Eldgos og jarðhræringar Enginn jarðskjálfti að stærð 5,0 í morgun Athygli vakti að jarðskjálfti að stærð 5,0 var skráður á vef Veðurstofunnar norðaustur af Flatey klukkan 6:25 í morgun. Ekki var um raunverulegan skjálfta að ræða heldur námu jarðskjálftanemar bylgjur frá öflugum skjálfta sem mældist í Alaska um tíu mínútum fyrr. Innlent 29.7.2021 08:50 Flóðbylgjuviðvörun í gildi eftir að jarðskjálfti að stærð 8,2 skók Alaska Jarðskjálfti að stærð 8,2 mældist við strendur Alaska í morgun, samkvæmt tölum frá bandarísku jarðvísindastofnuninni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir hluta ríkisins. Erlent 29.7.2021 07:19 Jarðskjálfti að stærð 3,7 í Bárðarbungu Jarðskjálfti að stærðinni 3,7 varð um 8,5 kílómetra austur af Bárðarbungu rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Innlent 27.7.2021 23:01 Hegðun gossins í dag gefi litla vísbendingu um framtíðina Prófessor í eldfjallafræði segir að sá mikli kraftur sem sást í eldgosinu í Geldingadölum um helgina sé hluti af því mynstri sem sést hefur undanfarnar vikur. Hann telur ómögulegt að segja til um hvenær gosinu muni ljúka út frá mælingum dagsins í dag. Innlent 26.7.2021 11:29 Minnkandi gosflæði í júlí: Mögulega merki um að farið sé að síga á seinni hlutann Á síðustu þremur vikum hefur hraunrennsli úr eldgosinu í Fagradalsfjalli farið minnkandi. Bendir það til þess að þrýstingur fari minnkandi. Mögulega geta þetta verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Innlent 22.7.2021 22:58 Hraunyfirborðið hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum Hraunyfirborðið í Meradölum hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum. Þannig hafa um sex milljón rúmmetrar bæst við hraunið sem fyrir var í dölunum. Innlent 21.7.2021 15:59 Gosmóða frá Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær: „Við sendum Færeyingum góðar kveðjur“ Nokkur gosmóða er á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum, sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun, er ráðlegt að fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Gosmóða frá gosinu í Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær. Elísabet Inga Sigurðardóttir Innlent 19.7.2021 14:10 Eldgosið tók við sér á ný eftir sjö stunda hlé Eldgígurinn í Fagradalsfjalli tók aftur við sér um miðnætti eftir stutt hlé. Þetta sýna jarðskjálftamælar Veðurstofunnar. Einnig hefur sést í jarðeld á vefmyndavélum þótt þoka hafi að mestu byrgt sýn í nótt. Innlent 18.7.2021 06:09 Gosvirkni aftur fallin niður í Fagradalsfjalli Eldstöðin í Fagradalsfjalli virðist aftur lögst í dvala eftir sólarhrings goshrinu. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýna að gosvirkni féll niður síðdegis. Innlent 17.7.2021 23:06 Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. Innlent 17.7.2021 14:07 Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. Innlent 15.7.2021 11:12 Könnuðu virknina í gígnum með hjálp Landhelgisgæslunnar og dróna Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær drónamyndband sem tekið var á gosstöðvunum í Geldingadölum á laugardag. Innlent 13.7.2021 08:37 Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. Innlent 12.7.2021 22:56 Gosórói haldist nokkuð stöðugur síðustu daga Enn mælist mikill órói við gosstöðvarnar í Geldingadölum og hefur hann mælst nokkuð stöðugur síðustu daga. Innlent 12.7.2021 07:55 Líkur á að gos fylgi hlaupi í Grímsvötnum hafa aukist Ekkert varð úr hrakspám vísindamanna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökulhlaup yrði í Grímsvötnum það árið og því gæti mögulega fylgt eldgos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatnsmagn í vötnin og enn meiri kvika í kvikuhólfið. Innlent 12.7.2021 07:01 Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. Innlent 11.7.2021 11:16 Með gosið í gangi heima í stofu Hraunfoss hefur runnið með boðaföllum niður í Meradali í dag eftir að virkni í gígnum í Fagradalsfjalli breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um að goslok séu í nánd. Innlent 10.7.2021 20:01 „Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. Innlent 10.7.2021 12:08 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. Innlent 10.7.2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. Innlent 8.7.2021 21:21 Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. Innlent 8.7.2021 00:54 Hraunflæðið séð úr geimnum: Eldgosið í Fagradalsfjalli í forgrunni hjá BBC Blaðamaður Breska ríkisútvarpsins (BBC) birti í morgun grein á vef miðilsins þar sem fjallað er um gervihnetti, gervihnattamyndir og sérstaklega ratsjárgervihnetti sem notaðir eru til að vakta hreyfingar jarðarinnar, jökla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra. Lífið 7.7.2021 13:00 Eldgígurinn gæti verið að rumska eftir langan svefn Óróamæling í Fagradalsfjalli í morgun bendir til þess að eldgosið gæti verið að taka sig upp að nýju eftir lengsta goshlé til þessa. Miðað við upptaktinn eftir goshléin undanfarna tíu daga kæmi ekki á óvart ef sæist til jarðelds á ný á næstu klukkustundum. Innlent 7.7.2021 10:57 Gosið í dvala í sólarhring í lengsta hléi frá upphafi Enginn jarðeldur hefur sést á yfirborði í gígnum í Fagradalsfjalli í sólarhring. Þetta er lengsta goshlé frá upphafi eldgossins í Geldingadölum þann 19. mars síðastliðinn. Innlent 6.7.2021 23:40 Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. Innlent 6.7.2021 11:11 Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. Innlent 5.7.2021 21:52 Leirgos líklegasta skýringin á sprengingunni í Kaspíahafi Forsvarsmenn SOCAR, ríkisolíufyrirtækis Aserbaídsjan, segja svokallað leirgos vera líklegustu skýringuna fyrir sprengingunni í Kaspíhafi í gær. Mikið eldhaf lýsti upp himininn á svæðinu og vakti mikla furðu. Erlent 5.7.2021 09:41 Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. Innlent 4.7.2021 22:23 „Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. Innlent 4.7.2021 13:13 Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. Innlent 4.7.2021 07:49 « ‹ 76 77 78 79 80 81 82 83 84 … 131 ›
Enginn jarðskjálfti að stærð 5,0 í morgun Athygli vakti að jarðskjálfti að stærð 5,0 var skráður á vef Veðurstofunnar norðaustur af Flatey klukkan 6:25 í morgun. Ekki var um raunverulegan skjálfta að ræða heldur námu jarðskjálftanemar bylgjur frá öflugum skjálfta sem mældist í Alaska um tíu mínútum fyrr. Innlent 29.7.2021 08:50
Flóðbylgjuviðvörun í gildi eftir að jarðskjálfti að stærð 8,2 skók Alaska Jarðskjálfti að stærð 8,2 mældist við strendur Alaska í morgun, samkvæmt tölum frá bandarísku jarðvísindastofnuninni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir hluta ríkisins. Erlent 29.7.2021 07:19
Jarðskjálfti að stærð 3,7 í Bárðarbungu Jarðskjálfti að stærðinni 3,7 varð um 8,5 kílómetra austur af Bárðarbungu rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Innlent 27.7.2021 23:01
Hegðun gossins í dag gefi litla vísbendingu um framtíðina Prófessor í eldfjallafræði segir að sá mikli kraftur sem sást í eldgosinu í Geldingadölum um helgina sé hluti af því mynstri sem sést hefur undanfarnar vikur. Hann telur ómögulegt að segja til um hvenær gosinu muni ljúka út frá mælingum dagsins í dag. Innlent 26.7.2021 11:29
Minnkandi gosflæði í júlí: Mögulega merki um að farið sé að síga á seinni hlutann Á síðustu þremur vikum hefur hraunrennsli úr eldgosinu í Fagradalsfjalli farið minnkandi. Bendir það til þess að þrýstingur fari minnkandi. Mögulega geta þetta verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Innlent 22.7.2021 22:58
Hraunyfirborðið hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum Hraunyfirborðið í Meradölum hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum. Þannig hafa um sex milljón rúmmetrar bæst við hraunið sem fyrir var í dölunum. Innlent 21.7.2021 15:59
Gosmóða frá Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær: „Við sendum Færeyingum góðar kveðjur“ Nokkur gosmóða er á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum, sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun, er ráðlegt að fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Gosmóða frá gosinu í Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær. Elísabet Inga Sigurðardóttir Innlent 19.7.2021 14:10
Eldgosið tók við sér á ný eftir sjö stunda hlé Eldgígurinn í Fagradalsfjalli tók aftur við sér um miðnætti eftir stutt hlé. Þetta sýna jarðskjálftamælar Veðurstofunnar. Einnig hefur sést í jarðeld á vefmyndavélum þótt þoka hafi að mestu byrgt sýn í nótt. Innlent 18.7.2021 06:09
Gosvirkni aftur fallin niður í Fagradalsfjalli Eldstöðin í Fagradalsfjalli virðist aftur lögst í dvala eftir sólarhrings goshrinu. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýna að gosvirkni féll niður síðdegis. Innlent 17.7.2021 23:06
Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. Innlent 17.7.2021 14:07
Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. Innlent 15.7.2021 11:12
Könnuðu virknina í gígnum með hjálp Landhelgisgæslunnar og dróna Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær drónamyndband sem tekið var á gosstöðvunum í Geldingadölum á laugardag. Innlent 13.7.2021 08:37
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. Innlent 12.7.2021 22:56
Gosórói haldist nokkuð stöðugur síðustu daga Enn mælist mikill órói við gosstöðvarnar í Geldingadölum og hefur hann mælst nokkuð stöðugur síðustu daga. Innlent 12.7.2021 07:55
Líkur á að gos fylgi hlaupi í Grímsvötnum hafa aukist Ekkert varð úr hrakspám vísindamanna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökulhlaup yrði í Grímsvötnum það árið og því gæti mögulega fylgt eldgos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatnsmagn í vötnin og enn meiri kvika í kvikuhólfið. Innlent 12.7.2021 07:01
Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. Innlent 11.7.2021 11:16
Með gosið í gangi heima í stofu Hraunfoss hefur runnið með boðaföllum niður í Meradali í dag eftir að virkni í gígnum í Fagradalsfjalli breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um að goslok séu í nánd. Innlent 10.7.2021 20:01
„Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. Innlent 10.7.2021 12:08
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. Innlent 10.7.2021 03:11
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. Innlent 8.7.2021 21:21
Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. Innlent 8.7.2021 00:54
Hraunflæðið séð úr geimnum: Eldgosið í Fagradalsfjalli í forgrunni hjá BBC Blaðamaður Breska ríkisútvarpsins (BBC) birti í morgun grein á vef miðilsins þar sem fjallað er um gervihnetti, gervihnattamyndir og sérstaklega ratsjárgervihnetti sem notaðir eru til að vakta hreyfingar jarðarinnar, jökla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra. Lífið 7.7.2021 13:00
Eldgígurinn gæti verið að rumska eftir langan svefn Óróamæling í Fagradalsfjalli í morgun bendir til þess að eldgosið gæti verið að taka sig upp að nýju eftir lengsta goshlé til þessa. Miðað við upptaktinn eftir goshléin undanfarna tíu daga kæmi ekki á óvart ef sæist til jarðelds á ný á næstu klukkustundum. Innlent 7.7.2021 10:57
Gosið í dvala í sólarhring í lengsta hléi frá upphafi Enginn jarðeldur hefur sést á yfirborði í gígnum í Fagradalsfjalli í sólarhring. Þetta er lengsta goshlé frá upphafi eldgossins í Geldingadölum þann 19. mars síðastliðinn. Innlent 6.7.2021 23:40
Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. Innlent 6.7.2021 11:11
Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. Innlent 5.7.2021 21:52
Leirgos líklegasta skýringin á sprengingunni í Kaspíahafi Forsvarsmenn SOCAR, ríkisolíufyrirtækis Aserbaídsjan, segja svokallað leirgos vera líklegustu skýringuna fyrir sprengingunni í Kaspíhafi í gær. Mikið eldhaf lýsti upp himininn á svæðinu og vakti mikla furðu. Erlent 5.7.2021 09:41
Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. Innlent 4.7.2021 22:23
„Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. Innlent 4.7.2021 13:13
Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. Innlent 4.7.2021 07:49