Viðskipti Gengi fjármálafyrirtækja lækkar Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við þróunina á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Fjármálafyrirtæki það leiða lækkanalestina líkt og hér. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,4 prósent, en bréf í Exista fylgir fast á eftir. Einungis gengi bréfa í fjórum félögum hefur hækkað í dag, mest í 365. Viðskipti innlent 14.9.2007 12:02 Vinnslustöðin óskar eftir afskráningu Stjórn Vinnslustöðvarinnar telur félagið ekki uppfylla lengur skráningarskilyrði um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild og hefur farið þess á leit við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin af markaði. Afskráningin var samþykkti á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar í gær. Viðskipti innlent 14.9.2007 11:00 Hlutabréf lækka í Evrópu Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag þrátt fyrir ágæta hækkun í Bandaríkjunum í gærkvöldi og væna hækkun í Japan í morgun. Ljóst er að óróleiki á fjármálamarkaði bítur enn í fasteignalánafyrirtæki. Skýringin fyrir lækkuninni í Bretlandi liggur í því að stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins nýtti sér neyðarlán frá Englandsbanka. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í framhaldinu og gengi bréfa þess hrundi. Viðskipti erlent 14.9.2007 08:40 Ólafur krækti í Goldman Sachs Geysir Green Energy er langtímafjárfesting að sögn Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Hann telur Goldman Sachs besta erlenda fjárfesti sem völ er á. Ólafur Jóhann Ólafsson, fjárfestir og rithöfundur, hafði milligöngu um komu bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs inn í fjárfestahóp Geysis Green Energy. Viðskipti innlent 14.9.2007 08:30 Fjárfestar glaðir á Wall Street Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir að Countrywide Financial, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, greindi frá því að það hefði tryggt sér fjármögnun upp á 12 milljarða dala, jafnvirði 767 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í skyndibitakeðjunni McDonald's og bílaframleiðandanum General Motors rauk í methæðir. Viðskipti erlent 13.9.2007 21:38 Færeyingar leiddu hækkun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í Kauphöllinni í dag. Hækkunin nemur 0,25 prósentustigum og endaði hún í 7.889 stigum. Gengi bréfa í Föroya banka hækkaði langmest allra félaga í Kauphöllinni, eða um 3,20 prósent. Landar færeyinganna í olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum fylgdi fast á eftir. Gengi bréfa í Eik banka hækkaði sömuleiðis, en nokkru minna. Viðskipti innlent 13.9.2007 15:35 Icelandair semur við Rolls-Royce Breski vélaframleiðandinn og þjónustufyrirtækið Rolls-Royce greindi frá því í dag að það hefði gert þjónustusamning við Icelandair til næstu fimm ára um endurnýjun og viðhald á flugvélum fyrirtækisins. Virði samningsins nemur 100 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 6,4 milljarða króna. Viðskipti innlent 13.9.2007 15:05 Englandsbanki veitir fé inn á markaðinn Englandsbanki veitti 4,4 milljörðum punda, jafnvirði 571 milljarðs íslenskra króna, inn í breskt efnahagslíf í dag í því augnamiði að veita fjármálafyrirtækjum ódýrara fjármagn en gengur og gerist til að draga úr óróleika á fjármálamarkaði. Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, lagði áherslu á það í ræðu sinni í gær að bankinn ætli ekki að bjarga fjármálafyrirtækjum sem hafi lent illa í óróleikanum. Viðskipti erlent 13.9.2007 13:50 Óróleikinn fjármálafyrirtækjum að kenna Fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum geta kennt sér sjálf um skellinn sem þau hafa orðið fyrir síðustu vikurnar. Þetta segir Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir fyrirtækin hafa sýnt óábyrgar lánveitingar og telur að vegna viðskipta þeirra muni það taka undirmálslánamarkaðinn allt upp undir tvö ár að jafna sig. Viðskipti erlent 13.9.2007 13:29 Kortaveltumet í ágúst Kortavelta var aldrei meiri en í síðasta mánuði en þá nam hún 25,5 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans. Greiningardeild Glitnis segir mikinn vöxt hafa hlaupið í einkaneyslu og stefni í að hún verði myndarlegum á þessum þriðja fjórðungi. Viðskipti innlent 13.9.2007 11:42 Óbreyttir vextir Íbúðalánasjóðs Vextir Íbúðalánasjóðs eru óbreyttir í 4,85 prósentum með uppgreiðsluþóknun í kjölfar útboðs sjóðsins í morgun. Tilboð fyrir 22,1 milljarð króna að nafnvirði bárust í bréfin en sjóðurinn tók aðeins tilboðum í lengsta flokk íbúðabréfa, fyrir 9,3 milljarða á nafnvirði. Viðskipti innlent 13.9.2007 11:25 Alcatel-Lucent í vandræðum Gengi bréfa í fransk-bandaríska símtækjaframleiðandanum Alcatel-Lucent féll um rúm níu prósent á hlutabréfamarkaði í dag eftir að fyrirtækið sagðist gera ráð fyrir talsvert verri afkomu en horfur voru á vegna minni tekna og erfiðleika við samruna Alcatel við Lucent. Viðskipti erlent 13.9.2007 10:06 Rannsaka innherjasvik í Carnegie Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur einn starfsmann sænska fjárfestingabankans Carnegie í haldi vegna innherjasvika. Sænska blaðið Dagbladet segir hrinu innherjasvika í landinu beinast að litlum hópi manna í sænsku fjármálalífi. Innhverjasvikin hafa komið harkalega niður á gengi bréfa í Carnegie. Viðskipti erlent 13.9.2007 09:44 Fasteignaverð lækkar í Bretlandi Fasteignaverð lækkaði lítillega í Bretlandi á milli mánaða í ágúst. Breska dagblaðið Guardian segir þetta fyrstu merki þess að samfellt hækkanaferli síðustu tveggja ára sé á enda og kennir háum vaxtastigi um. Verð á fasteignum í og við Lundúnir hefur hins vegar haldið áfram að hækka. Viðskipti erlent 13.9.2007 09:08 Lítil lækkun í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega eftir sveiflukenndan dag á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir að gengi Bandaríkjadals hafi aldrei staðið lægri gagnvart evru þykja fjárfestar einkar bjartsýnir enda horfa þeir til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunardegi bankans í næstu viku. Viðskipti erlent 12.9.2007 20:47 Hráolíuverð í methæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust í hæstu hæðir síðdegis í dag eftir að nýbirtar tölur orkumálaráðaneytis Bandaríkjanna sýndu fram á að olíubirgðir í landinu hafi dregist meira saman en gert var ráð fyrir. Verðið stendur í rúmum 80 dölum á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Viðskipti erlent 12.9.2007 20:37 Hlutabréf lækka í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um eitt prósent. Gengi bréfa í fjórum félögum hækkaði, þar af í Marel mest, eða um 0,61 prósent. Gengi bréfa í Flögu féll hins vegar um 6,45 prósent. Viðskipti innlent 12.9.2007 15:54 Hráolíuverð í hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í hæstu hæðir í dag þrátt fyrir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) hefði samþykkt á fundi sínum í gær að auka framleiðslukvóta sína til að auka framboð af hráolíu og draga með því móti úr verðhækkunum á svartagullinu. Viðskipti erlent 12.9.2007 15:40 Hveitiverð í hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hveiti stendur í methæðum nú og getur það valdið nokkrum hækkunum á brauðmeti og kökum. Verðið hefur stigið hratt upp á árinu og er það nú tvöfalt dýrara en í apríl. Ástæðan fyrir hækkuninni eru þurrkar og uppskerubrestur í helstu hveitiræktunarlöndum. Viðskipti erlent 12.9.2007 12:13 Hagvöxtur yfir spám í fyrra Hagvöxtur mældist 4,2 prósent á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Greiningardeild Glitnis bendir á að þetta sé umfram spár og bendir á að gert hafi verið ráð fyrir 2,6 prósenta hagvexti í spá Hagstofunnar fyrr á árinu. Glitnir telur líkur á að Seðlabankinn dragi vaxtalækkun frekar á langinn vegna aukins verðbólguþrýstings. Viðskipti innlent 12.9.2007 11:57 Dalur í lægstu lægðum gagnvart evru Gengi bandaríkjadal sökk í lægstu lægðir gagnvart evru en aldrei hefur verið jafn mikil gjá á milli gjaldmiðlanna. Ástæðan fyrir lækkuninni er aukin bjartsýni fjárfesta vestanhafs á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunarfundi sínum eftir tæpa viku. Viðskipti erlent 12.9.2007 11:34 Uppsveiflu Atlantic Petroleum lokið í bili Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í verði í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,49 prósent. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað mest í dag, eða um 2,7 prósent. Félagið hefur verið á viðstöðulausri uppleið í Kauphöllinni vikunni og hækkað um tæp 129 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 12.9.2007 11:09 Countrywide í fjárhagshremmingum Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu Countrywide Financials, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna, féll um fimm prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Ástæðan er frétt bandaríska dagblaðsins New York Post þess efnis að fyrirtækið glími við afar slæma stöðu og sé að undirbúa sölu á hlutabréfum til að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 11.9.2007 16:07 Gengi Atlantic Petroleum rauk upp Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð í Kauphöllinni í dag, sum talsvert meira en önnur. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24 prósent og endaði í 7.949 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði langmest, eða um 9,19 prósent. Gengið hefur hækkað um heil 135 prósent á árinu. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest í dag, eða um 1,46 prósent. Viðskipti innlent 11.9.2007 15:48 Dregur úr viðskiptahalla Bandaríkjanna Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 59,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 3.849 milljörðum íslenskra króna, í júlí. Þetta er 0,3 prósentustiga minni halli en í mánuðinum á undan, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, segir ríkisstjórnir heimsins verða að leggjast á eitt og draga úr viðskiptahalla landanna. Viðskipti erlent 11.9.2007 15:34 Hækkun á hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hefur hækkað í Kauphöllinni í mörgum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,53 prósent og stendur hún í 7.972 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað langmest, eða um 6,24 prósent. Gengi bréfa í landa þeirra hjá Föroya banka hefur hins vegar lækkað mest, eða um 0,69 prósent. Hækkunin nú er í takti við hækkun á alþjóðamörkuðum. Viðskipti innlent 11.9.2007 11:25 Metverðbólga í Kína Verðbólga mældist 6,5 prósent í Kína í síðasta mánuði samanborið við 5,6 prósent í mánuðinum á undan, samkvæmt kínversku hagstofunni. Verðbólga hefur ekki mælst hærri þar í landi í áratug. Snarpar verðhækkanir á kjötvöru á árinu leiða verðbólguna. Gengi hlutabréfa féll í kjölfarið. Viðskipti erlent 11.9.2007 09:30 Olíuverð nálægt sögulegum hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp í hæstu hæðir á fjármálamörkuðum í dag eftir að uppreisnarhópar frömdu skemmdarverk við olíuvinnslustöðvar og leiðslur í Mexíkó Ekki liggur fyrir hvað hópunum stóð til en þeir eru sagðir vinstrisinnaðir uppreisnarseggir og andsnúnir ríkisstjórn landsins. Verðið hækkaði talsvert í gær en þá var gert ráð fyrir því að OPEC-samstökin myndu halda olíuframleiðslukvótum óbreyttum. Viðskipti erlent 11.9.2007 09:15 Sveiflur á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hefur sveiflast nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti síðar í mánuðinum. Þeir rýna síðar í dag í orð nokkurra af stjórnendum seðlabankans um bandarísk efnahagsmál. Þar á meðal er hagfræðingurinn Frederic Mishkin, einn af bankastjórum seðlabankans, sem vann skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fyrra í félagi við Tryggva Þór Herbertsson, forstjóra Askar Capital. Viðskipti erlent 10.9.2007 14:42 FL Group með tæp 38 prósent í TM FL Group hefur keypt alla hluthafa Kjarrhólma ehf. út úr félaginu og með því eignast 37,57 prósent hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni. Kjarrhólmi er annar stærsti hluthafinn í TM á eftir Glitni, sem keypti stærsta hluthafann og aðra út í síðustu viku en hefur gefið út að hann ætli að selja hlutinn áfram til fjárfesta. Viðskipti innlent 10.9.2007 11:55 « ‹ 55 56 57 58 59 60 61 62 63 … 223 ›
Gengi fjármálafyrirtækja lækkar Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við þróunina á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Fjármálafyrirtæki það leiða lækkanalestina líkt og hér. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,4 prósent, en bréf í Exista fylgir fast á eftir. Einungis gengi bréfa í fjórum félögum hefur hækkað í dag, mest í 365. Viðskipti innlent 14.9.2007 12:02
Vinnslustöðin óskar eftir afskráningu Stjórn Vinnslustöðvarinnar telur félagið ekki uppfylla lengur skráningarskilyrði um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild og hefur farið þess á leit við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin af markaði. Afskráningin var samþykkti á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar í gær. Viðskipti innlent 14.9.2007 11:00
Hlutabréf lækka í Evrópu Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag þrátt fyrir ágæta hækkun í Bandaríkjunum í gærkvöldi og væna hækkun í Japan í morgun. Ljóst er að óróleiki á fjármálamarkaði bítur enn í fasteignalánafyrirtæki. Skýringin fyrir lækkuninni í Bretlandi liggur í því að stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins nýtti sér neyðarlán frá Englandsbanka. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í framhaldinu og gengi bréfa þess hrundi. Viðskipti erlent 14.9.2007 08:40
Ólafur krækti í Goldman Sachs Geysir Green Energy er langtímafjárfesting að sögn Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Hann telur Goldman Sachs besta erlenda fjárfesti sem völ er á. Ólafur Jóhann Ólafsson, fjárfestir og rithöfundur, hafði milligöngu um komu bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs inn í fjárfestahóp Geysis Green Energy. Viðskipti innlent 14.9.2007 08:30
Fjárfestar glaðir á Wall Street Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir að Countrywide Financial, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, greindi frá því að það hefði tryggt sér fjármögnun upp á 12 milljarða dala, jafnvirði 767 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í skyndibitakeðjunni McDonald's og bílaframleiðandanum General Motors rauk í methæðir. Viðskipti erlent 13.9.2007 21:38
Færeyingar leiddu hækkun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í Kauphöllinni í dag. Hækkunin nemur 0,25 prósentustigum og endaði hún í 7.889 stigum. Gengi bréfa í Föroya banka hækkaði langmest allra félaga í Kauphöllinni, eða um 3,20 prósent. Landar færeyinganna í olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum fylgdi fast á eftir. Gengi bréfa í Eik banka hækkaði sömuleiðis, en nokkru minna. Viðskipti innlent 13.9.2007 15:35
Icelandair semur við Rolls-Royce Breski vélaframleiðandinn og þjónustufyrirtækið Rolls-Royce greindi frá því í dag að það hefði gert þjónustusamning við Icelandair til næstu fimm ára um endurnýjun og viðhald á flugvélum fyrirtækisins. Virði samningsins nemur 100 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 6,4 milljarða króna. Viðskipti innlent 13.9.2007 15:05
Englandsbanki veitir fé inn á markaðinn Englandsbanki veitti 4,4 milljörðum punda, jafnvirði 571 milljarðs íslenskra króna, inn í breskt efnahagslíf í dag í því augnamiði að veita fjármálafyrirtækjum ódýrara fjármagn en gengur og gerist til að draga úr óróleika á fjármálamarkaði. Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, lagði áherslu á það í ræðu sinni í gær að bankinn ætli ekki að bjarga fjármálafyrirtækjum sem hafi lent illa í óróleikanum. Viðskipti erlent 13.9.2007 13:50
Óróleikinn fjármálafyrirtækjum að kenna Fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum geta kennt sér sjálf um skellinn sem þau hafa orðið fyrir síðustu vikurnar. Þetta segir Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir fyrirtækin hafa sýnt óábyrgar lánveitingar og telur að vegna viðskipta þeirra muni það taka undirmálslánamarkaðinn allt upp undir tvö ár að jafna sig. Viðskipti erlent 13.9.2007 13:29
Kortaveltumet í ágúst Kortavelta var aldrei meiri en í síðasta mánuði en þá nam hún 25,5 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans. Greiningardeild Glitnis segir mikinn vöxt hafa hlaupið í einkaneyslu og stefni í að hún verði myndarlegum á þessum þriðja fjórðungi. Viðskipti innlent 13.9.2007 11:42
Óbreyttir vextir Íbúðalánasjóðs Vextir Íbúðalánasjóðs eru óbreyttir í 4,85 prósentum með uppgreiðsluþóknun í kjölfar útboðs sjóðsins í morgun. Tilboð fyrir 22,1 milljarð króna að nafnvirði bárust í bréfin en sjóðurinn tók aðeins tilboðum í lengsta flokk íbúðabréfa, fyrir 9,3 milljarða á nafnvirði. Viðskipti innlent 13.9.2007 11:25
Alcatel-Lucent í vandræðum Gengi bréfa í fransk-bandaríska símtækjaframleiðandanum Alcatel-Lucent féll um rúm níu prósent á hlutabréfamarkaði í dag eftir að fyrirtækið sagðist gera ráð fyrir talsvert verri afkomu en horfur voru á vegna minni tekna og erfiðleika við samruna Alcatel við Lucent. Viðskipti erlent 13.9.2007 10:06
Rannsaka innherjasvik í Carnegie Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur einn starfsmann sænska fjárfestingabankans Carnegie í haldi vegna innherjasvika. Sænska blaðið Dagbladet segir hrinu innherjasvika í landinu beinast að litlum hópi manna í sænsku fjármálalífi. Innhverjasvikin hafa komið harkalega niður á gengi bréfa í Carnegie. Viðskipti erlent 13.9.2007 09:44
Fasteignaverð lækkar í Bretlandi Fasteignaverð lækkaði lítillega í Bretlandi á milli mánaða í ágúst. Breska dagblaðið Guardian segir þetta fyrstu merki þess að samfellt hækkanaferli síðustu tveggja ára sé á enda og kennir háum vaxtastigi um. Verð á fasteignum í og við Lundúnir hefur hins vegar haldið áfram að hækka. Viðskipti erlent 13.9.2007 09:08
Lítil lækkun í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega eftir sveiflukenndan dag á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir að gengi Bandaríkjadals hafi aldrei staðið lægri gagnvart evru þykja fjárfestar einkar bjartsýnir enda horfa þeir til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunardegi bankans í næstu viku. Viðskipti erlent 12.9.2007 20:47
Hráolíuverð í methæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust í hæstu hæðir síðdegis í dag eftir að nýbirtar tölur orkumálaráðaneytis Bandaríkjanna sýndu fram á að olíubirgðir í landinu hafi dregist meira saman en gert var ráð fyrir. Verðið stendur í rúmum 80 dölum á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Viðskipti erlent 12.9.2007 20:37
Hlutabréf lækka í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um eitt prósent. Gengi bréfa í fjórum félögum hækkaði, þar af í Marel mest, eða um 0,61 prósent. Gengi bréfa í Flögu féll hins vegar um 6,45 prósent. Viðskipti innlent 12.9.2007 15:54
Hráolíuverð í hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í hæstu hæðir í dag þrátt fyrir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) hefði samþykkt á fundi sínum í gær að auka framleiðslukvóta sína til að auka framboð af hráolíu og draga með því móti úr verðhækkunum á svartagullinu. Viðskipti erlent 12.9.2007 15:40
Hveitiverð í hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hveiti stendur í methæðum nú og getur það valdið nokkrum hækkunum á brauðmeti og kökum. Verðið hefur stigið hratt upp á árinu og er það nú tvöfalt dýrara en í apríl. Ástæðan fyrir hækkuninni eru þurrkar og uppskerubrestur í helstu hveitiræktunarlöndum. Viðskipti erlent 12.9.2007 12:13
Hagvöxtur yfir spám í fyrra Hagvöxtur mældist 4,2 prósent á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Greiningardeild Glitnis bendir á að þetta sé umfram spár og bendir á að gert hafi verið ráð fyrir 2,6 prósenta hagvexti í spá Hagstofunnar fyrr á árinu. Glitnir telur líkur á að Seðlabankinn dragi vaxtalækkun frekar á langinn vegna aukins verðbólguþrýstings. Viðskipti innlent 12.9.2007 11:57
Dalur í lægstu lægðum gagnvart evru Gengi bandaríkjadal sökk í lægstu lægðir gagnvart evru en aldrei hefur verið jafn mikil gjá á milli gjaldmiðlanna. Ástæðan fyrir lækkuninni er aukin bjartsýni fjárfesta vestanhafs á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunarfundi sínum eftir tæpa viku. Viðskipti erlent 12.9.2007 11:34
Uppsveiflu Atlantic Petroleum lokið í bili Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í verði í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,49 prósent. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað mest í dag, eða um 2,7 prósent. Félagið hefur verið á viðstöðulausri uppleið í Kauphöllinni vikunni og hækkað um tæp 129 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 12.9.2007 11:09
Countrywide í fjárhagshremmingum Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu Countrywide Financials, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna, féll um fimm prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Ástæðan er frétt bandaríska dagblaðsins New York Post þess efnis að fyrirtækið glími við afar slæma stöðu og sé að undirbúa sölu á hlutabréfum til að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 11.9.2007 16:07
Gengi Atlantic Petroleum rauk upp Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð í Kauphöllinni í dag, sum talsvert meira en önnur. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24 prósent og endaði í 7.949 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði langmest, eða um 9,19 prósent. Gengið hefur hækkað um heil 135 prósent á árinu. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest í dag, eða um 1,46 prósent. Viðskipti innlent 11.9.2007 15:48
Dregur úr viðskiptahalla Bandaríkjanna Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 59,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 3.849 milljörðum íslenskra króna, í júlí. Þetta er 0,3 prósentustiga minni halli en í mánuðinum á undan, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, segir ríkisstjórnir heimsins verða að leggjast á eitt og draga úr viðskiptahalla landanna. Viðskipti erlent 11.9.2007 15:34
Hækkun á hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hefur hækkað í Kauphöllinni í mörgum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,53 prósent og stendur hún í 7.972 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað langmest, eða um 6,24 prósent. Gengi bréfa í landa þeirra hjá Föroya banka hefur hins vegar lækkað mest, eða um 0,69 prósent. Hækkunin nú er í takti við hækkun á alþjóðamörkuðum. Viðskipti innlent 11.9.2007 11:25
Metverðbólga í Kína Verðbólga mældist 6,5 prósent í Kína í síðasta mánuði samanborið við 5,6 prósent í mánuðinum á undan, samkvæmt kínversku hagstofunni. Verðbólga hefur ekki mælst hærri þar í landi í áratug. Snarpar verðhækkanir á kjötvöru á árinu leiða verðbólguna. Gengi hlutabréfa féll í kjölfarið. Viðskipti erlent 11.9.2007 09:30
Olíuverð nálægt sögulegum hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp í hæstu hæðir á fjármálamörkuðum í dag eftir að uppreisnarhópar frömdu skemmdarverk við olíuvinnslustöðvar og leiðslur í Mexíkó Ekki liggur fyrir hvað hópunum stóð til en þeir eru sagðir vinstrisinnaðir uppreisnarseggir og andsnúnir ríkisstjórn landsins. Verðið hækkaði talsvert í gær en þá var gert ráð fyrir því að OPEC-samstökin myndu halda olíuframleiðslukvótum óbreyttum. Viðskipti erlent 11.9.2007 09:15
Sveiflur á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hefur sveiflast nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti síðar í mánuðinum. Þeir rýna síðar í dag í orð nokkurra af stjórnendum seðlabankans um bandarísk efnahagsmál. Þar á meðal er hagfræðingurinn Frederic Mishkin, einn af bankastjórum seðlabankans, sem vann skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fyrra í félagi við Tryggva Þór Herbertsson, forstjóra Askar Capital. Viðskipti erlent 10.9.2007 14:42
FL Group með tæp 38 prósent í TM FL Group hefur keypt alla hluthafa Kjarrhólma ehf. út úr félaginu og með því eignast 37,57 prósent hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni. Kjarrhólmi er annar stærsti hluthafinn í TM á eftir Glitni, sem keypti stærsta hluthafann og aðra út í síðustu viku en hefur gefið út að hann ætli að selja hlutinn áfram til fjárfesta. Viðskipti innlent 10.9.2007 11:55