„Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2024 15:45 Theodór Elmar (t.h.) segir að í draumaheimi hefðu þeir Kjartan Henry (t.v.) lokið ferlinum saman hjá KR. Samsett/Vísir „Það hefði verið fullkominn endir,“ segir Theodór Elmar Bjarnason um fyrrum liðsfélaga sinn hjá KR, Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan yfirgaf KR sumarið 2022 sem fylgdi mikið fjaðrafok og náðu þeir félagarnir því örfáum leikjum saman með Vesturbæjarliðinu. Kjartan Henry og Theodór Elmar spiluðu saman upp yngri flokka hjá KR og brutu sér báðir inn leið í aðallið félagsins sumarið 2004, þá 17 og 18 ára gamlir. Báðir heilluðu mjög og skiptu saman til skoska stórveldisins Celtic í Glasgow. Þar voru þeir báðir til 2008 en Kjartan Henry sneri heim í KR sumarið 2010 og var til 2014. Á þeim tíma vann KR til tveggja Íslandsmeistaratitla og þriggja bikartitla. Hann fór aftur út en þeir félagar sameinuðust svo í KR þegar Theodór Elmar sneri heim sumarið 2021. Það fór hins vegar ekki alveg á þann veg. „Það hefði verið fullkomið í fullkomnum heimi. En maður hefur lært það að það er sjaldnast þannig. Það er bara óskhyggja. Ég segi alltaf að 95 prósent í fótboltanum eru vonbrigði. Svo eru einhver fimm prósent að upplifa geggjaðar tilfinningar. Annars ertu alltaf að vinna þig í gegnum að hafa tapað leikjum eða slíkt. Þú ert að spila fyrir þessi fimm prósent sem gefa þér svo mikið,“ „Þau gefa þér svo mikið af því að stærsti hlutinn er alltaf verið að berja þig niður. Þeir sterkustu standa alltaf aftur upp,“ segir Elmar Viss um að þeir sameinist aftur Margur sá fyrir sér að þeir myndu klára ferilinn saman í Vesturbænum en sumarið 2022 sauð upp úr milli Kjartans og þeirra sem valdið höfðu í Vesturbænum. Hann eyddi sumrinu meira og minna á bekknum og var svo látinn fara þegar leiktíðinni lauk. Kjartan lék með FH og skoraði ellefu mörk sumarið 2023 og hætti eftir það tímabil til að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Hafnafjarðarfélaginu. „Svona var hans endir. Þetta var bara ömurlegt í alla staði. KR sér eftir honum, auðvitað. En svo fór sem fór og hann er náttúrulega bara glaður í nýju starfi og gerir það vel. Á endanum gleymist þetta bara, tíminn læknar þessi sár og við sameinumst aftur,“ segir Elmar. Sjá má ummæli Elmars um málið í spilaranum að ofan. Viðtalið verður birt í heild á Vísi á sunnudagsmorgun. KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Kjartan Henry og Theodór Elmar spiluðu saman upp yngri flokka hjá KR og brutu sér báðir inn leið í aðallið félagsins sumarið 2004, þá 17 og 18 ára gamlir. Báðir heilluðu mjög og skiptu saman til skoska stórveldisins Celtic í Glasgow. Þar voru þeir báðir til 2008 en Kjartan Henry sneri heim í KR sumarið 2010 og var til 2014. Á þeim tíma vann KR til tveggja Íslandsmeistaratitla og þriggja bikartitla. Hann fór aftur út en þeir félagar sameinuðust svo í KR þegar Theodór Elmar sneri heim sumarið 2021. Það fór hins vegar ekki alveg á þann veg. „Það hefði verið fullkomið í fullkomnum heimi. En maður hefur lært það að það er sjaldnast þannig. Það er bara óskhyggja. Ég segi alltaf að 95 prósent í fótboltanum eru vonbrigði. Svo eru einhver fimm prósent að upplifa geggjaðar tilfinningar. Annars ertu alltaf að vinna þig í gegnum að hafa tapað leikjum eða slíkt. Þú ert að spila fyrir þessi fimm prósent sem gefa þér svo mikið,“ „Þau gefa þér svo mikið af því að stærsti hlutinn er alltaf verið að berja þig niður. Þeir sterkustu standa alltaf aftur upp,“ segir Elmar Viss um að þeir sameinist aftur Margur sá fyrir sér að þeir myndu klára ferilinn saman í Vesturbænum en sumarið 2022 sauð upp úr milli Kjartans og þeirra sem valdið höfðu í Vesturbænum. Hann eyddi sumrinu meira og minna á bekknum og var svo látinn fara þegar leiktíðinni lauk. Kjartan lék með FH og skoraði ellefu mörk sumarið 2023 og hætti eftir það tímabil til að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Hafnafjarðarfélaginu. „Svona var hans endir. Þetta var bara ömurlegt í alla staði. KR sér eftir honum, auðvitað. En svo fór sem fór og hann er náttúrulega bara glaður í nýju starfi og gerir það vel. Á endanum gleymist þetta bara, tíminn læknar þessi sár og við sameinumst aftur,“ segir Elmar. Sjá má ummæli Elmars um málið í spilaranum að ofan. Viðtalið verður birt í heild á Vísi á sunnudagsmorgun.
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira