Stj.mál

Fréttamynd

Tíu takast á um sex sæti

Framboðsfrestur forvals Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor rann út á föstudag, en forvalið verður 1. október. Utankjörfundar atkvæðagreiðsla fer fram 28. og 30. september.

Innlent
Fréttamynd

Bætir engu við yfirlýsingu sína

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, lætur skila því gegnum aðstoðarmann sinn að hann hafi engu við yfirlýsingu sína á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að bæta um framboð Íslands til öryggisráðsins. Þar sagði Halldór í ræðu að framboð Íslands stæði.

Innlent
Fréttamynd

Segja Siv hafa smalað

Ósætti varð milli þátttakenda á þingi framsóknarkvenna vegna smölunar sem stuðningsmenn Bryndísar Bjarnarson, sem kjörin var formaður, stóðu fyrir. Siv Friðleifsdóttir er sögð hafa tekið þátt í smöluninni en hún gagnrýndi áður viðlíka vinnubrögð í tengslum við framsóknarfélagið Freyju í Kópavog </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vilja að staðið verði við framboð

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna hvetur ríkisstjórnina til að skorast ekki undan ábyrgð í alþjóðasamstarfi og leggst eindregið gegn því að framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verði dregið til baka í ályktun sem hún sendi frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Halldór tapar trúnaði flokksins

Halldór Ásgrímsson er sagður hafa misst trúnað flokksmanna, bæði innan sem utan ríkisstjórnar, með tilkynningu um framboð Íslands til öryggisráðsins. Enn og aftur hafi hann tekið ákvörðun án samþykkis þingflokksins. Hann þurfi jafnvel að víkja - flokksins vegna - og forystan með. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vilja styttu af Tómasi í miðbæinn

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sakna myndastyttu af Tómasi Guðmundssyni borgarskáldi úti undir beru lofti og vilja að borgarstjórn samþykki að gerð sé slík stytta og henni komið fyrir á áberandi stað í hjarta Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Öll rök séu fyrir flutningi Gæslu

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins telur öll rök vera fyrir því að höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar verði fluttar til Keflavíkur. Forstjóri gæslunnar segir hugmyndirnar vel þess virði að skoða vandlega. Þessar hugmyndir gætu jafnvel falið í sér aukið hlutverk á sviði varnarmála dragi Bandaríkjaher enn saman seglin hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Bryndís nýr formaður LFK

Bryndís Bjarnason var í dag kjörin formaður Landssambands framsóknarkvenna á landsþingi sem fram fór á Ísafirði. Bryndís tekur við af Unu Maríu Óskarsdóttur sem ekki gaf kost á sér í embættið aftur. Með Bryndísi í stjórn LFK eru Gerður Jónsdóttir, Inga S. Ólafsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir og Margrét Þórðardóttir.

Innlent
Fréttamynd

Vill þétta lista sjálfstæðismanna

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, gefur kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Með framboði sínu vill hann þétta lista flokksins en telur ekki ástæðu til stórtækra breytinga.

Innlent
Fréttamynd

Júlíus Vífill sækist eftir 2. sæti

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, gefur kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann gældi lengi við að bjóða sig fram í fyrsta sætið gegn þeim Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og Gísla Marteini Baldurssyni, en niðurstaðan varð að sækja gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem einnig sækist eftir öðru sæti á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar niðurstöðu könnunar

Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni betur en Gísla Marteini Baldurssyni til að gegna starfi borgarstjóra ef marka má nýlega skoðanakönnun Gallups. Gísli Marteinn fagnar niðurstöðunni og segir hana m.a. sýna að vinstrimenn vilji alls ekki fá hann sem andstæðing sinn.

Innlent
Fréttamynd

Vilja virkja konur í stjórnmálum

Konur eru ekki eins virkar og karlar í stjórnmálum og þessu þarf að breyta, segja Samfylkingarkonur, sem hafa stofnað kvennahreyfingu innan flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Framboð til öryggisráðs í uppnámi

Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er í uppnámi að mati varaformanns Framsóknarflokksins sem segir að Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé kominn í stjórnarandstöðu. Stjórnarandstaðan skilur ekkert í hringlandahætti ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan saklaus

"Það opinberast fyrir framan alþjóð að stjórnarliðar tala í austur og vestur. Ríkisstjórnin hefur haldið á þessu eins og hún ætli sér í framboð til öryggisráðsins og hefur varið til þess miklum fjármunum," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vill fjölga valkostum eldra fólks

Ríkisstjórnin mun í þessum mánuði hitta fulltrúa samráðsnefndar eldri borgara til að ræða málefni eins og stöðu þeirra á vinnumarkaðnum. Heilbrigðisráðherra vill fjölga valkostum gamals fólks.

Innlent
Fréttamynd

Stofna kvennahreyfingu í flokki

„Pæjur og pólitískt plott“ er yfirskrift stofnfundar kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem stendur yfir í Hveragerði. Saman eru komnar um 120 konur af öllu landinu til að taka þátt í þessum viðburði.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur og Clinton ræddust við

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í gær viðræðufund með Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York, en Ólafur Ragnar tekur nú þátt í alþjóðlegri ráðstefnu, Clinton Global Initiative, í boði Clintons. Fjölmargir þjóðarleiðtogar víða að úr veröldinni, forystumenn á alþjóðavettvangi, fræðimenn og áhrifamenn í vísindum og viðskiptum sitja einnig ráðstefnuna.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri treysta Vilhjálmi en Gísla

Rétt liðlega 57 prósent Reykvíkinga treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni vel til að gegna starfi borgarstjóra í Reykjavík en rúmlega 42 prósent treysta Gísla Marteini Baldurssyni vel. Vilhjálmur hefur ekki bara vinninginn á helsta keppinaut sinn um forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni að þessu leyti í nýlegri könnun Gallups, mun fleiri treysta Gísla Marteini en honum illa til að gegna starfi borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn kvennahreyfingar valin

Bryndís Friðgeirsdóttir var í dag valinn formaður nýrrar kvennahreyfingar innan Samfylkingarinnar sem stofnuð var í Hveragerði í dag. Með Bryndísi í stjórn verða Ragnhildur Helgadóttir, Sigrún Stefánsdóttir og Drífa Kristjánsdóttir, en auk þess mun þingflokkur Samfylkingarinnar skipa eina konu í stjórnina.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri borgarbúar vilja Vilhjálm

Fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra en Gísla Marteini Baldurssyni. Fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein skipa fyrsta sæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum.

Innlent
Fréttamynd

Hringlandaháttur sé í ríkisstjórn

Samfylkingin styður ákvörðun ríkisstjórnarinnar um framboð til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en í báðum þingflokkum stjórnarflokkanna eru hins vegar komnar upp efasemdir um réttmæti þess. Formaður Samfylkingarinnar kallar það hringlandahátt ríkisstjórnarmeirihlutans.

Innlent
Fréttamynd

Búa til ágreining

"Ég bið menn nú að oftúlka ekki mín orð. Þessi umræða hefur ítrekað farið fram innan þingflokksins," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Efasemdir innan stjórnarflokka

Í báðum þingflokkum stjórnarflokkanna eru efasemdir um réttmæti þess að Íslendingar sæki um setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á leiðtogafundi samtakanna að framboð Íslands stæði en Hjálmar Árnason þingflokksformaður segir að málið sé ekki afgreitt úr þingflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Boðaði framboð í öryggisráð

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tók í gærkvöldi af skarið með framboð Íslendinga til setu í Öryggisráði Sameinuðuþjóðanna þegar hann lýsti því yfir á leiðtogafundi samtakanna að Íslendingar ætluðu að bjóða sig fram. Miðað er við kjörtímabilið 2009 til 2010.

Innlent
Fréttamynd

Tíu vilja í sex efstu sætin

Tíu gefa kost á sér í sex efstu sætin á lista Vinstri - grænna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en forval á listann fer fram 1. október. Framboðsfrestur vegna forvalsins rann út í dag og þá höfðu eftirtaldir gefið kost á sér: Árni Þór Sigurðsson, Ásta Þorleifsdóttir, Grímur Atlason, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Magnús Bergsson, Sóley Tómasdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Ugla Egilsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og Þorvaldur Þorvaldsson.

Innlent
Fréttamynd

Ekki athugasemdir við orð Halldórs

Davíð Oddssson, utanríkisráðherra, gerir engar athugasemdir við það að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skyldi nefna framboð Íslands til öryggisráðsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Óljós afstaða í flugvallarmáli

Samgönguráðherra telur augljóst að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur ef það fer yfirhöfuð úr Reykjavík. Fyrir tveimur vikum sagðist hann þó ekki vilja bera ábyrgð á því.

Innlent
Fréttamynd

Tók af öll tvímæli um framboð

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tók í gærkvöldi af öll tvímæli um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar hann lýsti því yfir á leiðtogafundi samtakanna að Íslendingar ætluðu að bjóða sig fram. Verðandi utanríkisráðherra vill ekki tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri treysta Vilhjálmi en Gísla

Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni betur en Gísla Marteini Baldurssyni til þess að gegna starfi borgarstjóra, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri skoðanakönnun sem unnin var á vegum Gallup.

Innlent
Fréttamynd

57% vilja Vilhjálm í fyrsta sætið

52 prósent sjálfstæðsimanna í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein Baldursson skipa fyrsta sæti á lista flokksins við komandi borgarstjórnarkosningar og 48 prósent Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Þetta er niðurstaða könnunar sem Gallup vann fyrir einkafyrirtæki og birt er í <em>Morgunblaðinu</em>. Dæmið snýst hins vegar við þegar borgarbúar úr öllum flokkum voru spurðir. Þá völdu rúmlega 57 prósent Vilhjálm og tæp 43 prósent Gísla Martein.

Innlent