Lífið

Fréttamynd

Spurð spjörum úr

Ben Affleck leikstýrir og fer með eitt aðalhlutverkið í spennumyndinni The Town sem frumsýnd verður bráðum. Blake Lively, sem hefur gert garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, fer einnig með hlutverk í myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Frank Hvam með uppistand í Háskólabíói

Frank Hvam verður meðal gesta Frímanns Gunnarssonar á sérstöku uppistandskvöldi þann 29. september í stóra sal Háskólabíós. „Þetta verður brjáluð kvöldstund með Frímanni,“ segir Gunnar Hansson, skapari ólíkindatólsins.

Lífið
Fréttamynd

Poppuð plata frá Perry

Ný plata, Teenage dream, er væntanleg innan skamms frá Katy Perry, en söngkonan sló eftirminnilega í gegn með laginu I kissed a girl árið 2008 og hefur síðan þá sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum.

Lífið
Fréttamynd

Gæti misst röddina

Leikarinn Michael Douglas sem greindist nýverið með krabbamein í hálsi á það á hættu að missa röddina við meðhöndlun á sjúkdómnum. Leikarinn frægi, sem er giftur þokkadísinni Catherine Zeta Jones, myndi þar með stofna öllum sínum starfsferli í hættu enda röddin verkfæri leikara. Douglas hefur frestað öllum verkefnum sínum næstu tvo mánuði á meðan hann gengst undir læknismeðferð.

Lífið
Fréttamynd

Hundar og kettir í þrívídd

Flestum ætti að vera kunnugt um stirt samband hunda og katta. Þessu stríði voru gerð skil í kvikmyndinni Hundar og kettir og nú er framhaldsmyndin af þeim ævintýrum komin í bíó. Og það þarf væntanlega ekki að koma neinum á óvart að hún er í þrívídd.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert mál með Beyoncé

„Mér finnst þetta í raun ekki merkilegt mál, enda er fatnaður af svipuðu tagi út um allt í dag," segir fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að söngkonan Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans fyrir nýja haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan á ásamt móður sinni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hannar leikmyndina í Rocky Horror

„Ég vann í Þjóðleikhúsinu alla mína skólagöngu og leikmyndahönnun var í rauninni það sem ég ætlaði alltaf að gera. Svo tók myndlistin völdin og þetta fór á hilluna í nokkur ár,“ segir Pétur Gautur myndlistarmaður en hann sér um að hanna leikmyndina í Rocky Horror söngleiknum sem frumsýndur verður á Akureyri þann 10. spetember, Pétur er nú betur þekktur fyrir myndlistina en leikmyndagerð en hann segist í rauninni hafa byrjað í leikhúsinu.

Lífið
Fréttamynd

Ask the Slave með nýja plötu

Önnur breiðskífa rokkhljómsveitarinnar Ask the Slave kemur í verslanir á morgun. Platan nefnist The Order of Things og einkennist af ringulreið sem endar með einræðu Ólafs Darra Ólafssonar, leikara.

Lífið
Fréttamynd

Rokkað gegn fátækt

Styrktartónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Sódómu á fimmtudaginn kemur. Allur ágóði tónleikanna rennur til Fjölskylduhjálpar Íslands. Á tónleikunum koma fram sveitirnar Skálmöld, Vicky, Dark Harvest, Mögl og Gone Postal. Einnig verður frumsýnd ný hönnunarlína Thors Hammer en það eru meðal annars armbönd, belti og ullarpeysur svo fátt eitt sé nefnt. DJ. Daði mun svo þeyta skífum eftir tónleikana.

Lífið
Fréttamynd

Cher gefur út nýja plötu

Söngkonan Cher hefur tilkynnt að hún sé nú með nýja plötu á byrjunarstigi. Hún vinnur með lagahöfundinum Diane Warr­en sem samdi einnig eitt af lögunum, You Haven"t Seen The Last Of Me, í kvikmyndinni Burl­esque sem væntanleg er í vetur.

Lífið
Fréttamynd

Heimsókn frá Þýskalandi

Undanfarið ár hefur staðið yfir undirbúningur fyrir komu stúlknakórs frá Berlín sem ber nafnið „Mädchenchor der Sing-Akademie zu Berlin“ í heimsókn til Stúlknakórs Reykjavíkur. Stúlkurnar í báðum kórum eru á aldrinum 11 til 19 ára og munu þær syngja saman á tónleikum í Grensáskirkju á laugardag, þann 21. ágúst, klukkan 15.00.

Lífið
Fréttamynd

Skrásetur lífsgleði á filmu

Ljósmyndarinn og grafíski hönnuðurinn Jóhannes Kjartansson gefur út ljósmyndabók. Í bókinni er að finna 500 myndir en Jói, eins og hann er kallaður, hefur verið að skrásetja lífið á filmu síðan árið 2005. Bókin ber nafnið Joi de vivre; orðaleikur úr franska orðtakinu Joie de vivre eða Lífsgleði á íslensku.

Lífið
Fréttamynd

Nokkuð fyrirsjáanlegt leikaraval

Leikarahópurinn í kringum fyrstu myndina um Lisbeth Salander og Mik­ael Blomkvist er smám saman að skýrast. Fjölmiðlar vestra greindu frá því í gær að viðræður við sænska stórleikarann Max von Sydow væru hafnar en hann ætti að leika Henrik Vanger, höfuð Vanger-fjölskyldunnar sem leitar að týndri frænku sinni.

Lífið
Fréttamynd

Hjaltalín fær fimm stjörnur í Noregi

Fjallað er um plötu sveitarinnar Hjaltalín, Terminal, á netmiðli Bergens Avisen en platan er nýkomin út í Skandinavíu. Gagnrýnandi ba.no gefur plötunni 5 af 6 í svokölluðu teningakasti og kallar Hjaltalín stórsveit innan indie-tónlistarstefnunnar.

Lífið
Fréttamynd

Sögulegur menningarviðburður

The Expendables hefur vakið gríðarlega lukku meðal karlmanna sem hafa lengi þráð að sjá testósterónið flæða unnvörpum. Kvikmyndin virðist hafa uppfyllt allar þær óskir því The Expendables hefur fengið frábæra dóma og ótrúlega aðsókn.

Lífið
Fréttamynd

Hver er þessi Rooney Mara?

Leikkonan Rooney Mara hefur landað einu af eftirsóknarverðustu kvenhlutverkum í kvikmyndaheiminum í dag, sjálfri Lisbeth Salander, tölvuhakkaranum og pönkaranum úr þríleik Stiegs Larsson. En hver er þessi óþekkta leikkona sem á eftir að skjótast hratt upp frægðarstigann í Hollywood?

Lífið
Fréttamynd

Klæðist einum kjól í mánuð

Indía Salvör Menuez er hálfíslensk stúlka sem hefur tekið að sér að klæðast sama kjólnum daglega í heilan mánuð til góðgerðarstarfa. Verkefnið nefnist The uniform project og er upphafsmaður þess stúlka að nafni Sheena sem ákvað árið 2009 að klæðast sama kjólnum í heilt ár til styrktar skólabörnum á Indlandi.

Lífið
Fréttamynd

Skarð Spaugstofunnar ófyllt

„Ég er ekki að fara vinna með RÚV, allavega ekki laugardagsþáttinn. Ég er bara á fullu að gera Gauragang. Hún verður frumsýnd um jólin og ég er bundinn í þeirri vinnu þangað til,“ segir Gunnar Björn Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV, lýsti því yfir í samtali við Fréttablaðið fyrir viku að hún hefði hug á því að falast eftir kröftum Gunnars til að stjórna þætti á þeim dagskrártíma sem áður hýsti Spaugstofuna. En hún er, eins og flestum ætti að vera kunnugt um, hætt í Efstaleitinu.

Lífið
Fréttamynd

Vesturport hellir sér útí gamanleik og farsa

„Það var kominn tími til að reyna sig við gamanleik, eftir að hafa verið í svona „léttmeti" eins og Hamskiptunum og Fást," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturport í samstarfi við Borgarleikhúsið hyggst setja upp sýningu sem verður í eilítið öðruvísi dúr en aðrar sýningar hópsins. Um er að ræða farsakenndan gamanleik um húsmóðurshlutverkið á Íslandi. Verkið er glænýtt, skrifað af þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni, Nínu Dögg, Jóhanni Níels og Gísla Erni.

Lífið
Fréttamynd

Vill minni brjóst

Bandaríska söngkonan Jessica Simpson segist almennt ánægð með vöxt sinn en viðurkennir að hún vildi gjarnan vera með eilítið minni barm og aðeins stærri bakhluta. „Ég er með lítinn rass. Ég mundi gjarnan minnka brjóstin og bæta á rassinn ef ég gæti."

Lífið
Fréttamynd

Magnað maður, magnað

Þrátt fyrir úreldingu merkimiða verður þessari mynd ekki lýst betur en sem „strákamynd" og slíkar myndir verða tæpast mikið betri en The Expendables. Hún býður upp á allt fyrir okkur sem fílum svona en ekkert fyrir hina. Góða skemmtun!

Gagnrýni
Fréttamynd

Höfundur Makalaus byrjuð með Kalla í Baggalút

„Jú ég get staðfest það. Við erum að hittast,“ svarar Þorbjörg Marinósdóttir (26), betur þekkt sem Tobba, spurð hvort hún og Karl Sigurðarson (34) borgarfulltrúi Besta flokksins og söngvari hljómsveitarinnar Baggalúts séu par.

Lífið
Fréttamynd

Fær hjónabandsráð hjá frú Beckham

Eva Longoria Parker hefur leitað til vinkonu sinnar Victoriu Beckham til að fá ráð varðandi hjónabandið því hana langar að hjónabandi hennar gangi jafn vel og hjónabandi Beckham-hjónanna.

Lífið
Fréttamynd

Dýrkar Star Wars-myndirnar

Leikarinn Dominic Monaghan, sem lék meðal annars í Lord of The Rings og í sjónvarpsþættinum Lost, skartar nú stærðarinnar húðflúri á vinstri hendi. Húðflúrið er setning úr kvikmyndinni Star Wars og segir á ensku Luminous Beings Are We, Not This Crude Matter, setning sem hinn alvitri Yoda sagði eitt sinn.

Lífið
Fréttamynd

The Office fer til Kína

Breski grínistinn Ricky Gervais segir að kínversk útgáfa af sjónvarpsþáttum sínum, The Office, sé í bígerð. Þættirnir slógu fyrst í gegn í Bretlandi með honum í aðalhlutverki. Síðan var gerð bandarísk útgáfa með Steve Carell í hlutverki skrifstofustjórans og núna er kínversk útgáfa í uppsiglingu.

Lífið
Fréttamynd

Eltingarleikurinn að nóttu til skemmtilegastur

Victoria Ferell leikur aðalhlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd. Hinn tólf ára gamli nemandi í Melaskóla segist ganga með leikkonudrauminn í maganum. „Ég bjóst alls ekki við þessu en ég var rosalega glöð yfir því að fá hlutverkið. Nú bíð ég bara spennt eftir því að sjá myndina tilbúna,“ segir Victoria Ferrell, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra sem frumsýnd verður í byrjun næsta árs.

Lífið
Fréttamynd

Skímó á eina sveitaballi ársins

Eina sveitaball ársins í Njálsbúð í Vestur-Landeyjum verður haldið á föstudagskvöld. Skítamórall, Friðrik Dór, DJ Atli og Stuðlabandið halda uppi stuðinu og feta þar í fótspor Sálarinnar sem spilaði þar á eina ballinu í fyrra

Lífið
Fréttamynd

Daníel bað Ká Eff Bé afsökunar

Rapparinn Ká Eff Bé vill leiðrétta misskilning í tengslum við sitt nýjasta lag sem hann gerði með söngvaranum Daníel Óliver. Lagið heitir Skjóttu mig! og er að gera góða hluti á FM 957. Ká Eff Bé samdi lagið en þeir Daníel sömdu textann saman.

Lífið