Lífið Smáskífa í Kanada Raftónlistarhljómsveitin Reptilicus gaf fyrir skömmu út smáskífu í Kanada. Þar spilaði hún einnig á tónleikum og tók upp efni í hljóðverinu Grant Avenue Studio. Það var stofnað af Lanois-bræðrum en annar þeirra, Daniel, er þekktastur fyrir samstarf sitt við írsku rokkarana í U2. Útgáfutónleikar vegna smáskífunnar, sem er fyrsta útgáfa Reptilicus í þrettán ár, verða haldnir 9. desember á skemmtistaðnum Gauki á Stöng. Lífið 30.11.2011 18:13 Höfundur Disco Frisco gefur út Stefán S. Stefánsson, fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Ljósin í bænum, hefur gefið út plötuna Von. Lífið 30.11.2011 18:13 Súrsætt að hætta Meðlimir R.E.M. hugsuðu fyrst um endalok hljómsveitarinnar þegar þeir voru á tónleikaferð til að fylgja plötunni Accelerator eftir árið 2008. Þremur árum síðar, eða í september síðastliðnum, lagði sveitin upp laupana. „Okkur fannst við hafa gengið í gegnum mjög dapurt tímabil. Hver og einn okkar vildi ljúka því sem við höfðum verið að gera síðan við urðum fullorðnir. Vildum allir ljúka þessu á réttan hátt, okkar eigin hátt,“ sagði söngvarinn Michael Stipe. Lífið 30.11.2011 18:13 Í fótspor Madonnu Leikkonan unga Felicity Jones er nýtt andlit tískuhússins Dolce & Gabbana og fetar þar með í fótspor frægra kvenna á borð við Madonnu og ScarlettJohansson. Jones er frekar lítið þekkt nafn í kvikmyndaheiminum en hlaut mikið lof fyrir leik sinn í myndinni Like Crazy. Bæði myndin og Jones hlutu verðlaun á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Lífið 30.11.2011 18:13 Úr skugga White Stripes Rokkdúóið The Black Keys gefur eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Hún fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út í fyrra. Lífið 30.11.2011 18:13 Kallar Kardashian-fjölskylduna hálfvita Kardashian-fjölskyldan fær skot úr óvæntri átt, en leikarinn Daniel Craig fer ekki fögrum orðum um raunveruleikaþáttastjörnurnar í nýju viðtali við tímaritið GQ. Þar segir Craig Kardashian-systurnar gera allt fyrir frægð og frama. Lífið 30.11.2011 18:13 Kardashian fjölgar sér Von er á fjölgun í Kardashian-fjölskyldunni, en elsta systirin Kourtney tilkynnti í gær að hún ætti von á sínu öðru barni. Kourtney er aðeins komin níu vikur á leið en gat hreinlega ekki beðið með að opinbera gleðifregnirnar. Lífið 30.11.2011 18:13 Útgáfutónleikar Grafíkur í kvöld Útgáfutónleikar Grafíkur verða haldnir í Austurbæ í kvöld í tilefni af nýrri safnplötu með bestu lögum hljómsveitarinnar og nýrri heimildarmynd. Lífið 30.11.2011 18:13 Langbesta byrjunin hjá Yrsu „Þetta er langbesta byrjun hennar frá upphafi og þótti þó mörgum nóg um í fyrra,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld, um söluna á nýjustu glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Brakið. Lífið 30.11.2011 18:13 Victoria Beckham á meðal verðlaunahafa Bresku tískuverðlaunin voru afhent á mánudagskvöldið í London þar sem gestir á rauða dreglinum voru hver öðrum glæsilegri. Lífið 30.11.2011 18:13 Flest mun fullnað... Stórvirki frá einu af okkar albestu skáldum, sem slær nýja tóna og kemur á óvart í þessari bók. Gagnrýni 29.11.2011 17:44 Bassafeðgar saman á tónleikum Þrír synir bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar spila með honum á útgáfutónleikum hans á Rósenberg í kvöld í tilefni plötunnar Annar í bassajólum. Lífið 29.11.2011 21:16 Dýrt og erfitt en samt frábært Síðrokkbandið For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP sem inniheldur fjögur lög. Af því tilefni verða útgáfutónleikar á Faktorý í kvöld þar sem We Made God og Lockerbie koma einnig fram. Lífið 29.11.2011 21:16 Framleiðendur vilja meira af Íslandi í Game of Thrones Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Lífið 29.11.2011 21:16 Hættir ekki að reykja Hin ástsæla söngkona Adele er nú á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á raddböndum. Aðgerðin gekk vel og aðdáendur söngkonunnar önduðu léttar þegar þær fréttir bárust, en nú hafa þeir áhyggjur af henni vegna reykingafíknar hennar. Lífið 29.11.2011 21:16 Þorvaldur Davíð andlit nýja ilmsins frá Gyðju "Það er ómögulegt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur á feril minn. En eitt veit ég þó að það er algengt að leikarar, erlendis, eru fengnir til að vera andlit fyrir ilmi og úr,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Lífið 29.11.2011 21:16 Marni í samstarf við Hennes & Mauritz Tískuhúsið Marni verður næsti samstarfsaðili sænsku verslanakeðjunnar Hennes & Mauritz og kemur fatalínan í verslanir um allan heim í mars á næsta ári. Lífið 29.11.2011 21:16 Adam Sandler hatar þig! Sparaðu þér aurinn og settu frekar jalapeño í augað á þér. Af hverju er Adam Sandler svona illa við okkur? Hvað höfum við gert honum? Er hann kannski viljandi að reyna að eyðileggja feril sinn? Af hverju hættir hann ekki þá frekar að leika í kvikmyndum? Og hvernig má það vera að þessi mynd sé búin að hala inn 65 milljónir dollara? Megum við eiga von á framhaldsmynd? Spurningarnar eru margar og þeim er ekki auðsvarað. En þessa mynd skaltu forðast eins og drepsótt. Gagnrýni 29.11.2011 21:16 Bjartsklíkan fagnaði Bókaútgefandinn Snæbjörn Arngrímsson fagnaði fimmtugsafmæli sínu um liðna helgi. Snæbjörn var aðalmaðurinn á bak við uppgang bókaútgáfunnar Bjarts á síðasta áratug en seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir hrun og fluttist til Danmerkur. Lífið 28.11.2011 21:43 Brynja nýr kynnir í Eurovision „Ég hef alltaf horft á keppnina en ég er enginn Eurovision-fíkill eða heitur aðdáandi,“ segir nýr Eurovision-kynnir, Brynja Þorgeirsdóttir. Hún tekur við af Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem hefur gegnt þessu hlutverki síðastliðin ár. Lífið 28.11.2011 21:42 Íslenskar táningsstelpur eyða milljónum í Twilight „Maður getur ekki kvartað,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum. Lífið 28.11.2011 21:43 Ekki jafn góð mamma Leikkonan Angelina Jolie segist aldrei munu geta staðið jafnfætis móður sinni í uppeldishlutverkinu. Jolie, sem á sex börn með leikaranum Brad Pitt, var alin upp af Marcheline Bertrand sem var heimavinnandi húsmóðir og lést árið 2007. Lífið 28.11.2011 21:43 Síðasti sjens í þriðja sinn Tónleikakvöldið Síðasti sjens verður haldið í þriðja sinn á gamlársdag á Nasa. Fram koma Of Monsters and Men, sem hefur slegið í gegn á þessu ári, Retro Stefson, sem hefur spilað víða um Evrópu á árinu, og Rich Aucoin frá Halifax sem spilaði á Airwaves-hátíðinni við góðar undirtektir. Lífið 28.11.2011 21:43 Skotin í Jeff Bridges Leikkonan hæfileikaríka Michelle Williams, sem nýlega fór með hlutverk Marilyn Monroe í kvikmynd um ævi hennar, viðurkennir að hún sé rosalega skotin í gamla brýninu Jeff Bridges. Lífið 28.11.2011 21:43 Söngvaborg í hundrað þúsund eintökum „María Björk [Sverrisdóttir] nefndi þessa tölu við mig fyrir skemmstu og ég trúði henni ekki. Ég hringdi því í hana aftur um daginn og þá voru hún og framleiðandinn okkar nýbúin að fara yfir tölurnar og þetta er víst rétt. Diskarnir fimm hafa selst í um hundrað þúsund eintökum,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona og söngkennari. Lífið 28.11.2011 21:43 Tíu íslenskar plötur tilnefndar Mugison, Björk og Lay Low eru á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir bestu plötu ársins 2011. Lífið 28.11.2011 21:43 Cage í öðrum gír Niðurstaða: Lofar góðu til að byrja með en nær svo engu flugi. Gagnrýni 28.11.2011 21:43 Tökum lokið á Batman Leikarinn Christian Bale hefur leikið ofurhetjuna Batman í síðasta sinn. Tökum er lokið á þriðju og síðustu Batman-myndinni sem Bale gerir í samstarfi við leikstjórann Christopher Nolan, en saman hafa þeir endurvakið vinsældir leðurblökumannsins. Lífið 28.11.2011 21:43 Vasadiskó: Haukur Heiðar kynnir nýja plötu Diktu Tónlist 18.11.2011 12:46 Gervais býður tvo fyrir einn Ricky Gervais hefur boðið framleiðendum Golden Globe og Óskarsins svokallað tvo fyrir einn-tilboð, það sé nefnilega lítið mál fyrir hann að vera kynnir á báðum verðlaunahátíðunum. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Eddie Murphy hættur við að vera kynnir á Óskarnum eftir að leikstjórinn Brett Ratner hætti við að leikstýra hátíðinni. Ratner hafði þá orðið uppvís að meiðandi ummælum um samkynhneigða. Lífið 10.11.2011 21:04 « ‹ 32 33 34 35 36 37 38 39 40 … 102 ›
Smáskífa í Kanada Raftónlistarhljómsveitin Reptilicus gaf fyrir skömmu út smáskífu í Kanada. Þar spilaði hún einnig á tónleikum og tók upp efni í hljóðverinu Grant Avenue Studio. Það var stofnað af Lanois-bræðrum en annar þeirra, Daniel, er þekktastur fyrir samstarf sitt við írsku rokkarana í U2. Útgáfutónleikar vegna smáskífunnar, sem er fyrsta útgáfa Reptilicus í þrettán ár, verða haldnir 9. desember á skemmtistaðnum Gauki á Stöng. Lífið 30.11.2011 18:13
Höfundur Disco Frisco gefur út Stefán S. Stefánsson, fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Ljósin í bænum, hefur gefið út plötuna Von. Lífið 30.11.2011 18:13
Súrsætt að hætta Meðlimir R.E.M. hugsuðu fyrst um endalok hljómsveitarinnar þegar þeir voru á tónleikaferð til að fylgja plötunni Accelerator eftir árið 2008. Þremur árum síðar, eða í september síðastliðnum, lagði sveitin upp laupana. „Okkur fannst við hafa gengið í gegnum mjög dapurt tímabil. Hver og einn okkar vildi ljúka því sem við höfðum verið að gera síðan við urðum fullorðnir. Vildum allir ljúka þessu á réttan hátt, okkar eigin hátt,“ sagði söngvarinn Michael Stipe. Lífið 30.11.2011 18:13
Í fótspor Madonnu Leikkonan unga Felicity Jones er nýtt andlit tískuhússins Dolce & Gabbana og fetar þar með í fótspor frægra kvenna á borð við Madonnu og ScarlettJohansson. Jones er frekar lítið þekkt nafn í kvikmyndaheiminum en hlaut mikið lof fyrir leik sinn í myndinni Like Crazy. Bæði myndin og Jones hlutu verðlaun á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Lífið 30.11.2011 18:13
Úr skugga White Stripes Rokkdúóið The Black Keys gefur eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Hún fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út í fyrra. Lífið 30.11.2011 18:13
Kallar Kardashian-fjölskylduna hálfvita Kardashian-fjölskyldan fær skot úr óvæntri átt, en leikarinn Daniel Craig fer ekki fögrum orðum um raunveruleikaþáttastjörnurnar í nýju viðtali við tímaritið GQ. Þar segir Craig Kardashian-systurnar gera allt fyrir frægð og frama. Lífið 30.11.2011 18:13
Kardashian fjölgar sér Von er á fjölgun í Kardashian-fjölskyldunni, en elsta systirin Kourtney tilkynnti í gær að hún ætti von á sínu öðru barni. Kourtney er aðeins komin níu vikur á leið en gat hreinlega ekki beðið með að opinbera gleðifregnirnar. Lífið 30.11.2011 18:13
Útgáfutónleikar Grafíkur í kvöld Útgáfutónleikar Grafíkur verða haldnir í Austurbæ í kvöld í tilefni af nýrri safnplötu með bestu lögum hljómsveitarinnar og nýrri heimildarmynd. Lífið 30.11.2011 18:13
Langbesta byrjunin hjá Yrsu „Þetta er langbesta byrjun hennar frá upphafi og þótti þó mörgum nóg um í fyrra,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld, um söluna á nýjustu glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Brakið. Lífið 30.11.2011 18:13
Victoria Beckham á meðal verðlaunahafa Bresku tískuverðlaunin voru afhent á mánudagskvöldið í London þar sem gestir á rauða dreglinum voru hver öðrum glæsilegri. Lífið 30.11.2011 18:13
Flest mun fullnað... Stórvirki frá einu af okkar albestu skáldum, sem slær nýja tóna og kemur á óvart í þessari bók. Gagnrýni 29.11.2011 17:44
Bassafeðgar saman á tónleikum Þrír synir bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar spila með honum á útgáfutónleikum hans á Rósenberg í kvöld í tilefni plötunnar Annar í bassajólum. Lífið 29.11.2011 21:16
Dýrt og erfitt en samt frábært Síðrokkbandið For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP sem inniheldur fjögur lög. Af því tilefni verða útgáfutónleikar á Faktorý í kvöld þar sem We Made God og Lockerbie koma einnig fram. Lífið 29.11.2011 21:16
Framleiðendur vilja meira af Íslandi í Game of Thrones Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Lífið 29.11.2011 21:16
Hættir ekki að reykja Hin ástsæla söngkona Adele er nú á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á raddböndum. Aðgerðin gekk vel og aðdáendur söngkonunnar önduðu léttar þegar þær fréttir bárust, en nú hafa þeir áhyggjur af henni vegna reykingafíknar hennar. Lífið 29.11.2011 21:16
Þorvaldur Davíð andlit nýja ilmsins frá Gyðju "Það er ómögulegt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur á feril minn. En eitt veit ég þó að það er algengt að leikarar, erlendis, eru fengnir til að vera andlit fyrir ilmi og úr,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Lífið 29.11.2011 21:16
Marni í samstarf við Hennes & Mauritz Tískuhúsið Marni verður næsti samstarfsaðili sænsku verslanakeðjunnar Hennes & Mauritz og kemur fatalínan í verslanir um allan heim í mars á næsta ári. Lífið 29.11.2011 21:16
Adam Sandler hatar þig! Sparaðu þér aurinn og settu frekar jalapeño í augað á þér. Af hverju er Adam Sandler svona illa við okkur? Hvað höfum við gert honum? Er hann kannski viljandi að reyna að eyðileggja feril sinn? Af hverju hættir hann ekki þá frekar að leika í kvikmyndum? Og hvernig má það vera að þessi mynd sé búin að hala inn 65 milljónir dollara? Megum við eiga von á framhaldsmynd? Spurningarnar eru margar og þeim er ekki auðsvarað. En þessa mynd skaltu forðast eins og drepsótt. Gagnrýni 29.11.2011 21:16
Bjartsklíkan fagnaði Bókaútgefandinn Snæbjörn Arngrímsson fagnaði fimmtugsafmæli sínu um liðna helgi. Snæbjörn var aðalmaðurinn á bak við uppgang bókaútgáfunnar Bjarts á síðasta áratug en seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir hrun og fluttist til Danmerkur. Lífið 28.11.2011 21:43
Brynja nýr kynnir í Eurovision „Ég hef alltaf horft á keppnina en ég er enginn Eurovision-fíkill eða heitur aðdáandi,“ segir nýr Eurovision-kynnir, Brynja Þorgeirsdóttir. Hún tekur við af Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem hefur gegnt þessu hlutverki síðastliðin ár. Lífið 28.11.2011 21:42
Íslenskar táningsstelpur eyða milljónum í Twilight „Maður getur ekki kvartað,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum. Lífið 28.11.2011 21:43
Ekki jafn góð mamma Leikkonan Angelina Jolie segist aldrei munu geta staðið jafnfætis móður sinni í uppeldishlutverkinu. Jolie, sem á sex börn með leikaranum Brad Pitt, var alin upp af Marcheline Bertrand sem var heimavinnandi húsmóðir og lést árið 2007. Lífið 28.11.2011 21:43
Síðasti sjens í þriðja sinn Tónleikakvöldið Síðasti sjens verður haldið í þriðja sinn á gamlársdag á Nasa. Fram koma Of Monsters and Men, sem hefur slegið í gegn á þessu ári, Retro Stefson, sem hefur spilað víða um Evrópu á árinu, og Rich Aucoin frá Halifax sem spilaði á Airwaves-hátíðinni við góðar undirtektir. Lífið 28.11.2011 21:43
Skotin í Jeff Bridges Leikkonan hæfileikaríka Michelle Williams, sem nýlega fór með hlutverk Marilyn Monroe í kvikmynd um ævi hennar, viðurkennir að hún sé rosalega skotin í gamla brýninu Jeff Bridges. Lífið 28.11.2011 21:43
Söngvaborg í hundrað þúsund eintökum „María Björk [Sverrisdóttir] nefndi þessa tölu við mig fyrir skemmstu og ég trúði henni ekki. Ég hringdi því í hana aftur um daginn og þá voru hún og framleiðandinn okkar nýbúin að fara yfir tölurnar og þetta er víst rétt. Diskarnir fimm hafa selst í um hundrað þúsund eintökum,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona og söngkennari. Lífið 28.11.2011 21:43
Tíu íslenskar plötur tilnefndar Mugison, Björk og Lay Low eru á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir bestu plötu ársins 2011. Lífið 28.11.2011 21:43
Cage í öðrum gír Niðurstaða: Lofar góðu til að byrja með en nær svo engu flugi. Gagnrýni 28.11.2011 21:43
Tökum lokið á Batman Leikarinn Christian Bale hefur leikið ofurhetjuna Batman í síðasta sinn. Tökum er lokið á þriðju og síðustu Batman-myndinni sem Bale gerir í samstarfi við leikstjórann Christopher Nolan, en saman hafa þeir endurvakið vinsældir leðurblökumannsins. Lífið 28.11.2011 21:43
Gervais býður tvo fyrir einn Ricky Gervais hefur boðið framleiðendum Golden Globe og Óskarsins svokallað tvo fyrir einn-tilboð, það sé nefnilega lítið mál fyrir hann að vera kynnir á báðum verðlaunahátíðunum. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Eddie Murphy hættur við að vera kynnir á Óskarnum eftir að leikstjórinn Brett Ratner hætti við að leikstýra hátíðinni. Ratner hafði þá orðið uppvís að meiðandi ummælum um samkynhneigða. Lífið 10.11.2011 21:04