Viðskipti

Fréttamynd

Dollarinn hækkar gagnvart evru

Gengi dollarsins hefur hækkað gagnvart evrunni og er hækkunin rakin til þess að búist er við vaxtahækkunum vestanhafs í dag. Síðasta skráða meðalgengi Seðlabankans var 58,69 krónur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bensínið hækkar

Lítrinn af 95 oktana bensíni hefur hækkað um um það bil tvær krónur og 70 aura hjá stóru olíufélögunum og er ástæðan sögð þróun heimsmarkaðsverðs. Lítrinn kostar nú um 100 krónur og 30 aura í sjálfsafgreiðslutönkum en er sjö til tíu krónum dýrari með þjónustu. Lítrinn af dísilolíu hefur einnig hækkað um svipaða upphæð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sölumenn óttast um hag sinn

Sölumenn á fasteignasölum óttast að löggiltir fasteignasalar séu að reyna að bola þeim út úr starfsgreininni. Það er ekki rétt, að sögn fasteignasala, en báðir aðilar eru sammála um að breyta þurfi lögunum um fasteignaviðskipti.

Lífið
Fréttamynd

Áfram einungis karlar í stjórn

Fimm karlar voru endurkjörnir í stjórn Sparisjóðabankans á dögunum. Eina konan sem var í framboði komst ekki að þrátt fyrir áskoranir ráðherra um að reyna að jafna kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt viðskiptablað í burðarliðnum

Nýtt viðskiptablað lítur dagsins ljós á íslenska fjölmiðlamarkaðnum í næsta mánuði. Það verður gefið út undir merkjum 365 - prentmiðla, sem einnig reka DV og Fréttablaðið. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að blaðið verði gefið út vikulega undir ristjórn Hafliða Helgasonar sem verið hefur blaðamaður á Fréttablaðinu frá stofnun þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svigrúm fyrir eitt álver í viðbót

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir svigrúm til að reisa eitt álver til viðbótar á Íslandi. Færri álfyrirtæki komist að en vilji. Hún segir að markaðssetning fyrir orkufrekan iðnað sé að skila sér. Talað sé um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá VÍS

Methagnaður varð af rekstri Vátryggingafélags Íslands í fyrra og fengu allir starfsmenn greiddar 175 þúsund krónur í kaupauka fyrir góðan árangur. Hagnaður eftir skatta varð tveir og hálfur milljarður króna, sem er tæplega sjötíu prósenta meiri hagnaður en árið áður. Tíu eigendur VÍS fá 650 milljónir króna í arð, en meðal eigenda eru Meiður, KB banki og bræðurnir í Bakkavör.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameiningartillaga samþykkt

Tillaga um sameiningu Mjólkurbús Flóamanna og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á félagsfundi í MBF í gærkvöldi, en hún hafði áður verið samþykkt í MS. Guðbrandur Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa, verður væntanlega forstjóri nýja fyrirtækisins, sem skipt verður í sex svið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólafur og Pétur stofna Veröld

Ólafur Ragnarsson og Pétur Már Ólafsson, fyrrverandi útgefendur hjá Vöku-Helgafelli, hafa stofnað nýtt bókaforlag og ætla að setja fyrstu bækurnar á markað í haust. Forlagið heitir Veröld og segir í tilkynningu frá því að það sé þegar búið að tryggja sér útgáfurétt á ýmsum bókum sem vakið hafa athygli erlendis og einnig gengið frá samningum um íslenskar bækur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góð afkoma Flugstöðvarinnar

890 milljóna króna hagnaður varð á rekstri Flugstöðar Leifs Eiríkssonar eftir skatta í fyrra en árið á undan nam hagnaðurinn 547 milljónir króna. Fjölgun farþega, meiri fjármunamyndun og þróun gengis- og vaxtamála hafði mikil áhrif á rekstur félagsins á árinu. Heildartekjur félagsins fyrir árið 2004 námu um 5,8 milljörðum króna og jukust um tæp 28 prósent milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukning um 158 þúsundir lestir

Botnfiskafli íslenskra skipa í febrúar á þessu ári var rúmlega 52 þúsund tonn miðað við tæplega 45 þúsund tonn í febrúar í fyrra. Heildaraflinn fyrstu tvo mánuði ársins er 158 þúsund lestum meiri en á sama tíma í fyrra, eða 533 þúsund tonn á móti 375 þúsund tonna heildarafla í janúar og febrúar 2004.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi dollarans lækkaði um 0,5%

Gengi dollarans gagnvart krónunni lækkaði um hálft prósent á milli daga og var miðgengi Seðlabankans 58,45 krónur. Lækkun evrunnar var svipuð og var miðgengi hennar 78,19 krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvíst hvort Wolfowitz verði ráðinn

Tilnefning Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í embætti bankastjóra Alþjóðabankans, hefur vakið hörð viðbrögð. Óvíst er hvort tilnefningin fæst staðfest.

Erlent
Fréttamynd

OIíuverð í sögulegu hámarki

Olíuverð hækkar enn og er verðið á fatinu nú komið yfir 57 dollara á markaði í New York. Svipaða sögu er að segja af markaði í Lundúnum; þar náði verðið einnig sögulegu hámarki í morgun, þrátt fyrir tilkynningu OPEC-ríkjanna í gær um að þau hygðust auka olíuframleiðslu um tvö prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lyfjaverksmiðja reist á Húsavík

Norskir iðjuhöldar ætla að reisa verksmiðju á Húsavík í sumar. Hún á að framleiða hráefni til lyfjagerðar úr sjávarfangi. Sótt hefur verið um lyfjaleyfi í Svíþjóð og er ætlunin að koma lyfinu á markað víða í Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fiskafli eykst milli ára

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans í síðasta mánuði var 30 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Veiddust þá tæp 270 þúsund tonn en aflinn í febrúar á þessu ári varð tæp 300 þúsund tonn. Samanlagt er aflinn fyrstu tvo mánuði þessa árs um 160 þúsund lestum meiri en í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skuldabréf fyrir 28 milljarða

Alþjóðasvið Landsbankans hefur gengið frá útgáfu víkjandi skuldabréfa að fjárhæð 28 milljarðar króna, eða sem jafngildir 350 milljónum evra. Útgáfan skiptist í tvo flokka, 12 milljarðar króna (150 milljónir evra) undir eiginfjárþætti A, og 16 milljarða króna (200 milljónir evra) undir eiginfjárþætti B, og var beint að alþjóðlegum fagfjárfestum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup Íslandsbanka samþykkt

Íslandsbanka barst samþykki norska fjármálaráðuneytisins í gær fyrir kaupum á norska bankanum BNbank. Með samþykkinu hafa öll önnur skilyrði fyrir kaupum á BNbank, sem sett voru fram í tilboðinu, verið uppfyllt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

900 milljóna hagnaður FLE

Tæplega 900 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eftir skatta í fyrra sem er u.þ.b. þrjátíu prósenta meiri hagnaður en árið þar áður. Að vísu voru tekjur af Íslenskum markaði í fyrsta sinn teknar inn í uppgjörið í fyrra en fyrir utan það var afkomubatinn samt umtalsverður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólafur nær yfirhöndinni í Keri

Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, hefur tryggt sér 56 prósenta hlut í Keri í gegnum eignarhaldsfélag sitt Kjalar. Seljandi er Vogun sem er í eigu Kristjáns Loftssonar og Árna Vilhjálmssonar. Ker er eignarhaldsfélag sem ræður för í Samskipum, olíufélaginu Essó og hefur ítök í KB banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir auglýsingar Olís

"Mér þykja þetta heldur einkennileg vinnubrögð hjá Olís að básúna slíkt þegar um gamla könnun er að ræða," segir Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann gagnrýnir auglýsingaherferð Olís þar sem fram kemur að mikil almenn ánægja sé hjá viðskiptavinum fyrirtækisins samkvæmt könnun Gallup.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirlýsing OPEC marklaus

Olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna verður aukin á næstunni en það virðist lítil áhrif ætla að hafa á olíuverð á heimsmarkaði sem þokast enn á ný nærri sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi.

Erlent
Fréttamynd

Milljarðar svart hjá veitingahúsum

Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemur milljörðum króna. Formaður Matvís telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðum við Laugaveginn vinni svart. Matvís ætlar í átak gegn svartri atvinnustarfsemi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir með fjórðung íbúðalána

Bankarnir hafa tekið til sín fjórðung allra íbúðalána síðan þeir hófu að bjóða upp á þau fyrir rúmu hálfu ári. Bankarnir lána nú að meðaltali 26 milljarða króna í hverjum mánuði en Íbúðalánasjóður fjóra og hálfan milljarð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn selur Og fjarskipti

Landsbankinn og Burðarás hafa selt hlut sinn í Og fjarskiptum, eiganda Og Vodafone og 365 fjölmiðlanna. Landsbankinn hefur átt langa samleið með fyrirtækinu frá kaupum í Íslandssíma fyrir um fimm árum síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dalurinn ekki ódýrari í 13 ár

Gengi bandaríkjadals fór undir 59 krónur í morgun og hefur hann ekki verið svo ódýr síðan árið 1992. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að helstu ástæður fyrir þessu gríðarháa gengi krónunnar séu mikill munur innlendra og erlendra vaxta og vaxandi innlend eftirspurn, m.a. vegna stóriðjuframkvæmda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálfkjörið í stjórn SÍF

Sjálfkjörið er í stjórn Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda á aðalfundi félagsins á föstudag, en til stendur að fækka stjórnarmönnum úr sjö í fimm. Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að Ólafur Ólafsson, núverandi stjórnarformaður, og stjórnarmennirnir Aðalsteinn Ingólfsson og Guðmundur Hjaltason bjóði sig áfram fram, en Hartmut M. Krämer, stjórnarmaður Kingfisher plc, Toupargel SA og Herlitz AG, og Nadine Deswasiere, framkvæmdastjóri hjá Nestlé í Frakklandi, koma væntanlega ný inn í stjórnina.

Viðskipti innlent