Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Jóla­kveðja mat­væla­ráð­herra

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ritaði grein í síðasta Bændablað undir fyrirsögninni „Bjartsýni í sauðfjárrækt“. Greinin skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði hjá undirrituðum og fleirum sbr. nýlega skoðanagrein Þuríðar Lillý Sigurðardóttur (Vonbrigði fyrir starfstétt sauðfjárbænda).

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­mál­a­ráð­herr­a hafð­i ekki „nokkr­a á­stæð­u“ til að í­hug­a hæfi sitt

Ríkisendurskoðandi sagði að hann hafi ekki komið auga á atvik þar sem fjármálaráðherra hafi haft „nokkra ástæðu“ til að velta fyrir sér hæfi sínu við sölu á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra hafi ekki fengið slíkar upplýsingar á borð til sín. Hefði Ríkisendurskoðun orðið þess áskynja í framkvæmdinni hefði verið vakin athygli á því í skýrslu um söluna. „Það skýrir hvers vegna við fórum ekki dýpra ofan í þá sálma [í skýrslunni],“ sagði ríkisendurskoðandi.

Innherji
Fréttamynd

Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur

Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. 

Innlent
Fréttamynd

Skýr skref í þágu lög­gæslunnar

Við höfum öll orðin vör við aukna hörku og breyttar aðstæður í glæpastarfsemi á Íslandi. Síðustu vikur hafa fregnir af hrottalegum árásum og auknum umsvifum glæpasamtaka verið daglegt brauð. Lögreglan gerir allt sem hún getur með þann mannafla og þá tækni sem hún hefur í höndum sér, en þó sjáum við íbúa óttaslegna við þróun skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Framlögin tveir milljarðar króna

Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar.

Innlent
Fréttamynd

Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni

Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukið aðgengi fatlaðs fólks

Í dag höldum við hátíðlegan alþjóðlegan dag fatlaðs fólks sem ætlað er að stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á málefnum fatlaðs fólks. Í ár er sérstök áhersla á hlutverk nýsköpunar við að ýta undir aðgengilegan og sanngjarnan heim.

Skoðun
Fréttamynd

Aukin heimild til eftir­lits nái frum­varpið fram að ganga

Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd.

Innlent
Fréttamynd

VG gerir fyrir­vara við frum­­varp Jóns um lög­­regluna

Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að ná samningum sem fyrst

Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna.

Innlent
Fréttamynd

Samningur og sam­vinna um með­ferð við endó­metríósu

Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er réttlætismál og áherslumál ríkisstjórnarinnar. Það er mikilvægt að allir hafi jafnt aðgengi að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðgengi sé óháð kyni, stöðu, bakgrunni, efnahag og búsetu. Bið eftir heilbrigðisþjónustu eða skert aðgengi getur verið dýrkeypt einstaklingnum og samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót

Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu milljónir til verslana í dreif­býli

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerir stjórn­völdum kleift að stíga mjög á­kveðin skref

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að aukin framlög til löggæslu- og fangelsismála sem gert sé ráð fyrir í breytingartillögum fjármálaráðherra við fjárlög muni gera mönnum kleift að stíga mjög ákveðin skref í rannsóknum og greiningum á skipulagðri glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd fíflast með fram­tíð fisk­eldis

Í umræðu liðinna daga hefur nokkuð verið rætt um gjaldtöku af fiskeldi. Tilefnið er fyrst og fremst boðuð áform núverandi ríkisstjórnar um nærri tvöföldun á auðlindagjaldi vegna fiskeldis, sem innheimt er af þeim sem hafa leyfi til sjókvíaeldis við Ísland.

Skoðun
Fréttamynd

Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets

Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til dómsmálaráðherra

Sæll, Jón GunnarssonAð undanförnu hefur fyrirhuguð lokun við fangelsið á Sogni verið mér hjartansmál. Í þessu bréfi ætla ég að segja hug minn í því máli og hvers virði staðurinn er fyrir okkur stafsfólkið, vistmennina sem þar eru og aðstandendur þeirra. Í dag er ég aðstoðarvarðstjóri við fangelsið á Sogni en ég hef starfað hjá Fangelsismálastofnun meira og minna síðan árið 1999.

Skoðun
Fréttamynd

Vel heppnað Mat­væla­þing 2022

Á nýliðnu Matvælaþingi sem haldið var í Hörpu 22. nóvember var gerð metnaðarfull tilraun. Undir einu þaki söfnuðust saman fulltrúar allra þeirra hópa sem vinna að framleiðslu, sölu og dreifingu matvæla á Íslandi. Tilgangurinn var að kynna, ræða og rýna nýútkomin drög að matvælastefnu til framtíðar fyrir Ísland.

Skoðun
Fréttamynd

„Þegar ég hætti þá ætla ég bara að hætta“

„Þú verður að hafa ástríðuna og viljann og langa til þess að gera þetta til þess að starfa í þessu. Þetta er ekki þægileg innivinna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en hann kveðst svo sannarlega ekki vera hættur í stjórnmálum þrátt fyrir að hafa tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í byrjun mánaðarins.

Innlent