Skoðanir

Fréttamynd

Setning Alþingis fari fram í kyrrþey

Nú er svo komið að eitt elsta starfandi þing mannkynssögunnar þorir ekki að ganga þá 50 metra sem eru frá dyrum Dómkirkjunnar í Reykjavík að Alþingishúsi Íslendinga. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, hefur verið ákveðið að færa þingsetningu frá hefðbundnum tíma, eða klukkan 13.30, til klukkan tíu á laugardagsmorgni. Þetta er gert, að sögn skrifstofustjórans, í þeim tilgangi „að gefa þingmönnum og starfsmönnum færi á að komast fyrr inn í helgina“.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölmiðlar hvetja til eineltis

Það er ekki laust við að það örli á smá holhljóði í fjölmiðlum þessa dagana vegna hörmulegs sjálfsvígs ungs drengs í Sandgerði á dögunum og umræðu um einelti vegna þessa atviks.

Skoðun
Fréttamynd

Allar hliðar máls

Algengasta meginorsök alvarlegra umferðarslysa er því miður röng mannleg breytni. Allir vegfarendur þurfa að vanda sig, hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða kjósa annan fararmáta. Vegfarendur þurfa að hafa hugann við umferðina, nota öryggisbúnað s.s. spenna beltin, gæta að hraða, vera allsgáðir og óþreyttir, vanda til ástands ökutækja og vera meðvitaðir um ástand vega/gatna og umhverfi þeirra svo nokkur dæmi séu tekin. Ef varlega er farið eru minni líkur á slysum.

Skoðun
Fréttamynd

Í dag erum við öll Sandgerðingar

Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín.

Skoðun
Fréttamynd

RÚV og Ríkisútvarp

Að undanförnu hafa margir tekið eftir því að núorðið er jafnan vísað til Ríkisútvarpsins með skammstöfuninni RÚV í kynningu á efni í miðlum félagsins, á vefsíðu þess og víðar. Þetta ræða menn og telja sumir að verið sé að útrýma hugtakinu Ríkisútvarp. Það er mikill misskilningur enda sjá og heyra glöggir notendur miðla RÚV að ekki er öllu dagskrárgerðarfólki þetta nýmæli tamt og það notar þá að sjálfsögðu það hugtak sem því fellur betur. Vangaveltur um nafngiftina komu meðal annars fram í pistli Eiðs Guðnasonar nýlega, en hann telur útvarpsstjóra hafa staðið einan að þessari breytingu.

Skoðun
Fréttamynd

Viljum við enn vera í skotgröfum?

Það vakti undrun mína á Alþingi hinn 16. september að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn því að skipuð yrði nefnd þingmanna til að vinna að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland.

Skoðun
Fréttamynd

Jón og Reverend John

Tjáningarfrelsið er á meðal mikilvægustu réttinda sem mannkynið hefur viðurkennt. Það að geta tjáð skoðun sína er einn af hornsteinum siðaðra samfélaga. Víða er tjáningarfrelsinu settar einhverjar skorður er lúta að meiðyrðum eða öðru því sem skerðir rétt annarra, þó þeir séu til sem trúa því að frelsi til að tjá skoðanir sínar eigi að vera öllu öðru æðra.

Bakþankar
Fréttamynd

Er tóbak fíkniefni?

Meðal fíkniefna er tóbak það efni sem veldur langmestu heilsutjóni, þ.e. sjúkdómum og ótímabærum dauða. Rekja má ótímabæran dauða um 300 Íslendinga á ári til tóbaksnotkunar. Öll önnur fíkniefni til samans valda aðeins broti af því heilsutjóni sem hlýst af tóbaksnotkun. Tóbaksnotkun kostar samfélagið miklar fjárhæðir og aðgerðir sem draga úr tóbaksnotkun geta þess vegna skilað miklum árangri, bæði heilsufarslegum og fjárhagslegum.

Skoðun
Fréttamynd

Er verið að púsla saman nýju stjórnmálaafli?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að þessa dagana eru hræringar í tengslum við nýjan stjórnmálaflokk undir forystu Guðmundar Steingrímssonar. Er hér um nýja hugmynd að ræða eða er gömul hugmynd að taka á sig mynd? Það er áhugavert að standa á hliðarlínunni, horfa og hlusta. Nú er það komið upp á borð að Besti flokkurinn, eða einstaklingar innan hans, ætlar sér í landsmálin, bjóða fram í öllum kjördæmum með Guðmundi og ýmsum öðrum áhugasömum. Við heyrum Guðmund segja frá því að fólk úr ýmsum áttum hafi gefið sig fram og lýst yfir áhuga. En áhuga á hverju?

Skoðun
Fréttamynd

Skálholt – Nýr biskup

Úr húmi aldanna rís hugsunin um Skálholt eins og myndin af frelsaranum á altarisveggnum þar, óræð, margsaga en engu að síður með áskorun fyrir ókominn tíma. Hver sem kemur þangað finnur til sín kallað: Hver ert þú förumaður og hvert ætlar þú? Hver er ákvörðunarstaður þinn? Vel væri svarað ef sagt væri: Himinn Guðs, Guðs eilífa borg.

Skoðun
Fréttamynd

Misskilningur skjalaþýðandans

Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður.

Skoðun
Fréttamynd

Vissir þú?

Vissir þú að yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert? Vissir þú að ólögleg sala með fólk er þriðja umfangsmesta glæpastarfssemi í heimi? Vissir þú að ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert? Vissir þú að í mörgum löndum kemst nauðgari hjá refsingu með því að giftast fórnarlambi sínu?

Skoðun
Fréttamynd

Staðgöngumæðrun samþykkt af meirihluta heilbrigðisnefndar Alþingis

Heilbrigðisnefnd Alþingis hefur samþykkt þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni með breytingum og lagt fram nefndarálit þar að lútandi. Félagið Staðganga fagnar niðurstöðu heilbrigðisnefndar en hún byggir á öflun gagna og viðtala við hina ýmsu sérfræðinga, þar á meðal Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, en hún er einn helsti sérfræðingurinn á sviði staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum í heiminum í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Náttúruarfurinn: Úr vörn í sókn

Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið misskilur sig

Nýlega varð konu það á að segja í yfirheyrslum að hún hefði misskilið sjálfa sig. Þetta orðalag vakti kátínu í netheimum og meðal áhugaheimspekinga. Á heimspekikaffihúsi var varpað fram spurningunni „er hægt að misskilja sjálfan sig?“. Eins og svo oft áður var niðurstaðan sú að svarið væri ansi háð því hvað átt væri við. Kannski má misskilja eða skorta fulla vitneskju um hvað maður átti við í fortíðinni. Þá væri hugsanlegt að misskilningur komi upp á milli mismunandi hluta sjálfsins, eða skilning skorti á eigin eiginleikum. Ef ómeðvitað er lokað fyrir upplýsingar eða þær síaðar gæti það leitt til misskilnings.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfboðaliðar efla samfélagið

Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Viðræður um landbúnað

Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu.

Skoðun
Fréttamynd

Þjófnaður og þrælahald

Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum.

Skoðun
Fréttamynd

Kostnaðarsamur leki fyrir þjóðina

Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina.

Skoðun
Fréttamynd

Sumarbústaðaeigendur – afætur?

Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili.

Skoðun
Fréttamynd

Hvítbók um náttúruvernd

Um nokkurt skeið hefur þótt ástæða til að styrkja stöðu náttúruverndar með endurskoðun náttúruverndarlaga. Á dögunum birti nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hvítbók, þar sem gerð er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Að auki eru gerðar tillögur að breytingum á lagaumhverfi og stjórnsýslu náttúruverndarmála. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið og færa þau framar og ofar í keðju ákvarðanatöku, frekar en að litið sé til þeirra seint og um síðir. Þetta er krafa sjálfbærrar þróunar – að ná jafnvægi á milli hinna samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu þátta.

Skoðun
Fréttamynd

Fellibylur hjálpar

Heimurinn er ekki lengur sjö heimsálfur. Hann er ein heimsálfa, eitt land. Að mörg þúsund konur eru í bráðri lífshættu í Sómalíu vegna mikilla þurrka er ekki aðeins vandamál Sómala. Það er einnig vandamál okkar Íslendinga. Með vali þínu geturðu hjálpað einni þessara kvenna og þar með börnunum hennar. Valið er einfalt – að styrkja UN Women.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnarskrá fólksins

Það hafði ýmsa áþreifanlega kosti í för með sér og enga galla að bjóða fólkinu í landinu til samstarfs um samningu frumvarps Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Fyrir lá, að almenningur hafði hug á málinu, því að annars hefðu 522 frambjóðendur varla gefið kost á sér til setu á Stjórnlagaþingi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Orð og hugtak

Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess getið að til Goethes mætti rekja hugtakið heimsbókmenntir, "Weltliteratur“. Gauti Kristmannsson dósent er ekki á því máli. Hér í blaðinu (1. september) benti hann á stað í þýzkri bók frá árinu 1773 þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e. um hálfum sjötta áratug fyrr en Goethe tók sér það í munn í frægum samræðum sínum við Eckermann.

Skoðun
Fréttamynd

Núll

VG krefst opinberrar rannsóknar á embættisathöfnum utanríkisráðherra vegna hernaðar í Líbíu. Utanríkisráðherra fullyrðir að slík rannsókn muni hitta aðra verr en hann. Merkingarlaust hnútukast af þessu tagi hefur yfirskyggt aðra atburði síðustu daga. Um hitt er minna fjallað sem stjórnarflokkarnir hafa verið næstum einhuga um. Það sætir þó ekki síður tíðindum.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr spítali – forsenda framþróunar í heilbrigðisþjónustu

Stærsta framfaraskref sem sést hefur lengi á sviði heilbrigðismála eru áform um byggingu nýs Landspítala. Verkefni þetta hefur verið undirbúið ítarlega í mörg ár með þátttöku mörg hundruð heilbrigðisstarfsmanna og snýst í stuttu máli um að sameina starfsemi Landspítala að langmestu leyti á einn stað, og flytja starfsemina sem nú er í Fossvogi (gamla Borgarspítala) í hin nýju hús, en nýta gömlu húsin við Hringbraut jafnframt áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Íbúalýðræði

Það er ergilegt þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fram rökfærslu sem ekki stenst, eða þvætting sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir líka um bæjarfulltrúann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur. Hún skrifaði á dögunum um íbúalýðræði.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur

Sæll vertu Karl og aðrir kjörnir fulltrúar í umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Við hér í fyrirmyndarhúsfélaginu Dalseli 38, 109 Reykjavík, finnum okkur knúin til að senda þér/ykkur þessar línur, þar sem okkur finnst við ekki hafa fengið viðeigandi svör við bréfi okkar, dagsettu þann 19.4.2011 síðastliðinn, varðandi sorphirðu og svokallaða 15 metra reglu. Satt að segja, þá erum við svolítið hissa á því, að umræddu bréfi hefur ekki verið svarað. Það var sent í gegnum netsíðu ykkar.

Skoðun