Innlent

Fréttamynd

Gömlu húsin haldast í Kvosinni

Húsin sem brunnu í miðborg Reykjavíkur verða endurbyggð í svo til upprunalegri mynd. Gömlum húsum á svæðinu verður fjölgað, samkvæmt verðlaunatillögunni, og Lækjargata fjögur verður flutt ofan af Árbæjarsafni.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti prentsamningur Íslands í höfn

Prentsmiðjan Oddi og Birtíngur útgáfufélag ehf. hafa gert með sér samning um prentun allra tímarita Birtíngs. Þetta mun vera einn stærsti prentsamningur sem gerður hefur verið hér á landi og sá stærsti sem gerður hefur verið um prentun tímarita. Samkvæmt honum prentar Oddi yfir 220 tölublöð af tímaritum Birtíngs á ári. Virði samningsins hefur ekki verið gefið upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda en þeir gera ekki ráð fyrir að breyting verði á vöxtunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smánar píslarsögu

Siguður Líndal lagaprófessor segir að umdeild Símaauglýsing kunni að brjóta gegn lögum. Hún smáni píslarsögu Krists.

Innlent
Fréttamynd

Vill kalla friðargæsluliða heim frá Afganistan

Formaður Vinstri grænna vill að íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan verði kallaðir heim. Vera þeirra þar samræmist ekki lögum. Hann segir heimkvaðningu friðargæsluliða í Írak aldrei hafa komið á borð utanríkismálanefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Heimili litháískrar fjölskyldu innsiglað

Eldvarnareftirlitið hefur innsiglað heimili sjö Litháa í Hafnarfirði. Fólkið fékk neyðarvistun hjá Rauða krossinum. Slökkvilliðið er að fara í átak gegn ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Á enginn skyrnafnið

Það á enginn einkaleyfi á því að selja skyr undir nafninu skyr, segir framkvæmdastjóri Mjólku sem hyggst setja skyr á markað fyrir áramót. Hann vill að stjórnvöld beiti sér fyrir því að Íslendingar fái upprunavernd á þessa hvítu mjólkurafurð.

Innlent
Fréttamynd

Ísland næstbest í heimi

Ísland er númer tvö á eftir Noregi í lífsgæðum íbúanna, samkvæmt rannsókn breska tímaritsins The Economist. Í þessari árlegu könnun tímaritsins er skoðaður efnahagur og lífsgæði íbúanna í 200 löndum. Gríðarlega margir þættir eru lagðir til grundvallar útkominni. Og þeir eru ólíkir.

Innlent
Fréttamynd

Sparisjóður Bolungarvíkur keyrir á verðbréfaeign

Sparisjóður Bolungarvíkur hagnaðist um 230 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 62 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á milli ára. Mestu munar um tekjur af veltufjármunum og öðrum eignum en vaxta- og þjónustutekjur drógust saman á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,5 prósent og stendur hún í 8.241 stigi. Þróunin er í takti við lækkun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og í Japan. Gengi bréfa í Marel hækkaði mest í fyrstu viðskiptum dagsins en gengi bréfa í Straumi-Burðarási lækkaði mest.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður lánaði 5,4 milljarða í ágúst

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,4 milljörðum króna í ágúst. Þar af voru um 900 milljónir vegna leiguíbúðalána en almenn útlán voru tæplega 4,5 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra námu heildarútlánin hins vegar 3,2 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána voru tæpar 9,5 milljónir króna í mánuðinum, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dregur úr halla á vöruskiptum

Vöruskipti voru óhagstæð um tólf milljarða króna í síðasta mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Í sama mánuði í fyrra voru vöruskipti hins vegar neikvæð um 14,4 milljarða króna. Gangi þetta eftir hefur dregið úr halla á vöruskiptum upp á 2,4 milljarða króna á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framboð til Öryggisráðs kynnt

Rúmlega 40% þjóðarinnar styðja framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en um þriðjungur er andstæður því. Fundarherferð í samvinnu við alla háskóla landsins hefst í vikunni þar sem alþjóðamál og framboðið verða kynnt.

Innlent
Fréttamynd

MS ósátt við Siggi's skyr

Mjólkursamsalan íhugar að kæra íslenskan skyrframleiðanda í New York fyrir að selja vöru sína undir nafninu Siggi's skyr. Samsalan kveðst eiga einkaleyfi á vörumerkinu skyri.

Innlent
Fréttamynd

Skólanemar streyma í strætó

Farþegum Strætó á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fjórðung á þessu hausti - þökk sé fríkortinu sem sveitarfélögin ákváðu að gefa framhalds- og háskólanemum. Þetta er mat framkvæmdastjóra Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Friðargæsluliði heim frá Írak

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að kalla íslenska friðargæsluliða heim frá Írak þar sem Íslendingar vilji ekki taka þátt í stríðsrekstri þar.

Innlent
Fréttamynd

Lúðvík Gizurarson á engar kröfur í dánarbú Hermanns Jónassonar

Lúðvík Gizurarson getur ekki gert neinar kröfur um arf eftir Hermann Jónasson, jafnvel þótt forsætisráðherrann fyrrverandi verði úrskurðaður faðir hans. Það mál er nú fyrir dómi eftir að DNA próf leiddi í ljós að 99,9 prósent líkur eru á því að Lúðvík sé sonur Hermanns.

Innlent
Fréttamynd

Atorka hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á heildina litið í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan bætti við sig 0,08 prósentum. Gengi bréfa í Atorku hækkaði mest, eða um 2,86 prósent. Bréf í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest, eða um 2,34 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auglýsing Símans er ósmekkleg - Biskupsstofa

Ný auglýsing frá Símanum hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Verið er að auglýsa nýjan farsíma og talað um að hann breyti gangi sögunnar. Og það er sannarlega farið inn í söguna því inn í þessa auglýsingu er skeytt síðustu kvöldmáltíðinni og samskiptum Júdasar og Krists. Auglýsingin er birt bæði í sjónvarpi og dagblöðum.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Alfesca jókst um 87 prósent

Hagnaður Alfesca nam 22,4 milljónum evra, jafnvirði tæpra tveggja milljarða íslenskra króna, á síðasta ári, sem lauk í enda júní. Árið þar á undan nam hagnaðurinn 12 milljónum evra og jafngildir þetta að hann hafi aukist um 87 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heyrnarlausir geta loks talað í gemsa

Samfélag heyrnarlausra á Stór-Reykjavíkursvæðinu á líklega eftir að liggja í gemsanum næstu dagana. Arnar Ægisson segir að samskiptin við eiginkonuna eigi eftir að batna til muna frá og með morgundeginum.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra ber ábyrgðina

Langur fundur fjárlaganefndar í morgun um Grímseyjarferju staðfesti subbuskapinn í stjórnsýslunni, að mati Bjarna Harðarsonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Klúðrið má rekja til galopinnar heimildar fjármálaráðuneytisins, að mati Bjarna sem segir þáverandi og núverandi fjármálaráðherra bera ábyrgð á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er takti við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum sem legið hafa beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði verulega fyrri hluta dagsins, um rúm fimm prósent þegar mest lét, en tók að dala eftir því sem leið á. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði mest, eða um 1,99 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grænt ljós á kaup Straums í Tékklandi

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup Straums-Burðarássá 50 prósenta hlut í tékkneska fjárfestingabankanum Wood & Company. Straumur keypti hlutinn í júní með kauprétt að eftirstandandi hlutum eigi síðar en árið 2011.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir kaupir norskt fasteignafélag

Glitnir Property Holding í Noregi hefur náð samkomulagi um kaup á norska fasteignafélaginu BSA og stefna félögin að því að verða leiðandi í ráðgjöf og fjármögnun í fasteignaviðskiptum í Noregi. BSA er jafnframt með starfsemi í Þýskalandi.Eignir sameinaðra fyrirtækja nema 2,7 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 235 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um 10 þúsund aðkomumenn á Ljósanótt

Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hvað kostar heilbrigðisþjónusta eftir einkavæðingu?

Vinstri grænir vilja að rannsakað verði hvaða afleiðingar markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu hefur haft á þjónustuna sjálfa og kostnaðinn. Þetta var samþykkt á flokksráðsfundi á Flúðum í gær. Hingað til hafa afleiðingar þessara breytinga ekki verið skoðaðar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður SPRON eykst um 286 prósent

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 10,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 2,6 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir 286 prósenta aukningu á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Landsbankans í hæstu hæðum

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag en það er í takti við þróun á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Landsbankinn leiðir hækkunina hér en gengi bréfa í bankanum hækkaði um 1,22 prósent. Það stendur nú í 41,45 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra. Á móti lækkaði gengi 365 um 3,16 prósent. Það stendur í 2,67 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Rarik ohf 107 milljónir króna

Hagnaður Rariks ohf. nam 107 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rarik var stofnað um Rafmagnsveitur ríkisins og dótturfélags þess, Orkusöluna, og eru ekki sýndar samanburðartölur við fyrra ár þar sem ekki var gert hefðbundið milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði þess árs, heldur var gert lokauppgjör Rafmagnsveitunnar í lok júlí í fyrra.

Viðskipti innlent