Valdís Þóra í efsta sæti eftir mikinn fuglasöng og frábæran fyrsta dag á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 14:00 Valdís Þóra Jónsdóttir með ungum aðdáendum. Mynd/LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni spilaði frábærlega á fyrsta hringnum á Santander golfmótinu í Valencia á Spáni. Valdís Þóra spilaði betur en allar aðrar og var með þriggja högga forystu þegar þetta er skrifað en alla höfðu þá ekki lokið leik. Þetta mót í Valencia er hluti af LET Access mótaröðinni en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Valdís Þóra spilaði fyrstu átján holurnar á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Valdís Þóra fékk örn á einni holu og fimm fugla til viðbótar. Hún var komin á sjö högg undir par en fékk eina skolla dagsins á sautjándu holunni. Það má sjá skorkortið hennar hér fyrir neðan.Frábær byrjun hjá Valdísi @DaughterOfJon á @LETAccess á Spáni -6 (66) högg sem er fjári gott. Er efst eins og er. https://t.co/6qh8mQjY8Gpic.twitter.com/rrOaiWy6z1 — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) October 25, 2017 Skagakonan hóf leik á fyrsta teig og fékk tvo fugla í röð á annarri og þriðju holu. Hún fékk síðan örn (-2) á fimmtu holu og var á 32 höggum eða -4 eftir 9 holur. Valdís bætti síðan í með tveimur fuglum í röð á tíundu og elleftu holu. Hún fékk fimmta fuglinn á þrettándu en tapaði höggi eins og áður sagði á sautjándu sem var eina höggið sem hún tapaði á hringnum. Sannarlega glæsileg byrjun hjá Valdísi Þóru. Mótið fer fram við Valencia á Spáni, Santander Golf Tour, og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum 25.til 27. október. Valdís fer síðan beint til Abu Dhabi á þar sem að mót á LET Evrópumótaröðinni fer fram 1.til 4. nóvember. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni spilaði frábærlega á fyrsta hringnum á Santander golfmótinu í Valencia á Spáni. Valdís Þóra spilaði betur en allar aðrar og var með þriggja högga forystu þegar þetta er skrifað en alla höfðu þá ekki lokið leik. Þetta mót í Valencia er hluti af LET Access mótaröðinni en mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Valdís Þóra spilaði fyrstu átján holurnar á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Valdís Þóra fékk örn á einni holu og fimm fugla til viðbótar. Hún var komin á sjö högg undir par en fékk eina skolla dagsins á sautjándu holunni. Það má sjá skorkortið hennar hér fyrir neðan.Frábær byrjun hjá Valdísi @DaughterOfJon á @LETAccess á Spáni -6 (66) högg sem er fjári gott. Er efst eins og er. https://t.co/6qh8mQjY8Gpic.twitter.com/rrOaiWy6z1 — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) October 25, 2017 Skagakonan hóf leik á fyrsta teig og fékk tvo fugla í röð á annarri og þriðju holu. Hún fékk síðan örn (-2) á fimmtu holu og var á 32 höggum eða -4 eftir 9 holur. Valdís bætti síðan í með tveimur fuglum í röð á tíundu og elleftu holu. Hún fékk fimmta fuglinn á þrettándu en tapaði höggi eins og áður sagði á sautjándu sem var eina höggið sem hún tapaði á hringnum. Sannarlega glæsileg byrjun hjá Valdísi Þóru. Mótið fer fram við Valencia á Spáni, Santander Golf Tour, og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum 25.til 27. október. Valdís fer síðan beint til Abu Dhabi á þar sem að mót á LET Evrópumótaröðinni fer fram 1.til 4. nóvember.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira