Besta deild karla

Fréttamynd

Upp­gjörið: KR - Fram 7-1 | Benóný Breki og KR með sýningu

KR vann ótrúlegan 7-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Benóný Breki skoraði fjögur mörk í liði heimamanna, Óðinn Bjarkason skoraði í sínum fyrsta leik í Bestu deildinni á meðan Luke Rae og Atli Sigurjónsson skoruðu einnig. Markús Páll Ellertsson skoraði mark Fram. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hvera­gerði fær stimpilinn frá Mosó

Sjálfsagt var fagnað langt fram á nótt í Mosfellsbæ eftir að Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í gær, í fyrsta sinn. Við þessi tímamót fær Hveragerði ákveðinn stimpil sem Mosfellsbær hefur lengi haft.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er bara besta móment lífs míns“

Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég bara há­grét í leiks­lok“

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir að liðið sigraði Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla.Afturelding hefur leikið í neðri deildum á Íslandi samfleytt síðan 1973 og var þetta gríðarlega stór stund fyrir þjálfarann og var hann skiljanlega hrærður í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Ungt og leikur sér

Þó stærstu nöfn Bestu deildar karla í fótbolta séu flest öll fullvaxta karlmenn sem eru við það að vera komnir fram yfir síðasta söludag þá hafa margir undir leikmenn látið ljós sitt skína í sumar. Við höldum í vonina að fleiri stígi í þeirra fótspor á næstu árum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Her­mann hættur með ÍBV

ÍBV verður með nýjan mann í brúnni þegar það spilar í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bestu guttarnir í Bestu deild karla

Vísir tók saman lista yfir ellefu bestu ungu leikmenn Bestu deildar karla í sumar. Um er að ræða leikmenn fædda 2004 og síðar og þeir verða að hafa spilað að minnsta kosti tíu deildarleiki í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óttast ekki bikar­þynnku: „Al­vöru sigur­vegarar finna sér hvatningu“

Ný­krýndir bikar­­­meistarar KA mæta svo til pressu­lausir til leiks í Bestu deildina í dag. Á heima­velli gegn HK-liði sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Með ekkert sér­stakt til að keppa að í deildinni óttast Hall­grímur Jónas­­­son, þjálfari KA-manna, ekki bikar­þynnku eftir fagnaðar­læti síðustu daga í kjöl­far sigursins sögu­­lega. Fögnuð þar sem leik­­­menn fengu fullt leyfi frá þjálfaranum til að sleppa af sér beislinu.

Íslenski boltinn