„Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2024 22:02 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25. Valur vann einvígið 3-0 og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var hæst ánægður með tímabilið. „Mér fannst spennustigið mjög hátt hjá okkur sem ég átti ekki von á þar sem við erum með reynslumikið lið. Það var mikil spenna og á köflum ætluðum við að skora tvö mörk í sömu sókninni sem skilar yfirleitt ekki árangri. En við náðum að stilla okkur af og koma leiknum í jafnvægi fyrir hlé,“ sagði Ágúst Jóhannsson í samtali við Vísi eftir leik. Í stöðunni 2-6 eftir tíu mínútna leik tók Ágúst leikhlé þar sem hann lét sitt lið heyra það og það heyrðist vel í honum. „Við komum til baka. Það er eins og það er og stundum þarf maður að æsa sig aðeins. Stelpurnar komu sterkar til baka og sýndu karakter að koma sér inni í leikinn fyrir hlé og síðan fannst mér við vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir 11-14. Eftir það kom 10-2 áhlaup hjá Val og þá var Íslandsmeistaratitillinn gott sem kominn. „Varnarleikurinn var mjög þéttur og Hafdís [Renötudóttir] var frábær og við töluðum um það í hálfleik að okkur langaði ekkert í fleiri leiki. Þetta var komið gott og stelpurnar hafa spilað mikið af leikjum og þær hafa spilað 30 leiki og unnið 29 af þeim sem er einstakt afrek og það er mikið hrós á leikmannahópinn.“ Valur vann alla titlana á Íslandi sem í boði voru og töpuðu aðeins einum leik gegn Haukum þann 23. október árið 2023. „Það gerði ágætlega gott fyrir okkur að tapa þessum leik gegn Haukum. Okkur fannst við ekki spila vel og það fékk okkur til að koma okkur niður á jörðina. Eftir áramót breyttum við æfingunum og fórum að æfa aðeins meira. Við fórum að lyfta meira, æfðum meira á sunnudögum, minnkuðum fríin og vorum aðeins með einn frídag í viku. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og eiga skilið að vera meistarar.“ Ágúst hefur verið í átta ár sem þjálfari Vals en hvernig ber hann þetta tímabil saman við önnur sem hann hefur þjálfað. „Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur. Það er erfitt að leggja fingur á það en ég hef verið hérna í átta ár og við höfum alltaf verið í úrslitum og ég get eiginlega ekki svarað þessu. Ég er gríðarlega ánægður með þennan titil og mér fannst við vera sannfærandi í vetur og sennilega meira en oft áður.“ Ágúst sagði að lokum að hann yrði áfram með Val en grínaðist með að hann væri að hætta þar sem formaður handknattleiksdeildar Vals stóð beint á móti honum og heyrði í honum. Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Sjá meira
„Mér fannst spennustigið mjög hátt hjá okkur sem ég átti ekki von á þar sem við erum með reynslumikið lið. Það var mikil spenna og á köflum ætluðum við að skora tvö mörk í sömu sókninni sem skilar yfirleitt ekki árangri. En við náðum að stilla okkur af og koma leiknum í jafnvægi fyrir hlé,“ sagði Ágúst Jóhannsson í samtali við Vísi eftir leik. Í stöðunni 2-6 eftir tíu mínútna leik tók Ágúst leikhlé þar sem hann lét sitt lið heyra það og það heyrðist vel í honum. „Við komum til baka. Það er eins og það er og stundum þarf maður að æsa sig aðeins. Stelpurnar komu sterkar til baka og sýndu karakter að koma sér inni í leikinn fyrir hlé og síðan fannst mér við vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir 11-14. Eftir það kom 10-2 áhlaup hjá Val og þá var Íslandsmeistaratitillinn gott sem kominn. „Varnarleikurinn var mjög þéttur og Hafdís [Renötudóttir] var frábær og við töluðum um það í hálfleik að okkur langaði ekkert í fleiri leiki. Þetta var komið gott og stelpurnar hafa spilað mikið af leikjum og þær hafa spilað 30 leiki og unnið 29 af þeim sem er einstakt afrek og það er mikið hrós á leikmannahópinn.“ Valur vann alla titlana á Íslandi sem í boði voru og töpuðu aðeins einum leik gegn Haukum þann 23. október árið 2023. „Það gerði ágætlega gott fyrir okkur að tapa þessum leik gegn Haukum. Okkur fannst við ekki spila vel og það fékk okkur til að koma okkur niður á jörðina. Eftir áramót breyttum við æfingunum og fórum að æfa aðeins meira. Við fórum að lyfta meira, æfðum meira á sunnudögum, minnkuðum fríin og vorum aðeins með einn frídag í viku. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og eiga skilið að vera meistarar.“ Ágúst hefur verið í átta ár sem þjálfari Vals en hvernig ber hann þetta tímabil saman við önnur sem hann hefur þjálfað. „Manni finnst nýjasti bikarinn alltaf sætastur. Það er erfitt að leggja fingur á það en ég hef verið hérna í átta ár og við höfum alltaf verið í úrslitum og ég get eiginlega ekki svarað þessu. Ég er gríðarlega ánægður með þennan titil og mér fannst við vera sannfærandi í vetur og sennilega meira en oft áður.“ Ágúst sagði að lokum að hann yrði áfram með Val en grínaðist með að hann væri að hætta þar sem formaður handknattleiksdeildar Vals stóð beint á móti honum og heyrði í honum.
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Sjá meira