Gosið í dvala í sólarhring í lengsta hléi frá upphafi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2021 23:40 Eldgígurinn í Fagradalsfjalli í kvöld. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Enginn jarðeldur hefur sést á yfirborði í gígnum í Fagradalsfjalli í sólarhring. Þetta er lengsta goshlé frá upphafi eldgossins í Geldingadölum þann 19. mars síðastliðinn. Samkvæmt óróariti Veðurstofu Íslands hætti gosórói skyndilega laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þó mátti sjá glitta í rauðglóandi bjarma í gígnum skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist hann hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum síðan þá. Órarit Veðurstofunnar sýnir gosóróa undanfarna tíu sólarhringa. Goshléin sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir 2000 á skalanum.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn segja að greinileg eðlisbreyting hafi orðið á gosinu þann 23. júni en fram að því hafði gangur þess verið óvenju jafn og stöðugur. Fyrsta goshléð varð fyrir níu sólarhringum, þann 27. júní, en varði aðeins í um hálftíma. Kvöldið eftir, þann 28. júní, virðist gosið hafa legið niðri í nokkrar klukkustundir. Tvö lengri goshlé, sem vörðu hvort um sig í um það bil sextán klukkustundir, fylgdu svo á föstudag og sunnudag. Gosið hefur til þessa jafnharðan tekið sig upp aftur og náð fyrri styrk. Þegar rýnt er í óróann síðastliðinn sólarhring virtist lengi vel framan af degi sem hann færi jafnt og þétt vaxandi. Um kvöldmatarleytið hættu línurnar að fara upp á við og hafa í kvöld fremur verið að síga niður á við. Hér má sjá eldgígínn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6. júlí 2021 11:11 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Samkvæmt óróariti Veðurstofu Íslands hætti gosórói skyndilega laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þó mátti sjá glitta í rauðglóandi bjarma í gígnum skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist hann hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum síðan þá. Órarit Veðurstofunnar sýnir gosóróa undanfarna tíu sólarhringa. Goshléin sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir 2000 á skalanum.Veðurstofa Íslands Jarðvísindamenn segja að greinileg eðlisbreyting hafi orðið á gosinu þann 23. júni en fram að því hafði gangur þess verið óvenju jafn og stöðugur. Fyrsta goshléð varð fyrir níu sólarhringum, þann 27. júní, en varði aðeins í um hálftíma. Kvöldið eftir, þann 28. júní, virðist gosið hafa legið niðri í nokkrar klukkustundir. Tvö lengri goshlé, sem vörðu hvort um sig í um það bil sextán klukkustundir, fylgdu svo á föstudag og sunnudag. Gosið hefur til þessa jafnharðan tekið sig upp aftur og náð fyrri styrk. Þegar rýnt er í óróann síðastliðinn sólarhring virtist lengi vel framan af degi sem hann færi jafnt og þétt vaxandi. Um kvöldmatarleytið hættu línurnar að fara upp á við og hafa í kvöld fremur verið að síga niður á við. Hér má sjá eldgígínn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6. júlí 2021 11:11 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. 6. júlí 2021 11:11