Vinstri græn

Fréttamynd

Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Lax­eldi í Seyðis­firði?

Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða.

Skoðun
Fréttamynd

Horfum til heildar­hags­muna

Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi.

Skoðun
Fréttamynd

Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Jóns­son vill leiða lista VG

Bjarni Jónsson hefur gefið kost á sér til þess að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hann segir áherslur sínar felast í styrkingu innviða, traustri búsetu og fjölskylduvænu samfélagi á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Breytum orku í græn­meti

Það hafa lengi verið viðtekin sannindi á Íslandi að hér sé gnægð umhverfisvænnar orku. Á undanförnum misserum höfum við sem samfélag unnið markvisst að því að nota þessa orku til að minnka kolefnisspor okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir og allt um kring

Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig bætum við þjónustu við eldra fólk?

Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu).

Skoðun
Fréttamynd

Jafn­rétti á öllum sviðum sam­fé­lagsins

Til að knýja fram breytingar í samfélaginu þarf að breyta ýmsum hugmyndum, hefðum og venjum. Eitt af því er hugarfar þeirra sem starfa við gerð fjárlaga og fjármálaáætlana. Eitt af þeim verkefnum sem hægt er að nýta í þeirri vegferð er kynjuð fjárlagagerð eins og ríkisstjórnin hefur gert, til að mynda með fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð.

Skoðun
Fréttamynd

Að velja, eða ekki að velja, hvar þú býrð

Við erum ekki öll eins. Það er eitt af því mikilvægasta við mannlegt samfélag. Þess vegna þarf samfélagið að gera ráð fyrir breytileikanum og fagna honum. Eitt að því sem skilur okkur að er hvernig umhverfi við kjósum okkur. Við viljum sem dæmi ekki öll búa í borg, við viljum ekki öll búa í sveit og við viljum ekki öll búa í litlum þorpum. Enda væru þau þá ekki lengur lítill þorp!

Skoðun
Fréttamynd

Umhverfisslys í uppsiglingu

Fyrir 100 árum var ég staddur á kaffistofu í Vík Mýrdal. Nokkrir karlar að spjalla um pólitík. Heimamenn og ég. Þetta var sennilega 2006 ef ég á að vera nákvæmur.

Skoðun
Fréttamynd

Frá Vinstri grænum og til Bænda­sam­takanna

Kári Gautason hefur verið ráðinn til Bændasamtaka Íslands þar sem hann mun koma að úrvinnslu og greiningu hagtalna landbúnaðarins, ásamt því að koma að hagrænum greiningum sem tengjast umhverfis-, loftlagsmálum, fæðuöryggi og tryggingamálum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gleði­legan bar­áttu­dag!

Þann 8. mars árið 1857 risu konur í klæðaverksmiðjum í New York upp og mótmæltu kjörum sínum og slæmum aðbúnaði. Þessi tiltölulega lítt þekkti atburður hefði vísast endað sem neðanmálsgrein í sögu verkalýðshreyfingarinnar ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í tilefni hans var 8. mars gerður að alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sem við minnumst nú í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Fokk fátækt!

Skilgreining fátæktar er að viðkomandi líði efnahagslegan skort. Fátækt er í raun gríðarleg skerðing á tækifærum, að hafa miklu færri tækifæri og möguleika en aðrir, tækifæri til áhugamála, félagsskapar, afþreyingar og jafnvel menntunar.

Skoðun
Fréttamynd

Geðheilbrigðismál í forgangi

Við höfum góða geðheilsu ef okkur líður yfirleitt vel, þekkjum eigin styrk- og veikleika og getum nýtt þá til að ná fram því besta í okkur sjálfum. Ef geðheilsa okkar er góð erum við betur í stakk búin til að takast á við hversdaginn og ráðum betur við krefjandi aðstæður og erfiðleika.

Skoðun