Stj.mál Hjalti Þór sækist eftir 1. sæti Hjalti Þór Björnsson, dagskrárstjóri hjá SÁÁ og varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins við sveitarstjórnarkosningar næstkomandi vor. Hann mun því etja kappi við Unu Maríu Óskarsdóttur sem þegar hefur boðist til að leiða lista framsóknarmanna í Kópavogi í kosningunum. Innlent 23.10.2005 15:02 Fjárlagafrumvarp fær falleinkunn Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands eru sammála um að forsendur kjarasamninga séu brostnar. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands gefur fjárlagafrumvarpinu falleinkunn. Innlent 23.10.2005 15:02 Hótanirnar ganga á víxl Hótanirnar ganga á víxl á milli stóru flokkanna í Þýskalandi. Forsvarsmenn þeirra gera nú þriðju tilraun til að ná samkomulagi um samsteypustjórn en hvorki gengur né rekur. Búist er við að viðræðurnar dragist fram í nóvember. Innlent 23.10.2005 15:02 Engar forsendur til uppsagnar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir engar forsendur til að segja upp samningum á vinnumarkaði. Kaupmáttur hafi aukist um 60 prósent á tíu árum. Skattalækkanir séu miklu meiri kjarabót en almennar launahækkanir. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mótmæltu því harðlega að allt væri í kaldakoli í efnahagsmálunum við utandagskrárumræðu í þinginu í dag. Innlent 23.10.2005 15:02 Óviðunandi munur á mati stofnana Lögboðið verðbólgumarkmið Seðlabankans næst ekki fyrr en eftir fjögur ár að mati fjármálaráðuneytisins. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir óviðunandi hve miklu muni á mati Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins á þenslu í hagkerfinu. Innlent 23.10.2005 15:02 Efla á víkingasveitina til muna Víkingasveit Ríkislögreglustjóra fær 112 milljónum króna hærri fjárveitingu á næsta ári en hún fékk í ár samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Ástæðan er að efla á sveitina til muna. Mest fé fer í að fjölga sérsveitarmönnum um níu í Reykjavík og um sex í Keflavík auk þess sem ný bifreið verður keypt fyrir sveitina. Innlent 23.10.2005 15:02 Innmúraðir samráðsbræður Guðjón A Kristjánsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði að svokölluð Baugsmál vektu athygli á þeirri staðreynd að hér á landi virstust vera sérstakar innvígðar klíkur sem með sérstöku samráði væri ætlað að leggja línur um málsmeðferð. Innlent 23.10.2005 15:02 70 milljarðar í tekjuskatt Landsmenn greiða sjötíu milljarða króna í tekjuskatt á næsta ári ef áætlun fjárlagafrumvarpsins gengur eftir og er það litlu meira en gert er ráð fyrir að ríkið fái í tekjuskatt einstaklinga í ár. Þessi takmarkaða aukning skýrist af því að tekjuskattur einstaklinga lækkar um eitt prósent um áramót. Innlent 23.10.2005 15:02 Skulda afsökunarbeiðni "Spurningin er: er hann nógu stór til að biðjast afsökunar," spurði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um Halldór Ásgrímssonar forsætisráðherra þegar hann krafðist þess að forystumenn stjórnarflokkanna bæðu þjóðina afsökunar á að hafa lýst stuðningi við innrásina í Írak. Innlent 23.10.2005 15:02 Misskilningur hjá sagnfræðingum Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að misskilnings gæti í ályktun Sagnfræðingafélags Íslands sem gagnrýndi harðlega að Þorsteini Pálssyni, sendiherra og fyrrverandi forsætisráðherra, hafi veriðð falið að skrifa bók um hundrað ára afmæli þingræðis á Íslandi. Innlent 23.10.2005 15:02 Iðgjöld á sjúkratryggingar Lagt verður til á landsfundi Sjálfstæðisflokks að gera það að stefnu flokksins að taka upp greiðslu iðgjalda fyrir sjúkratryggingar. Á móti komi lækkun skatta. Einnig þurfi að skilgreina betur hvað falið sé í sjúkratryggingu. Innlent 23.10.2005 15:02 Neðanjarðarspilling Þjóðin fær vart trúað að svona neðanjarðarspilling sé til staðar," sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, þegar hann lagði út af fréttum um aðdraganda Baugsrannsóknarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:02 Vegið að hagsmunum öryrkja Helgi Hjörvar alþingismaður segir að í nýju fjárlagafrumvarpi sé enn vegið að hagsmunum öryrkja og nú eigi að skerða bensínstyrki hreyfihamlaðra um þrjú hundruð milljónir króna. Hann kveðst furðu lostinn á því að í kjölfar svikanna á samkomulaginu við öryrkja, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar 2003, þá skuli menn spara með því að skerða styrk til þessa hóps. Innlent 23.10.2005 15:02 Sameining ólíkleg á Reykjanesi Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina. Innlent 23.10.2005 15:02 Efnahagsstjórnin brást Efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur brugðist og stöðugleikinn sem ríkisstjórnin hrósar sér af á lítt skylt við þann raunveruleika sem Íslendingar upplifa, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:02 Níu sendiherrar í tíð Davíðs Fjórtán sendiherrar hafa verið skipaðir það sem af er kjörtímabilinu, þar af níu í rúmlega eins árs utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar. Innlent 23.10.2005 15:02 Skrifar umboðsmanni bréf Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslynda flokksins, hefur ritað umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hún fer þess á leit að hann svari spurningum sem varða brotthvarf Gunnars Arnar Örlygssonar úr Frjálslynda flokknum og yfir til Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn vetur. Innlent 23.10.2005 15:02 Hægir á umsvifum 2007 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á alþingi í gærkvöldi að uppbygging stóriðju hefði öðru fremur leitt efnahagssveiflu undanfarið og að sama yrði upp á teningnum á næsta ári. En að óbreyttu væri hins vegar útlit fyrir að eftir það hægði verulega á umsvifum í efnahagslífinu. Innlent 23.10.2005 15:02 Stöðugleikinn í uppnámi Þingflokkur Samfylkingarinnar dregur upp dökka mynd af efnhagsstjórn landsins í fréttatilkynningu sem send var út í tenglsum við framlagningu fjárlaga í gær. Stöðugleikinn er sagður í uppnámi, launabil að aukast auk þess sem verðbólguspár geri ráð fyrir hækkandi verðbólgu. Innlent 23.10.2005 15:02 Eigum Davíð mikið að þakka "Þjóðin á honum mikið að þakka," sagði Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, um Davíð Oddsson í þingræðu í kvöld. Í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra gerði Geir upp valdatíð Davíðs og sagði Ísland öflugra og betra en nokkru sinni fyrr við endalok stjórnmálaferils hans. Innlent 23.10.2005 15:02 Útflutningsgreinar brunarústir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra harðlega og sagði að ekki örlaði á því að ríkisstjórnin tæki aðvaranir Seðlabankans og annarra sérfræðinga alvarlega. Ríkisstjórnin væri að því leyti í fullkominni afneitun. Innlent 23.10.2005 15:02 Enginn bensínstyrkur öryrkja Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að spara 720 milljónir með því að fella niður bensínstyrk til örykja. Formaður Sjálfsbjargar segir vera að draga úr greiðslu til þeirra fatlaðra sem eru á vinnumarkaði, eina ferðina enn. Innlent 23.10.2005 15:02 Dýrkeyptur aumingjaskapur Það er aumingjaskapur af hálfu stjórnvalda að hafa ekki hækkað lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli á heimasíðu sinni. Hann segir þetta hafa reynst dýrkeypt þar sem þetta hamli flutningi verkefna frá ríkinu til stórra og öflugra sveitarfélaga.</font /> Innlent 23.10.2005 15:02 Bensínstyrkur sleginn af 720 milljóna króna bensínstyrkir til hreyfihamlaðra hafa verið slegnir af samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Þetta jafngildir átta þúsund krónum á mánuði fyrir sjö þúsund heimili í landinu. Innlent 23.10.2005 15:02 Afskipti lykilmanna umhugsunarverð Valgerður Sverrisdóttir segir að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdraganda Baugsmálsins. Ummæli Styrmis Gunnarssonar um skattayfirvöld hafi ekki komið á óvart því hann aðhyllist pólitísk afskipti af eftirlitsstofnunum. Innlent 23.10.2005 15:02 Hótar sameiningu með lögum? Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Innlent 23.10.2005 15:02 Vill álit á vistaskiptum þingmanns Framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins hefur óskað eftir rökstuddu áliti umboðsmanns Alþingis á því hvort Gunnar Örn Örlygsson geti tekið þingsæti Frjálslynda flokksins og farið með það í Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 23.10.2005 15:02 Ekki skortur á aðhaldi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í upphafi stefnuræðu sinnar á Alþingi í gærkvöldi að ný lífskjarakönnun Sameinuðu þjóðanna sýndi að Ísland væri næstbesta landið í heiminum að búa í. Fyrir áratug hefði staðan verið önnur. Hagvöxtur væri meiri hér en í nálægum löndum og atvinnuleysi hvergi minna. Innlent 23.10.2005 15:02 Hvaða stöðugleiki? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gærkvöldi að smæð íslensks samfélags og návígi væri höfuðorsök fyrir þröngsýni og sundurlyndisfjanda. Innlent 23.10.2005 15:02 Ekki sameinuð með lögum Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir af og frá að hann ætli að sameina sveitarfélög með valdi hafni íbúar þeirra sameiningu í atkvæðagreiðslu um helgina. Hann vísar á bug ásökunum Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar, um að hann sameini sveitarfélög með lögum verði þau ekki sameinuð í íbúakosningum. Innlent 23.10.2005 15:02 « ‹ 65 66 67 68 69 70 71 72 73 … 187 ›
Hjalti Þór sækist eftir 1. sæti Hjalti Þór Björnsson, dagskrárstjóri hjá SÁÁ og varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins við sveitarstjórnarkosningar næstkomandi vor. Hann mun því etja kappi við Unu Maríu Óskarsdóttur sem þegar hefur boðist til að leiða lista framsóknarmanna í Kópavogi í kosningunum. Innlent 23.10.2005 15:02
Fjárlagafrumvarp fær falleinkunn Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands eru sammála um að forsendur kjarasamninga séu brostnar. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands gefur fjárlagafrumvarpinu falleinkunn. Innlent 23.10.2005 15:02
Hótanirnar ganga á víxl Hótanirnar ganga á víxl á milli stóru flokkanna í Þýskalandi. Forsvarsmenn þeirra gera nú þriðju tilraun til að ná samkomulagi um samsteypustjórn en hvorki gengur né rekur. Búist er við að viðræðurnar dragist fram í nóvember. Innlent 23.10.2005 15:02
Engar forsendur til uppsagnar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir engar forsendur til að segja upp samningum á vinnumarkaði. Kaupmáttur hafi aukist um 60 prósent á tíu árum. Skattalækkanir séu miklu meiri kjarabót en almennar launahækkanir. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mótmæltu því harðlega að allt væri í kaldakoli í efnahagsmálunum við utandagskrárumræðu í þinginu í dag. Innlent 23.10.2005 15:02
Óviðunandi munur á mati stofnana Lögboðið verðbólgumarkmið Seðlabankans næst ekki fyrr en eftir fjögur ár að mati fjármálaráðuneytisins. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir óviðunandi hve miklu muni á mati Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins á þenslu í hagkerfinu. Innlent 23.10.2005 15:02
Efla á víkingasveitina til muna Víkingasveit Ríkislögreglustjóra fær 112 milljónum króna hærri fjárveitingu á næsta ári en hún fékk í ár samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Ástæðan er að efla á sveitina til muna. Mest fé fer í að fjölga sérsveitarmönnum um níu í Reykjavík og um sex í Keflavík auk þess sem ný bifreið verður keypt fyrir sveitina. Innlent 23.10.2005 15:02
Innmúraðir samráðsbræður Guðjón A Kristjánsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði að svokölluð Baugsmál vektu athygli á þeirri staðreynd að hér á landi virstust vera sérstakar innvígðar klíkur sem með sérstöku samráði væri ætlað að leggja línur um málsmeðferð. Innlent 23.10.2005 15:02
70 milljarðar í tekjuskatt Landsmenn greiða sjötíu milljarða króna í tekjuskatt á næsta ári ef áætlun fjárlagafrumvarpsins gengur eftir og er það litlu meira en gert er ráð fyrir að ríkið fái í tekjuskatt einstaklinga í ár. Þessi takmarkaða aukning skýrist af því að tekjuskattur einstaklinga lækkar um eitt prósent um áramót. Innlent 23.10.2005 15:02
Skulda afsökunarbeiðni "Spurningin er: er hann nógu stór til að biðjast afsökunar," spurði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um Halldór Ásgrímssonar forsætisráðherra þegar hann krafðist þess að forystumenn stjórnarflokkanna bæðu þjóðina afsökunar á að hafa lýst stuðningi við innrásina í Írak. Innlent 23.10.2005 15:02
Misskilningur hjá sagnfræðingum Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, segir að misskilnings gæti í ályktun Sagnfræðingafélags Íslands sem gagnrýndi harðlega að Þorsteini Pálssyni, sendiherra og fyrrverandi forsætisráðherra, hafi veriðð falið að skrifa bók um hundrað ára afmæli þingræðis á Íslandi. Innlent 23.10.2005 15:02
Iðgjöld á sjúkratryggingar Lagt verður til á landsfundi Sjálfstæðisflokks að gera það að stefnu flokksins að taka upp greiðslu iðgjalda fyrir sjúkratryggingar. Á móti komi lækkun skatta. Einnig þurfi að skilgreina betur hvað falið sé í sjúkratryggingu. Innlent 23.10.2005 15:02
Neðanjarðarspilling Þjóðin fær vart trúað að svona neðanjarðarspilling sé til staðar," sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, þegar hann lagði út af fréttum um aðdraganda Baugsrannsóknarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:02
Vegið að hagsmunum öryrkja Helgi Hjörvar alþingismaður segir að í nýju fjárlagafrumvarpi sé enn vegið að hagsmunum öryrkja og nú eigi að skerða bensínstyrki hreyfihamlaðra um þrjú hundruð milljónir króna. Hann kveðst furðu lostinn á því að í kjölfar svikanna á samkomulaginu við öryrkja, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar 2003, þá skuli menn spara með því að skerða styrk til þessa hóps. Innlent 23.10.2005 15:02
Sameining ólíkleg á Reykjanesi Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina. Innlent 23.10.2005 15:02
Efnahagsstjórnin brást Efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur brugðist og stöðugleikinn sem ríkisstjórnin hrósar sér af á lítt skylt við þann raunveruleika sem Íslendingar upplifa, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:02
Níu sendiherrar í tíð Davíðs Fjórtán sendiherrar hafa verið skipaðir það sem af er kjörtímabilinu, þar af níu í rúmlega eins árs utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar. Innlent 23.10.2005 15:02
Skrifar umboðsmanni bréf Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslynda flokksins, hefur ritað umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hún fer þess á leit að hann svari spurningum sem varða brotthvarf Gunnars Arnar Örlygssonar úr Frjálslynda flokknum og yfir til Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn vetur. Innlent 23.10.2005 15:02
Hægir á umsvifum 2007 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á alþingi í gærkvöldi að uppbygging stóriðju hefði öðru fremur leitt efnahagssveiflu undanfarið og að sama yrði upp á teningnum á næsta ári. En að óbreyttu væri hins vegar útlit fyrir að eftir það hægði verulega á umsvifum í efnahagslífinu. Innlent 23.10.2005 15:02
Stöðugleikinn í uppnámi Þingflokkur Samfylkingarinnar dregur upp dökka mynd af efnhagsstjórn landsins í fréttatilkynningu sem send var út í tenglsum við framlagningu fjárlaga í gær. Stöðugleikinn er sagður í uppnámi, launabil að aukast auk þess sem verðbólguspár geri ráð fyrir hækkandi verðbólgu. Innlent 23.10.2005 15:02
Eigum Davíð mikið að þakka "Þjóðin á honum mikið að þakka," sagði Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, um Davíð Oddsson í þingræðu í kvöld. Í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra gerði Geir upp valdatíð Davíðs og sagði Ísland öflugra og betra en nokkru sinni fyrr við endalok stjórnmálaferils hans. Innlent 23.10.2005 15:02
Útflutningsgreinar brunarústir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra harðlega og sagði að ekki örlaði á því að ríkisstjórnin tæki aðvaranir Seðlabankans og annarra sérfræðinga alvarlega. Ríkisstjórnin væri að því leyti í fullkominni afneitun. Innlent 23.10.2005 15:02
Enginn bensínstyrkur öryrkja Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að spara 720 milljónir með því að fella niður bensínstyrk til örykja. Formaður Sjálfsbjargar segir vera að draga úr greiðslu til þeirra fatlaðra sem eru á vinnumarkaði, eina ferðina enn. Innlent 23.10.2005 15:02
Dýrkeyptur aumingjaskapur Það er aumingjaskapur af hálfu stjórnvalda að hafa ekki hækkað lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli á heimasíðu sinni. Hann segir þetta hafa reynst dýrkeypt þar sem þetta hamli flutningi verkefna frá ríkinu til stórra og öflugra sveitarfélaga.</font /> Innlent 23.10.2005 15:02
Bensínstyrkur sleginn af 720 milljóna króna bensínstyrkir til hreyfihamlaðra hafa verið slegnir af samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Þetta jafngildir átta þúsund krónum á mánuði fyrir sjö þúsund heimili í landinu. Innlent 23.10.2005 15:02
Afskipti lykilmanna umhugsunarverð Valgerður Sverrisdóttir segir að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdraganda Baugsmálsins. Ummæli Styrmis Gunnarssonar um skattayfirvöld hafi ekki komið á óvart því hann aðhyllist pólitísk afskipti af eftirlitsstofnunum. Innlent 23.10.2005 15:02
Hótar sameiningu með lögum? Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Innlent 23.10.2005 15:02
Vill álit á vistaskiptum þingmanns Framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins hefur óskað eftir rökstuddu áliti umboðsmanns Alþingis á því hvort Gunnar Örn Örlygsson geti tekið þingsæti Frjálslynda flokksins og farið með það í Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 23.10.2005 15:02
Ekki skortur á aðhaldi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í upphafi stefnuræðu sinnar á Alþingi í gærkvöldi að ný lífskjarakönnun Sameinuðu þjóðanna sýndi að Ísland væri næstbesta landið í heiminum að búa í. Fyrir áratug hefði staðan verið önnur. Hagvöxtur væri meiri hér en í nálægum löndum og atvinnuleysi hvergi minna. Innlent 23.10.2005 15:02
Hvaða stöðugleiki? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gærkvöldi að smæð íslensks samfélags og návígi væri höfuðorsök fyrir þröngsýni og sundurlyndisfjanda. Innlent 23.10.2005 15:02
Ekki sameinuð með lögum Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir af og frá að hann ætli að sameina sveitarfélög með valdi hafni íbúar þeirra sameiningu í atkvæðagreiðslu um helgina. Hann vísar á bug ásökunum Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar, um að hann sameini sveitarfélög með lögum verði þau ekki sameinuð í íbúakosningum. Innlent 23.10.2005 15:02