Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 09:45 Keflvíski körfuboltamaðurinn Sveinbjörn Skúlason, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Keflavík, Njarðvík og Tindastól, segir opinskátt frá veðmálastarfsemi sem hann stundar í kringum Domino´s-deild karla í hlaðvarpi körfuboltavefsíðunnar karfan.is sem kom út í gær. Sveinbjörn er í samstarfi með fyrrverandi fegurðarprinsinum og athafnamanninum Ólafi Geir Jónssyni, betur þekktum sem Óla Geir, en saman hjálpa þeir áhugamönnum að græða peninga á leikjum deildarinnar. Þeir safna upplýsingum frá liðunum og láta þær af hendi gegn greiðslu.Þeir eru með síðu inn á Tipster Tube sem heitir B-Ball Bets þar sem þeir gefa upplýsingar um leikmannahópa liðanna í deildinni sem gætu gagnast þeim sem eru að veðja. Upplýsingunum safna þeir með því að hafa samband við leikmenn liðanna. Tipster Tube er íslenskt hugvit en annar eigandi hennar, Sigurjón Jónsson, sagði íþróttadeild 365 frá því í janúar að yfir 13.000 manns eru búnir að skrá sig á síðuna frá því hún fór í loftið fyrir ári síðan. Síðan var hluti af umfjöllun íþróttadeildar um gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja í kringum íslenska fótboltann en þar sagði Andri Steinn Birgisson, fyrrverandi þjálfari 3. deildar liðs Þróttar í Vogum, að reglulega sé haft samband við hann og kollega hans í von um að fá upplýsingar um hverjir spila næsta leik.Tímabilið kostar 11 þúsund krónur „Við erum samfélag sem vinnur saman gegn veðmálafyrirtækjunum. Við erum saman í samfélagi að reyna að finna bestu staðina til að setja peningana okkar,“ segir Sveinbjörn í hlaðvarpi karfan.is, en hann og Óli Geir byrjuðu með B-Ball Bets fyrir síðustu leiktíð. „Við fórum svona rosalega vel af stað með íslenskan körfubolta því á þessum síðum er hann ekkert stór. Þeir vita ekkert. Það er enginn á síðu eins og Bet365 sem veit að Snæfell er búið að missa alla leikmennina sína og verður ömurlegt á þessu tímabili,“ segir hann.Í auglýsingu á B-Ball Bets-síðunni á Tipster Tube sem birtist í lok september í fyrra auglýsa þeir félagarnir hvað upplýsingarnar fyrir tímabilið 2016/2017 kosta. Í sömu auglýsingu, til að kveikja áhuga mögulegra kaupenda, minna þeir á að þeir voru með 72 prósent leikja rétta leiktíðina 2015/2016 og að þeir byrjuðu á þrettán sigurleikjum í röð. Sveinbjörn og Óli Geir buðu upp á þrjá greiðslumöguleika fyrir tímabilið. Hægt er að kaupa einn mánuð fyrir 25 evrur eða 2.800 krónur. Þrír mánuðir kosta 50 evrur eða 5.600 krónur og er þar einn mánuður frír. Sjö mánuðir kosta svo 100 evrur eða ríflega 11.000 krónur. Velji fólk dýrasta kostinn bjóðast þrír mánuðir ókeypis sem þýðir að kaupendur fengu allt tímabilið fyrir ellefu þúsund krónurnar.Forskot á síðurnar úti „Tímabilið í fyrra var frekar einfalt. Það var verið að gefa út rangar tölur og línur. Þetta lið átti aldrei að geta unnið þetta lið og svo framvegis,“ segir Sveinbjörn um síðustu leiktíð en bendir á að mun erfiðara er að giska á rétt úrslit á þessu tímabili þó þeir haldi þessu 70 prósent „sigurhlutfalli“. „Við erum með forskot á síðurnar úti því við vitum miklu meira um það sem er að gerast hér á landi. Deildin orðin erfiðari að veðja á þar sem hún er jöfn og því er enn mikilvægara að safna upplýsingum,“ segir hann. Sveinbjörn segir íslenska markaðinn svo lítinn að veðmálafyrirtækin úti eru fljót að laga stuðlana til þegar mikið er veðjað á einn og sama leikinn. Þá átta síðurnar sig á að líklega eru þær að gera eitthvað rangt eða hafa ekki þær upplýsingar sem B-Ball Bets hefur undir höndum. „Við megum ekki láta vita hvað við vitum um miðjan dag heldur verðum við algjörlega að þegja. Ef það lekur út að þessi og hinn verði ekki með þá breytast stuðlarnir úti áður en við látum vita,“ segir Sveinbjörn sem væri ekki gott fyrir þá félagana þar sem mikið af fólki treystir á að upplýsingar þeirra skili tekjum. „Þetta er geggjaður leikur sem er ógeðslega skemmtilega að spila; að hringja hingað og þangað og sækja upplýsingar.