Valur

Fréttamynd

„Þurfum bara okkar besta leik í vetur“

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði liðið þurfa að sýna sitt allra besta þegar Olympiacos mætir á Hlíðarenda í kvöld og fyrri leikur liðanna í úrslitum Evrópubikarsins fer fram.

Handbolti
Fréttamynd

Kristinn: Varnar­leikur, varnar­leikur og varnar­leikur

Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn og stigahæsti leikmaður þeirra Kristinn Pálsson var að sjálfsögðu ánægður með sína menn. Hann sagði tímabært að einhver vinni í Smáranum. Lokastaðan 89-79 fyrir Val og átti Kristinn 18 stig af þeim.

Körfubolti
Fréttamynd

Vals­menn endur­heimta Kára á besta tíma

Deildarmeisturum Vals hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur fyrir úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst nú í kvöld. Kári Jónsson, sem hefur verið meiddur undanfarna mánuði, er snúinn aftur í leikmannahóp liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Grín sem snerist mjög fljótt upp í al­vöru

Vals­menn standa nú í sporum sem Mulnings­vélin svo­kallaða stóð í fyrir 44 árum. Fram­undan úr­slita­ein­vígi í Evrópu­bikarnum í hand­bolta. Þor­björn Jens­son var einn af prímu­s­mótorunum í Evrópu­ævin­týri Vals árið 1980. Þátt­töku liðsins í Evrópu­keppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli al­vöru.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég táraðist smá“

Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka 28-25 og einvígið 3-0. Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagðist næstum því hafa farið að gráta á verðlaunapallinum.

Sport
Fréttamynd

„Okkur dauð­langar í meira“

Það er ó­hætt að segja að komandi dagar séu ansi mikil­vægir fyrir karla­lið Vals í hand­bolta sem að leikur þrjá úr­slita­leiki á næstunni. Úr­slita­leiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskars­syni, þjálfara liðsins og leik­mönnum hans. Fyrsti úr­slita­leikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftur­eldingu á heima­velli í undan­úr­slitum Olís deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Kristófer Acox: „Fokkin passion“

Kristófer Acox var skiljanlega mjög sáttur það að vera kominn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Hann átti svakalegt sóknarfráköst í lok leiksins sem hafði mikil áhrif í því að Valur vann á endanum þriggja stiga sigur, 85-82, eftir að gestirnir virtust með unninn leik í höndunum í 4. leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við erum al­veg ró­leg“

Valur sigraði í kvöld Hauka í öðrum leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Valskonum vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að hampa titlinum. Lokatölur í kvöld 22-30.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjör: Haukar - Valur 22-30 | Meistararnir í 2-0

Valur vann í kvöld öruggan sigur á Haukum í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Lokatölur 22-30, í leik þar sem Valskonur sýndu mátt sinn og megin. Valur er því kominn í 2-0 í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki.

Handbolti
Fréttamynd

„Gæti orðið spennandi verk­efni að vera í botnbaráttu“

KA er enn í leit að sigri í Bestu deildinni eftir tap á N1 vellinum að Hlíðarenda í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vals sem óhætt er að segja að hafi verið sannfærandi. Hallgrímur Jónasson ræddi við Vísi stuttu eftir leik og hafði þetta að segja um frammistöðu síns liðs.

Fótbolti