Úkraína Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. Erlent 5.4.2022 15:52 Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. Erlent 5.4.2022 12:01 Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. Innlent 4.4.2022 19:58 Vaktin: Gervihnattamyndir sýna lík á götum Bucha þann 11. mars Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. Erlent 4.4.2022 06:31 Sannfærð um að hinir seku verði sóttir til saka Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist sannfærð um að Rússar verði sóttir til saka vegna stríðsglæpa. Það sagði hún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði hún einnig að fregnir af ódæðum rússneskra hermanna í norðurhluta Úkraínu muni hafa áhrif á viðhorf umheimsins gagnvart innrásinni. Innlent 4.4.2022 18:53 Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. Erlent 4.4.2022 15:47 Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. Erlent 4.4.2022 12:59 Dynamo Kiev leikur gegn stærstu liðum Evrópu til að safna pening fyrir Úkraínu Úkraínsku meistararnir Dynamo Kiev munu leika vináttuleiki gegn Barcelona, Paris Saint-Germain og AC Milan, ásamt öðrum stórliðum Evrópu til að safna pening fyrir stríðshrjáða þjóð þeirra. Fótbolti 4.4.2022 06:31 Hryllingur í Bucha: Fullyrðir að rússneskir hermenn séu verri en íslamska ríkið Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. Erlent 4.4.2022 00:00 Með skilaboð til Íslendinga: „Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei“ Vesturbæingar og fyrirtæki í nágrenninu hafa tekið höndum saman við að útvega úkraínskum flóttamönnum sem dvelja á Hótel Sögu ýmsar nauðsynjar, þar á meðal sundkort. Við hittum flóttamann sem var með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Innlent 3.4.2022 20:31 Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. Erlent 3.4.2022 16:30 Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. Erlent 3.4.2022 12:39 Vaktin: Rússar kalla eftir neyðarfundi öryggisráðsins Árásir voru gerðar á hafnarborgina Odessa við suðurströnd Úkraínu í morgun og er haft eftir ráðamanni að rússnesk flugskeyti hafi hæft mikilvæga innviði. Erlent 3.4.2022 07:34 Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Erlent 2.4.2022 23:02 Segir Rússa hafa rænt áhrifavaldinum sem lifði af árásina á fæðingarspítalann Fréttaritarinn Thomas van Linge segir að úkraínsku konunni, sem lifði af árás Rússa á fæðingarspítala í Maríupól, hafi verið rænt af Rússum. Hún sé ein þeirra mörgu flóttamanna sem Rússar hafi beint frá Maríupól til Rússlands þvert á samninga. Innlent 2.4.2022 16:46 Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði. Erlent 2.4.2022 07:38 Vaktin: Tvö þúsund manns komust frá Mariupol Eldur geisar á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi en ríkisstjórinn á svæðinu segir úkraínskar herþyrlur hafa flogið yfir landamærin og ráðist á stöðina. Úkraínuher hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Erlent 1.4.2022 06:32 Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. Erlent 1.4.2022 13:39 KA fær Úkraínumann á láni KA hefur fengið liðsstyrk fyrir átök sumarsins í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Úkraínumaðurinn Oleksiy Bykov er kominn á láni til félagsins. KA greindi frá. Íslenski boltinn 1.4.2022 11:46 Vaktin: Selenskí segir rússneska herinn hörfa frá norðurhluta Úkraínu Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. Erlent 31.3.2022 07:06 Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. Innlent 31.3.2022 19:32 Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. Tónlist 31.3.2022 12:59 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. Erlent 31.3.2022 06:46 Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu á við alla íbúa Króatíu Í dag náði fjöldi flóttamanna frá Úkraínu að fara yfir fjórar milljónir eða sem samsvarar öllum íbúum Króatíu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag treystir ekki yfirlýsingum Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norðurhluta Úkraínu. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum segir ganga vel að afvopna Rússa. Erlent 30.3.2022 19:21 Vaktin: Flugu með kjarnorkuvopn inn í lofthelgi Svíþjóðar Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. Erlent 30.3.2022 06:24 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. Innlent 30.3.2022 15:35 Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. Erlent 30.3.2022 11:51 Talsmaður Pútín slær á væntingar til friðarviðræðanna Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði á daglegum fundi með blaðamönnum í morgun að ekkert hefði komið fram í viðræðum Rússa og Úkraínumanan í Tyrklandi í gær sem gæfi sérstakt tilefni til bjartsýni. Erlent 30.3.2022 11:03 Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. Erlent 30.3.2022 07:37 Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. Erlent 29.3.2022 23:31 « ‹ 42 43 44 45 46 47 48 49 50 … 78 ›
Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. Erlent 5.4.2022 15:52
Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. Erlent 5.4.2022 12:01
Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. Innlent 4.4.2022 19:58
Vaktin: Gervihnattamyndir sýna lík á götum Bucha þann 11. mars Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. Erlent 4.4.2022 06:31
Sannfærð um að hinir seku verði sóttir til saka Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist sannfærð um að Rússar verði sóttir til saka vegna stríðsglæpa. Það sagði hún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði hún einnig að fregnir af ódæðum rússneskra hermanna í norðurhluta Úkraínu muni hafa áhrif á viðhorf umheimsins gagnvart innrásinni. Innlent 4.4.2022 18:53
Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. Erlent 4.4.2022 15:47
Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. Erlent 4.4.2022 12:59
Dynamo Kiev leikur gegn stærstu liðum Evrópu til að safna pening fyrir Úkraínu Úkraínsku meistararnir Dynamo Kiev munu leika vináttuleiki gegn Barcelona, Paris Saint-Germain og AC Milan, ásamt öðrum stórliðum Evrópu til að safna pening fyrir stríðshrjáða þjóð þeirra. Fótbolti 4.4.2022 06:31
Hryllingur í Bucha: Fullyrðir að rússneskir hermenn séu verri en íslamska ríkið Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. Erlent 4.4.2022 00:00
Með skilaboð til Íslendinga: „Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei“ Vesturbæingar og fyrirtæki í nágrenninu hafa tekið höndum saman við að útvega úkraínskum flóttamönnum sem dvelja á Hótel Sögu ýmsar nauðsynjar, þar á meðal sundkort. Við hittum flóttamann sem var með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Innlent 3.4.2022 20:31
Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. Erlent 3.4.2022 16:30
Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. Erlent 3.4.2022 12:39
Vaktin: Rússar kalla eftir neyðarfundi öryggisráðsins Árásir voru gerðar á hafnarborgina Odessa við suðurströnd Úkraínu í morgun og er haft eftir ráðamanni að rússnesk flugskeyti hafi hæft mikilvæga innviði. Erlent 3.4.2022 07:34
Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Erlent 2.4.2022 23:02
Segir Rússa hafa rænt áhrifavaldinum sem lifði af árásina á fæðingarspítalann Fréttaritarinn Thomas van Linge segir að úkraínsku konunni, sem lifði af árás Rússa á fæðingarspítala í Maríupól, hafi verið rænt af Rússum. Hún sé ein þeirra mörgu flóttamanna sem Rússar hafi beint frá Maríupól til Rússlands þvert á samninga. Innlent 2.4.2022 16:46
Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði. Erlent 2.4.2022 07:38
Vaktin: Tvö þúsund manns komust frá Mariupol Eldur geisar á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi en ríkisstjórinn á svæðinu segir úkraínskar herþyrlur hafa flogið yfir landamærin og ráðist á stöðina. Úkraínuher hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Erlent 1.4.2022 06:32
Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. Erlent 1.4.2022 13:39
KA fær Úkraínumann á láni KA hefur fengið liðsstyrk fyrir átök sumarsins í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Úkraínumaðurinn Oleksiy Bykov er kominn á láni til félagsins. KA greindi frá. Íslenski boltinn 1.4.2022 11:46
Vaktin: Selenskí segir rússneska herinn hörfa frá norðurhluta Úkraínu Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. Erlent 31.3.2022 07:06
Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. Innlent 31.3.2022 19:32
Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. Tónlist 31.3.2022 12:59
Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. Erlent 31.3.2022 06:46
Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu á við alla íbúa Króatíu Í dag náði fjöldi flóttamanna frá Úkraínu að fara yfir fjórar milljónir eða sem samsvarar öllum íbúum Króatíu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag treystir ekki yfirlýsingum Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norðurhluta Úkraínu. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum segir ganga vel að afvopna Rússa. Erlent 30.3.2022 19:21
Vaktin: Flugu með kjarnorkuvopn inn í lofthelgi Svíþjóðar Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. Erlent 30.3.2022 06:24
Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. Innlent 30.3.2022 15:35
Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. Erlent 30.3.2022 11:51
Talsmaður Pútín slær á væntingar til friðarviðræðanna Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði á daglegum fundi með blaðamönnum í morgun að ekkert hefði komið fram í viðræðum Rússa og Úkraínumanan í Tyrklandi í gær sem gæfi sérstakt tilefni til bjartsýni. Erlent 30.3.2022 11:03
Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. Erlent 30.3.2022 07:37
Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. Erlent 29.3.2022 23:31