Viðreisn

Fréttamynd

Bið­listi eftir fangelsis­plássi?

Málsmeðferðartími innan réttarkerfisins kom aftur til umræðu nýlega þegar fréttir bárust af sérstöku verkefni af hálfu dómsmálaráðherra um vinnu við að rýna málsmeðferðartíma í efnahagsbrotamálunum.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsið fyrst

Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Óttinn við sam­keppni

Litlum brugghúsum verður leyft að selja vörur sínar á framleiðslustað verði fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á áfengislögum samþykkt. ÁTVR hefur gefið út langa umsögn um frumvarpið þar sem fullyrt er að þessi smávægilega breyting höggvi stórt skarð í rekstur ríkisfyrirtækisins og valdi forsendubresti í rekstri þess. Sú umsögn er í besta falli hlægileg.

Skoðun
Fréttamynd

Varnar­leysi gegn pólitískum skipunum

Ráðherrum ber að skipa hæfasta umsækjandann í starf ráðuneytisstjóra. Til að stuðla að því ber þeim fyrst að skipa þriggja manna nefnd sem metur hæfni umsækjenda um embættið. Þetta er gert til að verja almenning fyrir pólitískum ráðningum og auka traust á embættisfærslum ráðherranna. Með öðrum orðum er þetta gert til að vinna gegn spillingu í íslenskri stjórnsýslu.

Skoðun
Fréttamynd

Milliliður okkar allra

Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra?

Skoðun
Fréttamynd

Ungfrú Ísland

Nýlega birtist grein eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra undir heitinu Fröken Reykjavík. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra í ríkisstjórn stingur niður penna til að fjalla um málefni einstakra sveitarfélaga og af þeirri ástæðu var greinin strax áhugaverð.

Skoðun
Fréttamynd

Boðs­kortið í brúð­kaupið er stjórnar­skráin

Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs.

Skoðun
Fréttamynd

„Afsakið en hvaða grín er þetta?“

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lýsir undrun sinni yfir því að mennta- og menningarmálaráðherra hafi falið þremur þingmönnum stjórnarflokkanna að leita leiða til að sætta sjónarmið og rýna í lög vegna Ríkisútvarpsins. „Afsakið en hvaða grín er þetta?“ spyr Hanna Katrín sem furðar sig á því hvers vegna þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé ekki boðið að vera með.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórn stöðnunar um launa­mun kynjanna

Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Það er alltaf rétti tíminn

Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau.

Skoðun
Fréttamynd

Fast land undir fótum

Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika.

Skoðun
Fréttamynd

Allir í röð! ..eða svona næstum því

Það eru margar ástæður fyrir því að ég hef ákveðið að ganga til liðs við Viðreisn. Ein sú helsta er að þegar ég kynnti mér flokkinn las ég um grunnstefnu hans en hún lýtur að því að skapa réttlátt samfélag þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis.

Skoðun
Fréttamynd

Svar við bréfi Helga - og Heið­rúnar

Þau Helgi Áss Grétarsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir gera alvarlegar athugasemdir í greinum, hér á visir.is, við samtal mitt við blaðamann í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þeim báðum nokkuð niðri fyrir og gefa bæði sterklega til kynna að ég fari með rangt mál. Hér geri ég tilraun til að skýra afstöðu mína.

Skoðun
Fréttamynd

Viðreisn stillir upp á lista

Þrjú landshlutaráð Viðreisnar hafa ákveðið að nota uppstillingu við skipan á framboðslista. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvernig skal raðað á lista í tveimur kjördæmum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Opinn fundur Viðreisnar um biðlistavandann

Viðreisn stendur fyrir opnum fundi um biðlistavandann, kostnaðinn sem honum fylgir og mögulegar lausnir. Stjórnmálaflokkurinn segir að ríkisstjórnin hafi gert talsverðar breytingar á heilbrigðiskerfinu sem engum dyljist að hafi mikil áhrif á notendur og starfsfólk. Þar séu óljós markmið og slakur undirbúningur sérstaklega gagnrýnd.

Innlent
Fréttamynd

Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka

Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi

Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu.

Innlent
Fréttamynd

Mildaðir nauðgunardómar séu afleiðing manneklu

Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir í Landsrétti vegna dráttar á málsmeðferð. Þingmaður Viðreisnar segir ástæðuna vera aukinn málafjölda og skort á starfsfólki hjá ákæruvaldinu.

Innlent