Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

Konur eru ekki litlir karlar

Sól­veig Þórarins­dóttir, sjúkra­­þjálfari og doktors­­nemi, er ein þeirra sem stendur að baki rann­­sókn sem vakið hefur at­hygli og stuðlað að góðum breytingum í norska kvenna­­boltanum. Rann­sóknin snýr að heilsu­fari leik­manna í deildinni en þekking okkar á kvennaknatt­­spyrnunni er afar tak­­mörkuð. Hún hefur staðið í skugganum á karlaknatt­­spyrnunni og að­eins 7% gagna í knatt­­spyrnu­heiminum byggja á reynslu okkar og þekkingu af kvennaknatt­­spyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu bestu frum­raunir landsliðskvenna

Markvörðurinn ungi, Fanney Inga Birkisdóttir, átti eftirminnilega frumraun með íslenska fótboltalandsliðinu sem vann Danmörku í fyrradag. Í tilefni þess fór Vísir yfir eftirminnilegustu frumraunir landsliðskvenna Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Fann­ey með fót­bolta­heila og getur náð heimsklassa

Jólin komu snemma í ár með sigri Ís­lands á Dan­mörku í Þjóða­deildinni í fót­bolta í fyrra­dag. Á­tján ára gamall mark­vörður Ís­lands og Vals sló í gegn í frum­raun sinni. Ís­lenska lands­liðið gerði sér lítið fyrir og kramdi ólympíu­drauma danska lands­liðsins með 1-0 sigri sínum í loka­um­ferð riðla­keppni Þjóða­deildarinnar í Vi­borg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjöl­skyldan í skýjunum með frum­raun Fann­eyjar

Hin 18 ára gamla Fann­ey Inga Birkis­dóttir, stimplaði sig ræki­lega inn í ís­lenska kvenna­lands­liðið í fót­bolta er hún átti stór­leik í sínum fyrsta A-lands­leik. Leik gegn Dönum á úti­velli í Þjóða­deildinni sem endaði með eins marks sigri Ís­lands. Fjöl­skylda Fann­eyjar var á vellinum í Vi­borg og segir faðir hennar, Birkir Ingi­bjarts­son, dóttur sína al­deilis hafa sýnt hvað í sér býr.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Þor­stein ekki rétta manninn til að stýra lands­liðinu

Guðbjörg Gunnarsdóttir er markmannsþjálfari u-18 ára landsliðs Svíþjóðar sem mætir Íslandi í tveimur æfingaleikjum á dögunum. Hún gaf sig til tals við Ríkharð Óskar Guðnason fyrir komandi leiki, þegar talið barst að íslenska A-landsliðinu sagði hún erfitt að sjá leikplan þjálfarans Þorsteins Halldórssonar og viðurkenndi að hún teldi hann ekki rétta manninn til að stýra liðinu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Svein­dís Jane að líkindum frá út árið

Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður frá út árið hið minnsta vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. Þessu greindi landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson frá á blaðamannafundi í dag.

Fótbolti