rætt þetta við fólk hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og í öðrum sveitarfélögum, víða um land. Hér að neðan er grein sem Hildur skrifaði þá um málið. „Það eru allir að leita að einhverjum praktískum lausnum. Um það hvernig við eigum að bregðast við stöðu skólakerfisins og hvernig við ætlum leysa þennan leikskólavanda og svara kalli samfélagsins á að við getum boðið börnum pláss frá tólf mánaða aldri.“ Hildur segir flokkinn ekki vera að finna upp hjólið með þessari hugmynd. „Þetta á sér fyrirmyndir víða um heim,“ segir Hildur og að sem dæmi hafi sonur hennar hafið sína grunnskólagöngu í Bretlandi fimm ára þegar hún bjó þar með fjölskyldu sinni. Hún segir mörg rök fyrir þessu. Það þurfi að horfa á stöðuna út frá faglegum forsendum og taka tillit til ýmissa aðstæðna. Sem dæmi niðurstaðna PISA-könnunar og ástands skólakerfisins. Börnum ekki skilað nægilega vel undirbúnum Hildur segist ekki vilja gera lítið úr því góða starfi sem starfsfólk grunnskólakerfisins vinnur en segir það þó staðreynd að kerfið sé ekki að skila börnum nægilega vel undirbúnum út í samfélagið. Á sama tíma sé mikill í leikskólakerfinu þar biðlistar eru langir, ástand eigna víða slæmt og foreldrar margir orðnir þreyttir. Hún segir umræðuna þar háværa núna því fólk bíði eftir svari hvað varðar innritun barna þeirra fyrir næsta haust. „Ef við myndum hliðra grunnskólakerfinu með þessum hætti, að fara niður í fimm ára aldrinum, þá erum við líka að hliðra leikskólatímanum og þá er miklu auðveldra fyrir okkur að taka við börnunum strax við eins árs aldur. Vegna þess að leikskólavandinn er að miklu leyti mönnunarvandinn,“ segir Hildur og að með þessu sé ekki verið að færa mönnunarvandann á grunnskólakerfið. Hún segir þetta praktískustu lausnina á leikskólavandanum og mönnunarvanda leikskólanna. „Ég er ekki að setja þetta fram af léttúð eða láta eins og mér finnist ótrúlega léttvægt að gera þessa ótrúlega stóru kerfisbreytingu. Það má ekki vera með einhvern glannaskap í svona umræðu,“ segir Hildur og að akkúrat þess vegna leggi þau til að byrjað sé á prófa þetta í tilraunaverkefni. Hildur segir að best væri að ná í það minnsta fimm grunnskólum í þetta verkefni. Það verði að vera að þeirra frumkvæði en það væri gott ef þeir væru dreifðir um borgina og best væri að þeir væru í hverfum þar sem leikskólavandinn er mestur. „Þetta myndu auðvitað tappa af leikskólunum og opna fleiri pláss. En aftur, svo ég ítreka það, þá má svona stór breyting á grunnskólakerfinu okkar má auðvitað ekki vera gerð til að svara einhverjum mönnunarvanda á leikskólum.“ Hægt að nýta kennsluaðferðir leikskóla í grunnskóla Hildur segir þetta stórmál og ef litið sé á þetta faglega þá hafi kennsluaðferðir leikskólans, að kenna í gegnum leik, gefið góða raun og það mætti nýta þá þekkingu og aðferðir í fimm ára bekk. Hún segir kennara mega kenna á báðum stigum og það sé því ekki vandamál. Hildur segir að það megi horfa á þetta frá mörgum hliðum. Það sé til dæmis skýr krafa í samfélaginu að börn fái pláss á leikskóla um eins árs aldur, þegar fæðingarorlofi lýkur, en eins og stendur gerist það í flestum sveitarfélögum um 18 til 24 mánaða aldur barna. Hildur segir stöðuna í leikskólamálum í borginni hafa versnað til muna frá því í borgarstjórnarkosningum árið 2022. Þar hafi meðalaldur við innritun í leikskóla verið um 19 mánuðir en sé núna um 20 til 22 mánuðir. Hildur ræddi undir lokin einnig samstarfið innan borgarstjórnar sem hún segir ekki gott. Meirihlutinn hafi afar takmarkað samstarf við minnihlutann og hafi jafnvel hugmyndum frá þeim en leggi þær síðar fram sem sínar eigin. Hún segir stöðuna ekkert hafa breyst frá því að nýr borgarstjóri tók við. „Ég er jákvæð að eðlisfari og vildi auðvitað gefa honum tækifæri að hann ætlaði einhverju að breyta,“ segir Hildur og að hún hafi ekki enn séð þær raungerast. Leikskólar Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Tengdar fréttir Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Foreldrar ungra reykvískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á biðlistum Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum. 5. mars 2024 14:29 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Hildur ræddi málið í Bítinu í morgun. Hún segir hugmyndina hluta af stærri hugmynd þar sem horft er á leikskóla- og grunnskólakerfið með meiri samfellu og tímalínunni hliðrar til þannig að börn hefði grunnskólagöngu sína fimm ára og ljúki henni þar af leiðandi ári fyrr. Með þessu verði til dæmist hægt að létta á leikskólum og innrita fleiri börn yngri. Viðtalið er hægt að hlusta á hér að neðan. Hildur telur að það geti sparast allt að fjórir milljarðar á ári í skólakerfinu með því að vera með fjórtán árganga í kerfinu í stað þeirra fimmtán sem eru núna. „Það mætti líka að skoða að verja þeim fjármunum í skólakerfið til að gera betur við kennara, bæta starfsaðstæður kennara og barna.“ Hildur segir þá kennara sem hún hefur talað við jákvæða en að einhverjir hafi áhyggjur af glannaskap í svona stórum breytingum. Hugmyndin var sett fram fyrst í kosningabaráttu flokksins árið 2022 og var þá tekið frekar illa. Hildur telur að fólk hafi mildast í átt að hugmyndinni síðan þá. Hún hefur rætt þetta við fólk hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og í öðrum sveitarfélögum, víða um land. Hér að neðan er grein sem Hildur skrifaði þá um málið. „Það eru allir að leita að einhverjum praktískum lausnum. Um það hvernig við eigum að bregðast við stöðu skólakerfisins og hvernig við ætlum leysa þennan leikskólavanda og svara kalli samfélagsins á að við getum boðið börnum pláss frá tólf mánaða aldri.“ Hildur segir flokkinn ekki vera að finna upp hjólið með þessari hugmynd. „Þetta á sér fyrirmyndir víða um heim,“ segir Hildur og að sem dæmi hafi sonur hennar hafið sína grunnskólagöngu í Bretlandi fimm ára þegar hún bjó þar með fjölskyldu sinni. Hún segir mörg rök fyrir þessu. Það þurfi að horfa á stöðuna út frá faglegum forsendum og taka tillit til ýmissa aðstæðna. Sem dæmi niðurstaðna PISA-könnunar og ástands skólakerfisins. Börnum ekki skilað nægilega vel undirbúnum Hildur segist ekki vilja gera lítið úr því góða starfi sem starfsfólk grunnskólakerfisins vinnur en segir það þó staðreynd að kerfið sé ekki að skila börnum nægilega vel undirbúnum út í samfélagið. Á sama tíma sé mikill í leikskólakerfinu þar biðlistar eru langir, ástand eigna víða slæmt og foreldrar margir orðnir þreyttir. Hún segir umræðuna þar háværa núna því fólk bíði eftir svari hvað varðar innritun barna þeirra fyrir næsta haust. „Ef við myndum hliðra grunnskólakerfinu með þessum hætti, að fara niður í fimm ára aldrinum, þá erum við líka að hliðra leikskólatímanum og þá er miklu auðveldra fyrir okkur að taka við börnunum strax við eins árs aldur. Vegna þess að leikskólavandinn er að miklu leyti mönnunarvandinn,“ segir Hildur og að með þessu sé ekki verið að færa mönnunarvandann á grunnskólakerfið. Hún segir þetta praktískustu lausnina á leikskólavandanum og mönnunarvanda leikskólanna. „Ég er ekki að setja þetta fram af léttúð eða láta eins og mér finnist ótrúlega léttvægt að gera þessa ótrúlega stóru kerfisbreytingu. Það má ekki vera með einhvern glannaskap í svona umræðu,“ segir Hildur og að akkúrat þess vegna leggi þau til að byrjað sé á prófa þetta í tilraunaverkefni. Hildur segir að best væri að ná í það minnsta fimm grunnskólum í þetta verkefni. Það verði að vera að þeirra frumkvæði en það væri gott ef þeir væru dreifðir um borgina og best væri að þeir væru í hverfum þar sem leikskólavandinn er mestur. „Þetta myndu auðvitað tappa af leikskólunum og opna fleiri pláss. En aftur, svo ég ítreka það, þá má svona stór breyting á grunnskólakerfinu okkar má auðvitað ekki vera gerð til að svara einhverjum mönnunarvanda á leikskólum.“ Hægt að nýta kennsluaðferðir leikskóla í grunnskóla Hildur segir þetta stórmál og ef litið sé á þetta faglega þá hafi kennsluaðferðir leikskólans, að kenna í gegnum leik, gefið góða raun og það mætti nýta þá þekkingu og aðferðir í fimm ára bekk. Hún segir kennara mega kenna á báðum stigum og það sé því ekki vandamál. Hildur segir að það megi horfa á þetta frá mörgum hliðum. Það sé til dæmis skýr krafa í samfélaginu að börn fái pláss á leikskóla um eins árs aldur, þegar fæðingarorlofi lýkur, en eins og stendur gerist það í flestum sveitarfélögum um 18 til 24 mánaða aldur barna. Hildur segir stöðuna í leikskólamálum í borginni hafa versnað til muna frá því í borgarstjórnarkosningum árið 2022. Þar hafi meðalaldur við innritun í leikskóla verið um 19 mánuðir en sé núna um 20 til 22 mánuðir. Hildur ræddi undir lokin einnig samstarfið innan borgarstjórnar sem hún segir ekki gott. Meirihlutinn hafi afar takmarkað samstarf við minnihlutann og hafi jafnvel hugmyndum frá þeim en leggi þær síðar fram sem sínar eigin. Hún segir stöðuna ekkert hafa breyst frá því að nýr borgarstjóri tók við. „Ég er jákvæð að eðlisfari og vildi auðvitað gefa honum tækifæri að hann ætlaði einhverju að breyta,“ segir Hildur og að hún hafi ekki enn séð þær raungerast.
Leikskólar Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Tengdar fréttir Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Foreldrar ungra reykvískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á biðlistum Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum. 5. mars 2024 14:29 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46
Foreldrar ungra reykvískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á biðlistum Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum. 5. mars 2024 14:29