Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Einkavæðing banka og ábyrgð ráðherra

Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga?

Skoðun
Fréttamynd

Frumvarp Jóns um lögreglu afgreitt úr ríkisstjórn

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögreglulögum, sem felur meðal annars í sér heimildir til forvirkra rannsókna og vopnaburð lögreglu, var afgreitt af ríkisstjórn í morgun. Ráðherranna telur raunhæft að frumvarpið verði að lögum fljótlega eftir áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu

Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 

Innlent
Fréttamynd

Staðreyndir og þvættingur um úttekt Ríkisendurskoðunar

Það hefur verið sagt að það sé vísindalega sannað að það sé ómögulegt annað en að vera vitur eftir á. Við höfum orðið vitni að því síðustu daga þegar þekkt bandalag stjórnarandstöðuflokka og sumra fjölmiðlamanna, fóðruð með skýrslu Ríkisendurskoðunar, hefur tekið það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig hefði átt að standa að sölu á stórum hlut í banka sem er skráður á markað. Þar er teygt sig langt við að snúa öllum staðreyndum á haus til að þjóna eigin pólitískri hentisemi.

Umræðan
Fréttamynd

Bein út­sending: Mat­væla­þing 2022

Matvælaþing 2022 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag. Það er Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem boðar til þingsins sem hefst klukkan 9:15 og stendur til 15:45.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan kalli ekki eftir for­virkum rann­sóknar­heimildum

Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni

Forsætisráðuneytið hefur hafnað því að fyrirhugað frumvarp ráðherra hafi skaðleg áhrif á erlenda fjárfestingu hérlendis á þeim grundvelli að ekki séu til erlendar rannsóknir sem sýni fram á það. Það er ekki trúverðugur málflutningur. Þær kvaðir sem felast í sérstakri rýni og samþykktarferli auka kostnað og áhættu mögulegra fjárfesta og hafa þannig augljósan fælingarmátt, jafnvel þótt fjárfestingum sé almennt ekki hafnað

Umræðan
Fréttamynd

Boðar stríð gegn skipu­lagðri brota­starf­semi

Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna.

Innlent
Fréttamynd

Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði

Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 

Erlent
Fréttamynd

Hvorki list né vísindi að selja banka

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að góð stjórnsýsla sé lykilatriði þegar kemur að því að selja ríkisiseignir. Það sé hvorki list né vísindi að selja banka. Hún telur jafn framt að sú aðferð sem beitt var við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor henti ekki sérstaklega vel í jafn litlu samfélagi og á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“

Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 

Innlent
Fréttamynd

Öll þjónusta við útlendinga í eina stofnun

Félags- og vinnumarkaðsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að sameina Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur þannig að öll þjónusta við við innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verði á hjá einni stofnun. Hún á að taka til starfa á næsta ári og fá nýtt nafn.

Innlent
Fréttamynd

Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla

Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 

Innlent
Fréttamynd

Íslenskan er okkar allra

Íslensk tunga er dýrmæt auðlind sem á stóran þátt í að móta okkar sterka samfélag. Tungumálið er tenging við söguna og mikilvægur hluti af menningarlegu fullveldi þjóðarinnar. Upp er runnin dagur íslenskrar tungu þar sem við minnum okkur á það grundvallarhlutverk sem tungumálið okkar gegnir fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Kynnti aukin framlög Íslands til alþjóðlegra loftslagsmál

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í dag og greindi meðal annars frá auknum fjárframlögum Íslands til alþjóðlegra loftslagsmála. Kynnti hún einnig sameiginlegt verkefni Íslands og Síle um verndun freðhvolfs jarðar.

Innlent
Fréttamynd

Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra

Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 

Innlent
Fréttamynd

Hvað svo?

Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka.

Skoðun
Fréttamynd

„Framkvæmdin var ekki nógu góð“

Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið.

Innlent
Fréttamynd

Á­byrgð banka­sölu­ráð­herra

Útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka í marsmánuði var þriðja stærsta hlutafjárútboð í Íslandssögunni, að andvirði 52,7 milljarða króna. Nauðsyn þess að vel yrði að verki staðið var því augljóst fyrir hagsmuni almennings. Lög um söluferlið eru skýr og þar er áhersla lögð á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni.

Skoðun
Fréttamynd

Frum­­varp­­ ráðherra dregur ver­­u­­leg­­a úr erlendri fjárfestingu sem er lítil fyrir

Samtök atvinnulífsins gagnrýna að ekkert efnahagslegt mat liggi fyrir hver séu áhrif lagafrumvarps sem innleiði á rýni á erlendum fjárfestinga þjóðaöryggis. „Þau eru að öllum líkindum veruleg,“ segja samtökin, sem telja mikilvægt að stefna stjórnvalda liggi fyrir um beina erlenda fjárfestingu áður en ráðist sé í lagasetningu sem þessa. Erlend fjárfesting sé hlutfallslega lítil á Íslandi samanborið við önnur OECD ríki og hún hafi raunar dregist saman hér á landi undanfarin ár þegar litið sé til hlutfalls af landsframleiðslu.

Innherji