Ástin á götunni Real lagði Bilbao Áhorfendur fengu nóg fyrir sinn snúð í leik Real Madrid og Atletic Bilbao í kvöld, en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn Extra og er ný lokið. Real hafði sigur 3-1, en þó gekk á ýmsu áður en heimamenn tryggðu sér sigurinn. Sport 23.10.2005 14:58 Djurgarden í úrslit Djurgarden, lið Kára Árnasonar í sænska boltanum, komst í kvöld í úrslit bikarkeppninnar þegar liðið lagði Elfsborg 2-1. Kári lék vel í kvöld og lagði meðal annars upp síðara mark liðsins. Djurgarden mætir fyrstu deildar liðinu Atvidaberg í úrslitaleik keppninnar í lok október. Sport 23.10.2005 14:58 Giggs ætlar að komast í liðið Ryan Giggs hefur þvertekið fyrir að hann sé í fýlu yfir því að komast ekki í byrjunarlið Manchester United og segir að sinn tími muni koma fljótlega. Giggs hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna á ferlinum með liðinu og segir það aldrei hafa komið til greina að yfirgefa félagið. Sport 23.10.2005 14:58 Woodgate er klár í slaginn í kvöld Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate hjá Real Madrid segist vera klár í slaginn á sál og líkama og vonast til að fá að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld, þegar Real mætir Atletic Bilbao. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:55 og verður sýndur síðar um kvöldið á Sýn. Sport 17.10.2005 23:48 Verðum að vinna næstu tvo leiki Paul Scholes hjá Manchester United gaf út þá yfirlýsingu í dag að ef Manchester United vinnur ekki sigur á Blackburn og Fulham í næstu tveimur deildarleikjum sínum, geti liðið einfaldlega gleymt því að stríða Chelsea eitthvað í titilslagnum í vetur. Sport 17.10.2005 23:48 Gravesen til United? Tomas Gravesen, leikmaður Real Madrid er orðaður við óvænta endurkomu í enska boltann í janúar. Talið er Manchester United hafi augastað á Dananum knáa sem á ekki sjö dagana sæla í herbúðum Real Madrid þessa dagana. Spænsku risarnir hafa tapað þremur leikjum í röð og Gravesen dottinn út úr liðinu. Sport 17.10.2005 23:48 Fjórir leikir í Þýskalandi Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Hamburger komst í annað sæti deildarinnar með góðum útisigri á Stuttgart. Leverkusen sigraði Cologne 2-1, Hertha sigraði Duisburg 3-2 og Nurnberg og Schalke skildu jöfn 1-1. Þá vann Mainz sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það lagði Kaiserslautern 2-0 á útivelli. Sport 17.10.2005 23:47 Keane ætlar í þjálfun Roy Keane hefur rætt við forráðamenn Manchester United um að verða þjálfari hjá liðinu eftir að hann leggur skóna á hilluna. Keane, sem fótbrotnaði í leik gegn Liverpool fyrir skömmu, hefur tekið námskeið í þjálfun á undanförnum árum og mun bæta enn frekar við sig á næstunni meðan hann jafnar sig af meiðslunum. Sport 17.10.2005 23:47 Campo frá í tvo mánuði Úrvaldseildarlið Bolton varð í dag fyrir því áfalli að spænski miðjumaðurinn Ivan Campo fótbrotnaði á æfingu og talið er víst að hann verði frá keppni í tvo mánuði fyrir vikið. Sport 17.10.2005 23:47 Carrick frá í tvær vikur Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Tottenham verður frá keppni í um það bil tvær vikur eftir að hafa snúið sig á ökkla í leik liðsins við Grimsby í deildarbikarnum í gærkvöldi, en það er leikur sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst eins og aðrir leikmenn liðsins. Sport 17.10.2005 23:47 Jafnt hjá Barcelona og Valencia Barcelona og Valencia gerðu jafntefli í stórslag kvöldsins í spænska boltanum, þar sem markverðir liðanna voru í aðalhlutverki. Það voru gestirnir í Valencia sem náðu forystu í leiknum 2-1 eftir skelfileg mistök markvarðar Barcelona, en heimamenn náðu að nýta sér mistök markvarðar Valencia skömmu síðar og jöfnuðu metin. Sport 17.10.2005 23:47 Jol skammaði leikmenn sína Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, fór ekki fögrum orðum um leik sinna manna í tapinu gegn Grimsby í gærkvöldi, en Tottenham er dottið út úr bikarkeppninni fyrir liði sem er þremur deildum neðar á Englandi. Sport 17.10.2005 23:47 Enn dramatík í enska bikarnum Dramatíkin hélt áfram í enska bikarnum í kvöld, en Manchester City varð nýjasta liðið til að hljóta grimm örlög og falla úr keppni, þegar liðið tapaði fyrir Doncaster í vítakeppni. Heiðar Helguson skoraði eitt marka Fulham sem marði Lincoln 5-4. Sport 17.10.2005 23:47 Ísland úti í kuldanum Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Evrópu samþykktu í gær að Skandinavíudeildin í knattspyrnu, eða Royal League, sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, fái keppnisleyfi næstu fimm árin. Íslendingum hefur ekki verið boðið að vera með frekar en Finnum. Sport 17.10.2005 23:47 Neyðarfundur vegna stöðu deildar Neyðarfundur hefur verið boðaður hjá forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna minnkandi aðsóknar, lítils skemmtanagildis, minni spennu og hækkandi miðaverðs. Stjórnarformenn liða í úrvalsdeildinni hittast í nóvember næstkomandi. Í ítarlegri úttekt <em>BBC</em> kemur m.a. fram að of margar beinar útsendingar í sjónvarpi, hækkun miðaverðs og varfærni í leikskipulagi liða sé hugsanleg ástæða minnkandi aðsóknar. Sport 17.10.2005 23:46 Pálmi á förum frá KA Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KA í knattspyrnu sem þjálfarar og fyrirliðar 1.deildar karla völdu sem leikmann ársins í kjöri sem fótbolti.net stóð fyrir, er að öllum líkindum á förum frá félaginu. Sport 17.10.2005 23:47 Naumur sigur Bayern á Frankfurt Bayern München marði 0-1 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Paolo Guerrero skoraði sigurmarkið 18 mínútum fyrir leikslok. Þetta var 15. sigur Bæjara í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Sport 17.10.2005 23:46 Hörkuleikir á Sýn í kvöld Það verða tveir sannkallaðir stórleikir á Sýn í kvöld. Nú klukkan 18:50 verður á dagskrá leikur Barcelona og Valencia í spænska boltanum, en síðar um kvöldið verður leikur AC Milan og Lazio á dagskrá. Sá leikur er sýndur í beinni á Sýn Extra nú fljótlega á eftir. Sport 17.10.2005 23:47 Gilberto samdi við Arsenal Brasilíski miðjumaðurinn Gilberto hjá Arsenal, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2009. Sport 17.10.2005 23:46 Árni og félagar töpuðu Árni Gautur Arason og félagar hans í Valerenga töpuðu 2-0 fyrir Lilleström í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar í kvöld. Árni stóð í marki Valerenga allan leikinn, en gat ekki komið í veg fyrir tap sinna manna. Sport 17.10.2005 23:47 Portsmouth datt út úr bikarnum Nú er leik Gillingham og Portsmouth lokið í enska bikarnum. Það var Gillingham sem hafði sigur eftir framlengdan leik 3-2, eftir að hafa lent undir 2-1 í byrjun síðari hálfleiks. Það féllu því tvö úrvalsdeildarlið úr bikarnum í kvöld, því eins og fram kom hér áðan, tapaði Tottenham fyriri Grimsby. Sport 17.10.2005 23:45 Grimsby - Tottenham beint á Sýn Enska deildarbikarkeppnin í knattspyrnu hefst í kvöld. 21 leikur verður háður en viðureign Grimsby og Tottenham verður sýnd beint á Sýn klukkan 18.45. Sport 17.10.2005 23:44 Hafði tap á tilfinningunni Guðjón Þórðarson og félagar í Notts County töpuðu sínum fyrsta leik í ensku annari deildinni um helgina þegar liðið lá 2-0 fyrir Shrewsbury. "Ég var með slæma tilfinningu fyrir þessum leik alveg frá því ég vaknaði á laugardagsmorguninn," sagði Guðjón í viðtali á heimasíðu félagsins. Sport 17.10.2005 23:45 Rússar hafa áhuga á Aston Villa Forráðamenn Aston Villa hafa staðfest að viðræður séu í gangi við rússneska fjárfesta sem hafa í huga að kaupa félagið. Orðrómi sem kominn var á kreik að því fylgdi loforð um 75 milljónir punda til leikmannakaupa hefur þó verið vísað á bug og það tekið skýrt fram að viðræður séu aðeins á frumstigi. Sport 17.10.2005 23:45 Gústaf tekur við Haukum Gústaf Adolf Björnsson er tekinn við þjálfun 1. deildarliðs Hauka í fótbolta. Gústaf Adolf var ráðinn á mánudagskvöld eftir að stjórn Hauka hafði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Izudin Daða Dervic sem þjálfaði Hauka síðustu tvö sumur. Sport 17.10.2005 23:45 Rooney fær tveggja leikja bann Táningurinn skapstirði Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tveggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu fyrir brottvísun sína í leiknum gegn Villareal á dögunum, þar sem hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir kaldhæðnisleg mótmæli við dómara leiksins. Sport 17.10.2005 23:45 Andri til reynslu hjá Öster Vestmannaeyingurinn Andri Ólafsson heldur nú í vikunni til Svíþjóðar þar sem hann mun vera til reynslu hjá 1. deildarfélaginu Östers IF. Andri hefur verið einn af fastamönnum ÍBV í sumar en hann hefur leikið fimmtán leiki og skorað í þeim þrjú mörk. Forráðamenn Öster hafa fylgst með Andra í nokkurn tíma og hafa nú boðið honum að æfa með félaginu um skeið. Sport 17.10.2005 23:45 Góð tíðindi fyrir Boro Steve McClaren, stjóri Middlesbrough fagnar því um þessar mundir að fimm leikmenn liðsins sem hafa verið meiddir eru að snúa til baka og verða væntanlega í leikmannahóp liðsins um helgina þegar það mætir Sunderland. Sport 17.10.2005 23:45 Ragnar og Helgi til Noregs Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. Sport 17.10.2005 23:45 Dramatík í enska deildarbikarnum Það er jafnan mikið um dramatík og óvænt úrslit í enska deildarbikarnum og keppnin stóð fyllilega undir væntingum í þeim efnum í kvöld. Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs féll úr leik þegar það tapaði 1-0 fyrir fjórðudeildarliði Grimsby og Aston Villa rótburstaði Wycombe 8-3, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 3-1. Sport 17.10.2005 23:45 « ‹ 296 297 298 299 300 301 302 303 304 … 334 ›
Real lagði Bilbao Áhorfendur fengu nóg fyrir sinn snúð í leik Real Madrid og Atletic Bilbao í kvöld, en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn Extra og er ný lokið. Real hafði sigur 3-1, en þó gekk á ýmsu áður en heimamenn tryggðu sér sigurinn. Sport 23.10.2005 14:58
Djurgarden í úrslit Djurgarden, lið Kára Árnasonar í sænska boltanum, komst í kvöld í úrslit bikarkeppninnar þegar liðið lagði Elfsborg 2-1. Kári lék vel í kvöld og lagði meðal annars upp síðara mark liðsins. Djurgarden mætir fyrstu deildar liðinu Atvidaberg í úrslitaleik keppninnar í lok október. Sport 23.10.2005 14:58
Giggs ætlar að komast í liðið Ryan Giggs hefur þvertekið fyrir að hann sé í fýlu yfir því að komast ekki í byrjunarlið Manchester United og segir að sinn tími muni koma fljótlega. Giggs hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna á ferlinum með liðinu og segir það aldrei hafa komið til greina að yfirgefa félagið. Sport 23.10.2005 14:58
Woodgate er klár í slaginn í kvöld Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate hjá Real Madrid segist vera klár í slaginn á sál og líkama og vonast til að fá að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld, þegar Real mætir Atletic Bilbao. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:55 og verður sýndur síðar um kvöldið á Sýn. Sport 17.10.2005 23:48
Verðum að vinna næstu tvo leiki Paul Scholes hjá Manchester United gaf út þá yfirlýsingu í dag að ef Manchester United vinnur ekki sigur á Blackburn og Fulham í næstu tveimur deildarleikjum sínum, geti liðið einfaldlega gleymt því að stríða Chelsea eitthvað í titilslagnum í vetur. Sport 17.10.2005 23:48
Gravesen til United? Tomas Gravesen, leikmaður Real Madrid er orðaður við óvænta endurkomu í enska boltann í janúar. Talið er Manchester United hafi augastað á Dananum knáa sem á ekki sjö dagana sæla í herbúðum Real Madrid þessa dagana. Spænsku risarnir hafa tapað þremur leikjum í röð og Gravesen dottinn út úr liðinu. Sport 17.10.2005 23:48
Fjórir leikir í Þýskalandi Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Hamburger komst í annað sæti deildarinnar með góðum útisigri á Stuttgart. Leverkusen sigraði Cologne 2-1, Hertha sigraði Duisburg 3-2 og Nurnberg og Schalke skildu jöfn 1-1. Þá vann Mainz sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar það lagði Kaiserslautern 2-0 á útivelli. Sport 17.10.2005 23:47
Keane ætlar í þjálfun Roy Keane hefur rætt við forráðamenn Manchester United um að verða þjálfari hjá liðinu eftir að hann leggur skóna á hilluna. Keane, sem fótbrotnaði í leik gegn Liverpool fyrir skömmu, hefur tekið námskeið í þjálfun á undanförnum árum og mun bæta enn frekar við sig á næstunni meðan hann jafnar sig af meiðslunum. Sport 17.10.2005 23:47
Campo frá í tvo mánuði Úrvaldseildarlið Bolton varð í dag fyrir því áfalli að spænski miðjumaðurinn Ivan Campo fótbrotnaði á æfingu og talið er víst að hann verði frá keppni í tvo mánuði fyrir vikið. Sport 17.10.2005 23:47
Carrick frá í tvær vikur Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Tottenham verður frá keppni í um það bil tvær vikur eftir að hafa snúið sig á ökkla í leik liðsins við Grimsby í deildarbikarnum í gærkvöldi, en það er leikur sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst eins og aðrir leikmenn liðsins. Sport 17.10.2005 23:47
Jafnt hjá Barcelona og Valencia Barcelona og Valencia gerðu jafntefli í stórslag kvöldsins í spænska boltanum, þar sem markverðir liðanna voru í aðalhlutverki. Það voru gestirnir í Valencia sem náðu forystu í leiknum 2-1 eftir skelfileg mistök markvarðar Barcelona, en heimamenn náðu að nýta sér mistök markvarðar Valencia skömmu síðar og jöfnuðu metin. Sport 17.10.2005 23:47
Jol skammaði leikmenn sína Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, fór ekki fögrum orðum um leik sinna manna í tapinu gegn Grimsby í gærkvöldi, en Tottenham er dottið út úr bikarkeppninni fyrir liði sem er þremur deildum neðar á Englandi. Sport 17.10.2005 23:47
Enn dramatík í enska bikarnum Dramatíkin hélt áfram í enska bikarnum í kvöld, en Manchester City varð nýjasta liðið til að hljóta grimm örlög og falla úr keppni, þegar liðið tapaði fyrir Doncaster í vítakeppni. Heiðar Helguson skoraði eitt marka Fulham sem marði Lincoln 5-4. Sport 17.10.2005 23:47
Ísland úti í kuldanum Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Evrópu samþykktu í gær að Skandinavíudeildin í knattspyrnu, eða Royal League, sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, fái keppnisleyfi næstu fimm árin. Íslendingum hefur ekki verið boðið að vera með frekar en Finnum. Sport 17.10.2005 23:47
Neyðarfundur vegna stöðu deildar Neyðarfundur hefur verið boðaður hjá forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna minnkandi aðsóknar, lítils skemmtanagildis, minni spennu og hækkandi miðaverðs. Stjórnarformenn liða í úrvalsdeildinni hittast í nóvember næstkomandi. Í ítarlegri úttekt <em>BBC</em> kemur m.a. fram að of margar beinar útsendingar í sjónvarpi, hækkun miðaverðs og varfærni í leikskipulagi liða sé hugsanleg ástæða minnkandi aðsóknar. Sport 17.10.2005 23:46
Pálmi á förum frá KA Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KA í knattspyrnu sem þjálfarar og fyrirliðar 1.deildar karla völdu sem leikmann ársins í kjöri sem fótbolti.net stóð fyrir, er að öllum líkindum á förum frá félaginu. Sport 17.10.2005 23:47
Naumur sigur Bayern á Frankfurt Bayern München marði 0-1 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Paolo Guerrero skoraði sigurmarkið 18 mínútum fyrir leikslok. Þetta var 15. sigur Bæjara í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Sport 17.10.2005 23:46
Hörkuleikir á Sýn í kvöld Það verða tveir sannkallaðir stórleikir á Sýn í kvöld. Nú klukkan 18:50 verður á dagskrá leikur Barcelona og Valencia í spænska boltanum, en síðar um kvöldið verður leikur AC Milan og Lazio á dagskrá. Sá leikur er sýndur í beinni á Sýn Extra nú fljótlega á eftir. Sport 17.10.2005 23:47
Gilberto samdi við Arsenal Brasilíski miðjumaðurinn Gilberto hjá Arsenal, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2009. Sport 17.10.2005 23:46
Árni og félagar töpuðu Árni Gautur Arason og félagar hans í Valerenga töpuðu 2-0 fyrir Lilleström í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar í kvöld. Árni stóð í marki Valerenga allan leikinn, en gat ekki komið í veg fyrir tap sinna manna. Sport 17.10.2005 23:47
Portsmouth datt út úr bikarnum Nú er leik Gillingham og Portsmouth lokið í enska bikarnum. Það var Gillingham sem hafði sigur eftir framlengdan leik 3-2, eftir að hafa lent undir 2-1 í byrjun síðari hálfleiks. Það féllu því tvö úrvalsdeildarlið úr bikarnum í kvöld, því eins og fram kom hér áðan, tapaði Tottenham fyriri Grimsby. Sport 17.10.2005 23:45
Grimsby - Tottenham beint á Sýn Enska deildarbikarkeppnin í knattspyrnu hefst í kvöld. 21 leikur verður háður en viðureign Grimsby og Tottenham verður sýnd beint á Sýn klukkan 18.45. Sport 17.10.2005 23:44
Hafði tap á tilfinningunni Guðjón Þórðarson og félagar í Notts County töpuðu sínum fyrsta leik í ensku annari deildinni um helgina þegar liðið lá 2-0 fyrir Shrewsbury. "Ég var með slæma tilfinningu fyrir þessum leik alveg frá því ég vaknaði á laugardagsmorguninn," sagði Guðjón í viðtali á heimasíðu félagsins. Sport 17.10.2005 23:45
Rússar hafa áhuga á Aston Villa Forráðamenn Aston Villa hafa staðfest að viðræður séu í gangi við rússneska fjárfesta sem hafa í huga að kaupa félagið. Orðrómi sem kominn var á kreik að því fylgdi loforð um 75 milljónir punda til leikmannakaupa hefur þó verið vísað á bug og það tekið skýrt fram að viðræður séu aðeins á frumstigi. Sport 17.10.2005 23:45
Gústaf tekur við Haukum Gústaf Adolf Björnsson er tekinn við þjálfun 1. deildarliðs Hauka í fótbolta. Gústaf Adolf var ráðinn á mánudagskvöld eftir að stjórn Hauka hafði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Izudin Daða Dervic sem þjálfaði Hauka síðustu tvö sumur. Sport 17.10.2005 23:45
Rooney fær tveggja leikja bann Táningurinn skapstirði Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tveggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu fyrir brottvísun sína í leiknum gegn Villareal á dögunum, þar sem hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir kaldhæðnisleg mótmæli við dómara leiksins. Sport 17.10.2005 23:45
Andri til reynslu hjá Öster Vestmannaeyingurinn Andri Ólafsson heldur nú í vikunni til Svíþjóðar þar sem hann mun vera til reynslu hjá 1. deildarfélaginu Östers IF. Andri hefur verið einn af fastamönnum ÍBV í sumar en hann hefur leikið fimmtán leiki og skorað í þeim þrjú mörk. Forráðamenn Öster hafa fylgst með Andra í nokkurn tíma og hafa nú boðið honum að æfa með félaginu um skeið. Sport 17.10.2005 23:45
Góð tíðindi fyrir Boro Steve McClaren, stjóri Middlesbrough fagnar því um þessar mundir að fimm leikmenn liðsins sem hafa verið meiddir eru að snúa til baka og verða væntanlega í leikmannahóp liðsins um helgina þegar það mætir Sunderland. Sport 17.10.2005 23:45
Ragnar og Helgi til Noregs Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. Sport 17.10.2005 23:45
Dramatík í enska deildarbikarnum Það er jafnan mikið um dramatík og óvænt úrslit í enska deildarbikarnum og keppnin stóð fyllilega undir væntingum í þeim efnum í kvöld. Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs féll úr leik þegar það tapaði 1-0 fyrir fjórðudeildarliði Grimsby og Aston Villa rótburstaði Wycombe 8-3, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 3-1. Sport 17.10.2005 23:45