Hugleiðingar um Palestínu Sigurlaug Björnsdóttir Blöndal skrifar 24. janúar 2024 13:00 Við lifum skrítna tíma, þar sem það telst ekki vera sjálfsagt að vera á móti þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þar sem að það að henda glimmeri á ráðherra er talin árás en hópmorð á þúsundum einstaklingum er það ekki. Þar sem gert er upp á milli hvaða stríðsrekandi þjóðir fá að taka þátt í söngveislunni Eurovision. Síðustu 110 daga hef ég horft á þjóð vera myrta í beinni útsendingu og með hverjum deginum sem líður verð ég reiðari og reiðari. Ég er bálreið yfir aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda, rasískri orðræðu utanríkisráðherra og heigulshætti ríkisstjórnar Íslands. Ég er reið yfir ítökum bandarískra stjórnvalda og að þau geti komist upp með að fjármagna þjóðarmorð. Ég er full heift yfir að ísraelsk stjórnvöld vogi sér að leika fórnarlambið og halda því fram að ef fólk setur sig upp á móti Ísrael þá lýsi það gyðingaandúð. Gyðingar um allan heim hafa lýst andstöðu sinni við Ísraelsríki og stuðningi við frjálsa Palestínu. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 25.000 manns verið myrt, þegar þetta er skrifað, þar af meira en 9.500 börn. Þessi gríðarlegi fjöldi látinna á ekki lengri tíma en þremur mánuðum er óhuggulegt. Þetta er eins og ef að sprengjum hefði verið látið rigna yfir Hafnarfjarðabæ og nánast allir íbúarnir verið drepnir. Fyndist okkur það í lagi? Á meðan ég lifi mínu daglega lífi deyja börn bókstaflega úr hræðslu og foreldrar safna sundursprengdum líkamsleifum barna sinna í plastpoka. Á meðan ég horfi á Netflix eftir vinnu grefur fólk samlanda sína undan húsarústum með berum höndum og fréttafólk er myrt. Á meðan ég vaska upp eftir kvöldmatinn eru sjúkrahús sprengd upp og fólk sveltur. Getum við sett okkur í þessi spor? Íslenska þjóðin þarf að standa saman og þrýsta á stjórnvöld til að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Forsætisráðherrra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa völdin til að veita palestínsku flóttafólki alþjóðlega vernd. Þau hafa völd til að gera fjölskyldum Palestínufólks hér á landi kleift að komast burt frá Gaza og þau hafa völd til að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð. Það er styrkur í fjöldanum og aðgerðir almennings hafa áhrif. Við getum deilt á samfélagsmiðlum og sent tölvupósta á alþingismenn og ráðuneytin. Við getum sniðgengið fyrirtæki og vörur sem hagnast á þjóðarmorði (sjá BDS Ísland). Við getum sent tölvupósta á fréttamenn og fréttaveitur og bent þeim á að laga orðaval sitt á fréttaflutningi frá Palestínu. Við getum rætt mál Palestínu við vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga. Mig langar að hvetja öll til að hugsa; ef börnin mín væru í lífshættu, foreldrar mínir, systkini, vinir og skyldmenni, myndi ég ekki gera allt sem í mínu valdi stendur til að forða þeim úr hættunni? Myndi ég ekki ferðast til annarra landa og biðja um hjálp? Ef ég kæmi að læstum dyrum í þessu nýja landi og talaði fyrir daufum eyrum stjórnvalda, myndi ég ekki reyna að hafa sem hæst og vera sem sýnilegust til að vekja athygli? Myndi ég ekki efna til mótmæla og jafnvel tjalda fyrir framan Alþingishúsið ef ég teldi að það myndi hjálpa fjölskyldunni minni? Svo ég svari fyrir mitt leyti, JÚ það myndi ég gera! Lifi frjáls Palestína! Höfundur er tónlistarkennari og manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum skrítna tíma, þar sem það telst ekki vera sjálfsagt að vera á móti þjóðarmorði og stríðsglæpum. Þar sem að það að henda glimmeri á ráðherra er talin árás en hópmorð á þúsundum einstaklingum er það ekki. Þar sem gert er upp á milli hvaða stríðsrekandi þjóðir fá að taka þátt í söngveislunni Eurovision. Síðustu 110 daga hef ég horft á þjóð vera myrta í beinni útsendingu og með hverjum deginum sem líður verð ég reiðari og reiðari. Ég er bálreið yfir aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda, rasískri orðræðu utanríkisráðherra og heigulshætti ríkisstjórnar Íslands. Ég er reið yfir ítökum bandarískra stjórnvalda og að þau geti komist upp með að fjármagna þjóðarmorð. Ég er full heift yfir að ísraelsk stjórnvöld vogi sér að leika fórnarlambið og halda því fram að ef fólk setur sig upp á móti Ísrael þá lýsi það gyðingaandúð. Gyðingar um allan heim hafa lýst andstöðu sinni við Ísraelsríki og stuðningi við frjálsa Palestínu. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 25.000 manns verið myrt, þegar þetta er skrifað, þar af meira en 9.500 börn. Þessi gríðarlegi fjöldi látinna á ekki lengri tíma en þremur mánuðum er óhuggulegt. Þetta er eins og ef að sprengjum hefði verið látið rigna yfir Hafnarfjarðabæ og nánast allir íbúarnir verið drepnir. Fyndist okkur það í lagi? Á meðan ég lifi mínu daglega lífi deyja börn bókstaflega úr hræðslu og foreldrar safna sundursprengdum líkamsleifum barna sinna í plastpoka. Á meðan ég horfi á Netflix eftir vinnu grefur fólk samlanda sína undan húsarústum með berum höndum og fréttafólk er myrt. Á meðan ég vaska upp eftir kvöldmatinn eru sjúkrahús sprengd upp og fólk sveltur. Getum við sett okkur í þessi spor? Íslenska þjóðin þarf að standa saman og þrýsta á stjórnvöld til að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Forsætisráðherrra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra hafa völdin til að veita palestínsku flóttafólki alþjóðlega vernd. Þau hafa völd til að gera fjölskyldum Palestínufólks hér á landi kleift að komast burt frá Gaza og þau hafa völd til að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir þjóðarmorð. Það er styrkur í fjöldanum og aðgerðir almennings hafa áhrif. Við getum deilt á samfélagsmiðlum og sent tölvupósta á alþingismenn og ráðuneytin. Við getum sniðgengið fyrirtæki og vörur sem hagnast á þjóðarmorði (sjá BDS Ísland). Við getum sent tölvupósta á fréttamenn og fréttaveitur og bent þeim á að laga orðaval sitt á fréttaflutningi frá Palestínu. Við getum rætt mál Palestínu við vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga. Mig langar að hvetja öll til að hugsa; ef börnin mín væru í lífshættu, foreldrar mínir, systkini, vinir og skyldmenni, myndi ég ekki gera allt sem í mínu valdi stendur til að forða þeim úr hættunni? Myndi ég ekki ferðast til annarra landa og biðja um hjálp? Ef ég kæmi að læstum dyrum í þessu nýja landi og talaði fyrir daufum eyrum stjórnvalda, myndi ég ekki reyna að hafa sem hæst og vera sem sýnilegust til að vekja athygli? Myndi ég ekki efna til mótmæla og jafnvel tjalda fyrir framan Alþingishúsið ef ég teldi að það myndi hjálpa fjölskyldunni minni? Svo ég svari fyrir mitt leyti, JÚ það myndi ég gera! Lifi frjáls Palestína! Höfundur er tónlistarkennari og manneskja.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun