Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum.

Innlent
Fréttamynd

Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu

Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 

Innlent
Fréttamynd

Koma svo fjármálaráðherra! Birtu greinargerðina!

Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hafa vanmetið verðbólguna

Fjármálaráðherra segir Íslendinga vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Seðlabankinn sitji sennilega uppi með að hafa hækkað vexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina stinga höfðinu í sandinn og hún bjóði ekki upp á neinar aðgerðir gegn verðbólgunni.

Innlent
Fréttamynd

Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið

Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta.

Innlent
Fréttamynd

Stríð ríkis­stjórnarinnar gegn mann­réttindum

Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um meint málþóf Pírata. Það er rétt að við höfum tekið dágóðan tíma í að ræða útlendingafrumvarpið inni á þingi, en tilgangurinn með því var að gera heiðarlega tilraun til þess að fá samstarfsfólk okkar þar til að hlusta.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum

Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis.

Innlent
Fréttamynd

Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu svo dögum skiptir

Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag en tillaga um að taka málið af dagskrá var felld og tillaga um að lengja þingfund samþykkt. Fjármálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna beita sér í grímulausu málþófi undir því yfirskini að greiða fyrir störfum þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar því að „ógeðfelld og ljót krafa“ falli frá

Fósturvísum verður ekki eytt sjálfkrafa við skilnað eða andlát ef að frumvarp heilbrigðisráðherra nær fram að ganga. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði lagt fram eigið frumvarp, fagnar málinu og segir þetta ógeðfellt ákvæði. Hún vill þó ganga lengra og telur tilefni til að skoða rýmri heimild fyrir því að gefa fósturvísa.

Innlent
Fréttamynd

Enginn verði glaðari en Jón sjálfur haldi Gæslan vélinni

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að enginn verði glaðari en hann sjálfur finnist fjármagn í kerfinu til að halda rekstri á flugvél Landhelgisgæslunnar áfram. Jón kynnti fyrr í vikunni fyrirhugaða sölu á flugvélinni vegna fjárskorts. 

Innlent
Fréttamynd

Allt að fjörutíu flóttamenn í Múlaþing á árinu

Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Múlaþing mun taka á móti allt að fjörutíu flóttamönnum á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Flug­vélin verði ekki seld nema önnur taki við

Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 

Innlent
Fréttamynd

„Það er til nóg af flug­vélum í landinu“

Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Ávinningur af skatti á streymisveitur sagður „óljós“

Tekjur ríkisins af því að leggja skatt á streymisveitur með sama hætti og mörg önnur Evrópuríki hafa gert gætu numið 200 milljónum króna á ári samkvæmt mati Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ráðuneytið telur hins vegar að ávinningurinn af slíkri skattheimtu sé „óljós“ og hugsanlega geti hún haft neikvæð áhrif á þann iðnað sem er nú þegar til staðar.

Innherji
Fréttamynd

Efling vill að skipaður verði nýr sáttasemjari

Formaður Eflingar segir félagið ekki treysta ríkissáttasemjara til að leiða frekari viðræður við Samtök atvinnulífsins og vill að nýr einstaklingur verði fundinn í hans stað. Félagið gafst einnig upp á biðinni eftir úrskurði vinnumarkaðsráðherra á stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara og kærði tillöguna til Héraðsdóms í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 

Innlent
Fréttamynd

Vinnu­deilur ekki gagn­legar þegar spenna er í hag­kerfinu

Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að illa verði komið fyrir húsvernd með sameiningu

Sviðsstjóri hjá Minjastofnun er hræddur um að illa verði komið fyrir húsvernd í landinu ef Minjastofnun verður undirsvið í mun stærri stofnun. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið starfsfólks Minjastofnunar í sameiningarferlinu. Minjavernd eigi miklu frekar heima í ráðuneyti menningarmála.

Innlent