Umfjöllun og viðtöl: Snæfell 87 - 70 Haukar | Snæfellssigur í toppslagnum Daníel Rúnarsson í Stykkishólmi skrifar 19. janúar 2016 19:30 Haiden Denise Palmer . Vísir/Anton Snæfell fór með sigur af hólmi í uppgjöri toppliða Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld með 87 stigum gegn 70 stigum Hauka. Snæfell fer með sigrinum á topp Dominos-deildarinnar og situr í bílstjórasætinu á leiðinni að deildarmeistaratitlinum. Leikurinn byrjaði eins og búist var við, jafnt á flestum tölum og liðin skiptust á að skora. Mikill hraði var í upphafi leiks og ljóst að hið margumtalaða spennustig leikmanna var verulega hátt enda mikið í húfi. Þegar líða fór á fyrsta leikhluta var þó ljóst að Snæfellskonur voru tilbúnar í stríð á meðan hugur Hauka virtist enn vera á þjóðveginum. Varnarleikur heimakvenna til mikillar fyrirmyndar og barist um hvern einasta lausa bolta. Á meðan stóðu Haukar ráðþrota hjá og virtust eiga þann eina kost í stöðunni að senda boltann á Helenu Sverrisdóttir og bíða svo og horfa á hvað hún gæti töfrað fram. En körfubolti er liðsíþrótt og jafnvel drottning íslensks körfubolta getur ekki gert hlutina uppá eigin spýtur gegn jafn sterku liði og býr í Stykkishólmi. Undir traustri stjórn Haiden Palmer gekk sóknarleikur Snæfellinga eins og smurð vél. Hún teygði á vörn Hauka að vild og fann síðan annað hvort opið skot fyrir sjálfa sig eða meðspilara. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 29-11, ótrúlegar tölur í uppgjöri toppliðanna. Ballið hélt áfram í öðrum leikhluta, Haukum gekk afar illa að skora þökk sé fantavörn heimaliðsins en þó hertu gestirnir aðeins á takinu í vörninni miðað við fyrsta leikhluta. Það hægði því aðeins á stigaskorun Snæfellinga en þær héldu þó áfram að valda Haukakonum vandræðum með fastri vörn. Það voru niðurlútar Haukakonur sem röltu til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik með stöðuna 50-30 á bakinu. Haiden Palmer gat þó valhoppað af gleði enda með 22 stig, 10 fráköst, 2 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Í hálfleik, nota bene. Haukakonur hafa fengið að heyra það frá þjálfurum sínum í hálfleik og mættu bálreiðar til leiks í seinni hálfleik. Liðið skipti yfir í svæðisvörn sem virtist rugla sóknarleik Snæfells til að byrja með. Haukakonur jöfnuðu baráttu Snæfellinga og úr varð afar harður leikur þó lítið væri um stigaskor. Þegar leið á leikhlutann fóru skotin þó að detta hjá báðum liðum en Haukakonum tókst að saxa niður forskot Snæfells niður í 14 stig. Snöggt áhlaup heimakvenna undir stjórn Haiden Palmer skilaði heimakonum þó 18 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Lokaleikhlutinn einkenndist af baráttu og vörn. Haukakonur gerðu nokkrar tilraunir til áhlaups á forystu Snæfellinga en var ýmist neitað um aðgang eða svarað um hæl. Helena Sverrisdóttir og Chelsie Scwheerz lögðu vel í púkki fyrir gestina en það dugði þó ekki til og Snæfell hafði að lokum 14 stiga sigur, 84-70, þökk sé flautuþrist frá Bryndísi Guðmundsdóttur. Leikurinn var frábær á að horfa og í háum gæðaflokki. Mikil barátta frábærra leikmanna er uppskrift að góðri skemmtun og ljóst að endi þessi tvö lið í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar eiga áhorfendur gott eitt í vændum. Haiden Palmer var allt í öllu í leik Snæfells en fékk þó góða aðstoð frá liðsfélögum sínum. Má þar helst nefna þær systur Berglindi og Gunnhildi Gunnarsdætur sem börðust eins og ljónynjur frá fyrstu mínútu. Hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir atkvæðamest en Chelsie Scwheerz átti einnig fínan leik. Snæfell-Haukar 84-70 (29-11, 21-19, 17-19, 17-21) http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=91005&game_id=3086921 Snæfell: Haiden Denise Palmer 30/14 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 15/8 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 10/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Erna Hákonardóttir 0. Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/13 fráköst, Chelsie Alexa Schweers 17, Pálína María Gunnlaugsdóttir 9, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/14 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 4, María Lind Sigurðardóttir 1, Dýrfinna Arnardóttir 0, Hanna Þráinsdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Sólrún Inga Gísladóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Shanna Dacanay 0. Viðtöl væntanleg innan skamms.Textalýsing: Snæfell - HaukarIngi þjálfari Snæfells: Vinnusemin var meiri í okkar liði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var stoltur af sínu liði í leikslok sem leiddi leikinn nánast frá upphafi. "Okkur leið vel strax í byrjun. Vörnin var til fyrirmyndar og vinnusemin var meiri í okkar liði en þeirra. Ég var gríðarlega ánægður með alla sem koma að okkar liði í kvöld." sagði þjálfarinn síkáti. Haukar búa yfir afar sterku liði og fengu nýverið enn meiri liðsstyrk í formi Chelsie Schweerz, var Ingi ekkert hræddur um að við ofjarl væri að etja? "Nei, það er bara einn bolti inni á vellinum og þeim fjölgar ekkert þó það komi fleiri leikmenn. Við vissum alveg hvað við þurftum að gera og gerðum það vel. En það sást líka í veikleika okkar í þessum leik og við þurfum að fara á æfingar og vinna í þeim." Með sigrinum fara Snæfellingar á topp Dominos-deildarinnar, er deildarmeistaratitillinn í höfn? "Nei nei, við fórum því miður til Keflavíkur um daginn og héldum að við fengjum tvö stig án þess að spila leikinn og við steinlágum þar. Þar er einn af okkar veikleikum, kollurinn á okkur. En þetta er samt í okkar höndum og þannig viljum við hafa það." sagði Ingi að lokum.Andri þjálfari Hauka: Mættum kvíðablendin til leiks Andri þjálfari Hauka var þungur í brún að leik loknum. "Ég er mjög ósáttur að mæta hingað með lið sem er ekki fullt af leikgleði og orku í upphafi leiks. Við þurfum að fara yfir það af hverju við mætum í raun kvíðablendin hérna í upphafi." Haukar fengu mikinn liðsstyrk nýlega, óttast Andri ekki að það muni rugla leik liðsins? "Við vorum með kana í fyrsta skipti í byrjunarliðinu. Hlutverkaskipan var orðin nokkuð skýr hjá okkur en svo förum við núna í breytingar og við vissum að það tæki smá tíma fyrir það að jafnast út. Nú reynir á þolinmæðina hjá stelpunum að halda áfram að æfa og vinna vel." "Þetta snýst ekki um einstaklinga, það þurfa allir að fórna einhverju. Þessar stelpur eru sem betur fer þannig af guði gerðar að þær hafa talsverðan þroska og átta sig á því að ef þú ætlar að vera í liði þá þarftu að gefa ákveðið mikið eftir." sagði Andri að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Snæfell fór með sigur af hólmi í uppgjöri toppliða Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld með 87 stigum gegn 70 stigum Hauka. Snæfell fer með sigrinum á topp Dominos-deildarinnar og situr í bílstjórasætinu á leiðinni að deildarmeistaratitlinum. Leikurinn byrjaði eins og búist var við, jafnt á flestum tölum og liðin skiptust á að skora. Mikill hraði var í upphafi leiks og ljóst að hið margumtalaða spennustig leikmanna var verulega hátt enda mikið í húfi. Þegar líða fór á fyrsta leikhluta var þó ljóst að Snæfellskonur voru tilbúnar í stríð á meðan hugur Hauka virtist enn vera á þjóðveginum. Varnarleikur heimakvenna til mikillar fyrirmyndar og barist um hvern einasta lausa bolta. Á meðan stóðu Haukar ráðþrota hjá og virtust eiga þann eina kost í stöðunni að senda boltann á Helenu Sverrisdóttir og bíða svo og horfa á hvað hún gæti töfrað fram. En körfubolti er liðsíþrótt og jafnvel drottning íslensks körfubolta getur ekki gert hlutina uppá eigin spýtur gegn jafn sterku liði og býr í Stykkishólmi. Undir traustri stjórn Haiden Palmer gekk sóknarleikur Snæfellinga eins og smurð vél. Hún teygði á vörn Hauka að vild og fann síðan annað hvort opið skot fyrir sjálfa sig eða meðspilara. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 29-11, ótrúlegar tölur í uppgjöri toppliðanna. Ballið hélt áfram í öðrum leikhluta, Haukum gekk afar illa að skora þökk sé fantavörn heimaliðsins en þó hertu gestirnir aðeins á takinu í vörninni miðað við fyrsta leikhluta. Það hægði því aðeins á stigaskorun Snæfellinga en þær héldu þó áfram að valda Haukakonum vandræðum með fastri vörn. Það voru niðurlútar Haukakonur sem röltu til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik með stöðuna 50-30 á bakinu. Haiden Palmer gat þó valhoppað af gleði enda með 22 stig, 10 fráköst, 2 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Í hálfleik, nota bene. Haukakonur hafa fengið að heyra það frá þjálfurum sínum í hálfleik og mættu bálreiðar til leiks í seinni hálfleik. Liðið skipti yfir í svæðisvörn sem virtist rugla sóknarleik Snæfells til að byrja með. Haukakonur jöfnuðu baráttu Snæfellinga