“Ekkert lekur í hitt liðið Eins og í fótboltanum hringja Sveinbjörn og Óli Geir í leikmenn og þjálfara til að fá nýjustu upplýsingar um leikmannahópana og vita hvort einhverjir leikmenn sem skipta meira máli en aðrir verði mögulega ekki með. „Þar sem ég spilaði körfubolta í mörg ár og fyrir svona mörg lið þá á ég svo marga vini. Það er að minnsta kosti einn maður í hverju liði sem ég æfði með sem ég get hringt í. Svo fara þessir ungu strákar allir á Agent-böllin hans Óla þannig hann þekkir hinn helminginn - yngri helminginn. Við náum í mikið af upplýsingum og eigum auðvelt með að gera það,“ segir Sveinbjörn sem spilaði út um allt land á sínum ferli. Hann tekur þó skýrt fram að aldrei hafa upplýsingar frá B-Ball Bets leikið í önnur lið. Þetta er aðeins gert til að græða peninga. „Ég hef aldrei sótt upplýsingar og lekið því í hitt liðið. Það er regla sem við settum okkur strax. Við erum ekki að fara að hjálpa neinum. Ef við fáum einhverjar upplýsingar er það til að við græðum smá peninga og þeir sem borga okkur græði líka,“ segir Sveinbjörn en upplýsingarnar fá þeir nokkuð auðveldlega ef lesið er í orð Sveinbjörns. „Margir hafa verið rosalega góðir við okkur og gefið okkur upplýsingar sem þeir þurftu ekkert að láta af hendi. Menn eru kannski að fara í stóran leik og vilja ekkert láta vita að einn lykilmaður hafi snúið sig á ökkla í vikunni. Þeir gera það samt, en það er þögult samþykki að við blöðrum því ekki í mótherjann,“ segir Sveinbjörn Skúlason. Umræðuna um veðmálastarfsemina má heyra hér að neðan en hún hefst á 1:10:32. Dominos-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Keflvíski körfuboltamaðurinn Sveinbjörn Skúlason, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Keflavík, Njarðvík og Tindastól, segir opinskátt frá veðmálastarfsemi sem hann stundar í kringum Domino´s-deild karla í hlaðvarpi körfuboltavefsíðunnar karfan.is sem kom út í gær. Sveinbjörn er í samstarfi með fyrrverandi fegurðarprinsinum og athafnamanninum Ólafi Geir Jónssyni, betur þekktum sem Óla Geir, en saman hjálpa þeir áhugamönnum að græða peninga á leikjum deildarinnar. Þeir safna upplýsingum frá liðunum og láta þær af hendi gegn greiðslu.Þeir eru með síðu inn á Tipster Tube sem heitir B-Ball Bets þar sem þeir gefa upplýsingar um leikmannahópa liðanna í deildinni sem gætu gagnast þeim sem eru að veðja. Upplýsingunum safna þeir með því að hafa samband við leikmenn liðanna. Tipster Tube er íslenskt hugvit en annar eigandi hennar, Sigurjón Jónsson, sagði íþróttadeild 365 frá því í janúar að yfir 13.000 manns eru búnir að skrá sig á síðuna frá því hún fór í loftið fyrir ári síðan. Síðan var hluti af umfjöllun íþróttadeildar um gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja í kringum íslenska fótboltann en þar sagði Andri Steinn Birgisson, fyrrverandi þjálfari 3. deildar liðs Þróttar í Vogum, að reglulega sé haft samband við hann og kollega hans í von um að fá upplýsingar um hverjir spila næsta leik.Tímabilið kostar 11 þúsund krónur „Við erum samfélag sem vinnur saman gegn veðmálafyrirtækjunum. Við erum saman í samfélagi að reyna að finna bestu staðina til að setja peningana okkar,“ segir Sveinbjörn í hlaðvarpi karfan.is, en hann og Óli Geir byrjuðu með B-Ball Bets fyrir síðustu leiktíð. „Við fórum svona rosalega vel af stað með íslenskan körfubolta því á þessum síðum er hann ekkert stór. Þeir vita ekkert. Það er enginn á síðu eins og Bet365 sem veit að Snæfell er búið að missa alla leikmennina sína og verður ömurlegt á þessu tímabili,“ segir hann.Í auglýsingu á B-Ball Bets-síðunni á Tipster Tube sem birtist í lok september í fyrra auglýsa þeir félagarnir hvað upplýsingarnar fyrir tímabilið 2016/2017 kosta. Í sömu auglýsingu, til að kveikja áhuga mögulegra kaupenda, minna þeir á að þeir voru með 72 prósent leikja rétta leiktíðina 2015/2016 og að þeir byrjuðu á þrettán sigurleikjum í röð. Sveinbjörn og Óli Geir buðu upp á þrjá greiðslumöguleika fyrir tímabilið. Hægt er að kaupa einn mánuð fyrir 25 evrur eða 2.800 krónur. Þrír mánuðir kosta 50 evrur eða 5.600 krónur og er þar einn mánuður frír. Sjö mánuðir kosta svo 100 evrur eða ríflega 11.000 krónur. Velji fólk dýrasta kostinn bjóðast þrír mánuðir ókeypis sem þýðir að kaupendur fengu allt tímabilið fyrir ellefu þúsund krónurnar.Forskot á síðurnar úti „Tímabilið í fyrra var frekar einfalt. Það var verið að gefa út rangar tölur og línur. Þetta lið átti aldrei að geta unnið þetta lið og svo framvegis,“ segir Sveinbjörn um síðustu leiktíð en bendir á að mun erfiðara er að giska á rétt úrslit á þessu tímabili þó þeir haldi þessu 70 prósent „sigurhlutfalli“. „Við erum með forskot á síðurnar úti því við vitum miklu meira um það sem er að gerast hér á landi. Deildin orðin erfiðari að veðja á þar sem hún er jöfn og því er enn mikilvægara að safna upplýsingum,“ segir hann. Sveinbjörn segir íslenska markaðinn svo lítinn að veðmálafyrirtækin úti eru fljót að laga stuðlana til þegar mikið er veðjað á einn og sama leikinn. Þá átta síðurnar sig á að líklega eru þær að gera eitthvað rangt eða hafa ekki þær upplýsingar sem B-Ball Bets hefur undir höndum. „Við megum ekki láta vita hvað við vitum um miðjan dag heldur verðum við algjörlega að þegja. Ef það lekur út að þessi og hinn verði ekki með þá breytast stuðlarnir úti áður en við látum vita,“ segir Sveinbjörn sem væri ekki gott fyrir þá félagana þar sem mikið af fólki treystir á að upplýsingar þeirra skili tekjum. „Þetta er geggjaður leikur sem er ógeðslega skemmtilega að spila; að hringja hingað og þangað og sækja upplýsingar.“Ekkert lekur í hitt liðið Eins og í fótboltanum hringja Sveinbjörn og Óli Geir í leikmenn og þjálfara til að fá nýjustu upplýsingar um leikmannahópana og vita hvort einhverjir leikmenn sem skipta meira máli en aðrir verði mögulega ekki með. „Þar sem ég spilaði körfubolta í mörg ár og fyrir svona mörg lið þá á ég svo marga vini. Það er að minnsta kosti einn maður í hverju liði sem ég æfði með sem ég get hringt í. Svo fara þessir ungu strákar allir á Agent-böllin hans Óla þannig hann þekkir hinn helminginn - yngri helminginn. Við náum í mikið af upplýsingum og eigum auðvelt með að gera það,“ segir Sveinbjörn sem spilaði út um allt land á sínum ferli. Hann tekur þó skýrt fram að aldrei hafa upplýsingar frá B-Ball Bets leikið í önnur lið. Þetta er aðeins gert til að græða peninga. „Ég hef aldrei sótt upplýsingar og lekið því í hitt liðið. Það er regla sem við settum okkur strax. Við erum ekki að fara að hjálpa neinum. Ef við fáum einhverjar upplýsingar er það til að við græðum smá peninga og þeir sem borga okkur græði líka,“ segir Sveinbjörn en upplýsingarnar fá þeir nokkuð auðveldlega ef lesið er í orð Sveinbjörns. „Margir hafa verið rosalega góðir við okkur og gefið okkur upplýsingar sem þeir þurftu ekkert að láta af hendi. Menn eru kannski að fara í stóran leik og vilja ekkert láta vita að einn lykilmaður hafi snúið sig á ökkla í vikunni. Þeir gera það samt, en það er þögult samþykki að við blöðrum því ekki í mótherjann,“ segir Sveinbjörn Skúlason. Umræðuna um veðmálastarfsemina má heyra hér að neðan en hún hefst á 1:10:32.
Dominos-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira