Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2015 23:00 Þetta er ekki fyrir lofthrædda. Sigurður Hauksson Sigurður Hauksson, 19 ára íslenskur golfari, átti líklega tilþrif vikunnar þegar hann hélt golfbolta á lofti og sló hann í loftinu, á meðan hann stóð ofan á hinum þekkta klett Kjeragbolten í Rogalandi í Noregi. Eins og sjá á myndbandinu hér fyrir ofan er þetta ekki fyrir lofthrædda. Steinninn er í 984 metra hæð yfir sjávarmáli og er skorðaður á milli tveggja kletta. Fyrir neðan bíður ekkert nema hyldýpið en Sigurður lét það ekki á sig fá og hélt golfboltanum nokkru sinnum á lofti áður en hann tók netta sveiflu, standandi á klettinum. Myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á netheimum og hafa t.d. bæði Golf Channel og Golf Digest fjallað um athæfi Sigurðar. Blaðamaður Golf Digest virðist þó ekki hafa verið sérlega hrifinn af sveiflu Sigurðar og gagnrýnir hann hversu illa Sigurður færði þunga sinn á milli lappa í sveiflunni. Sumum virðist einfaldlega ekki vera hægt að gera til geðs. Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sigurður Hauksson, 19 ára íslenskur golfari, átti líklega tilþrif vikunnar þegar hann hélt golfbolta á lofti og sló hann í loftinu, á meðan hann stóð ofan á hinum þekkta klett Kjeragbolten í Rogalandi í Noregi. Eins og sjá á myndbandinu hér fyrir ofan er þetta ekki fyrir lofthrædda. Steinninn er í 984 metra hæð yfir sjávarmáli og er skorðaður á milli tveggja kletta. Fyrir neðan bíður ekkert nema hyldýpið en Sigurður lét það ekki á sig fá og hélt golfboltanum nokkru sinnum á lofti áður en hann tók netta sveiflu, standandi á klettinum. Myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á netheimum og hafa t.d. bæði Golf Channel og Golf Digest fjallað um athæfi Sigurðar. Blaðamaður Golf Digest virðist þó ekki hafa verið sérlega hrifinn af sveiflu Sigurðar og gagnrýnir hann hversu illa Sigurður færði þunga sinn á milli lappa í sveiflunni. Sumum virðist einfaldlega ekki vera hægt að gera til geðs.
Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira