Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2015 14:15 Logi Gunnarsson skoraði 18 stig á móti Serbum. Vísir/Valli Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. Íslenska liðið hékk í Serbunum í fyrri hálfleik en um leið og vörnin gaf eftir í seinni hálfleiknum þá keyrði Serbarnir yfir íslenska liðið. Serbía hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína á Evrópumótinu og er lið sem á að geta farið alla leið í úrslitaleikinn. Logi Gunnarsson var eiginlega sá eini í íslenska liðinu sem náði sér almennilega á strik en Logi skoraði 18 stig í leiknum. Jón Arnór Stefánsson var sem dæmi með aðeins 3 stig en hann hvíldi stóran hluta seinni hálfleiks. Serbar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 6-0, 11-3 og 16-7. Góður sprettur íslenska liðsins um miðjan fyrsta leikhluta kom muninum niður í fjögur stig, 16-12. Íslenska liðið var margoft að ná að stoppa í vörninni, skotklukkan rann meðal annars einu sinni út hjá Serbunum, en það gekk afar illa að koma boltanum í körfuna. Hlynur Bæringsson minnkaði muninn í 21-16 fjórum sekúndum fyirr loka fyrsta leikhlutans en Serbarnir fundu samt tíma fyrir þrist. Serbar voru því átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 24-16. Íslenska liðið klikkaði á 14 af 18 skotum sínum í fyrsta leikhluta og gat því þakkað grimmri vörn að vera ekki meira undir. Pavel Ermolinskij var mikið að leysa af Hlyn og þá var hálfgert fimm manna bakvarðarlið inná hjá Íslandi. Serbarnir náðu tíu stiga forskoti í upphafi annars leikhluta og héldu nokkurn veginn í horfinu út hálfleikinn. Serbar komust þó aldrei meira en 12 stigum yfir. Logi Gunnarsson skoraði 8 af 16 stigum íslenska liðsins í öðrum leikhluta og þeir Jakob Örn Sigurðarson og Hörður Axel Vilhjálmsson voru líka óhræddir að ráðast á teiginn. Jón Arnór Stefánsson (3 stig í fyrri hálfleik) og Hlynur Bæringsson (6 stig í fyrri hálfleik) fundu hinsvegar ekki taktinn í sókninni og nýttu saman aðeins 2 af 9 skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Serbar nýttu 68 prósent skota sinna í fyrri hálfleik (25/17) en skotnýting íslenska liðsins er bara 32% (34/11). Þarna munar 36% en íslenska liðið þvingaði 14 tapaða bolta með agressívi vörn og það hjálpaði vissulega til að halda muninum niðri. Þriðji leikhlutinn var íslenska liðinu afar erfiður. Það slaknaði á vörninni og þó að Pavel Ermolinskij hafi skorað sínar fyrstu körfur í mótinu þá var munurinn orðinn 19 stig við lok hans, 67-48. Logi Gunnarsson hélt uppi sóknarleik íslenska liðsins í fjórða leikhluta og fékk að spila einn með ungu strákunum um stund. Lykilmennirnir fengu hvíld í tilgangslitum mínútum í fjórða leikhluta og Serbarnir juku forskotið hægt og þétt.Vísir/ValliJón Arnór: Verður flott að fá Pavel sterkan inn í tvo síðustu leikina Jón Arnór Stefánsson náði sér ekki alveg á strik í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 29 stigum á móti Serbíu í þriðja leiknum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. „Mér finnst 30 stig ekki gefa alveg rétta mynd af þessu. Mér fannst við fá ótrúlega mikið af opnum skotum sem við nýttum ekki," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Jón Arnór var bara með 3 stig í leiknum en hnéð var að plaga hann og af þeim sökum spilaði hann mjög lítið í seinni hálfleik. „Það var bara stórgott að vera bara tíu stigum undir í hálfleik miðað við það að þeir voru að hitta úr sextíu prósent skota sinna en við bara úr þrjátíu prósent skota okkar. Það var í raun bara fáranlegt að við værum bara tíu stigum undir í hálfleik," sagði Jón Arnór. „Hefðum við nýtt eitthvað af þessum skotum þá hefði þetta litið mun betur út. Þeir stungu auðvitað af í fjórða leikhluta en mér fannst við berjast vel," sagði Jón Arnór. „Logi var svaka góður í dag og mér fannst Martin (Hermannsson) koma sterkur inn og Hössi (Hörður Axel Vilhjálmsson) líka. Pavel setti líka niður tvö skot. Hann þarf á því að halda og við þurfum á honum að halda meira í sókninni," sagði Jón Arnór og hann sér fyrir sér að nú komi Pavel sterkari inn í þetta. „Það má ekki gleyma því að Pavel er rosalega mikilvægur fyrir okkur varnarlega. Þetta hefur ekki verið að detta fyrir Pavel í sókninni en hann er einn okkar mikilvægasti maður og það verður flott að fá hann sterkan inn í síðustu tvo leikina. Það er margt jákvætt þrátt fyrir þetta tap," sagði Jón Arnór. Pavel Ermolinskij skoraði sínar tvær fyrstu körfur á Evrópumótinu í dag en þær voru báðar þriggja stiga körfur í seinni hálfleiknum.Vísir/ValliHlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri „Þetta var rosaleg barátta. Það voru langir kaflar ágætir hjá okkur,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, við Vísi eftir tapið gegn Serbíu í dag. Ísland var í fínni stöðu í hálfleik þrátt fyrir að geta gert betur í sóknarleiknum. „Mér fannst við ekki nýta öll tækifærin sem við fengum. Við vorum að fá opin skot, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Hlynur. „Þetta var erfiður leikur en þeir eru rosalega öflugir. Það er erfitt að verjast þeim því þeir hlaupa kerfin sín rosalega vel.“ „Við hefðum getað sett meiri spennu í þetta en í seinni hálfleik þegar þeir náðu góðum spretti gátum við ekki komið aftur eins og við gerðum gegn Ítalíu og Þjóðverjum.“ Strákarnir fá litla hvíld því á morgun tekur við leikur gegn stjörnum prýddu liði Spánverja. „Það verður erfitt að eiga við Gasol, en við mætum þeim eins og öllum öðrum. Við leggjum allt undir eins og alltaf og verðum brattir eftir leik eins og alltaf.“ Hvernig er að reyna að lesa í mótherjann þegar svona stuttur tími er á milli leikja? „Það er erfitt. Við áttum í basli með það varðandi Serbana því þeir hlaupa bara sína vagg og veltu og svo lesa þeir hvorn annan. Þjóðverjar voru með mjög ákveðin kerfi. Við sáum alltaf hvað þeir voru að gera,“ sagði Hlynur. „Við náum eitthvað að lesa Spánverjana en það er ekki það sem skiptir mestu máli á morgun,“ sagði Hlynur Bæringsson.Vísir/ValliHörður Axel: Við erum ekki í túristaferð í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti fínan leik gegn Serbíu með Íslandi á EM 2015 í körfubolta í dag. Hann skoraði níu stig á 18 mínútum en það dugði ekki til. „Þetta er eitt af þremur bestu liðum heims. En við héldum áfram að berjast sama hvað gerðist og fyrir það viljum við standa,“ sagði Hörður Axel við Vísi eftir leikinn í Berlín. Íslenska liðið var virkilega gott í fyrri hálfleik en eftir 20 mínútur munaði aðeins tíu stigum á liðunum. „Við erum ánægðir með það, en ef skotin hefðu dottið í fyrri hálfleik hefði leikurinn getað breyst. En þeir nýttu sér stærðarmuninn og er í raun fyrsta liðið sem nær að gera það almennilega. Þetta var erfitt í dag,“ sagði Hörður Axel. „Við erum búnir að stríða tveimur liðum hingað til þó það hafi ekki gengið í dag. Fyrri hálfleikurinn var samt frábær. Ef við hefðum hitt á venjulegan dag hvað varðar skotin hefði þetta verið enn jafnari leikur.“ „Við getum gengið stoltir frá þessum leik þó það sé skrítið að segja það eftir að tapa með 30 stigum. Serbar eru bara það góðir.“ Næst mætir íslenska liðið stjörnum prýddu liði Spánar á morgun. Þar ætla strákarnir okkar áfram að berjast fyrir sínu. „Nú er bara áfram gakk. Við gleymum þessum leik. Við förum upp á hótel og slökum á. Spánn er eins og Serbía með frábært lið. Við höldum bara áfram að berjast og sjáum hvernig þeir mæta okkur,“ sagði Hörður. „Ég held við séum búnir að sýna öllum að við erum með alvöru lið. Við erum ekki í neinni túristaferð í Berlín. Við erum sáttir með það sem við höfum gert en við ætlum okkur að vinna leik hérna,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/ValliLogi: Við njótum hverrar mínútu og gefumst aldrei upp Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Ísland í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun gegn Serbíu, 93-64, í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta. Logi skoraði 18 stig og tók þrjú fráköst á 24 mínútum, en enginn annar í liðinu skoraði fleiri en níu stig. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Við spiluðum okkar vörn og þeir töpuðu mörgum boltum í fyrri hálfleik. Ég held þeir hafi tapað 15 boltum í fyrri hálfleik og það gera ekki mörg lið við Serbana,“ sagði Logi við Vísi eftir leikinn. „Ég er bara stoltur af okkur og hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn góður en þeir eru bara rosalega góðir, stórir og sterkir.“ „Við hættum aldrei og börðumst og börðumst. Við fengum líka fullt af fínum skotum. Við verðum að skjóta alveg rosalega vel ef við eigum að geta unnið eitthvað af þessum liðum. Þeir skutu held ég 80 prósent í teignum í dag og það er ekki hægt að vinna lið sem spilar þannig.“ Craig Pedersen, þjálfari Íslands, vildi vera yfir í hálfleik miðað við hvernig staðan var. Það verður þó líka að benda á styrk serbneska liðsins. „Þjálfarinn sagði við okkur í hálfleik að Serbar ættu að vera heppnir að við værum ekki yfir. Við fengum þá til að tapa mörgum boltum og við hefðum verið yfir hefðum við verið að hitta,“ sagði Logi. „En það er alltaf hægt að segja þetta. Þeir eru gott lið og góðir í vörn. En við höldum bara áfram. Við erum búnir að sýna það í fyrstu leikjunum að við eigum heima hérna. Þó þetta sé stórt tap er það ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Liðið er nú búið að spila þrjá leiki á fjórum dögum og á eftir leik á morgun og hinn. „Ég finn fyrir því að spila svona marga leiki. Maður hefur ekki spilað svona þétt áður á ferlinum og svo bætast núna við tveir leikir í röð. Auðvitað finnur maður fyrir þessu en núna hugsar maður bara vel um sig,“ sagði Logi. „Aðalatriðið er að njóta þess að vera hérna. Við njótum hverrar mínútu og gefumst aldrei upp. Þó við vorum mikið undir köstuðum við okkur á alla bolta,“ sagði Logi og hrósaði háværum stuðningsmönnum Íslands í stúkunni. „Ég er spurður á öllum blaðamannafundum út í þennan stuðning. Þjóðverjar spyrja mig til dæmis hvaðan þetta fólk kemur og af hverju er það enn þá að klappa. Ég er montinn af þeim,“ sagði Logi Gunnarsson.Tweets by @VisirEM2015 vísir/valli EM 2015 í Berlín Ísland í dag Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Hart barist í Umhyggjuhöllinni Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. Íslenska liðið hékk í Serbunum í fyrri hálfleik en um leið og vörnin gaf eftir í seinni hálfleiknum þá keyrði Serbarnir yfir íslenska liðið. Serbía hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína á Evrópumótinu og er lið sem á að geta farið alla leið í úrslitaleikinn. Logi Gunnarsson var eiginlega sá eini í íslenska liðinu sem náði sér almennilega á strik en Logi skoraði 18 stig í leiknum. Jón Arnór Stefánsson var sem dæmi með aðeins 3 stig en hann hvíldi stóran hluta seinni hálfleiks. Serbar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 6-0, 11-3 og 16-7. Góður sprettur íslenska liðsins um miðjan fyrsta leikhluta kom muninum niður í fjögur stig, 16-12. Íslenska liðið var margoft að ná að stoppa í vörninni, skotklukkan rann meðal annars einu sinni út hjá Serbunum, en það gekk afar illa að koma boltanum í körfuna. Hlynur Bæringsson minnkaði muninn í 21-16 fjórum sekúndum fyirr loka fyrsta leikhlutans en Serbarnir fundu samt tíma fyrir þrist. Serbar voru því átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 24-16. Íslenska liðið klikkaði á 14 af 18 skotum sínum í fyrsta leikhluta og gat því þakkað grimmri vörn að vera ekki meira undir. Pavel Ermolinskij var mikið að leysa af Hlyn og þá var hálfgert fimm manna bakvarðarlið inná hjá Íslandi. Serbarnir náðu tíu stiga forskoti í upphafi annars leikhluta og héldu nokkurn veginn í horfinu út hálfleikinn. Serbar komust þó aldrei meira en 12 stigum yfir. Logi Gunnarsson skoraði 8 af 16 stigum íslenska liðsins í öðrum leikhluta og þeir Jakob Örn Sigurðarson og Hörður Axel Vilhjálmsson voru líka óhræddir að ráðast á teiginn. Jón Arnór Stefánsson (3 stig í fyrri hálfleik) og Hlynur Bæringsson (6 stig í fyrri hálfleik) fundu hinsvegar ekki taktinn í sókninni og nýttu saman aðeins 2 af 9 skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Serbar nýttu 68 prósent skota sinna í fyrri hálfleik (25/17) en skotnýting íslenska liðsins er bara 32% (34/11). Þarna munar 36% en íslenska liðið þvingaði 14 tapaða bolta með agressívi vörn og það hjálpaði vissulega til að halda muninum niðri. Þriðji leikhlutinn var íslenska liðinu afar erfiður. Það slaknaði á vörninni og þó að Pavel Ermolinskij hafi skorað sínar fyrstu körfur í mótinu þá var munurinn orðinn 19 stig við lok hans, 67-48. Logi Gunnarsson hélt uppi sóknarleik íslenska liðsins í fjórða leikhluta og fékk að spila einn með ungu strákunum um stund. Lykilmennirnir fengu hvíld í tilgangslitum mínútum í fjórða leikhluta og Serbarnir juku forskotið hægt og þétt.Vísir/ValliJón Arnór: Verður flott að fá Pavel sterkan inn í tvo síðustu leikina Jón Arnór Stefánsson náði sér ekki alveg á strik í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 29 stigum á móti Serbíu í þriðja leiknum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. „Mér finnst 30 stig ekki gefa alveg rétta mynd af þessu. Mér fannst við fá ótrúlega mikið af opnum skotum sem við nýttum ekki," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Jón Arnór var bara með 3 stig í leiknum en hnéð var að plaga hann og af þeim sökum spilaði hann mjög lítið í seinni hálfleik. „Það var bara stórgott að vera bara tíu stigum undir í hálfleik miðað við það að þeir voru að hitta úr sextíu prósent skota sinna en við bara úr þrjátíu prósent skota okkar. Það var í raun bara fáranlegt að við værum bara tíu stigum undir í hálfleik," sagði Jón Arnór. „Hefðum við nýtt eitthvað af þessum skotum þá hefði þetta litið mun betur út. Þeir stungu auðvitað af í fjórða leikhluta en mér fannst við berjast vel," sagði Jón Arnór. „Logi var svaka góður í dag og mér fannst Martin (Hermannsson) koma sterkur inn og Hössi (Hörður Axel Vilhjálmsson) líka. Pavel setti líka niður tvö skot. Hann þarf á því að halda og við þurfum á honum að halda meira í sókninni," sagði Jón Arnór og hann sér fyrir sér að nú komi Pavel sterkari inn í þetta. „Það má ekki gleyma því að Pavel er rosalega mikilvægur fyrir okkur varnarlega. Þetta hefur ekki verið að detta fyrir Pavel í sókninni en hann er einn okkar mikilvægasti maður og það verður flott að fá hann sterkan inn í síðustu tvo leikina. Það er margt jákvætt þrátt fyrir þetta tap," sagði Jón Arnór. Pavel Ermolinskij skoraði sínar tvær fyrstu körfur á Evrópumótinu í dag en þær voru báðar þriggja stiga körfur í seinni hálfleiknum.Vísir/ValliHlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri „Þetta var rosaleg barátta. Það voru langir kaflar ágætir hjá okkur,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, við Vísi eftir tapið gegn Serbíu í dag. Ísland var í fínni stöðu í hálfleik þrátt fyrir að geta gert betur í sóknarleiknum. „Mér fannst við ekki nýta öll tækifærin sem við fengum. Við vorum að fá opin skot, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Hlynur. „Þetta var erfiður leikur en þeir eru rosalega öflugir. Það er erfitt að verjast þeim því þeir hlaupa kerfin sín rosalega vel.“ „Við hefðum getað sett meiri spennu í þetta en í seinni hálfleik þegar þeir náðu góðum spretti gátum við ekki komið aftur eins og við gerðum gegn Ítalíu og Þjóðverjum.“ Strákarnir fá litla hvíld því á morgun tekur við leikur gegn stjörnum prýddu liði Spánverja. „Það verður erfitt að eiga við Gasol, en við mætum þeim eins og öllum öðrum. Við leggjum allt undir eins og alltaf og verðum brattir eftir leik eins og alltaf.“ Hvernig er að reyna að lesa í mótherjann þegar svona stuttur tími er á milli leikja? „Það er erfitt. Við áttum í basli með það varðandi Serbana því þeir hlaupa bara sína vagg og veltu og svo lesa þeir hvorn annan. Þjóðverjar voru með mjög ákveðin kerfi. Við sáum alltaf hvað þeir voru að gera,“ sagði Hlynur. „Við náum eitthvað að lesa Spánverjana en það er ekki það sem skiptir mestu máli á morgun,“ sagði Hlynur Bæringsson.Vísir/ValliHörður Axel: Við erum ekki í túristaferð í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti fínan leik gegn Serbíu með Íslandi á EM 2015 í körfubolta í dag. Hann skoraði níu stig á 18 mínútum en það dugði ekki til. „Þetta er eitt af þremur bestu liðum heims. En við héldum áfram að berjast sama hvað gerðist og fyrir það viljum við standa,“ sagði Hörður Axel við Vísi eftir leikinn í Berlín. Íslenska liðið var virkilega gott í fyrri hálfleik en eftir 20 mínútur munaði aðeins tíu stigum á liðunum. „Við erum ánægðir með það, en ef skotin hefðu dottið í fyrri hálfleik hefði leikurinn getað breyst. En þeir nýttu sér stærðarmuninn og er í raun fyrsta liðið sem nær að gera það almennilega. Þetta var erfitt í dag,“ sagði Hörður Axel. „Við erum búnir að stríða tveimur liðum hingað til þó það hafi ekki gengið í dag. Fyrri hálfleikurinn var samt frábær. Ef við hefðum hitt á venjulegan dag hvað varðar skotin hefði þetta verið enn jafnari leikur.“ „Við getum gengið stoltir frá þessum leik þó það sé skrítið að segja það eftir að tapa með 30 stigum. Serbar eru bara það góðir.“ Næst mætir íslenska liðið stjörnum prýddu liði Spánar á morgun. Þar ætla strákarnir okkar áfram að berjast fyrir sínu. „Nú er bara áfram gakk. Við gleymum þessum leik. Við förum upp á hótel og slökum á. Spánn er eins og Serbía með frábært lið. Við höldum bara áfram að berjast og sjáum hvernig þeir mæta okkur,“ sagði Hörður. „Ég held við séum búnir að sýna öllum að við erum með alvöru lið. Við erum ekki í neinni túristaferð í Berlín. Við erum sáttir með það sem við höfum gert en við ætlum okkur að vinna leik hérna,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson.Vísir/ValliLogi: Við njótum hverrar mínútu og gefumst aldrei upp Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Ísland í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun gegn Serbíu, 93-64, í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta. Logi skoraði 18 stig og tók þrjú fráköst á 24 mínútum, en enginn annar í liðinu skoraði fleiri en níu stig. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Við spiluðum okkar vörn og þeir töpuðu mörgum boltum í fyrri hálfleik. Ég held þeir hafi tapað 15 boltum í fyrri hálfleik og það gera ekki mörg lið við Serbana,“ sagði Logi við Vísi eftir leikinn. „Ég er bara stoltur af okkur og hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn góður en þeir eru bara rosalega góðir, stórir og sterkir.“ „Við hættum aldrei og börðumst og börðumst. Við fengum líka fullt af fínum skotum. Við verðum að skjóta alveg rosalega vel ef við eigum að geta unnið eitthvað af þessum liðum. Þeir skutu held ég 80 prósent í teignum í dag og það er ekki hægt að vinna lið sem spilar þannig.“ Craig Pedersen, þjálfari Íslands, vildi vera yfir í hálfleik miðað við hvernig staðan var. Það verður þó líka að benda á styrk serbneska liðsins. „Þjálfarinn sagði við okkur í hálfleik að Serbar ættu að vera heppnir að við værum ekki yfir. Við fengum þá til að tapa mörgum boltum og við hefðum verið yfir hefðum við verið að hitta,“ sagði Logi. „En það er alltaf hægt að segja þetta. Þeir eru gott lið og góðir í vörn. En við höldum bara áfram. Við erum búnir að sýna það í fyrstu leikjunum að við eigum heima hérna. Þó þetta sé stórt tap er það ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Liðið er nú búið að spila þrjá leiki á fjórum dögum og á eftir leik á morgun og hinn. „Ég finn fyrir því að spila svona marga leiki. Maður hefur ekki spilað svona þétt áður á ferlinum og svo bætast núna við tveir leikir í röð. Auðvitað finnur maður fyrir þessu en núna hugsar maður bara vel um sig,“ sagði Logi. „Aðalatriðið er að njóta þess að vera hérna. Við njótum hverrar mínútu og gefumst aldrei upp. Þó við vorum mikið undir köstuðum við okkur á alla bolta,“ sagði Logi og hrósaði háværum stuðningsmönnum Íslands í stúkunni. „Ég er spurður á öllum blaðamannafundum út í þennan stuðning. Þjóðverjar spyrja mig til dæmis hvaðan þetta fólk kemur og af hverju er það enn þá að klappa. Ég er montinn af þeim,“ sagði Logi Gunnarsson.Tweets by @VisirEM2015 vísir/valli
EM 2015 í Berlín Ísland í dag Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Hart barist í Umhyggjuhöllinni Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18