Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Bashar Murad söng á samstöðufundi

Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk niður að Austurvelli á samstöðufund með Palestínu í dag. Palestínumaðurinn Bashar Murad, sem keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins, flutti lag á fundinum. 

Innlent
Fréttamynd

Á­fram samið á þingi þó Trump mót­mæli

Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt.

Erlent
Fréttamynd

Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa

Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki.

Erlent
Fréttamynd

Deilan um þátt­töku Ís­lands í Euro­vision harðnar

Á Ísland að sniðganga Eurovision? Kiknar RÚV undan þrýstingi og hættir við þátttöku? Breytist allt með þátttöku Palestínumanns í Söngvakeppninni? Kristín Ólafsdóttir fer yfir Eurovision-deiluna með góðum gestum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

Innlent
Fréttamynd

„Heilaþvotturinn“ náð lengra í al­þjóð­legu grúppunum

Eurovision-senan á Íslandi hefur logað síðustu vikur vegna þátttöku Ísraels í keppninni í maí. Umdeild tilkynning Ríkisútvarpsins í vikunni blés nýju lífi í umrótið. Við tókum púlsinn á gallhörðum Eurovision-aðdáanda í Íslandi í dag og fórum yfir pólitíkina sem löngum hefur gegnsýrt hina „ópólitísku“ söngvakeppni.

Lífið
Fréttamynd

Von á bráða­birgða­úrskurði frá Al­þjóða­dóm­stólnum í dag

Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 

Erlent
Fréttamynd

Vinna að breiðu einskis­manns­landi við landa­mæri Gasa

Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp.

Erlent
Fréttamynd

Ís­landi nú spáð þriðja sæti í Euro­vision

Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. 

Tónlist
Fréttamynd

„Við gefumst aldrei upp“

Tjald á vegum Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar sem hefur verið uppi fyrir framan Alþingishúsið í tæpan mánuð var tekið niður í dag. Mótmælendur segjast alls ekki vera að gefast upp og ætla að halda dvölinni áfram án tjaldsins.

Innlent
Fréttamynd

Tjaldið tekið niður

Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því.

Innlent
Fréttamynd

Grunar að palestínskur söngvari keppi í Söngva­keppninni

Tónlistarkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur grunar að palestínskur tónlistarmaður taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Það sé ástæða þess að Ríkisútvarpið ætli ekki að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en niðurstöður Söngvakeppninnar liggja fyrir. Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad hefur verið nefndur sem keppandi. 

Tónlist
Fréttamynd

Hug­leiðingar um Palestínu

Við lifum skrítna tíma, þar sem það telst ekki vera sjálfsagt að vera á móti þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þar sem að það að henda glimmeri á ráðherra er talin árás en hópmorð á þúsundum einstaklingum er það ekki. Þar sem gert er upp á milli hvaða stríðsrekandi þjóðir fá að taka þátt í söngveislunni Eurovision.

Skoðun
Fréttamynd

Verndarar mennskunnar: sam­einumst til bjargar lífum

Virðulegi ráðherra Bjarni Benediktsson, Þegar við ræðum kröfur Palestínufólks um fjölskyldusameiningu, ættum við að gera það með opið samtal og samkennd að leiðarljósi. Yfirvegaðri nálgun hefur ekki aðeins mannlega reisn í heiðri, heldur getur einnig styrkt diplómatísk tengsl okkar á milli, og endurspeglað skuldbindingar okkar um samkennd og skilning gagnvart hvort öðru.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er hálft skref í rétta átt“

Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls.

Innlent
Fréttamynd

Felldu tuttugu og einn her­mann í um­sátri

Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október.

Erlent
Fréttamynd

Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt

Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk.

Erlent
Fréttamynd

Ruddust inn í ísraelska þingið meðan á­rásir á Gasa héldu á­fram

Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Myndir: Kröftug mót­mæli þegar þing kom saman

Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs.

Innlent