Valur

Fréttamynd

Umfjöllun: Valur - Selfoss 1-1 | Valur gerði jafntefli áður en bikarinn fór á loft

Valur og Selfoss skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð deildarinnar og því eingöngu spurning um að klára mótið með glæsibrag áður en bikarinn færi á loft. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á nýlokinni leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Fannst halla mjög mikið á okkur“

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var svekktur með lokamínútur fyrri hálfleiks í tapinu fyrir Val í kvöld, 26-18. Honum fannst Valsmenn fá að ganga full hart fram í vörninni.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta eru alltaf bestu bikararnir“

„Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 18-27 | Valur ekki í vandræðum með nýliðana

Valur var ekki í vandræðum með nýliða Selfoss í 2. umferð Olís deildar-kvenna. Varnarleikur Vals var vel skipulagður sem Selfyssingar áttu engin svör við. Valur var sex mörkum yfir í hálfleik og setti tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks og áttu nýliðarnir aldrei möguleika. Valur endaði á að vinna níu marka sigur 18-27. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lands­meistarinn Þór­dís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“

„Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Boltinn lak bara í gegn“

Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, var svekkt yfir því að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í fyrri hálfleiknum í tapinu fyrir Slavia Prag, 0-1, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Valskonur einar um að fljúga frá Íslandi

Tvö íslensku liðanna sem leika í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta munu leika einvígi sín alfarið á heimavelli en bikarmeistarar Vals spila hins vegar báða leiki sína á útivelli.

Handbolti