Talsmaður Pútín slær á væntingar til friðarviðræðanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2022 11:03 Peskov, sem er lengst til vinstri á myndinni, virðist ekki gefa mikið fyrir yfirlýsingar gærdagsins um árangur af viðræðunum. Margir stjórnmálaskýrendur halda því raunar fram að Vladimir Pútín Rússlandforseti hafi ekki nokkurn áhuga á friði í Úkraínu. Hins vegar er ljóst að hann getur ekki haldið stríðsrekstrinum áfram út í hið óendanlega. epa/Sergei Chirikov Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði á daglegum fundi með blaðamönnum í morgun að ekkert hefði komið fram í viðræðum Rússa og Úkraínumanan í Tyrklandi í gær sem gæfi sérstakt tilefni til bjartsýni. Staðhæfing Peskov er á skjön við það sem samningamenn Úkraínu og aðrir sögðu í gær; að viðræðurnar hefðu þokast áfram, en ríma við fullyrðingar leiðtoga og sérfræðinga á Vesturlöndum, sem vöruðu menn við því að hafa of miklar væntingar. Peskov sagði að það sem hefði gerst á fundinum í gær væri að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn fest tillögur sínar á blað, sem Rússar hefðu verið að bíða eftir. Tillögur Úkraínumanna fólu meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að fresta ákvörðun um Krímskaga í 15 ár, á meðan tvíhliða viðræður færu fram um málið. Rússar sögðu að loknum fundinum að þeir myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina Kænugarð og tengdu það viðræðunum. Leiðtogar og sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að treysta loforðum Rússa; líklega sé um að ræða ákvarðanir sem hagnist ekki síst þeim sjálfum; það er að segja að þeir sjái fram á að geta ekki sótt fram nema á einu svæði á einu og hyggist einbeita sér að Donbas. Það verður illmögulegt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að hætta hernaðaraðgerðum í Úkraínu án þess að ná Donbas-héruðunum á sitt vald. Hann lýsti yfir stuðningi Rússa við sjálfstæði þeirra í aðdraganda innrásarinnar og hefur ítrekað heitið því að „frelsa“ þau. Af þeim sökum má telja líklegt að héruðin séu helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum en Úkraínumenn segja ekki koma til greina að semja frá sér landsvæði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Staðhæfing Peskov er á skjön við það sem samningamenn Úkraínu og aðrir sögðu í gær; að viðræðurnar hefðu þokast áfram, en ríma við fullyrðingar leiðtoga og sérfræðinga á Vesturlöndum, sem vöruðu menn við því að hafa of miklar væntingar. Peskov sagði að það sem hefði gerst á fundinum í gær væri að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn fest tillögur sínar á blað, sem Rússar hefðu verið að bíða eftir. Tillögur Úkraínumanna fólu meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að fresta ákvörðun um Krímskaga í 15 ár, á meðan tvíhliða viðræður færu fram um málið. Rússar sögðu að loknum fundinum að þeir myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina Kænugarð og tengdu það viðræðunum. Leiðtogar og sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að treysta loforðum Rússa; líklega sé um að ræða ákvarðanir sem hagnist ekki síst þeim sjálfum; það er að segja að þeir sjái fram á að geta ekki sótt fram nema á einu svæði á einu og hyggist einbeita sér að Donbas. Það verður illmögulegt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að hætta hernaðaraðgerðum í Úkraínu án þess að ná Donbas-héruðunum á sitt vald. Hann lýsti yfir stuðningi Rússa við sjálfstæði þeirra í aðdraganda innrásarinnar og hefur ítrekað heitið því að „frelsa“ þau. Af þeim sökum má telja líklegt að héruðin séu helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum en Úkraínumenn segja ekki koma til greina að semja frá sér landsvæði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira