Yfir og allt um kring Hólmfríður Árnadóttir skrifar 19. mars 2021 09:30 Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Að læra meir í dag en í gær er ósjaldan söngur sem sunginn er. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa vel að umhverfi og aðbúnaði nemenda. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru. Þó að oft hafi kreppt að okkur Suðurnesjamönnum í atvinnu, höfum við undafarin ár blómstrað þegar kemur að fjölbreytni, nýsköpun og metnaði er varðar menntun. Það sýna leikskólar líkt og leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ með Orðaspjallinu góða og Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík sem hlúir nú að börnum og starfsfólki á einstakan hátt í umbrotinu öllu að öðrum frábærum leikskólum ólöstuðum. Grunnskólastarf í kjördæminu er afar metnaðarfullt og stöðugt hugað að tækninýjungum líkt og í Vallaskóla á Selfossi og þörfum og þroska nemenda líkt og í Sandgerðisskóla í Suðurnesjabæ svo dæmi séu tekin. Þá eru Selfyssingar stórhuga og reisa nýjan skóla í anda stefnu Norðurlanda þar sem skólinn rís fyrst og svo kemur byggðin, þá er skólinn nefnilega tilbúinn þegar flutt er í hverfið. Framhaldsskólarnir á svæðinu eru ólíkir en einstakir og verður gaman að fylgjast með enn frekari þróun og hugmyndum Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu, þar er mikil frjósemi í hönnun brauta og mati á námi nemenda og þá eru FSu og FS stöðugt að hanna námsleiðir út frá þörfum sinna nemendahópa. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er einstakur, þar er haldið einstaklega vel utan um nemendur og ófáir sem þaðan hafa útskrifast með aukið sjálfstraust og metnað til frekari hluta. Keilir, miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs er svo enn einn demanturinn í höfuðdjásni kjördæmisins. Þar er óþrjótandi stórhugur og stöðugt verið að sækja á ný mið líkt og með nýja flugklasanum og framhaldsnámi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og enginn hissa þó listadeild bættist við þá flóru enda Suðurnesin vagga menningar og lista með fjölmarga metnaðarfulla tónlistarskóla sem alið hafa af sér hvert tónlistarséníið á fætur öðru líkt og OMAM og Valdimar okkar svo rétt sé tæpt á. Ekki er allt upp talið, símenntunarmiðstöðvar líkt og MSS í Reykjanesbæ eru afar öflugar og eru nú í kófinu að grípa hundruði atvinnuleitendur sem vilja ná sér í uppfærslu og auka möguleika sína í atvinnuleit. Þetta allt eru perlur þjóðar, þarna er framlínufólkið okkar sem leitt hefur skólastarf síðasta ár af metnaði og eljusemi með lausnaleit og nýsköpun að leiðarljósi. Húrra fyrir skólafólki Suðurkjördæmis! Húrra fyrir stórhuga sveitarfélögum sem sáu hag sinn í að halda úti skólastarfi og draga ekki úr í kófinu. Ríkið má þó aðeins bæta í og setja meira í sarpinn hjá framhaldsskólum og fullorðinsfræðslum, meira að segja miklu, miklu meira. Höfundur er menntunarfræðingur, frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi, formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum og situr í flokksráði VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Skóla - og menntamál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Að læra meir í dag en í gær er ósjaldan söngur sem sunginn er. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa vel að umhverfi og aðbúnaði nemenda. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru. Þó að oft hafi kreppt að okkur Suðurnesjamönnum í atvinnu, höfum við undafarin ár blómstrað þegar kemur að fjölbreytni, nýsköpun og metnaði er varðar menntun. Það sýna leikskólar líkt og leikskólinn Tjarnarsel í Reykjanesbæ með Orðaspjallinu góða og Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík sem hlúir nú að börnum og starfsfólki á einstakan hátt í umbrotinu öllu að öðrum frábærum leikskólum ólöstuðum. Grunnskólastarf í kjördæminu er afar metnaðarfullt og stöðugt hugað að tækninýjungum líkt og í Vallaskóla á Selfossi og þörfum og þroska nemenda líkt og í Sandgerðisskóla í Suðurnesjabæ svo dæmi séu tekin. Þá eru Selfyssingar stórhuga og reisa nýjan skóla í anda stefnu Norðurlanda þar sem skólinn rís fyrst og svo kemur byggðin, þá er skólinn nefnilega tilbúinn þegar flutt er í hverfið. Framhaldsskólarnir á svæðinu eru ólíkir en einstakir og verður gaman að fylgjast með enn frekari þróun og hugmyndum Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu, þar er mikil frjósemi í hönnun brauta og mati á námi nemenda og þá eru FSu og FS stöðugt að hanna námsleiðir út frá þörfum sinna nemendahópa. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík er einstakur, þar er haldið einstaklega vel utan um nemendur og ófáir sem þaðan hafa útskrifast með aukið sjálfstraust og metnað til frekari hluta. Keilir, miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs er svo enn einn demanturinn í höfuðdjásni kjördæmisins. Þar er óþrjótandi stórhugur og stöðugt verið að sækja á ný mið líkt og með nýja flugklasanum og framhaldsnámi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og enginn hissa þó listadeild bættist við þá flóru enda Suðurnesin vagga menningar og lista með fjölmarga metnaðarfulla tónlistarskóla sem alið hafa af sér hvert tónlistarséníið á fætur öðru líkt og OMAM og Valdimar okkar svo rétt sé tæpt á. Ekki er allt upp talið, símenntunarmiðstöðvar líkt og MSS í Reykjanesbæ eru afar öflugar og eru nú í kófinu að grípa hundruði atvinnuleitendur sem vilja ná sér í uppfærslu og auka möguleika sína í atvinnuleit. Þetta allt eru perlur þjóðar, þarna er framlínufólkið okkar sem leitt hefur skólastarf síðasta ár af metnaði og eljusemi með lausnaleit og nýsköpun að leiðarljósi. Húrra fyrir skólafólki Suðurkjördæmis! Húrra fyrir stórhuga sveitarfélögum sem sáu hag sinn í að halda úti skólastarfi og draga ekki úr í kófinu. Ríkið má þó aðeins bæta í og setja meira í sarpinn hjá framhaldsskólum og fullorðinsfræðslum, meira að segja miklu, miklu meira. Höfundur er menntunarfræðingur, frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi, formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum og situr í flokksráði VG.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun