Gos á Fimmvörðuhálsi Öskufallið dreifist umhverfis jökulinn Búist er við að öskufall úr Eyjafjallajökli dreifist umhverfis jökulinn í dag, en ekki aðeins til suðurs og suðausturs, eins og verið hefur. Nú er réttur mánuður síðan gos hófst í Fimmvörðuhálsi, sem flutti sig svo í Eyjafjallajökulinn. Innlent 20.4.2010 07:36 Flugumferð í eðlilegt horf á fimmtudaginn Gera má ráð fyrir að flugumferð geti verið komið í eðlilegt horf á fimmtudaginn eftir gríðarlega röskun frá því í síðustu viku. Þetta er mat Loftferðaeftirlits Evrópu, eða Eurocontrol, að því er AFP greinir frá. Erlent 19.4.2010 21:13 Þjóðvegurinn opnaður aftur milli Markarfljóts og Skóga Lögreglan á Hvolsvelli hefur ákveðið að hleypa þeim, sem eiga brýnt erindi, áfram veginn milli Markarfljóts og Skóga fram til klukkan 10 í kvöld. Tekið skal fram að skyggni er slæmt undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi og þar er nú mjög hvasst. Innlent 19.4.2010 19:10 Gosið að breytast í hraungos Gosmökkurinn yfir Eyjafjallajökli er talsvert lægri en hann hefur verið að undanförnu, sem talið er vita á að farið sé að draga úr öskugosinu og að gosið sé að verða hraungos. Gosvirkni jókst i gærkvköldi, dalaði aðeins í nótt en óx aftur í morgun. Innlent 19.4.2010 11:59 Fundað með íbúum á áhrifasvæði gossins Íbúafundir verða haldnir á næstunni með íbúum, sem hafa orðið fyrir búsifjum vegna eldgossins. Sá fyrsti verður að Gunnarshólma klukkan hálf ellefu í dag. Þar munu almannavarnanefndir í héraði, dýralæknar, jarðvísindamenn og fleiri sérfærðingar, ásamt fulltrúum frá stofnunum, fara yfir stöðuna og fjalla um aðgerðir. Innlent 19.4.2010 08:27 Askan gæti kæft allan hagvöxt í Evrópu á þessu ári Efnahagsleg áhrif öskunnar úr gosinu í Eyjafjallajökli gætu orðið víðtæk í Evrópu. Hagfræðingar telja að ef gosið stendur mánuðum saman muni það valda samdrætti í hagvexti um 1-2% í álfunni. Áður en gosið hófst var því spáð að hagöxtur í Evrópu yrði á bilinu 1-1,5% í ár. Viðskipti erlent 19.4.2010 08:20 Búið að gera við veginn við Markarfljót - enn lokað þó Það snjóaði víða á norðan- og austanverðu landinu í nótt og er víða hálka, einkum á fjallvegum. Það var til dæmis al hvít jörð og hálka á Akureyri í morgunsárið. Innlent 19.4.2010 08:20 Enn kraftur í gosinu Gosórói jókst í Eyjafjallajökli í gærkvöldi og er enn kraftur í gosinu. Gosmökkurinn er hinsvegar margfalt lægri en áður, hann stígur rétt upp fyrir jökulinn. Þetta staðfesta ratsjár og myndir úr gerfihnöttum. Innlent 19.4.2010 07:16 Flogið til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands Staðan á flugi frá Íslandi er sú að flug Icelandair til Kaupmannahafnar sem fara átti í dag hefur verið fellt niður en í stað þess er boðið upp á aukaflug til Osló. Einnig hefur flugi sem fara átti til Helsinki verið breytt og verður nú flogið til Tampere þess í stað. Innlent 19.4.2010 07:08 Askan í Evrópu: Útlitið aðeins bjartara Askan úr eyjafjallajökli heldur áfram að hrella evrópubúa og lama flugsamgöngur. Þó hafa flugvellir verið opnaði í Noregi og Svíþjóð þótt það gæti verið tímabundið. Erlent 19.4.2010 06:59 Ferðalangar fengu ekki að fara inn í Fljótshlíð Mikill fjöldi lagði leið sína austur á Hvolsvöll á laugardag til að berja gosstrókinn úr Eyjafjallajökli augum. Ökumenn fengu ekki að fara inn í Fljótshlíð eða að Markarfljóti samkvæmt fyrirmælum frá Almannavörnum. „Ég held að fólk hafi almennt sýnt því skilning,“ segir Smári Sigurbjörnsson, formaður björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli. Innlent 18.4.2010 22:39 Flugvélin er bylting í gosrannsóknum Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Upplýsingarnar hafa gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna. Innlent 18.4.2010 22:39 Allt á kafi í grárri drullu „Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn.“ Innlent 18.4.2010 22:39 Spá Veðurstofu Íslands um öskufall Sunnudagur: Vestanátt beinir gosmekki yfir Mýrdalsjökul. Búast má við öskufalli í Meðallandi og á Mýrdalssandi. Snýst í norðanátt í nótt, með öskufalli suður af Mýrdalsjökli. Innlent 18.4.2010 22:39 Vongóðir um flug til Norðurlandanna í dag Milljónir flugfarþega eru enn strandaglópar vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Askan hafði engin áhrif á þotur sem flugu tilraunaflug yfir meginlandi Evrópu í gær. Mikill þrýstingur er á flugmálayfirvöld að aflétta flugbanni. Innlent 18.4.2010 22:39 Gosstrókurinn er lægri en óróinn eykst Gosvirkni í eldstöðinni á Eyjafjallajökli var minni í gær en áður og fór gosmökkurinn ekki jafn hátt og síðustu daga. Gosóróinn óx hins vegar, og er mjög erfitt að ráða í þýðingu þessara breytinga, segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Innlent 18.4.2010 22:39 Óvíst hvenær umferð verður hleypt á veginn Verktakar luku í gær við bráðabirgðaviðgerð á þjóðvegi 1, hringveginum, við Markarfljótsbrú en ekki hefur verið ákveðið hvenær vegurinn verður opnaður fyrir almennri umferð. Einnig var gert við varnargarða sem verja veginn og brúna yfir Markarfljót. Innlent 18.4.2010 22:39 Icelandair fellir niður flug og breytir áætlun Icelandair hefur ákveðið að fella niður flug til Kaupmannahafnar á morgun, mánudag en hefur sett þess í stað upp aukaflug til Osló þar sem veittar hafa verið flugheimildir. Jafnframt hefur flug til Helskinki verið fellt niður, en þess í stað sett upp aukaflug til Tampere í Finnlandi þar sem opið er fyrir flug, en auk þess verður flogið til Stokkhólms á morgun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Innlent 18.4.2010 20:48 Átta íbúafundir haldnir í vikunni Átta fundir verða haldnir með íbúum í grennd við Eyjafjallajökul næstu daga. Á fundunum verða yfirvöld og almannavarnanefnd í héraði, ásamt dýralækni, veðurfræðingi, jarðvísindamanni og fleiri sérfræðingum og fulltrúum stofnana sem koma að málum. Innlent 18.4.2010 19:22 Ótímabært að spá fyrir um endalok gossins Töluvert hefur dregið úr virkni eldstöðvarinnar undir Eyjafjallajökli. Ekki er hins vegar orðið tímabært að spá fyrir um endalok þess. Meira en 700 tonn af gosefni ruddust upp úr gígnum á hverri einustu sekúndu fyrstu þrjá sólarhringana. Innlent 18.4.2010 19:06 Minni gosvirkni Gosvirkni í Eyjafjallajökli hefur verið minni í dag en áður. Gosmökkurinn fer lægra, öskumyndun er minni og litlar fréttir af hafa borist af öskufalli. Mökkur er bæði yfir Mýrdals- og Eyjafjallajökli en aska nær ekki niður í byggð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Innlent 18.4.2010 17:42 Iceland Express hyggst fljúga til Evrópu á morgun Iceland Express stefnir að flugi til Kaupmannahafnar, Berlínar, Tenerife og Alicante á morgun, mánudag. Stefnt er að því, að Kaupmannahafnarvélin fari í loftið í fyrramálið, og Alicante, Tenerife og Berlín eftir hádegið. Félagið hefur hins vegar aflýst öllu flugi til London á morgun. Innlent 18.4.2010 16:53 Hrygningarsvæðum virðist ekki stafa hætta af hlaupvatninu Fyrstu niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar benda til þess að hrygningarsvæðum þorsks og annarra mikilvægra fisktegunda stafi ekki hætta af hlaupvatninu við ósa Markarfljóts vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Innlent 18.4.2010 16:19 Reyna að fljúga til og frá Skandinavíu Icelandair stefnir að flugi til og frá Skandinavíu og Bandaríkjunum á morgun, en aflýsir flugi til Bretlands og meginlands Evrópu. Innlent 18.4.2010 15:53 Allt grátt „Það er náttúrulega allt grátt og það var skelfilegt að koma út," segir Heiða Björg Scheving, á bænum Steinum, þegar hún lýsir því hvernig var að koma út í morgun. Frá því að eldgosið hófst í Eyjafjallajökli í síðustu viku hefur mikið öskufall verið á svæðinu. Innlent 18.4.2010 15:39 Reyna að opna veginn við Markarfljót í kvöld Stefnt er að því að opna Hringveginn við Markarfljót í kvöld. Vinna síðustu daga við viðgerðina á veginum og varnargörðum hefur gengið vel og styttist í að hægt verði að flytja neyðarakstur af gömlu brúnni yfir á þá nýju og þar með um Hringveginn. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Innlent 18.4.2010 14:58 Dýrin hafa það gott Dýralæknar hafa í morgun farið á bæi og kanna ástandið á skepnum sem hafa verið úti í öskufallinu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og segja ástandið ótrúlega gott, samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna. Innlent 18.4.2010 13:16 Ragna fundar með blaðamönnum um eldgosið Nokkrar breytingar hafa orðið á gjóskufalli, óróa og gosmekki á gossvæðinu á Eyjafjallajökli en ekki sést til gosstöðvanna. Flugvél Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir svæðið og berast upplýsingar frá vísindamönnum síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Innlent 18.4.2010 13:10 Magnús Tumi: Ekkert hægt að fullyrða um Kötlugos Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir vissulega líkur á því að gos hefjist í Kötlu í kjölfarið á gosinu í Eyjafjallajökli en ekkert sé hægt að fullyrða í þeim efnum. Innlent 18.4.2010 12:28 Funda með íbúum undir Eyjafjöllum Fundur með íbúum undir Eyjarfjöllum verður haldinn í dag á Heimalandi klukkan 13. Á fundinum verða fulltrúar almannavarnarnefndar og sveitarstjórnar. Farið verður yfir ástand og horfur á svæðinu. Íbúar eru hvattir til að mæta. Innlent 18.4.2010 12:03 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 13 ›
Öskufallið dreifist umhverfis jökulinn Búist er við að öskufall úr Eyjafjallajökli dreifist umhverfis jökulinn í dag, en ekki aðeins til suðurs og suðausturs, eins og verið hefur. Nú er réttur mánuður síðan gos hófst í Fimmvörðuhálsi, sem flutti sig svo í Eyjafjallajökulinn. Innlent 20.4.2010 07:36
Flugumferð í eðlilegt horf á fimmtudaginn Gera má ráð fyrir að flugumferð geti verið komið í eðlilegt horf á fimmtudaginn eftir gríðarlega röskun frá því í síðustu viku. Þetta er mat Loftferðaeftirlits Evrópu, eða Eurocontrol, að því er AFP greinir frá. Erlent 19.4.2010 21:13
Þjóðvegurinn opnaður aftur milli Markarfljóts og Skóga Lögreglan á Hvolsvelli hefur ákveðið að hleypa þeim, sem eiga brýnt erindi, áfram veginn milli Markarfljóts og Skóga fram til klukkan 10 í kvöld. Tekið skal fram að skyggni er slæmt undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi og þar er nú mjög hvasst. Innlent 19.4.2010 19:10
Gosið að breytast í hraungos Gosmökkurinn yfir Eyjafjallajökli er talsvert lægri en hann hefur verið að undanförnu, sem talið er vita á að farið sé að draga úr öskugosinu og að gosið sé að verða hraungos. Gosvirkni jókst i gærkvköldi, dalaði aðeins í nótt en óx aftur í morgun. Innlent 19.4.2010 11:59
Fundað með íbúum á áhrifasvæði gossins Íbúafundir verða haldnir á næstunni með íbúum, sem hafa orðið fyrir búsifjum vegna eldgossins. Sá fyrsti verður að Gunnarshólma klukkan hálf ellefu í dag. Þar munu almannavarnanefndir í héraði, dýralæknar, jarðvísindamenn og fleiri sérfærðingar, ásamt fulltrúum frá stofnunum, fara yfir stöðuna og fjalla um aðgerðir. Innlent 19.4.2010 08:27
Askan gæti kæft allan hagvöxt í Evrópu á þessu ári Efnahagsleg áhrif öskunnar úr gosinu í Eyjafjallajökli gætu orðið víðtæk í Evrópu. Hagfræðingar telja að ef gosið stendur mánuðum saman muni það valda samdrætti í hagvexti um 1-2% í álfunni. Áður en gosið hófst var því spáð að hagöxtur í Evrópu yrði á bilinu 1-1,5% í ár. Viðskipti erlent 19.4.2010 08:20
Búið að gera við veginn við Markarfljót - enn lokað þó Það snjóaði víða á norðan- og austanverðu landinu í nótt og er víða hálka, einkum á fjallvegum. Það var til dæmis al hvít jörð og hálka á Akureyri í morgunsárið. Innlent 19.4.2010 08:20
Enn kraftur í gosinu Gosórói jókst í Eyjafjallajökli í gærkvöldi og er enn kraftur í gosinu. Gosmökkurinn er hinsvegar margfalt lægri en áður, hann stígur rétt upp fyrir jökulinn. Þetta staðfesta ratsjár og myndir úr gerfihnöttum. Innlent 19.4.2010 07:16
Flogið til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands Staðan á flugi frá Íslandi er sú að flug Icelandair til Kaupmannahafnar sem fara átti í dag hefur verið fellt niður en í stað þess er boðið upp á aukaflug til Osló. Einnig hefur flugi sem fara átti til Helsinki verið breytt og verður nú flogið til Tampere þess í stað. Innlent 19.4.2010 07:08
Askan í Evrópu: Útlitið aðeins bjartara Askan úr eyjafjallajökli heldur áfram að hrella evrópubúa og lama flugsamgöngur. Þó hafa flugvellir verið opnaði í Noregi og Svíþjóð þótt það gæti verið tímabundið. Erlent 19.4.2010 06:59
Ferðalangar fengu ekki að fara inn í Fljótshlíð Mikill fjöldi lagði leið sína austur á Hvolsvöll á laugardag til að berja gosstrókinn úr Eyjafjallajökli augum. Ökumenn fengu ekki að fara inn í Fljótshlíð eða að Markarfljóti samkvæmt fyrirmælum frá Almannavörnum. „Ég held að fólk hafi almennt sýnt því skilning,“ segir Smári Sigurbjörnsson, formaður björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli. Innlent 18.4.2010 22:39
Flugvélin er bylting í gosrannsóknum Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Upplýsingarnar hafa gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna. Innlent 18.4.2010 22:39
Allt á kafi í grárri drullu „Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn.“ Innlent 18.4.2010 22:39
Spá Veðurstofu Íslands um öskufall Sunnudagur: Vestanátt beinir gosmekki yfir Mýrdalsjökul. Búast má við öskufalli í Meðallandi og á Mýrdalssandi. Snýst í norðanátt í nótt, með öskufalli suður af Mýrdalsjökli. Innlent 18.4.2010 22:39
Vongóðir um flug til Norðurlandanna í dag Milljónir flugfarþega eru enn strandaglópar vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Askan hafði engin áhrif á þotur sem flugu tilraunaflug yfir meginlandi Evrópu í gær. Mikill þrýstingur er á flugmálayfirvöld að aflétta flugbanni. Innlent 18.4.2010 22:39
Gosstrókurinn er lægri en óróinn eykst Gosvirkni í eldstöðinni á Eyjafjallajökli var minni í gær en áður og fór gosmökkurinn ekki jafn hátt og síðustu daga. Gosóróinn óx hins vegar, og er mjög erfitt að ráða í þýðingu þessara breytinga, segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Innlent 18.4.2010 22:39
Óvíst hvenær umferð verður hleypt á veginn Verktakar luku í gær við bráðabirgðaviðgerð á þjóðvegi 1, hringveginum, við Markarfljótsbrú en ekki hefur verið ákveðið hvenær vegurinn verður opnaður fyrir almennri umferð. Einnig var gert við varnargarða sem verja veginn og brúna yfir Markarfljót. Innlent 18.4.2010 22:39
Icelandair fellir niður flug og breytir áætlun Icelandair hefur ákveðið að fella niður flug til Kaupmannahafnar á morgun, mánudag en hefur sett þess í stað upp aukaflug til Osló þar sem veittar hafa verið flugheimildir. Jafnframt hefur flug til Helskinki verið fellt niður, en þess í stað sett upp aukaflug til Tampere í Finnlandi þar sem opið er fyrir flug, en auk þess verður flogið til Stokkhólms á morgun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Innlent 18.4.2010 20:48
Átta íbúafundir haldnir í vikunni Átta fundir verða haldnir með íbúum í grennd við Eyjafjallajökul næstu daga. Á fundunum verða yfirvöld og almannavarnanefnd í héraði, ásamt dýralækni, veðurfræðingi, jarðvísindamanni og fleiri sérfræðingum og fulltrúum stofnana sem koma að málum. Innlent 18.4.2010 19:22
Ótímabært að spá fyrir um endalok gossins Töluvert hefur dregið úr virkni eldstöðvarinnar undir Eyjafjallajökli. Ekki er hins vegar orðið tímabært að spá fyrir um endalok þess. Meira en 700 tonn af gosefni ruddust upp úr gígnum á hverri einustu sekúndu fyrstu þrjá sólarhringana. Innlent 18.4.2010 19:06
Minni gosvirkni Gosvirkni í Eyjafjallajökli hefur verið minni í dag en áður. Gosmökkurinn fer lægra, öskumyndun er minni og litlar fréttir af hafa borist af öskufalli. Mökkur er bæði yfir Mýrdals- og Eyjafjallajökli en aska nær ekki niður í byggð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Innlent 18.4.2010 17:42
Iceland Express hyggst fljúga til Evrópu á morgun Iceland Express stefnir að flugi til Kaupmannahafnar, Berlínar, Tenerife og Alicante á morgun, mánudag. Stefnt er að því, að Kaupmannahafnarvélin fari í loftið í fyrramálið, og Alicante, Tenerife og Berlín eftir hádegið. Félagið hefur hins vegar aflýst öllu flugi til London á morgun. Innlent 18.4.2010 16:53
Hrygningarsvæðum virðist ekki stafa hætta af hlaupvatninu Fyrstu niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar benda til þess að hrygningarsvæðum þorsks og annarra mikilvægra fisktegunda stafi ekki hætta af hlaupvatninu við ósa Markarfljóts vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Innlent 18.4.2010 16:19
Reyna að fljúga til og frá Skandinavíu Icelandair stefnir að flugi til og frá Skandinavíu og Bandaríkjunum á morgun, en aflýsir flugi til Bretlands og meginlands Evrópu. Innlent 18.4.2010 15:53
Allt grátt „Það er náttúrulega allt grátt og það var skelfilegt að koma út," segir Heiða Björg Scheving, á bænum Steinum, þegar hún lýsir því hvernig var að koma út í morgun. Frá því að eldgosið hófst í Eyjafjallajökli í síðustu viku hefur mikið öskufall verið á svæðinu. Innlent 18.4.2010 15:39
Reyna að opna veginn við Markarfljót í kvöld Stefnt er að því að opna Hringveginn við Markarfljót í kvöld. Vinna síðustu daga við viðgerðina á veginum og varnargörðum hefur gengið vel og styttist í að hægt verði að flytja neyðarakstur af gömlu brúnni yfir á þá nýju og þar með um Hringveginn. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Innlent 18.4.2010 14:58
Dýrin hafa það gott Dýralæknar hafa í morgun farið á bæi og kanna ástandið á skepnum sem hafa verið úti í öskufallinu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og segja ástandið ótrúlega gott, samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna. Innlent 18.4.2010 13:16
Ragna fundar með blaðamönnum um eldgosið Nokkrar breytingar hafa orðið á gjóskufalli, óróa og gosmekki á gossvæðinu á Eyjafjallajökli en ekki sést til gosstöðvanna. Flugvél Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir svæðið og berast upplýsingar frá vísindamönnum síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Innlent 18.4.2010 13:10
Magnús Tumi: Ekkert hægt að fullyrða um Kötlugos Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir vissulega líkur á því að gos hefjist í Kötlu í kjölfarið á gosinu í Eyjafjallajökli en ekkert sé hægt að fullyrða í þeim efnum. Innlent 18.4.2010 12:28
Funda með íbúum undir Eyjafjöllum Fundur með íbúum undir Eyjarfjöllum verður haldinn í dag á Heimalandi klukkan 13. Á fundinum verða fulltrúar almannavarnarnefndar og sveitarstjórnar. Farið verður yfir ástand og horfur á svæðinu. Íbúar eru hvattir til að mæta. Innlent 18.4.2010 12:03