Boðskortið í brúðkaupið er stjórnarskráin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 11:02 Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs. Við fyrri endurskoðanir á stjórnarskrá hafa ríkisstjórnarflokkar ekki verið bundnir af samstarfinu. Heldur hefur samstaðameirihluta þingmanna, þvert á flokka, um mögulega stjórnarskrábreytingar ráðið för. Ekki sjálft stjórnarsamstarfið. VG ákvað að bregða út frá þessu. Það er nýlunda. Nokkur lykilatriði um auðlindaákvæðið Tímabundnir samningar um aðgang að auðlindum er hin almenna grundvallarregla þegar stjórnvöld úthluta slíkum takmörkuðum gæðum til einstaklinga eða fyrirtækja. Nægir að nefna lög um fiskeldi og orkunýtingu. Sérregla gildir hins vegar um sjávarútveg. Alger óvissa gildir um afnotatíma og einkarétt útgerða á nýtingu sjávarauðlindarinnar. Sú óvissa liggur hjá þjóðinni, þjóðareignin er óvirk. Enginn hefur enn getað útskýrt af hverju nýting sjávarauðlinda sé það sérstök að það réttlæti undantekningu frá meginreglunni um tímabundinn nýtingarrétt. Gleggri verður vart varðstaðan um sérhagsmuni. Að setja inn fallegt orð um þjóðareign inn í auðlindaákvæði hefur litla þýðingu ef engu á að breyta frá núgildandi umhverfi. Ef ætlunin er að hafa allt óbreytt og sleppa því að virkja þjóðareignina er best að segja það hreint út. Og það hafa ráðherrar í ríkisstjórn vissulega gert. Auðlindaákvæðið sem nú hefur verið lagt fram á engu að breyta. Eins nöturlegt og það er. Viðreisn vill að stjórnarskráin kveði á um að aðgangur að öllum auðlindum verði tímabundinn og um það verði gerðir samningar til lengri tíma. Það er sú grundvallarregla sem löggjöfin þarf að miða við. Breytingartillaga okkar snýr ekki að fiskveiðistjórnunarkerfinu sjálfu eða auðlindagjaldi. Allar þjóðir sem við viljum miða okkur við gera tímabundna samninga um auðlindanýtingu í eigu almennings. Ríkisstjórnin vill hins vegar hafa auðlindaákvæði sem viðheldur sérreglu fyrir sjávarútveginn. Hann verði áfram undantekningin í íslenskum rétti. Í stað þess að móta almenna og skýra reglu fyrir allar atvinnugreinar, í sátt við mann, náttúru og samfélag. Stjórnarflokkarnir hafa af veikum mætti bent á að þetta væri hægt að gera í gegnum almenna löggjöf. En hvernig hefur það gengið fyrir sig fram til þessa? Í ríkisstjórninni 2013-2016 reyndi Sigurður Ingi þáverandi sjávarútvegsráðherra að koma í gegn frumvarpi sem fól í sér tímabundna samninga. Það frumvarp fór hvorki lönd né strönd því það var stoppað í þingflokki Sjálfstæðismanna. Ekki að það komi á óvart. Í þverpólitískri nefnd allra flokka sem var skipuð árið 2017 um sátt í sjávarútvegi kom fram að allir flokkar voru reiðubúnir til að styðja tímabundna samninga. Allir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Viðreisn hefur ítrekað flutt tillögur á kjörtímabilinu um að tímabinda samninga, eins og til dæmis í makríl en það hefur ávallt verið fellt. Allar þessar tilraunir til að ná fram brýnum almannahagsmunum sýna að þessi grundvallarregla um tímabindingu nýtingar auðlinda þarf að vera í stjórnarskrá. Ef raunverulega er vilji til að virkja þjóðareignina. Áhrif inn á nýtt kjörtímabil Verði auðlindaákvæðið samþykkt án þess að tryggja almennu grundvallarregluna um tímabundinn nýtingarrétt mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á stjórnarmyndun að kosningum loknum. Ástæðan er sú að tryggja þarf meirihluta einnig á nýju þingi fyrir þessu eina stóra pólitíska ágreiningsefni í frumvarpi VG um stjórnarskrá. Í síðustu kosningum greiddu tveir þriðju hlutar kjósenda atkvæði með sex flokkum, sem þá voru fylgjandi því að nýtingarréttur auðlinda í þjóðareign skyldi vera tímabundinn. Stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur síðan hindrað VG og Framsókn í að standa við þetta stefnumál. Ef VG ætlar að ganga til kosninga með óbundnar hendur þarf tvennt að koma til: Annað hvort þarf VG að losa sig úr viðjum Sjálfstæðisflokksins í þessu mikilvæga máli við meðferð þess í þingnefnd og koma á tímabindingu eða sýna fram á að einhver af flokkunum fjórum, sem krefjast tímabindingar, muni svíkja þann málstað eftir kosningar. Ekkert bendir til að það muni gerast. Það glittir í haustbrúðkaup Niðurstaðan er því óhjákvæmilega sú að ætli VG að koma auðlindaákvæðinu óbreyttu fram á þessu þingi og fá það síðan staðfest á nýju þingi eftir kosningar er áframhaldandi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn eini möguleikinn. Kannski þyrfti að bæta Miðflokknum við. Vinstri Græn ganga því að öllu óbreyttu skuldbundin Sjálfstæðisflokknum til kosninga. Það er skýrt. Þó að ljóst sé að auðlindaákvæðið sé sérsniðið að kröfum Sjálfstæðisflokksins leikur hann enn tveimur skjöldum. En ákvæðið verður ekki samþykkt nema með hans stuðningi. Trúlofunarhringarnir á milli stjórnarflokkanna sem settir voru upp við hátíðlega athöfn í byrjun kjörtímabilsins sitja því sem fastast. Upplegg formanns VG vegna stjórnarskrár jafngildir því að vera boðskort í brúðkaupið með Sjálfstæðisflokknum. Það glittir í haustbrúðkaup. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Stjórnarskrá Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir venju segjast allir flokkar ganga til kosninga óbundnir um stjórnarsamstarf. Formlega er það svo. En auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpi VG veldur því efnislega að stjórnarflokkarnir eru um leið að skuldbinda sig til áframhaldandi samstarfs. Við fyrri endurskoðanir á stjórnarskrá hafa ríkisstjórnarflokkar ekki verið bundnir af samstarfinu. Heldur hefur samstaðameirihluta þingmanna, þvert á flokka, um mögulega stjórnarskrábreytingar ráðið för. Ekki sjálft stjórnarsamstarfið. VG ákvað að bregða út frá þessu. Það er nýlunda. Nokkur lykilatriði um auðlindaákvæðið Tímabundnir samningar um aðgang að auðlindum er hin almenna grundvallarregla þegar stjórnvöld úthluta slíkum takmörkuðum gæðum til einstaklinga eða fyrirtækja. Nægir að nefna lög um fiskeldi og orkunýtingu. Sérregla gildir hins vegar um sjávarútveg. Alger óvissa gildir um afnotatíma og einkarétt útgerða á nýtingu sjávarauðlindarinnar. Sú óvissa liggur hjá þjóðinni, þjóðareignin er óvirk. Enginn hefur enn getað útskýrt af hverju nýting sjávarauðlinda sé það sérstök að það réttlæti undantekningu frá meginreglunni um tímabundinn nýtingarrétt. Gleggri verður vart varðstaðan um sérhagsmuni. Að setja inn fallegt orð um þjóðareign inn í auðlindaákvæði hefur litla þýðingu ef engu á að breyta frá núgildandi umhverfi. Ef ætlunin er að hafa allt óbreytt og sleppa því að virkja þjóðareignina er best að segja það hreint út. Og það hafa ráðherrar í ríkisstjórn vissulega gert. Auðlindaákvæðið sem nú hefur verið lagt fram á engu að breyta. Eins nöturlegt og það er. Viðreisn vill að stjórnarskráin kveði á um að aðgangur að öllum auðlindum verði tímabundinn og um það verði gerðir samningar til lengri tíma. Það er sú grundvallarregla sem löggjöfin þarf að miða