Valur

Fréttamynd

Ung dóttir Baldurs bongó í þjálfun á trommunum

Tónlistarkennarinn Baldur Orri Rafnsson, betur þekktur sem „Baldur bongó“, er einn þekktasti stuðningsmaður íþróttaliða Vals. Ef það er eitthvað sem minnir sérstaklega á Val þá er það takturinn í bongó trommum hans.

Handbolti
Fréttamynd

„Fyrir mér er þetta löngu búið“

Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti.

Körfubolti
Fréttamynd

„Mér fannst hann tæta okkur“

Eins kátur og Patrekur Jóhannesson gat verið eftir fyrri hálfleik Stjörnunnar gegn Val í kvöld þá var þjálfarinn alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn, í 35-29 tapi Stjörnumanna í Olís-deildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Valur rétt marði ÍR en Njarðvík burstaði Fjölni

Valur vann nauman sigur á botnliði ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Kiana Johnson skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir en ÍR hefur ekki unnið leik í deildinni í vetur. Þá vann Njarðvík stórsigur á Fjölni suður með sjó.

Körfubolti
Fréttamynd

Leikbann Alexanders dregið til baka

Leikbannið sem Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, var dæmdur í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Benidorm í Evrópudeildinni 1. nóvember hefur verið dregið til baka. Hann getur því spilað gegn Flensburg í næstu viku.

Handbolti
Fréttamynd

Orðlaus yfir mögnuðum tilþrifum Benedikts

Valsmenn urðu á dögunum fyrsta íslenska liðið í sögunni til að vinna tvo Evrópuleiki í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur gegn Benidorm á útivelli. Áður hafði liðið unnið fjögurra marka sigur gegn ungverska liðinu Ferencváros og leikmenn Vals eru farnir að vekja athygli fyrir utan landsteinana.

Handbolti