og úr varð afar harður leikur þó lítið væri um stigaskor. Þegar leið á leikhlutann fóru skotin þó að detta hjá báðum liðum en Haukakonum tókst að saxa niður forskot Snæfells niður í 14 stig. Snöggt áhlaup heimakvenna undir stjórn Haiden Palmer skilaði heimakonum þó 18 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Lokaleikhlutinn einkenndist af baráttu og vörn. Haukakonur gerðu nokkrar tilraunir til áhlaups á forystu Snæfellinga en var ýmist neitað um aðgang eða svarað um hæl. Helena Sverrisdóttir og Chelsie Scwheerz lögðu vel í púkki fyrir gestina en það dugði þó ekki til og Snæfell hafði að lokum 14 stiga sigur, 84-70, þökk sé flautuþrist frá Bryndísi Guðmundsdóttur. Leikurinn var frábær á að horfa og í háum gæðaflokki. Mikil barátta frábærra leikmanna er uppskrift að góðri skemmtun og ljóst að endi þessi tvö lið í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar eiga áhorfendur gott eitt í vændum. Haiden Palmer var allt í öllu í leik Snæfells en fékk þó góða aðstoð frá liðsfélögum sínum. Má þar helst nefna þær systur Berglindi og Gunnhildi Gunnarsdætur sem börðust eins og ljónynjur frá fyrstu mínútu. Hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir atkvæðamest en Chelsie Scwheerz átti einnig fínan leik. Snæfell-Haukar 84-70 (29-11, 21-19, 17-19, 17-21) http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=91005&game_id=3086921 Snæfell: Haiden Denise Palmer 30/14 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 15/8 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/4 fráköst/9 stoðsendingar, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 10/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Erna Hákonardóttir 0. Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/13 fráköst, Chelsie Alexa Schweers 17, Pálína María Gunnlaugsdóttir 9, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/14 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 4, María Lind Sigurðardóttir 1, Dýrfinna Arnardóttir 0, Hanna Þráinsdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Sólrún Inga Gísladóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Shanna Dacanay 0. Viðtöl væntanleg innan skamms.Textalýsing: Snæfell - HaukarIngi þjálfari Snæfells: Vinnusemin var meiri í okkar liði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var stoltur af sínu liði í leikslok sem leiddi leikinn nánast frá upphafi. "Okkur leið vel strax í byrjun. Vörnin var til fyrirmyndar og vinnusemin var meiri í okkar liði en þeirra. Ég var gríðarlega ánægður með alla sem koma að okkar liði í kvöld." sagði þjálfarinn síkáti. Haukar búa yfir afar sterku liði og fengu nýverið enn meiri liðsstyrk í formi Chelsie Schweerz, var Ingi ekkert hræddur um að við ofjarl væri að etja? "Nei, það er bara einn bolti inni á vellinum og þeim fjölgar ekkert þó það komi fleiri leikmenn. Við vissum alveg hvað við þurftum að gera og gerðum það vel. En það sást líka í veikleika okkar í þessum leik og við þurfum að fara á æfingar og vinna í þeim." Með sigrinum fara Snæfellingar á topp Dominos-deildarinnar, er deildarmeistaratitillinn í höfn? "Nei nei, við fórum því miður til Keflavíkur um daginn og héldum að við fengjum tvö stig án þess að spila leikinn og við steinlágum þar. Þar er einn af okkar veikleikum, kollurinn á okkur. En þetta er samt í okkar höndum og þannig viljum við hafa það." sagði Ingi að lokum.Andri þjálfari Hauka: Mættum kvíðablendin til leiks Andri þjálfari Hauka var þungur í brún að leik loknum. "Ég er mjög ósáttur að mæta hingað með lið sem er ekki fullt af leikgleði og orku í upphafi leiks. Við þurfum að fara yfir það af hverju við mætum í raun kvíðablendin hérna í upphafi." Haukar fengu mikinn liðsstyrk nýlega, óttast Andri ekki að það muni rugla leik liðsins? "Við vorum með kana í fyrsta skipti í byrjunarliðinu. Hlutverkaskipan var orðin nokkuð skýr hjá okkur en svo förum við núna í breytingar og við vissum að það tæki smá tíma fyrir það að jafnast út. Nú reynir á þolinmæðina hjá stelpunum að halda áfram að æfa og vinna vel." "Þetta snýst ekki um einstaklinga, það þurfa allir að fórna einhverju. Þessar stelpur eru sem betur fer þannig af guði gerðar að þær hafa talsverðan þroska og átta sig á því að ef þú ætlar að vera í liði þá þarftu að gefa ákveðið mikið eftir." sagði Andri að lokum.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira