Grundarfjörður

Fréttamynd

Að kreista mjólkur­kúna

Í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl., sem er í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, eru gerðar breytingar á lögum um gistináttaskatt nr. 87/2011.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég gerði mér grein fyrir því að ekkert yrði aftur eins og það var“

Líf Rutar Rúnarsdóttur og fjölskyldu hennar kollvarpaðist fyrir þremur árum þegar eldri bróðir Rutar féll fyrir eigin hendi. Systkinin voru afar náin og Rut missti því bæði bróður og kæran vin á sama tíma. Áfallið breytti Rut á þann hátt að hún syrgði ekki bara bróður sinn heldur einnig gömlu útgáfuna af sjálfri sér, manneskjuna sem hún hafði verið áður en áfallið dundi yfir.

Lífið
Fréttamynd

Þyrlusveitin kölluð til fjórum sinnum síðasta sólar­hringinn

Þyrlusveitir Landhelgisgæslunnar hafa sinnt fjórum útköllum síðasta sólarhringinn ofan á það að hafa sinnt viðbragði við Breiðamerkurjökli í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir þyrlusveitina hafa sinnt sjúkraflugi vegna bráðra veikinda á Hvammstanga, Hornbjargi og Grundarfirði og svo á skemmtiferðaskipi sem var um 150 sjómílur norður af Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

„Það er allt búið að vera á floti hérna“

Gífurleg úrkoma hefur verið víða um vestanvert landið síðustu daga. Í Grundarfirði er úrkoman „algerlega fáheyrð“ þar sem úrkoma mældist 227,1 mm frá kl 9 í gær til 9 í dag. Víða hefur flætt yfir tún og vegi. Bóndi í Dölum segir „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hennar nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hefur áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Myndir: Dýrðar­dagur á Snæ­fells­nesi

Tvö skemmtiferðaskip komu við í Grundarfirði í gær og iðaði bærinn af lífi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á Snæfellsnesi í gær með myndavélina á lofti og festi mannlífið á filmu. 

Lífið
Fréttamynd

Sinubruni í Staðarsveit á Snæ­fells­nesi

Eldur kviknaði í sinu í nágrenni eyðibýlisins Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Slökkviliðsmenn frá Snæfellsbæ og Grundafirði eru komnir á vettvang og slökkvilið Stykkishólms er á leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Snurvoðarbátur lenti í vanda við Melrakkaey

Upp úr klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunaskipsins Björg á Rifi kölluð út vegna snurvoðarbáts sem hafði misst vélarafl. Báturinn var þá vestur af Melrakkaey fyrir utan Grundarfjörð. Einnig var áhöfn á björgunarbátnum Reyni frá Grundarfirði kölluð út.

Innlent
Fréttamynd

„Kisuprestar“ á Snæ­fells­nesi

Prestar á Snæfellsnesi geta brugðið sér í hin ýmsu dulargervi en nú eru það „kisuprestar”, sem eru hvað vinsælastir í barnastarfi kirknanna á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Elín­borg sem biskup

Það varð sóknarbörnum í Grundarfirði fljótt ljóst, þegar þau fóru að kynnast nýja sóknarprestinum sr. Elínborgu Sturludóttur, árið 2003, að þar var á ferðinni afburða manneskja. Nýi presturinn hafði sem vegarnesti djúpt innsæi, góðar gáfur og mannkosti til að takast á hendur fjölbreytt og vandasamt starf sóknarprests í sjávarþorpi.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu póst­húsum vítt og breitt um land lokað í sumar

Til stendur að loka tíu pósthúsum Póstsins í sumar. Um er að ræða fjögur pósthús á Austfjörðum, fjögur á Norðurlandi, eitt á Vesturlandi og eitt á Vestfjörðum. Sendingar verða í staðinn afgreiddar af bílstjórum póstbíla og í póstboxum.

Innlent
Fréttamynd

Langur bíl­túr fram­undan til ömmu og afa við Grundar­fjörð

Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst.

Innlent
Fréttamynd

Heimta gögnin til baka og að vinnu verði eytt

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið G. Run í Grundarfirði hefur farið fram á það við Samkeppniseftirlitið að stofnunin skili öllum þeim gögnum sem fyrirtækið afhenti í tengslum við úttekt á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi.

Innlent
Fréttamynd

Sér­sveitin með við­búnað í Grundar­firði

Nokkur viðbúnaður lögreglu var við íbúðarhús í Grundarfirði fyrr í kvöld vegna tilkynningu um mann með skotvopn. Sérsveit ríkislögreglustjóra var með töluverðan viðbúnað á vettvangi. Vopnið reyndist eftirlíking.

Innlent
Fréttamynd

Myndasafni Bærings í Grundarfirði komið á stafrænt form

Myndasafn og myndavélar Bærings Cecilssonar í Grundarfirði vekja alltaf jafn mikla athygli en safnið og búnaðurinn er til sýnis í „Bæringsstofu“ í sögumiðstöð bæjarfélagsins. Bæring var fréttaritari í Grundarfirði til fjölda ára. Nú er unnið að því að koma öllum ljósmyndum Bærings á starfrænt form.

Innlent
Fréttamynd

Hressir og skemmtilegir Grundfirðingar

Félagar í Félagi eldri borgara í Grundarfirði passa vel upp á hvert annað og njóta þess að koma saman til að eiga góðar stundir og til að fara yfir málefni líðandi stundar, hlæja saman og njóta góðra veitinga. Þá er dansað þegar harmonikuspilari mætir á svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Telja göngu­bann ekki sam­ræmast lögum

Ferðafélagið Útivist telur bann við göngu upp Kirkjufell samræmist ekki lögum um almannarétt. Ekki sé hægt að setja ferðir óvanra göngumanna undir sama hatt og ferðir skipulagðra hópa sem búa að mikilli þekkingu.

Innlent
Fréttamynd

Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Banna göngu­ferðir upp Kirkju­fell

Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“

Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys við Kirkjufell

Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Skvísurnar „Lísurnar“ í Grundarfirði

Þær eru flottar skvísurnar, sem kalla sig „Lísurnar“ í Grundarfirði en þær eiga það sameiginlegt að vera allar á fjórhjólum og hjóla saman reglulega. „Gleði og gaman saman“ eru einkunnarorð hópsins.

Lífið