við. Breytingartillaga okkar snýr ekki að fiskveiðistjórnunarkerfinu sjálfu eða auðlindagjaldi. Allar þjóðir sem við viljum miða okkur við gera tímabundna samninga um auðlindanýtingu í eigu almennings. Ríkisstjórnin vill hins vegar hafa auðlindaákvæði sem viðheldur sérreglu fyrir sjávarútveginn. Hann verði áfram undantekningin í íslenskum rétti. Í stað þess að móta almenna og skýra reglu fyrir allar atvinnugreinar, í sátt við mann, náttúru og samfélag. Stjórnarflokkarnir hafa af veikum mætti bent á að þetta væri hægt að gera í gegnum almenna löggjöf. En hvernig hefur það gengið fyrir sig fram til þessa? Í ríkisstjórninni 2013-2016 reyndi Sigurður Ingi þáverandi sjávarútvegsráðherra að koma í gegn frumvarpi sem fól í sér tímabundna samninga. Það frumvarp fór hvorki lönd né strönd því það var stoppað í þingflokki Sjálfstæðismanna. Ekki að það komi á óvart. Í þverpólitískri nefnd allra flokka sem var skipuð árið 2017 um sátt í sjávarútvegi kom fram að allir flokkar voru reiðubúnir til að styðja tímabundna samninga. Allir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Viðreisn hefur ítrekað flutt tillögur á kjörtímabilinu um að tímabinda samninga, eins og til dæmis í makríl en það hefur ávallt verið fellt. Allar þessar tilraunir til að ná fram brýnum almannahagsmunum sýna að þessi grundvallarregla um tímabindingu nýtingar auðlinda þarf að vera í stjórnarskrá. Ef raunverulega er vilji til að virkja þjóðareignina. Áhrif inn á nýtt kjörtímabil Verði auðlindaákvæðið samþykkt án þess að tryggja almennu grundvallarregluna um tímabundinn nýtingarrétt mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á stjórnarmyndun að kosningum loknum. Ástæðan er sú að tryggja þarf meirihluta einnig á nýju þingi fyrir þessu eina stóra pólitíska ágreiningsefni í frumvarpi VG um stjórnarskrá. Í síðustu kosningum greiddu tveir þriðju hlutar kjósenda atkvæði með sex flokkum, sem þá voru fylgjandi því að nýtingarréttur auðlinda í þjóðareign skyldi vera tímabundinn. Stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur síðan hindrað VG og Framsókn í að standa við þetta stefnumál. Ef VG ætlar að ganga til kosninga með óbundnar hendur þarf tvennt að koma til: Annað hvort þarf VG að losa sig úr viðjum Sjálfstæðisflokksins í þessu mikilvæga máli við meðferð þess í þingnefnd og koma á tímabindingu eða sýna fram á að einhver af flokkunum fjórum, sem krefjast tímabindingar, muni svíkja þann málstað eftir kosningar. Ekkert bendir til að það muni gerast. Það glittir í haustbrúðkaup Niðurstaðan er því óhjákvæmilega sú að ætli VG að koma auðlindaákvæðinu óbreyttu fram á þessu þingi og fá það síðan staðfest á nýju þingi eftir kosningar er áframhaldandi stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn eini möguleikinn. Kannski þyrfti að bæta Miðflokknum við. Vinstri Græn ganga því að öllu óbreyttu skuldbundin Sjálfstæðisflokknum til kosninga. Það er skýrt. Þó að ljóst sé að auðlindaákvæðið sé sérsniðið að kröfum Sjálfstæðisflokksins leikur hann enn tveimur skjöldum. En ákvæðið verður ekki samþykkt nema með hans stuðningi. Trúlofunarhringarnir á milli stjórnarflokkanna sem settir voru upp við hátíðlega athöfn í byrjun kjörtímabilsins sitja því sem fastast. Upplegg formanns VG vegna stjórnarskrár jafngildir því að vera boðskort í brúðkaupið með Sjálfstæðisflokknum. Það glittir í haustbrúðkaup. Höfundur er formaður Viðreisnar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun