Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 76-89 | Sjötti sigur Hauka í röð Andri Már Eggertsson skrifar 9. nóvember 2022 23:00 Keira Robinson í baráttunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu sinn sjötta sigur í röð í Subway deild-kvenna í kvöld. Haukar unnu þrettán stiga sigur á Val 76-89. Haukar tóku frumkvæðið í fyrri hálfleik og voru mest tuttugu stigum yfir. Þrátt fyrir nokkur stutt áhlaup Vals lentu Haukar aldrei undir og fögnuðu sigri að lokum. Leikurinn byrjaði eins og þegar liðin áttust við í Ólafssal fyrr á tímabilinu. Valur átti í vandræðum með að leysa vörn Hauka og fyrsta karfa Vals kom eftir tæplega fjórar mínútur. Eftir fyrstu körfuna varð sóknarleikur Vals betri en Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, tók leikhlé í stöðunni 8-16 þar sem varnarleikur Vals var ekki í jafnvægi. Ólafi tókst engan veginn að laga varnarleik Vals og Haukar gengu á lagið. Eftir fyrsta leikhluta voru gestirnir með fjórtán stiga forskot 17-31. Sólrún Inga Gísladóttir kom af bekknum og spilaði 17 mínúturVísir/Hulda Margrét Valur byrjaði annan leikhluta vel og það var betri spilamennska og meiri orka í Valskonum heldur en var í fyrsta leikhluta. En alltaf þegar Valur var við það að saxa forskot Hauka niður þá kom svar frá Haukum sem juku muninn. Haukar komust mest tuttugu stigum yfir 22-42. Það var allt annað að sjá Val eftir að heimakonur lentu tuttugu stigum undir. Valur náði að loka á sóknarleik Hauka og Simone Costa endaði fyrri hálfleik á flautuþristi og minnkaði forskot Hauka niður í sjö stig. Staðan í hálfleik var 36-43. Það var hart barist í Origo-höllinniVísir/Hulda Margrét Keira Robinson fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði átján stig og gaf þrjár stoðsendingar. Dagbjört Dögg var stigahæst hjá Val í hálfleik með tíu stig. Valskonum tókst ekki að nýta sér góðan endi á fyrri hálfleik í upphafi þriðja leikhluta heldur tóku Haukar frumkvæðið og komust sextán stigum yfir þegar þriðji leikhluti var hálfnaður 42-58. Eins og gangur leiksins hafði verið þá náði Valur að minnka forskot Hauka niður í tíu stig þegar haldið var í síðasta fjórðung. Dagbjört Dögg Karlsdóttir gerði 12 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Fjórði leikhluti þróaðist eins og hinir þrír. Haukar voru með frumkvæðið og heimakonum tókst ekki að brjóta upp leikinn eins og þær hefðu þurft að gera til að ógna forskoti Hauka. Gestirnir unnu á endanum þrettán stiga sigur 76-89. Af hverju unnu Haukar? Haukar tóku frumkvæði og byrjuðu alla leikhlutana betur. Um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar tuttugu stigum yfir. Haukar svöruðu áhlaupi Vals og voru betri nánast allan leikinn. Haukar töpuðu tólf boltum minna en Valur ásamt því tóku Haukar fimm sóknarfráköstum meira en Valur. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson var allt í öllu hjá Haukum. Keira gerði 26 stig, tók 5 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Keira endaði með 34 framlagspunkta. Eva Margrét Kristjánsdóttir spilaði afar vel í kvöld. Eva gerði 24 stig og tók 14 fráköst. Eva endaði með 33 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Valur tapaði átján boltum sem var tólf boltum meira en Haukar. Varnarleikur Vals var einnig afar lélegur á köflum þar sem Haukar komust allt of auðveldlega í átt að hringnum. Hallveig Jónsdóttir tók afar lítið til sín og náði sér ekki á strik í kvöld. Hallveig tók aðeins þrjú skot og klikkaði úr þeim öllum. Hallveig endaði með tvö stig sem komu úr vítum. Hvað gerist næst? Haukar fá Keflavík í heimsókn næsta miðvikudag klukkan 20:15. ÍR og Valur mætast næsta miðvikudag klukkan 19:15. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik. Ólafur: Ansi margt sem var lélegt í kvöld Ólafur Jónas á hliðarlínunni í kvöldVísir/Hulda Margrét „Það var ansi margt sem mér fannst ekki vera nógu gott hjá okkur. Við vorum að tapa mikið af boltum enn og aftur gegn Haukum. Mér fannst við byrja illa í öllum leikhlutum,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson og hélt áfram. „Á móti svona liði er allt of seint að lenda tuttugu stigum undir og ætla þá að koma með áhlaup. Það er bara allt of erfitt gegn eins sterku liði og Haukum.“ Ólafur hafði fá svör við seinni hálfleik Vals þar sem Valur gerði lítið sem ekkert til að koma til baka. „Ef ég vissi hvað við hefðum átt að gera betur í seinni hálfleik þá hefði leikurinn farið öðruvísi,“ sagði Ólafur Jónas að lokum. Subway-deild kvenna Valur Haukar
Haukar unnu sinn sjötta sigur í röð í Subway deild-kvenna í kvöld. Haukar unnu þrettán stiga sigur á Val 76-89. Haukar tóku frumkvæðið í fyrri hálfleik og voru mest tuttugu stigum yfir. Þrátt fyrir nokkur stutt áhlaup Vals lentu Haukar aldrei undir og fögnuðu sigri að lokum. Leikurinn byrjaði eins og þegar liðin áttust við í Ólafssal fyrr á tímabilinu. Valur átti í vandræðum með að leysa vörn Hauka og fyrsta karfa Vals kom eftir tæplega fjórar mínútur. Eftir fyrstu körfuna varð sóknarleikur Vals betri en Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, tók leikhlé í stöðunni 8-16 þar sem varnarleikur Vals var ekki í jafnvægi. Ólafi tókst engan veginn að laga varnarleik Vals og Haukar gengu á lagið. Eftir fyrsta leikhluta voru gestirnir með fjórtán stiga forskot 17-31. Sólrún Inga Gísladóttir kom af bekknum og spilaði 17 mínúturVísir/Hulda Margrét Valur byrjaði annan leikhluta vel og það var betri spilamennska og meiri orka í Valskonum heldur en var í fyrsta leikhluta. En alltaf þegar Valur var við það að saxa forskot Hauka niður þá kom svar frá Haukum sem juku muninn. Haukar komust mest tuttugu stigum yfir 22-42. Það var allt annað að sjá Val eftir að heimakonur lentu tuttugu stigum undir. Valur náði að loka á sóknarleik Hauka og Simone Costa endaði fyrri hálfleik á flautuþristi og minnkaði forskot Hauka niður í sjö stig. Staðan í hálfleik var 36-43. Það var hart barist í Origo-höllinniVísir/Hulda Margrét Keira Robinson fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði átján stig og gaf þrjár stoðsendingar. Dagbjört Dögg var stigahæst hjá Val í hálfleik með tíu stig. Valskonum tókst ekki að nýta sér góðan endi á fyrri hálfleik í upphafi þriðja leikhluta heldur tóku Haukar frumkvæðið og komust sextán stigum yfir þegar þriðji leikhluti var hálfnaður 42-58. Eins og gangur leiksins hafði verið þá náði Valur að minnka forskot Hauka niður í tíu stig þegar haldið var í síðasta fjórðung. Dagbjört Dögg Karlsdóttir gerði 12 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Fjórði leikhluti þróaðist eins og hinir þrír. Haukar voru með frumkvæðið og heimakonum tókst ekki að brjóta upp leikinn eins og þær hefðu þurft að gera til að ógna forskoti Hauka. Gestirnir unnu á endanum þrettán stiga sigur 76-89. Af hverju unnu Haukar? Haukar tóku frumkvæði og byrjuðu alla leikhlutana betur. Um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar tuttugu stigum yfir. Haukar svöruðu áhlaupi Vals og voru betri nánast allan leikinn. Haukar töpuðu tólf boltum minna en Valur ásamt því tóku Haukar fimm sóknarfráköstum meira en Valur. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson var allt í öllu hjá Haukum. Keira gerði 26 stig, tók 5 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Keira endaði með 34 framlagspunkta. Eva Margrét Kristjánsdóttir spilaði afar vel í kvöld. Eva gerði 24 stig og tók 14 fráköst. Eva endaði með 33 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Valur tapaði átján boltum sem var tólf boltum meira en Haukar. Varnarleikur Vals var einnig afar lélegur á köflum þar sem Haukar komust allt of auðveldlega í átt að hringnum. Hallveig Jónsdóttir tók afar lítið til sín og náði sér ekki á strik í kvöld. Hallveig tók aðeins þrjú skot og klikkaði úr þeim öllum. Hallveig endaði með tvö stig sem komu úr vítum. Hvað gerist næst? Haukar fá Keflavík í heimsókn næsta miðvikudag klukkan 20:15. ÍR og Valur mætast næsta miðvikudag klukkan 19:15. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik. Ólafur: Ansi margt sem var lélegt í kvöld Ólafur Jónas á hliðarlínunni í kvöldVísir/Hulda Margrét „Það var ansi margt sem mér fannst ekki vera nógu gott hjá okkur. Við vorum að tapa mikið af boltum enn og aftur gegn Haukum. Mér fannst við byrja illa í öllum leikhlutum,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson og hélt áfram. „Á móti svona liði er allt of seint að lenda tuttugu stigum undir og ætla þá að koma með áhlaup. Það er bara allt of erfitt gegn eins sterku liði og Haukum.“ Ólafur hafði fá svör við seinni hálfleik Vals þar sem Valur gerði lítið sem ekkert til að koma til baka. „Ef ég vissi hvað við hefðum átt að gera betur í seinni hálfleik þá hefði leikurinn farið öðruvísi,“ sagði Ólafur Jónas að lokum.