Íslenski boltinn

Gísli Gott­skálk verð­launaður með nýjum samningi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli Gottskálk Þórðarson ásamt Kára Árnasyni og Arnari Gunnlaugssyni.
Gísli Gottskálk Þórðarson ásamt Kára Árnasyni og Arnari Gunnlaugssyni. víkingur

Miðjumaðurinn efnilegi, Gísli Gottskálk Þórðarson, hefur framlengt samning sinn við Víking til 2027.

Gísli hefur spilað einstaklega vel fyrir Víkinga í sumar. Liðið er á toppi Bestu deildarinnar og komst í úrslit Mjólkurbikarsins.

„Gísli hefur sannað sig sem ekki aðeins efnilegasta mann landsins heldur tel ég hann vera í topp 5 yfir þá bestu í deildinni í dag. Það er óhætt að segja að the sky is the limit þegar það kemur að hversu langt hann getur náð í fótbolta,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir undirskriftina. 

„Hann er með eiginleika sem mjög fáir íslenskir leikmenn búa yfir en fyrir utan alla hans knattspyrnuhæfileika þá er það sem hann ber á herðum sér hans besti kostur og það mun tryggja að hann nái mjög langt á sínum ferli.“

Gísli kom til Víkings frá ítalska liðinu Bologna 2022. Hlutverk hans í Víkingsliðinu hefur farið stækkandi og í sumar hefur hann stimplað sig inn sem lykilmann hjá því.

Næsti leikur Víkings er gegn Val á Hlíðarenda á sunnudaginn. 


Tengdar fréttir

Bestu guttarnir í Bestu deild karla

Vísir tók saman lista yfir ellefu bestu ungu leikmenn Bestu deildar karla í sumar. Um er að ræða leikmenn fædda 2004 og síðar og þeir verða að hafa spilað að minnsta kosti tíu deildarleiki í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×